Fálkinn


Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.05.1933, Blaðsíða 14
H F A L K I N N Látið yður ekki detta í hug að byggja án þess að leita tilboða og’ spyrjast fyrir um verð hjá okkur á eftirfarandi: Miðstöðvartækjum og hreinlætistækjum alls- konar. Þakjárni og- þakpappa, gólfdúkum og fíltpappa, gólfflísum og veggflísum, eldavjelum, þvottapottum og ofnum. Allar þessar vörur, auk fjölda annara, getið þjer tví- mælalaust keypt hjá okkur með hagkvæmara verði, en nokurstaðar annarstaðar á íslandi. HELGI MAGNÚSSON & CO m Veggf óður. Eins og að undanförnu höfum vjer mest og fjölskrúðug- ast úrval hjer á landi af allskonar veggfóðri, bæði þýsku og ensku, enda höfum vjer nýlega fengið óvenjumiklar birgðir af nýtísku veggfóðri. Þeir, sem ætla að láta vegg- fóðra hjá sjer í vor, ættu því að koma sem fyrst, á meðan úr nógu er að velja. Vjer viljum um leið, að gefnu tilefni, biðja þá, sem kynnu að hafa undir höndum sýnishorn eða afgangs- rúllur af veggfóðri frá oss, að gera svo vel að skila þeim sem fyrst. a r i n n Hafnarstræti 19, Reykjavík S mantssalli, og hann hefir sært skinnið nægi- lega til þess, að eitrið hefir komist inn i hlóðið. Jeg hef lieyrt um þessu líkt áður. Það eitur, sem þá var notað, var upplausn, sem var vel þekkt af vísindamönnum. Eu áhrifin voru álíka. Jeg skyldi ekki verða hissa, doktor, þótt eitthvað slíkt hefði verið notað i sambandi við ginklofasýkilinn í þessu tilfelli. En það finnið þjer sjálfur, ])ví sennilega verðið þjer kallaður til lík- skoðunariuuar af hálfu rjettvisinuar, og rannsakið það þá. Castle, þjer ættuð að síma til Scotland Yard. Sennilega neyðast Jæir til að hlusta á, í þetta sinn. Við Hollis ætlum að bíða hjer. Biðin varð hæði löng og leiðinleg. Castle náði fljótt í stöðina og tilkvnti viðburðinn í sem allra stærstum dráttum. Honum var sagt, að foringi einn yrði sendur til að taka við vitnisburði vitnanna og gera þær rann- sóknir, sem honum þættu nauðsynlegar. Scotland Yard ætlaði sýnilega ekki að varpa virðuleika sýnum fyrir borð, þótt jafn ó- merk deild af lögreglunni og bafnarlögregl- an kallaði. Þeir sögðu venjulega, að „Vátns- rotturnar“ gætu verið ágætar meðan þær hjeldu sjer að smyglaramálum og sjálfs- drekkingum og þessháttar smáatriðum, en hætti hinsvegar við að lilaupa óþarflega upp til handa og fóta og flana að hlutunum, ef eitthvað merkara kæmi fyrir. í þrjár klukkustundir sátu þeir þarna og töluðu ekki saman nema orð á stangli. Þetta ruddalega morð virtist hafa tekið frá þeim alla löngun til að tala. Enginn þeirra vildi rjúfa þögnina, en samt fanst hverjum fyrir sig hún óbærileg. Þeir urðu fegnir þegar stöðvarstjórinn kom. Castle talaði við hann það, sem þurfti, en aðeins vitnaði til hinna við og við, til staðfestingar. Stöðvarstjórinn, sem var ekki laus við tortryggni, gaf ekkert út á málið til eða frá, en kaus heldur að bíða eftir manninum frá aðalstöðinni. Þegar frá er talið það, að hann hafði mist ágætan starfs- mann úr þjónustu sinni, var málið fyrir ut- an lians starfssvið — og maðurinn frá Scot- tand Yard yrði betri til að fást við það.. Og maðurinn kom loksins. Það var þrek- inn og herðabreiður maður með harðan hatt á höfði og í yfirfrakka, sem lyktaði af gömlum tóbaksreyk. — Þetta er eittbvað einkennilegt tilfelli? tautaði hann. Hann dró upp vasabók sína og opnaði haua. — Jeg hef nú ekki fengið nema rjett heinagrindina úr málinu ennþá, sagði hann, en eftir því litla, sem jeg hef heyrt, er ])að líkara dellutilfelli en morðmáli. Hann leit í kring, rannsakandi