Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.08.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIIÍUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. '•‘ramkvtrmdaslj.: Svavar HjaUested. Aðalskrifstofa: 3anKastrœti 3, Reykjavík. Sími 2210. )pin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 11. llaðiö kcmur út hvern laugardag. vskriflarverð er kr. 1.70 á mánuði; cr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 21 kr. Vllar áskriftanir greiðist fyrirfram. [ughjsingaverð: 20 aura millimeter flerbcrtsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Reiptogið milli alvinnuvega og stjetta er eitt af því, sem mest ein- kennir þjóðlíf yfirstandandi ára um alian heim. íslendíngar hafa ekki farið varhluta af þessu, eins og eðii- legt er, þvi að þetr fylgjast með stefnum þeim, sem efst eru á baugi erlendis og í öðru lagi eru þeir í verslunartilliti orðnir svo tvinnaðir öðrum þjóðum, að þegar fjárhags- leg vandræði steðja að hjá öðrum þjóðum þá hljóta þau að berast hingað líka. Samgöngurnar liafa gert heiminn svo lítinn. En það liggur nærri að halda, að íslendingar vanræki og það stórlega, að skapa með sjer sjálf- stæðan hugsunarhátt og framkvæmd i almennum þjóðfjelags- og fjár- málum. Þeir vanrækja meira að segja að athuga, í hverju ástandið erlendis er frábrugðið ástandinu hjer að grípa að jafnaði til erlendu meðalanna, sem notuð eru, án þess að íhuga fyrst hvort það er sami sjúkdómurinn sem á að lækna. Og þessvegna reynist lækningin ofl verri en engin.. Viðskiftakreppan er það bölið, sem efst er á baugi þessi árin um allan heim — lika hjer. Þjóðirnar liafa víggirt sig tollmúrum og þeg- ar þetta bætist ofan á hitt, að kaup- gela almennings fer versnandi þá leiðir al' þessu svo mikið verðfall á framleiðslunni, að hún fær ekki staðist. íslendingar liafa gripið lil tollanna og til beinna innflutnings- hafta þar sem þeir ekki dugðu og haft í þessu söniu aðferðir og marg- ar aðrar þjóðir. En þeir hafa ekki gert annað, sem þó var miklu sjálf- sagðara, að greiða fyrir aukinni verslun milli sjávar og sveita inn- anlands og fyrir auknuin; iðnaði. Það er talandi tákn tímanna, að um sama leyti sem íslendingar gero sanming um kjötútflutning við að'-a þjóð, er þriðjungur landsmanna í kjötharld. — Og hefir alt árið borg- að hærra verð fyrir sitt kjöt, en það sein fæst á erlenda markaðin- um. Og það er talandi tákn tím- anna, að aðalútflutningsvara þjóð- arinnar skuli vera seld lægra verði á erlendum markaði en því, sem þriðjungur þjóðarinnar og kanske fleiri verður að borga fyrir hana i soðið. Það þarf enga visindamenn nje kaupmenn til að sjá þetta. Öll þjóð- in sjer það. En hvað lengi ætlar hún að horfa á það, jagast um það og ergja sig yfir þvi, án þess að gera það eina skynsamlega: lag- færa þaðl Flug Lindberghshjónanna. Fáum gestum hefir verið fagnað með meiri hrifningu en Charles Lindbergh flugkappa og frú hans er þau konm hingað síðastliðið þriðju- dagskvöld. Með þvi að flestir bjugg- ust við að þau mundu lenda hjer á höfninni hafði múgur og marg- menni safnast saman þar. Þegar vjelin sást heilsuðu öll skipin með þvi að blása, en flugmaðurinn færð- ist nœr og lækkaði flugið, fór i hringum yfir bæinn og nágrenni, en lenti svo inni í siindum, rjelt hjá Viðegjarstöðinni. AUmargl fólk var samankomið inni í Vatnagörð- um er flugmaðurinn kom í land á- samt Steingrími Jónssyni rafmagns- stjóra, sem tók á móti honum hjer fyrir hönd amerikanska ftugfjelags- ins, sem gerir út ferðina og flug- mönnunum Grierson og Sigurði Jónssyni, sem aðstoðuðu við lend- inguna. Lindbergshjónin kusu að gista um borð í vjelinni fyrstu næt- urnar, Lindberg lætur fátt uppi um áform sín en segist ekki munn fljúga austur yfir haf að þessu sinni, en . hinsvegar mun hann fljúga hjer með ströndum fram til að kynna sjer lendingarstaði og mun tæþlega halda veslur aftur fyr en eftir helgi. — lljer á mynd- inni sjesl ennfremur Grierson flug- maður og Sig. Jónsson. Kristófer Egilsson járnsm. Vest urg. 52, verður fífí ára 21. j>. m. Frú María Kristjánsdóttir varð áttræð Pt. j). m. Þórhallur Daníelsson kaupm. Hornafirði, verður 60 ára 21. þ. m. Hjörtur Hansson verslunarstjóri verður 50 ára 2h. þ. m. Guðrún Guðmundsdóttir frá Hjálmsstöðum, varð 75 ára í gær. Sveinbjörn Egilson ritstjóri verður 70 ára 21. þ. m. Kristján Gíslason kaupm. á Sauðárkróki, varð 70 ára í gær. SFINXINN RAUF ÞÖGNINA______________ Besta ástarsagan. Fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt land. Verð fjórar krónur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.