Fálkinn - 21.10.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
fíilstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Iljaltcsted.
Affalshrifstofa:
BanKastrœti 3, Reykjavík. Sfmi 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
A n t o n S c h j ö t h s g a d e 11.
Blaði'ð kemur nt hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði:
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Augh'isingaverfi: 20 aara millirveter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddarabankar.
Að hata er að sóa tíma og hugs-
un. Hjerna hefi jeg brjef frá manni
sem alls ekki kærir sig um mig.
Hann hel'ir lesið nokkrar greinar
eftir mig og er hjartanlega óánægður
með þær og með mig. Og hann var
kominn á það stig, að nú varð
hann að draga andann og segja
mjer, að jeg væri gjörsamlega ó-
nauðsynlegur og gerði ekkerl nema
ógagn.
Nú er jiað skrítnasta, að ef j)'ssi
maður, sem jeg ekki liekki, og jeg
hittustum á stóru farjiegaskipi og
færum að tala saman, segja hvor
öðrum sögur og rökræddum, mundi
líklega falla vel á með okkur og
við verða kunningjar.
„Þjer skuluð ekki kynna mig
jiessum manni“, sagði Sidney Smith
einu sinni, „það er skylda mín að
hata hann og maður getur ekki
hatað þann, sem maður jiekkir".
Eu jiegar á reynir er jiað ekki
maðurinn sem við hötum. Mannssál-
in, sjerhver sál er svo fögur, að
ef við kynnumst henni hljótum við
að ejska hana. Það er ástæðan til
að „Guð elskaði heiminn“; það er
vegna þess að Guð þekkir manns-
sálirnar út og inn.
Það sem við raunverulega hötum
er stjettir, skoðanir, sjerkreddur,
klikur, jiessar niannlegu tilstofn-
anir og skoðánir. Það er hatur
milli hins kristna og Gyðingsins,
kaþólska mannsins og hins lúterska,
auðs og vinnu, milli hvítra og
svartra. En þetta hatur sprettur af
ókunnugleik, vöntun á þekkingu á
manninum eins og hann er, þvi sem
við ekki sjáiim vegna |iess sem
kringum er.
Jeg tel víst, að eitthvað goll sje
iil í öllum stofnunum, sjertrúar-
flokkum og fjelögum; en það er
mannkynið sjálft sem jeg elska og
jjuð er einstaklingurinn, sem jeg
reyni að kynnast. Þessvegna er
mjer svo litið um öll þessi „hús“,
sem menn eru að loka sig inni í.
Hatur er heimska, dreggjarnar
sem ltoma fram við flokkaskipun-
ina. Maður hatar aðeins mennina
þegar maður skiftir þeim i flokka.
En ef við höldum okkur aðeins
við einstaklinginn þá hlýtur okkur
að jjykja vænl um hann.
Franl; Crane.
Heitmann's
kaldur litur til
heimalitunar.
Skipstjórafjelagið Aldan
átti fjörutíu ára afmæli í þessum
mánúði. Var hún stofnuð 7. október
1893 af 24 mönnum, sem rjettindi
höfðu fengið til skipstjórnar og
stýrimensku á þilskipum. Stýri-
mannaskólinn var þá svo til ný-
stofnaður og gengu þá hinir fyrstu
er útskrifuðust jjaðan inn i fje-
lagið á næsta fundi eftir stofnun
jjess. En stofnendurnir sjálfir
höfðu ýmist gengið á sjómanhaskóla
i Danmörku, eða lært hjá Markúsi
Bjarnasyni síðar skólastjóra, sein
þá hafði um nokkurt skeið haldið
skóla fyrir stýrimannaefni. Og enn
aðrir voru sjálfmentaðir. Um þetta
leyti færðist kútteraútgerð mjög í>
aukana og skipurium fjölgaði nær
árlega og þá jafnframt mönnum
nfeð stýrimannsprófi. Fór fjelaga-
tala „Öldunnar" þvj sívaxandi og
eru fjelagsmenn nii yfir hálft ann-
að hundrað.
Þegar á fyrsta ári slofnaði fje-
lagið styrktarsjóð fyrir ekkjur og
börn og var ákveðið fast tillug fje-
lagsmanna til sjóðsins, en honum
auk jjess aflað tekna á annan hátl.
