Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 ekki leggja á sig að fara út. Kjósa lieldur værðina, skjótast inn í hæ, loka hurðum og glugg- um vandlega, lilamma sjer nið- ur í dúnmjúkan stól, eða dívan og dotta ])ar. En sje útþráin mikil er liringt á bíl, og ekið í lionum um lengri eða skemri tíma. Heilbrigð skynsemi hlýt- ur að mæla á móti þessu, en um leið mælir hún mcð, að sæmilega harðgjörður maðuv leggi heldur á fjörugan gæð- ing og „hleypi á sprett undir loftsins þök“ og lierði með því sál og líkama. í þetta sinn ætla jeg að láta þetta nægja frá minni hálfu, en í slað þess að halda sjálfur lengra áfram, að tala um þetta efni, kemur hjer á eftir laus- leg þýðing á grein eftir tann- læknir Th. Eggers frá Holhæk í Damnörku, sem ætti að verða til þess að t'æra mönnum heim sanninn um gildi hesta og hesta íþrótta. Eggers segir: „Það er nú orð- ið kannað og vitað, að hver iþrótt hefir sín sjerstöku áhrif og þýð- ingu fyrir ínamdegan líkama. llvað reiðmensku, sem iþrótt snertir, hvggist áhrif og þýðing hennar sjerstaklega á því, að knapinn einn, stendur þeim mun hetur að vígi en aðrir íþrótta- menn, að hann hreyfir sig á tvennan hátt, sem sje á sjálf- ráðan og ósjálfráðan máta. í fyrra tilfellinu fer knapinn sjálf- stætt með hestinn, en í hinu til- fellinu ræður liesurinn hreyf- iiigu mannsins, er hann varpar honum til og frá, sem verður ef svo mætti segja, að einskonar þjáll'un á manninum, líkt eins og þegar læknar nudda gigtar- skrokka. Við þessar hreyfingar manns og liests ma scgja, að engin taug eða vöðvi mannsins n erði iðjplaus, Flestar aðrar íþróttlr og lik- amsæfingar Jiroska aðeins sjer- staka vöðva, og ávalt á sama hjitt; á hjólreiðarmanninum fá fótleggir og kálfar aukinn þroska hjá knattspyrnumanninum hægri fóturinn, hnefaleikamanninum handleggsvöðvarnir og lijá tennisspilaranum liægri hand- leggur. Alt er þetta á annan hátt hjá knapanum; hann má altat vera viðbúinn nýjum og nýjum hveyfingum frá hestsins hálfu, og liaga ásetu og stjórn eftir þeim. Til þess að sitja hest rjett, þarf samvinnu háls, brjósts, hrvggs og beinvöðva, og svo liai'a líka þar sitt verk að vinna lungu, hjarta, öndunarfæri, hlóð- kornin og nýrun. Það er orðin reynsla, að því frjálsari, sem hreyfing knapans er á hestinum, því betur leysa liðamót og vöðvar stöi’f sín af hendi. Það er deyfðin, kyrstað- an og aðgerðarleysið, sem þegar minst varir skapar rykki og ranga ásetu; rjett áseta og si- vakandi hreyfing verða að fylgj- ast að hjá knapanum. Til þess að hesturinn sje sí- vakandi, verður knapinn Jíka að vcra það, hæði til hvatninga, stöðvunar, stjórnar og gang- skifibréyttinga. A brokki kemur það einna skýi'ast í ljós, hvern- ig hvor um sig, knapi og' reið- skjóti, leysa starf sitt af hendi. A danska hrokkinu er það hrist- ingurinn, sem mest ber á. Hjá Englfendingum er það sjálfhreyf- ing knapans, sem mest ber á; tvftii hann sjer jafnan annað veifið upp í hnakknum, en læt- ur sig siðan falla í liann i ann- aðhvort sinn. Á stökki eru háðar lireyfing- arnar samfara, hossið og sjálf- hreyfingin, en með nokkru öðru móti en á hrokkinu. Á stökkinu verður knapinn fyrir harðri hrevfingu, en það er ekki hlunk- hreyfing, eða rykkjótt eins og hrokkinu er samfara, heldur líkist rneira vaggandi, líðandi hreyfingu. Al' vcnjulegu nuddi til lækninga eru, svo