Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Leyndardómar njósnaranna. í ófriði eru njósnarar jafn ó- missandi og hermennirnir sjálfir og hergögnin. Duglegur njósnari getur náS þjóö sinni e'ða hermála- stjórninni rjettara sagt í frjettir. sem geta l)jargaö heilum herdeild- um frá bráðum bana. Sömuleiðis gelur her gert geigvænlegar mót- árásir, ef herstjórnin fær að vita um áformaðar árásir óvinanna og veit hvenær hvenær þær eiga að fara fram. Það er ' firleitt á hern- aðartímum inargár upplýsingar sem annað landið þarf að fá um hitt, og það er njósnaranna verk að ná i þessar upplýsingar. I>að er oft erfiðara fyrir njósn- arann að koma upplýsingum sínum heim til sín heldur en jafnvel að ná i þær, því að venjulega eru engar pöstsamgöngur milli landa sem eiga í ófriði hvort við annað. Og jafnvel þó að njósnararnir reyni að senda upplýsingar sinar um milligöngumann i hlutlausu landi þá er allur póstur ritskoðaður á hernaðartímum og væri því hælta á, að upplýsingarnar lentu í hönd- u m ritskoðaranna. Það eru þessir erfiðleikar á send- ingunum, sem jeg ætla að segj i ykkur dálítið frá núna. Og það eru sannir viðburðir úr síðustu styrj- <>1(1, sem jeg segi ykkur frá. í matarvagninum i einni brautar- arlestinni frá París lil Sviss sat maður og var að borða. Eftir að hann hafð matast sat hann og var að fitla við blýant sinn, en þjónn- inn þóttisl sjá, að hann væri ekki að teikna á dúkinn, eins og margir hafa fyrir ósið að gera. Hann fór út úr lestinni skömmu áður en hún kom aS svissnesku landamærunum, enda hefir vegabrjefið hans lílc- lega ekki verið í svo góðu lagi, að hann gæti komist yfir landamærin. Þegar lestin var komin inn í Sviss, settist annar maður við sama borð- ið, sem hinn maðurinn hafði setið við áður meðan lestin var í Frakk- landi. í bugðu á brautinni hristist vagninn svo mikið, að vínglas, sem maðurin sat með datt og heltist úr því og áður en þjónninn komst til að hafa dúkaskifti á borðinu höfðu nokkrir skril'aðir stafir sjest sem snöggvast á dúknum, — nógu lengi tii þess að maðurinn gæti lesið þá og skrifað þá upp og sent þá til njósnarstöðvarinnar þýsku. MaSurinn sem fyrst sat i lestinni var nfl. þýskur njósnari í Frakk- landi og skrifaði á dúkinn með ó- sýnilegu letri, sem komst yfir landa mærin án þess að nokkur tæki eftir, og þegar yfir um var komiS, gerði hjálparmaðurinn orðin sýni- leg með því að láta hellast á dúk- inn úr vínglasinu. Eimlestarstjórarnir belgisku, sem voru neyddir til að vinna fyrir Þjóðverja meðan Belgía var her- tekin höfðu líka sjerstakt frjetta- kerfj. Víða ganga belgisku brautirnar á löngum köflum meðfram hollensku landamærunum. Á þessum slóðum gáfu belgisku eimlestarstjórarnir merki með því að opna og loka hurðunum á eldstæðunum. Ljós- glamparnir sem komu með þessu mynduðu táknmál, sem njósnarar handamanna í Hollandi skildu og ljetu ganga áfram til rjettra við- komenda, sem höfðu mikið gagn af þessu. Þeir fengu margt að vitn Niósnarflugið er hœllulegl. Krystalskærir gluggar Takið eftir hversu slettur og blettir eyðileggja útlit glugganna. Dreyfið Vim á deyga ríu og nuddið með því rúðurnar, sem samstundis verða krystalska.rar. Vim er svo fíngert og mjúkt að Það getur ekki rispað. Notið Vim við alla in- nanhús hreinsun. Allt verður hreint og fágað. HREINSAR ALLT OG FÁGAR LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIC.HT, ENGI.AND M-V 233-^3 *<= Nœrgöngult eftirllit. um nreyfingar ]>ýsku herdeildanna í Belgíu. Njósnararnir sem höfðust við á vígstöðvununi höfðu mjög hættulega atvinnu, því að þar var ekki um neitt samband að ræða við skot- grafir ættjarðarinnar. Venjulega voru njósnararnir látnir siga i fallhlíf úr flugvjel niður yfir ó- vinalandið og þegar þeir komu nið- ur urðu þeir að sjá fyrir sjer sjálfir. En það mátti heita óvinnandi verk, að koma frá sjer tilkynningum Jiað- an, og væri njósnarinn gripinn höndum og findust á honuxn ein- hverjar skrifaðar upplýsingar var hann viss um að verða drepinn. Var þá tekið til bragðs að láta njósnarann hafa svolítið búr með brjefdúfum méð sjer og flugu þær með tilkynningar til baka. Þegar ekki voru fleiri dúfur eftir var af- t'alað með brjefi, að flugmaður væri sendur á tiltekinn stað og ljeti hann þar síga í fallhlíf nýtt búr með dúfum. Myndin sýnir slæma klípu, sem enskur flugmaður komst í, þegar hann flaug með njósnara og dúfu- sendingu yfir landshluta, sem ó- vinirnir höfðu á valdi sínu. Hann hrapaði til jarðar og vjelin fór i mjel, njósnarinn týndi lífinii SJÓNAUKAR. Ferða-, sjó-, prisma- og fjárleitakíkirar. Gleraugnabúðin Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.