Er sjóður þessi nú um 40 þúsund
krónur, en byrjað var að veita
styrki úr honum undir eins og
hann nam þúsund krónum og hafa
alls verið veittar úr honum 30—
4j) þúsund krónur á umliðnum ár-
um. Fjelagið hefir starfað sem
fulltrúi stjeltar sinnar að ýmsum
velferðarmálum siglinga og sjó-
mensku alment; má þar nefna efl-
ingu vitakerfisius, lendingabætur,
öryggisráðstafanir ýmiskonar og
því um líkt, og hefir fjelagið' átt
upptökin að ýmsum umbótum í
jjessum greinum og barist fyrir
breyttri löggjöf um þær. Kaupdeilur
hefir fjelagið ekki látið sig skiíta,
enda hafa fjelagsmenn jafnan verið
úr hópi beggja aðila, vinnukaup-
enda og vinnuseljanda í senn.
Stjórnmál hefir það einnig látið af-
skiftalaus en lagt mesta stund á að
efla samhug fjelagsmanna að sam-
eiginleguin velferðarmálum. Fjelag-
ið hefir upplifað að mestu hinn
merka og fróðlega þátt íslenskrar
fiskiveiðasögu, þilskipaútgerðina,
sem nú er liðin undir Iok, en varð
undirstaða og undirbúningsskóli
togaraútgerðarinnar. Sá skóli var
strangúr og ól upp afreksmenn, sem
nú eru komnir undir græna torfu
sumir hverjir, en þó má svo lieita,
að ending þeirra manna, sem stund-
uðu hina hættulegu atvinnu hafi
verið furðu góð, því að enn er rúm-
ur helmingur lifandi þeirra 24.
manna er fyrir fjörutíu árum stofn-
uðu „Ölduna“ og sumir enn í fullu
fjöri. Er það eftirtektarvert atriði,
jjví að stofnendurnir fyrir 40 árum
voru allir fullvaxnir menn, og
1 jcssí góða ending er ótvíræð sönn-
un Ijcss, að jjeim hafi ekki verið
fisjað saman.
Mynd sú er hjer birtist, er tekin
af stofnendum fjelagsins fyrir 40
árum. Birtast hjer nöfn- þeirra, en
(d) sett við ]já, sem dánir eru.
í efstu röð eru (talið frá vinstri):
Bergur Sigurðsson (d), Þorsteirin
Þorsteinsson í Þórshamri, Markús
Bjarnason skólastjóri (d), Þorvald-
ur Jónsson, nú netagerðarmaður,
Þorlákur Teitsson (d), Pjetur Þórð-
arson frá Gróttu, Bergur Jónsson,
Marteinn Teitsson (d). Miðröð:
Guðmundur Stefánsson, síðar lög-
Hjánin Helga Sigurðardótiir og Jón Vigfússon, Njálsgötu .35,
áttu W ára hjúskaparafmæli 17. />. m.
Vigfús Giiðmundsson frá Keld-
um, verður 65 ára á morgun.
regluþjónn, Páll Hafliðason, Guð-
mundur Kristjánsson (d), Hannes
Hafliðason (d), Jens Nýborg (d),
Pjetur Þórðarson (frá Glasgow),
Sigurður Símonarson (d). Fremsta
röð: Finnur Finnsson, Sigurður
Jónsson í Görðunum, Jón Þórðar-
son (d), Stefán Pálsson (d), Ás-
geir Þorsteinsson (d), Magnús
Magnússon framkvæmdastjóri, Ell-
ert Schram, Stefán Snorrason og
Björn Sveinsson. Eins og jjeir sjá
sem lil þekkja, eru iiálega allir
jjessir menn Reykvíkingar að upp-
runa.
Fyrstu stjórn fjelagsins skipuðu
Ásgeir Þorsteinsson (formaður),
Stefán Pálsson (ritari) o« Marteinn
'I'eitsson (gjaldkeri). Ýmsir menn,
sem of langt yrði upp að telja
hafa selið í stjórn fjelagsins árum
saman. Nú skipa stjórnina Haf-
steinn Bergþórsson, Ingólfur Lárus-
son óg Kristinn Magnússon.
BÆKUR
ritfOng
Allar fáanlegar islenzk-
ar bækur og erlendar
bækur um margskonar
efni fyrirliggjandi eða
útvegaðar fljótt. Sömu-
leiðis öll erlend blöð og
tímarit.
allskonar, fyrir skrif-
stofur, skóla og heimili,
sjálfblekungar o. m. <1.
Allar panlanir utan af landi af-
greiddar fljótt gegn póstkröfu.
E.P. BRIEM Bókaverzlun, Austur-
s!r. 1. — Simi 2726. —
REYKJAVÍK.
Mikið úrval af fermingargjöf-
um i Gleraugnabúðinni, Lauga»
veg 2. — Komið og skoðið
vorurnar.
Drekkið Egils-öl
0-»tu.- o -*'U|. o “tb.'O -<