Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1933, Síða 6

Fálkinn - 21.10.1933, Síða 6
(i F Á L K I N N Namgay Doola. Eftir RUDYARD KIPLING. Einu sinni var konungur, seni átti ríki sitt við leiðina upp i Tíbet, rnargar mílur inni í Himalavfjöllum. Konungsríki hans var 11.000 fet yfir sjávar- ináli og nákvæmlega fjórar fer- mílur að stærð, en mestur hluti þessara mihia stóð upp á rönd, vegna landlagsins þar um slóðir. Ríkistekjurnar námu tæpum 400 þundum á ári og var þeim var- ið til þess að halda einn fil og fimm manna her. Konungurinn var undir Indlandsstjórnina gef- inn, og lagði hún honum dálítið fjárframlag fyrir að halda við Tíbetveginum þarna í nágrenn- inu. Ennfremur bætti hann sjer dálítið í búi ineð því að selja járnbrautarfjelógunum timbur, því hann gat liöggið deodarvið eftir vild í skógum sínum og látið hann velta sjálfkrafa niður í Sutlej-ána, sem fleytti trjánum alla leið niður á láglendið, um .300 mílur, en þar voru trjen söguð niður í járnbrautarstokka. Þessi konungur það gildir einu livað hann hjet — hafði það fyrir sið, að söðla moldótta klárinn sinn öðru hverju og ríða til Simla til að tala við enska hjeraðsstjórann þar um málefni rikisins. eða fullvissa undirkonunginn um, að sverð lians, konungsins, væri jafnan reiðubúið til að þjóna Victoriu drotningu. Og síðan ljet undir- lconungurinn berja bumbur til beiðurs konunginum er hann lagði af stað aftur lieim i ríki sitt, ásamt öllu riddaraliðinu, tveimur mönnum í ljótum fata- ílruslum, og stallaranum, sem bar silfursprotan fyrir konungi. Og svo var haldið heim í rikið, sem var í sporðinum milli him- inkljúfandi jökuls og dimra birkiskóga. Af slíkum konungi vænti jeg livorki annars nje meira en að fá leyfi lil að lialda lifinu, þeg- ar það bar við að örlögin sendu mig inn í riki hans. Því við verðum að muna að konungur- inn átti einn lifandi fíl og gat rakið ætt sina 1200 ár aftur í tímann. Um nóttina gerði rigningu og skýjafarið byrgði fyrir ljósin i þorpinu niðri í dalnum. í fjöru- tiu mílna fjarlægð sást kvöld- stjarnan á öxlinni á Dongo Pa fjallinu, þar sem guðirnir lialda fundi — en þar voru hvorki ský nje regn. Aparnir rauluðu sorgarljóð liver við annan meðan þeir voru að leita sjer að þurrum rótum í burkna- klæddum trjánum, og síðasti gustur dagvindsins kom neðan úr þorpinu ósýnilega og bar með sjer lykt af viðarreyk, heitu brauði, kvistum og feysknum furubútum. Þetta er hinn eini sanni ilmur Himalayafjalla og ef hann á annað borð kemst inn i blóðið á einhverjum, þá mun sá sami að lokum gleyma öllu öðru hvar sem hann er staddur og hverfa til fjallanna aftur til að deyja. Nú byrgðu skýin fyrir og ilmurinn hvarf og ekkert var eftir skilið nema nepjuköld hvít þokan og dynj- andinn i Sutlej-ánni. Dindilfeitur sauður, sem lang- aði lítið til að deyja jarmaði á- mátlega fyrir utan tjalddyrnar hjá mjer. Hann var að stang- ast við forsætisráðhérrann og fræðslumálastjórann, en þá bafði konungurinn senl til mín með sauðinn að gjöf lil min og förunauta minna. Jeg þakkaði gjöfina á viðeigandi hátt og spurði bvort jeg mundi geta fengið ábeyrn bjá konungi. For- sætisráðherrann lagaði á sjer vefjarhöttinn — hann hafði mist hann i viðureigninni við sauðinn og trúði mjer fyrir því, að konunginum