sem kunn- ugt er ýmissar tegundir, en þó missterkar. Allra þessai-a teg- unda verður knapinn var við, i mismunandi mæli. Jafnvel það að fara fetið, hef- ir sina heilsufræðilcgu þýðingu og áhrif, auk þess, sem það er hægasta og fyrihafnarminsta ferðalagið. En feti’eiðin á ekki að vera eins og seta í burðar- stól. Rjett fetreið útheimtir stöðuga og langa samvinnu milli hest og knapa. Tafhlaup og kappreiðar eru eiginlega aðeins stökkreiðar í algleymingi, þar senx hristiiig- ur og áreynsla á alla vöðva nær hámarki sínu, og fer að því leyti engin íþróttagrein fram úr reið- listinni. Af því sem nú hefir sagt ver- ið, sjest að reið eftir rjettum leglum liefir mjög margbreytt- ar hreyfingar i för með sjer, er taka til allra liðamóta livar sem þau eru, og svo jafnvel til sina og tauga. En áhrifin ná enn lengra, þau koma við og vekja upp svo að segja á hverjum hæ, og alstaðar koma þau færandi hendi, með nýtt fjör og nýjan styrk; hjartað, lungun, maginn, þarmarnir, nýrun, blaðran alt fær sinn „strammara“. Svitakirtlarnir í húðinni þenjast út og eiga hægra með að koma frá sjer eiturefnum þeim, er safnast fyrir i líkamanum. All- ar þessar miklu hreyfingar líf- færanna hafa hina mestu þýð- ingu fyrir efnaskiftin í líkam- anum, en það er nú al' lærðum mönnum á því sviði orðið viður- kent, að til þess að liver maður geti haldið góðri heilsu þurfi öll líffæri líkamans, kirtlar og annað að starfa saman. Það er ef til vill einn aðal- kostur hrevfingarinnar á liest- baki, live áhrifin á innri liffær- in og kirtlana skiftast vel og jafnt á milli. Besta sönnun þess, hve áhrif hreyfingar á hestbaki eru víðförul um líkamann, og koma víða við, er reiðrígurinn, sem lijá flestum gerir vart við sig í fyrstu skiftin, sem eitthvað ei riðið til muna; eins og allir vita stafar þessi rígur ekki frá viðkomu við hestinn eða reið- verið, sem á er setið, heldur af ])N'í, að þsssi staður, sem rígur- inn gerir vart við sig í, hefir orðið útundan með áreynslu og þroska á móts við aðra hluti líkamans. En það er ekki aðeins þar sem líkaminn er annarsvegar um heilsuhætandi álirif sem reiðar gera vart við sig; en hún á einnig í fórum sínum læknis- dóm, sem efla og styrkja anda og sál, rekur fýlu hurtu og leið- indi á flótta, eins og hún rekur eiturefnin úr svitaholunum út úr líkamanum. Engi-i annari iþrótt er sam- fara eins margbreytt ánægja og andleg æfing eins og samfara er setu á hestbaki. Ferðalagið sjálft lieldur knapanum sívak- andi; hann verður stöðugt að hafa augun hjá sjer, á gangi hestsins, á umliverfinu og sjálf- um sjer. Knapinn þarf ávalt og alsstaðar að vera við öllu búinn; það er svo margt, sem fyrir gel- ur komið, hæði snögglega og stundum fleira en eitt í senn, þess vegna þarf helst altaf að vera til taks snarræði, stilling og áræði. Hollustunni við að sveima um sali móður náttúru þarf fyrir engum að lýsa. A hestbaki má komast viðar en á nokkru öðru farartæki. Árstiðir og veður geta sjaldan til lengdar tálmað för frækins knapa, en slíkt er ekki liægt að segja um önnur l'arartæki. Temsla og hirðing^ hesta lieimtar mikinn tiiiia, en það göfgar ])á, sem við það fást, meir en nokkur önnur íþrótt fær gjört. En ekki cr á allra færi að skilja hestinn, en þess verður að krefjast af mönnum þeim, sem með hest fara, því án vin- áttu og skilnings milli manns og hests, verður