Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltestcd. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgadc 14. Blaðið kemur út hvcrn laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á máiniði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Atiglýsingaverð: 20 aura mUllmcler Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Það er sagt með sannindum um cinn góðan landfræðing, að þeg- ar hann var orðinn þungur til göngu í fjöllum, ljet hann fylgdar- mann sinn ganga á tindana, en sat sjálfur í néðstu brekkunni á með- an. Tók svo frásögn af fylgdar- manninum og skrifaði síðan langa lýsingu af útsýninu af tindinum, svo persónulega og svo fulla andá- giftar, að engum saklausum manni datt annað í hug, en að höfundur- inn hefði verið þarna sjálfur og sjeð alt það sem hann lýsti. Þetta er náttúrlega að sumu leyti golt og- blessað og miklu girnilegra til fróð- leiks lesendunum en ef maðurinn hefði skrifað: jeg komst nú ekki þarna upp, en hann Jón, sem var með mjer fór og sagði mjer alt svo greinilega, að þetta er eins og jeg hefði sjeð það sjálfur. Og enn miklu greinilegra en hefði h'ann sagt: — Jeg komst ekki upp, og þessvegna get jeg alls ekki sagt um, hvernig umhorfs er af þessum tindi. Hjer koma mismunandi sjónar- mið til sögunnar. Maðurinn vildi sýna, að hann hefði gert meira en hann gerði og mat það meira en að vera viss um hvort það væri rjett sem hann segði. Hafi það reynst rjett, þá var það fylgdar- máðurinn sem átti heiðurinn, en ekki höfundurinn. En hefði það verið rangt, vildi höfundurinn eiga á hættu að segja rangt frá, fremur en hitt að láta gantast að sjer um það, að nú væri hann orðinn svo þungfær, að hann gæti ekki gengið brekku. — En svo bætist þetta við, að þó að fylgdarmaðurinn segði rjett og skýrt frá, frá sinu sjónar- miði, gat það vel verið, að höfund- urinn hefði litið alt öðriivísi á. Því að sjónarmið tveggja manna falla sjaldan saman, síst af öllu þegar það er náttúran sjálf, sem i hlut á. Þar getur fegurð orðið að viðurstygð og hrjóstrið að yndis- leik. Jeg hitti einu sinni Austfirðing á Þingvöllum. Hann hafði margt heyrt um staðinn talað og alt gott — hann bjóst þessvegna við miklu. En það mátti sjá fílusvipinn á hon- um i margra metra fjarlægð þarna. Aldrei sagði hann hafa verið logið jafn miklu Jofi á nokkurn stað og þennan. Ekkert nema hraun. Þá væri það nú eitthvað annað að koma austur í Safamýri — þang- að hafði hann komist af tilviljun, og það væri eflaust yndislegasti staðurinn á þessu landi, — að minsta kosti mundi hann ekki lifa það, að sjá annan fegurri. Niðurl. í næsta blaði. A skóla einum i Manchester hafa verið gerðar líffræðilegar og sál- fræðilegar atlniganir á fjölda nein- enda, lil þess að finna hlutfallið á milli andlegrar og líkamlegrar orku mannsins. Árangur rannsókna þess- ara varð sá, að þeir nemendurnir, sem bestir reyndust í líkamsæfing- um voru jafnframt bestu náms- mennirnir. Guðbrandur ísberg, sýslum., uerður AO ára 28. þ. m. Erlendur Pjeursson fulltrúi, verður h-0 ára 30. þ. m. Frú Ingibjörg Þorkelsdóttir, Rauðará, verður 65 ára 29. þ.m. Lúther Hróbjartsson umsjónar- maðnr Nýja Barnaskólans varð h5 ára 2h. þ. m. Kaj Bruun Laugaveg 2. í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan hinn fyrsti lærði sjón- tækjafræðingur fluttist hingað til landsins. Er það Kaj Bruun kaup- maður, sem nú er orðinn landslýð öllum að góðu kunnur, bæði vegna verslunar sinnar og lipurðar í öll- um viðskiftum. — Áður en sjón- tækjaverslunin á Laugaveg 2 hóf göngu sína urðu menn að bíða eft- ir því, að gleraugnapantanir yrðu afgreiddar frá útlöndum, því að í gamla daga kunni engirin hjer að slípa gler, og varð þvi að senda pöntunarseðilinn lil útlanda, þeg- ar svo var háttað, að hin venjulegu gleraugu hæfðu ekki. Varð sú bið stundum löng og fyrir kom það, að hlutaðeigandi var orðinn albliildur þá loks er gleraugun komu „úr siglingunni“. — Urðu það því all- mikil viðbrigði, er hægt var að fá afgreidd hjer með stuttum fyrir- vara nálega allar gleraugnategund- ir, sem á þurfti að halda. Kaj. Bruun