Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 9
F A L K I N N !) Skýstrokkarnir eda tornadoarnir, sem einkum gera mikið vart við sig í Indlandi á vorin, gera óhemjulegt tjón. Strokkurinn teygir sig til jarðar og sýgur með sjer ali, sem hann snertir við. Þessi mynd er frá Indlandi, en það er miklu víðar sem þetta náttúrufyrirhrigði gerist. Úlfaldakapphlaup var háð í vetur suður við pyramídana í Egyptalandi. Hjerna sjest einn þáitttakandinn hvíla sig eftir áreynsluna. Sjá einnig myndina á næstu síðu. Myndm hjer að ofan-er frá Hawaj og sýmr þái íþrótt, að róa örmjóum hátum áfram með handleggjum í stað ára. í Rúmeníu er á hverju ári samkeppni milli allra hjeraða um hvaðan fallegasti þjóðbúningurinn komi. Hjer á myndinni sjást þátttakendur í samkeppnininni ganga um göturnar í Bukarest með hljóðfæraflokk í broddi fylkingar. Myndin er ekki af síldarveiðaskipi við norðurland heldur af makrítduggu, sem hefir veilt vel suður í Skagerak. Myndin hjer að ofan er frá Monaeo og eins og sjá má eru fall- byssurnar þar notaðar til skrauts í hallargarðinum, enda þær varla að miklu gagni öðru. Þær eru sem sje frá tíð Lúðvíks fjórtánda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.