ánægja knap- ans lítil eða engin. Fyrir utan það sem áður hef- ir vcrið sagt um gildi útreiða, vil jeg hæta hjer nokkru enn við. Fyrir utan ánægjuna sem hesturinn veitir manninum, mun það vera sannanlegt, að hann fyrirbyggir, að þeir menn, sem oft skreppa á bak verði fyr- fyrir ýmsum kvillum, scm þjáir marga kyrsetumenn. Jeg skal aðeins nefna nokkra af þeim kvillum, sem talið er, að útreið- ar geti varnað: Lifraveiki, gyll- inæð, uppþembu, svefnleysi, fitu, varnar gigt og herðir húð- ina o. fl. o. fl. Þá er það viður- kent, að gamlir ferðalangar, sem lengst af liafa alið aldur sinn á hestbaki, hafa alla jafn- an til æfiloka verið grannliolda og teinrjettir. Þá rná geta þess að hirðingj- ar eru sjaldan feitir, fá ekki gikt, sykurveiki og jafnvel ekki krahhamein. Nú undanfarin ár hafa ýms lifsábvrgðarfjelög verið að veita eftirtekl blóðþrýstingi ýmissa iþróttamannai og sagt er, að reið- mennirnir saridi sig vel í þeim samanhurði. Því miður verður þess alt of ofl vart hjá iþróttamönnum, að þeþir á tiltölulega ungum aldri verða fyrir hjartalömun af of mikilli áreynslu, en um reið- mennina má segja að þeir haldi góðri lieilsu svo lengi sem þeir komast í lmakkinn, enda eru útreiðar taldar besta vörn gegn fljótum ellimörkum og úrkynj- un. Englendingar halda enn þann dag í dag dauðahaldi í hesta- íþróttir, og enginn sem til þekk- ir efast um, að mikið af viljar ]>reki og seiglu þeirri, sem sú sina að rekja til hestaíþrótt- anna“. þjóð er róniuð fyrir eigi rót I Þá minnist höfundurinn á bíl- veiki, segir að bílaakstur gjöri inenn værugjarna, lata, heimtu- freka, sællífa og jafnvel skamm- lífa. Enda segir hann, að nú á þessum krepputimum, sem herji land og lýð, beri frekara að nota hesta en bíla; það spari fyrst og fremst kaup á bílum og bensíni til þeirra, en hinsvegar auki meiri notkun hesta og þar af leiðandi viðskifti við bændur, sem síst sje vanþörf á“. Sitt af hverju fleira, sem verl væri að benda á, talar höf- undurinn um, en það yrði lijer of lang mál, svo jeg verð að láta það niður falla. Dan. Danielsson. likkja Carusos kvaft ætla að fara aö gifta sig í þriðja sinn. Hjóna- band liennar og söngvarans mikta varð aðeins stutt; hún giftist lion- um 1918 og þremur árum siðar dó hann. Árið 1925 giftist hún Ernest Ingram höfuðsmaiini óg skildi við liann eftir tvö ár. Og nú ætlar hún að giftasl dr. Charles Adam Holder, rikum Ameríkumanui, sem dvelst lengstum á stórbýli sínu í Fontane- bleau í Frakklandi. Frú Caruso- Ingram-Holder lijet Dorothy Benja- min áður en hún byrjaði að giftast. — —x---- Þýska sljórnin hefir gengist fyrir samskotum í heiðursgjöf hana höf- undi kvikmyndanna, Þjóðverjanum Max Skladanowsky, sem nú lifir við mestu fátækt. Rannsóknir þær, sem síðustu árin hafa farið fram á uppruna kvikmyndanna liafa leitt í Ijós, að Skladanowsky var fyrsti maðurinn sem smiðaði álrald lil kvikmyndasýninga og sýndi kvik- myndir fyrir almenning. Þetta gerð- ist í „Wintergarten“ i Berlin 1. nóv- ember 1895, þremur árum áður en Edison fór að sýna kvikmyndir. Á þingi í Berlin árið 1929 fjekst al- menn viðurkenning fyrr þessu, m. a. af liálfu Ameríkumanna, en það er ekki fyr en nú, að menn hafa haft hugsun á að heiðra hugvits- manninn, sein þó hefir átt við bág kjör að búa lengi. ----x---

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.