Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.06.1933, Blaðsíða 12
12 F A L K 1 N N Framhald af bls. 5. hjekk í mjer eins og' drukkn- andi maöur. Jeg reyndi aö bera breyska mynd minnar eigin sál- ar saman við Jjetta grátandi barn reyndi að fyrirgefa henni, en fórnarsnauð eigingirn- in hafði öll yfirráð. Jeg gat ekki gat ekki elskað liana. Svo reif jeg mig lausann, hljóp fram að fossinum og kast- aði gamla reyrnum mínum i hyl- inn. Jeg sá hann snúast nokkra hringi í iðunni og l)erast síðan með straumnum eittlivað til Iiafs. í sömu andránni livarí' sólin til viðar og skugga bar yfir sveitina. Það er jsköld vetrarnótt, Jeg get ekki sofið vegna há- værra gleðilála i næsta herbergi. Hinar „dannaðri" dörnu*r Ijæjar- ins bafa þar stundum dans- gildi og bjóða þá til sin ýmsum betri borgurum eða erlenduni byssu-bátahöfðingjum — og' drekka nreð þeim dús yfir suð- rænum aldin-safa. Knúður af einliverri óljósri ■tilfinningu gekk jeg að ghigg- anum og lauk honum upp. Það- an starði jeg um stund út i lrríðina og hlustaði á storminn berja mannauð strætin. Að nokkrum tíma liðnum komu tvö pör út um húsdyrnar og sá jeg þau skjögra niður göt- una. — Rjett við næsta húshorn skaust illa klædd kvenvera fram lijá þeim og leitaði sjer skjols undan liríðinni. Um leið og þau u.rðu hennar vör heyrði jeg þau -segja: Hún er Ijettúðarkvendi! Stjórnarbylting í Andorra. Gljáandi borðbúnaður Það gerðist til tíðinda fyrir fyrir skömmu, að í minsta ríki Ev- rópu var stjórnskipulagi þvi, sem þegnarnir hafa búið við í 700 ár, hrundið með byltingu, sem stóð yfir aðeins einn klukkutíma. Þetta varð mjög nieinlaus bylling — ekk- ert „byssukjaftalið“, enginn ófriður, engar meiðingar. Þessi saga gerðist í Andorra og sýnir, að þó Andorra sje smátt, ])á vill fólkið þar fylgjast með, og tolla í tískunni. Andorra er lýðveldi og það eru l'á ríki, sem eins sjaldan er á minst og það. Það er skiki á landmærum Kataloníu í Spáni og amtsins Ariege i Frakklandi, umgirt af bröttum hryggjum Pyrenæafjalla á báðar hliðar, og hefir fengið að vera í friði vegna þess, að fjöllin eru svo brött og illa vanin, að ekki þykir fært að leggja herleið þar um. íbúarnir í Andorra eru innan við tíu þúsund, enda er land þeirra ekki nema litill fjalladalur, að stærð eigi meira en svona meðal hreppur á íslandi, eða 452 ferkiló- metrar. Þetta fólk lifir á ávaxla- rækt og vínyrkju, nema þeir sem hafa fjárbú uppi i hlíðunum. Á rennur um dalinn og heitir hún Bal- ira. Sá er metnaður Andorrabúa, að hafa aldrei verið undir erlendu valdi, og munu þeir og Danir einir allra Evrópuþjóða geta stært sig af því. Þegar Márar lögðu und- ir sig Spán í byrjun 8. aldar, fóru þeir sigurför norður um Kataloníu alla leið upp i Pyrenæafjöll og gerðu þar aðsókn fámennum hópi Veslur-Gota, sem höfðu sest að á flötum nokkrum við ána Segree, þar sem nú stendur bærinn Urgel. Vestgotar hörfuðu undan og sehdu Karli mikla bæn um hjálp. Sendi hann son sinn, Lúðvík fróma þeim til aðstoðar, en hann fór með riddurum sínum frá Urgel, til atrennu við Márana og vann úrslitasigur á þeim, þar sem nú er Andorra. Lýsti hann staðinn frjáls- an og óháðan um aldur og æfi, sem minnisvarða um sigurinn yfir hinum blökku heiðingjum. Fól hann Sigfriði greifa af Urgel umsjá stað- arins og áskildi sjer sjálfum, að kjósa tii hans yfirvald, sein gætur skyldi hafa á þvi, að eigi væri gengið á frjálsræði hans. A þessu hefir bygst sú stjórn- skipun, sem Andorra-þjóðin hefir búið við síðan 1275. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá er það æðsti maður franska ríkisins, eða for- setinn, sem tilnefnir svonefndan „viguer“ (varðmaður dalanna) eða landshöfðingja og á hann að vera franskur að ætterni, en biskupinn í Urgel tilnefnir annan og á hann að vera innfædur Andorra- þegn. Þessir stjórnendur tveir til- nefna á víxl dómara fyrir ríkið. Að öðru leyti er rikinu stjórnað af ,,allsherjarráði“ 24 manna. Þess- ir „þingmenn" eiga að vera giftir nienn og barna feður, og sama er að segja um þá, sem geta neytt kosningarrjettar, í hvert skifti sem kjósa þarf nýjan mann í þingið, eða í ráfiið, rjettara sagt. Það hafa farið litlar sögur af þessu ríki, en eins og áður er sagt gerðist ])ar stjórnarbylting, sem stóð aðeins eirin klukkutima, og Stráið Vim í deyga ríu og nuddið borðbúnaðinn með henni. Hnífar, gafflar og skeiðar, gljá sem ónotað væri eftir að hafa verið hrinsað með Vim. Eyðir fitu og blettum, allt verður sem nýtt, sje Vim notað. \J I U HREINSAR allt ¥ 1 l¥l 0GFÁGAR LEVEK BROTHERS I.IMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND M-V 234-33 IC finst „Eálkanum“ því rjettmætt að minnast á lýðveldið i Adorra í því tjlefni, ])ví að óvíst er, að það gefist nokkurntíma aftur. Uppreistarmennirnir sem gerðu byltinguna, voru svo að segja hver einasti ungur maður i landinu. Þeir höfðu áður farið ])ess á' leit við ráfiifi, að allir ibúar landsins, eldri en 21 árs, skyldu hafa kosn- ingarrjett og kjörgengi er kosnir væru nýjir menn í hið sama ráð. En þessu neitaði ráðið — eða þjóð- ráðið í einu hljóði. Ljetu þeir því boð ganga sín á mlli, hinir ungu menn, nún'a rjett fyrir páskana, meðan ,,þjóðráðið“ sat á rökstéfnu —• og svo vissi enginn fyrri til, en æskulýðurnn var kominn í þyrp- ing fyrir utan þinghúsið. Fór sendi- nefnd þessa fjölda inn í þinghúsið og skipaði öllum „ráðsmönnunum" að undirskrifa nýja stjórnarskrá, er einn þeirra hafði vjelritaða i vasanum. Var byítingin hátíðleg haldin í höfuðstað rikisins, sem heitir An- dorra la Vieja. Helstu þorp ríkis- ins önnur heita Caúillo, Encamp, Ordino, La Massana og San Julian. Við þetta tækifæri var drukkinn upp heliningurinn af vínbirgðum landsmanna, en vinin eru helstu útflutningsvaran — svo að liklega verður verslunarjöfnúðurinn ohag- slæður í Andorra í ár. „Byltingamennirnir" voru allir orðnir svo góðglaðir um morgun- inn eftir að það hefði verið ljett verk þjóðráðsmönnum að selja þá alla í steiriinn —'■ ef þeir hefðu ekki verið undir likuin áhrifum sjálfir. Myndin hjer að ofan er frá Sarita Julia i Andorra. ----x---- í neðsta bekk barnaskólans i Arendal bar það við um daginn að kenslukonan var að segja börn- unum um engilinn Gabriel, er hann korii til Maríu mey, og svo spyr kenslukonan litinn strák: Hvað sagði engillinn við Mariu? Strákur hugsar sig um dálitla stund og svarar svo: Óttast ekki María! .leg cr bara engillinn Gabríel Seott! -----------------x---- Það getur verið hættulegt að liafa of mörg leyndarmál fy-rir elskhug- anuni sínum. Dómstóllinn i Borás dæmdi um daginn hjónaband ógilt vegna þess að konan liafði ált fjög- ur börn, sitt eð hverjun., áður en hún giftist. En hún haf'ði ekki nefnt það einu orði við kæraslann sinn. En eftir hjónavígsuna sagði hún honum frá þvi — og hann heimtaði skilnað. ----x---- Pólverjinn Paul Dunkooski, sem kvaðst geta gert gull, var nýlega dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sviksamlegt athæfi við útvegun pen- inga til „framleiðslunnar". ----x—— Danskur maður, Axel Wichfeld að nafrii, gerði það meistaraverk um daginn, að hann fjekk skilnað frá konu sinni klukkan 12 á liá- degi og giftist annari klukkan 4. Hann hefir verið giftur þrsvar snnnum. og allar hafa konurnar verið vellauðugar, margra miljóna- eigendur. Það hlýtur að vera eitt- livað við þennaii náunga, sem kven- l'ólkinu líkar. Wichfelt var um eitl skeið í sendisveit Dana í Washing- ton — og þar kyntist hann tveim fyrstu konunum sínum. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.