var kornungur maður er hánn fluttist hingað. En hann kyntist fljótt landi og lýð. Eins og titt var um útlendinga, sem liingað koma fór liann til Þingvalla í skemtiferð einn af fyrstu dögun- um sem hann var hjer. Þá kostaði híllinn þangað, með dálitilli við- stöðu, 120 krónur, og var hann þó gamall og úr sér genginn! Þótti þeim útlendingunum þetta dý.rt, og er það ekki láandi. Verslun sína hefir Bruun rekið með miklum dugnaði og samvisku- semi og jafnan hirt vel um að hafa liana birga af þeim vörum, sem til sjóntækjaverslunar heyra. Auk gler- augna og annara sjóntækja, svo sem kíkira, hefir verslunin jafnan selt mælingaráhöld og ýms eðlifræði- leg læki, sem áður voru ekki fáan- leg hjer á landi, og hefir það reynst mikill hægðarauki verkfræðingum og öðrum, sem á slíkum áhöldum þurfa að halda. Kaj Bruun er kvæntur íslenskri konti og telur ísland sem sitt ann- að föðuríand. Hann hefir með alúð og lipurð unnið sjer vinsældir allra sem við hann skifta, og það er vafalitið, að verslunin á Laugaveg 2 mun njóta ahnennrar hýlli með- an hans nýtur við. SNEMMA BEYGIST------------ Þegar Rockefeller var barn að aldrei og hafði aurað saman 50 dollurum lánaði hann bónda einum þessa peninga gegn 7% vöxtum og var þetta ’fyrsta kaupsýsla hans, og byrjunin á því lifsstarfi, sem siðan er kunnugt, að láta peningana vinna fyrir sig. — í skólanum var hann ekki vinsæll af nemendum og þótti ekkert gáfnaljós, en var vakinn og sofinn í því að græða peninga, enda var hann orðinn ríkur maður innan við þrítugt. Hann sá að hægl væri að græða á olíulindunum og á tíu árum varð hann alvaldu'r á olíumarkaðnum. 44 ára var hann orðinii einn af ríkustu mönnuin heimsins og hafði náð geigvæn- legum völdum, enda hötuðu hann fleiri en elskuðu og þúsundir manna óttuðust hann. Nokkrum ár- um seinna dró hann sig í hlje frá kaupsýslustörfunum, en sonur hans og trúnaðarmenn hjeldu fyrirtækj- unuin áfram og juku þau. Og efli” það safnaðist honum svo mikill auður, að hann hefir um lanet skeið verið talinn rikasti maður í heimi Eignirnar hafa aukist nær sjálf- krafa — hann hefir látið pening- ana vinna fyrir sig, alveg eins og hann byrjaði, þegar hann var strák- ur í skóla. Talið er að hann hafi gefið um 750 miljónir dollara lil ýmsra þarflegra fyrirlækja um æf- ina, en hlutfallslega hef:r margur gefið meira, án þess að nokkur liafi á það minst. ----x----- Spönsku stúlkurnar, sem pakka appelsinunum i kassana, sem send- ir eru viðsvegar uni heiin, vilja gjarnan giftast — og helst útlend- ingum eins og stúlkurnar hjerna. Þessvegna eru þær farnar að lauma litlum ástarbrjefum innundir um- búðapappírinn á appelsínunum, þar sem viðtakandinn er beðinn að svara, svo framarlega sem hann sje ógiftur. — Nú bar svo við fyrir skömmu, að enskur maður ljekk framreidda appelsínu á gildaskála einum. Og þar var lítiil miði innan undir þunna umbúðapappírnuni. Maðurinn skrifaði á heimilisfangið, sem tiltekð var — eldheitt ástar- brjef. Og sögulokin voru vitanlega þau, að þau giftust, hann og appel- sinustúlkan. ----x----- í Djurgarden við Stokkhólm er skemtistaður, sem heitir „Græni lundur“ og svarar til Tivolis Ivaup- mannahafnarbúa. Þessi staður er nú að halda 50 ára afmæli. Verður hann æ vinsælli með ári hverju og síðastliðið sumar komu þangað 1. 100.000 gestir. Nafnið er fengið af veitingakrá einni með sama nafni, sem Bellman gerði fræga fyrir löngu. — Árið 1917 var fjelag þetta gert að hlutafjelagi. En þetta hluta- fjelag er einkennilegt að því leyti, að þar er aldrei greiddur arður, hversu vel sem fyrirtækið gengur. Allur ágóðinn er jafnan látinn ganga til ýmsra umbótá, en hluta- fjáreigendurnir hafa komið sjer saniaii um, að „hafa heiðurinn af Gröna Lund“ i vexti. ----x----- Vitanlega eru Kínverjar jafn sólgnir i kvikmyndir og hvítir menn. Þrjár vinsælustu filmstjörn- urnar þar austur hjá þeim gulu eru Janet Gaynor, Jeanette MacDon- ald og Grete Garbo. GLOBUSMEN- rakvjelablöð eru þau lang' bes/u. Einka- sala: Gleraugnabúð- in, Lgv. 2. Bruun, Box 222. Rvk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.