augum. *-■ Hver ykkar1 er Maine? spurði hann. — Jeg er Kellard Maine. Nú, þjer? Þjer eruð sá, sem er uý- kominn frá Dartmoor? — Já. Mjer var sagt, að þjer væruð við þetta riðinn. — Þjer hafið verið í fangelsi fyrir morð ? Maine kinkaði kolli. Hm. Þeir þarna í Scotland Yard halda helst, að þjer sjeuð með einhverja skrúfu lausa. Þjer vitið það kannske ekki? 0, sei sei jú, svaraði Maine, geispandi. Þáð gera ekk nema vitlausir inenn, hvort sem er, að láta taka því að leiðrjetta villur hjá „því opinbera“. Já, þjer hafið skrúfu lausa viðvíkj- andi þvi að hafa verið saklaus dæmdur. Það er það sem að er. Já, þjer segið' það sjálfur. Það er ein- mitt „það, sem að er“. Það vill svo til, að maðurinn, sem jeg á að hafa drepið er ein- mitt maðurinn, sem er nýbúinn að drepa Kyne lögregluforingja. Þjer getið fengið sannanir þess, ef þjer nennið að spyrjast fvrir. Og jeg vil eindregið stinga upp á þvi, að þjer takið fullkomna og nákvæma skýrslu af Castle lögregluforingja, áður en þjer spyrjið mig frekar. Þjer kunnið þá að kom- ast áð því, að þjer eruð hjer að fást við annað og meira en bara blauta púðurkerl- ingu. Maðurinn tók þetta ráð. Eftir tuttugu mínútna yfirheyrslu fram og aftur, setti hann alt i einu stút á varirnar og leit al- varlega á stöðvarstjórann. Þetta er mjer ofvaxið, hvajsti hann. Það er eitthvað um þetta. Blaut púðurkerl- ing — nei, andskotinn hafi ef þetta er ekki likara óskemdri sprengikúlu. .... sem getur sprungið hvenær, scm vera skal, bætti Maine við, hógværlega. Spæjarinn skelti aftilr vasabók sinni. Þetta verður gamli maðurinn að taka að sjer, sagði hann stuttaralega. Hjer er einhver óvenjulegur andskoti á seiði, og gamli maðurinn verður að glíma við liann sjálfur. — Sir Everard Lewis?. spurði dr. Hollis. Já, ef til vill. Eða að minsta kosti einn af háköllunum fjórum. Býsl við, að það verði helst Brinsley. Hann er sá besti og þetta heyrir auk þess helst undir hans verk- svið. Og hann vill sjálfsagt tala við yður um málið. Þjer komið sennilega til að fram- kvæma líkskoðunina. Þjer þekkið Brinsley umsjónarmann sæmilega vel — er það ekki? Jú eins og fingurnar á mjer. Þá getið þjer sagt honum meira á hálftímá en jeg get á lieilum degi. En skilj- ið þið eftir skápinn þann arna eins og liann er nú, og látið ekki neinn snerta hann eða neitt sem hjer er í kring. Þetta er verk, sem Brinsley verður að reyiia tennurnar á. Fyrir- gefið, hr. Maine, að jeg var dálitið tortrygg- inn þegar jeg kom hingað inn — en maður verður að játa að þetta er dálítið óvenjulega skelfilegt og óvænt. Jeg' skal fúslega játa það, svaraði Maine Og það sagði jeg Scottland Yard þegar fyrir nokkrum dögum. Það gerðuð ])jer, svaraði spæarinn og brosti þurlega. — Og nú verðið þið að afsaka mig — jeg verð að fara aftur. Því fyr sem við getum tekið þetta til meðferðar, því betra. Jeg skal gefa Sir Everard fullkomna undir eins og jeg næ í liann. Klukkan var orðin tíu áður en Maine komst af stöðinni. Brinsley spæjari liafði komið um hæl á hraðskreiðasla vagni, sem lil var. Tiu mínútna viðtal við dr. Hóllis sannfærði hann um að málið var aíyarlegt. Hann gckk í gegnum það með ])eirri vand- virkni, sem bar vott um hversu alvarlega liann tók ])að. Hann spurði i þaula, þangað lil liann hafði fengið allar fáanlegar úpplýs- ingar um þetta mál, sem hann varð að játa, að væri eitt hið dularfylsta þeirra, sem liann liefði fengist við. — Maine, sagði liann vandræðalega. — Jeg veit valla, hvað jeg á að segja við yður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.