mundi þykja mjög gaman að sjá mig. Jeg sendi því konungi tvær flöskur á undan mjer eins og sýnishorn og þegar sauðurinn var kominn inn á nýtl tilveru- stig brölti jeg upp' í konungs- höllina í allri rigningunni. Kon- ungurinn liafði sent lier sinn til þess að veita mjer fylgd, en hermennirnir urðu eftir i mat- reiðslutjaldinu mínu. Hermenn eru jafnan sjálfum sjer líkir, livar sem er i heiminum. Konungshöllin var bygð úr limbri og leir og voru fjögur herbergi í höllinni, ómáluð, en þetta var fegursta húsið í dag- leiðar fjarlægð. Konungurinn var í purpurarauðum flauels- jackett, hvítum musselinsbrók- um og með dýran saffrangulan vel'jarhött. Iiann tók á móti mjer í litlu dúklögðu herbergi sem vissi út að ballargarðinum, n þar var geymdur fill ríkisins. Ilann stóð þarna rammtjóðrað- ur í báða enda og nam boginn hryggurinn á honum við sjón- deildarhringinn. Forsætisráðlierrann og fræðslu málastjórinn voru viðstaddir til að kynna mig; en allir hinir hirðmennirnir höfðu verið send- ir á burt, til þess að áðurnefnd- ar tvær flöskur skyldu ekki spilla siðferði þeirra. Konung- urinn sveiflaði sveig úr þung- um ilmandi blómum um báls mjer um leið og jeg laut hon- um og spurði hvernig minni háttvirtu persónu þóknaðist að láta sjer liða. Svaraði jeg, að er jeg liefði litið hans göfuga aug- lil hefði skuggi næturinnar breyst í sólskin, og að sakir binnar dýrmætu gjafar hans, — það var sauðurinn — mundu guðirnir muna dygðir hans um aldur og æfi. Sagði hann þá, að úr þvi að mínir mikilfeng- legu fætur hefðu stigið í kon- ungsríki sitt múndi það ekki bregðast, að uppskeran yrði 70 prósent yfir meðallag. En jeg sagði að frægð konungs næði út i öll fjögur horn veraldar er þeim bærust frjettirnar af hinni dýrðlegu stjórn hans og af visku hins draumborna for- sætisráðherra hans og lótus- eygða fræðslumálastjóra hans. Svo settumst við á hreina hvíta kodda og sat jeg á hægri liönd konungi. Þremur mínút- um síðar var hann farinn að segja mjer að útlitið með maís- uppskeruna væri nú heldur slæml og að járnbrautarfjelög- in vildu ekki borga sjer þolan- lega timburprísa. Hlupum við úr einu í annað og úr einu glas- inu í annað. Við ræddum margt sk.rítið og konungurinn sagði mjer margt i trúnaði um stjórn- mál alment. Tíðræddast varð honuin um óþekt eins af þegn- uni sínum og skildist mjer helst, að hann væri um það bil að kveða alt framkvæmdarvald í ríkinu í kútinn. „í gamla daga“, sagði kon- ungur, „hefði jeg getað skipað fílnum Jiarna að troða hann i mauk og gera úr honum stöppu.. En nú verð jeg að senda hann sjötiu mílur inn í fjöll til að dæma hann og þá mundi uppi- hald hans á meðan lenda á rík- inu. En fillinn jetur upp allar tekjurnar“. „Hvað hefir maðurinn gerl fvrir sjer, Rajab Sahib?“ spurði jeg. „í fyrsta lagi er hann útlend- ingur og ekki af mínu fólki. í öðru lagi er það, að jeg rausn- aðist við að fá honum land jiegar hann kom, en svo neitar mannskrattinn að borga skatt.Er ]iað ekki jeg sem á landið, hátt og lágt — og ber mjer ekki sam- kvæmt lögum og landsvenju áttundi hlutinn af upskerunm i afgjald? En samt neitar þessi devill að borga grænan eyrir. . og svo hleður hann niður krökk- unum, eins og fiskur væri að gjóta. „Setjið þjer hann í fangelsi'1, sagði jeg. „Sahib!“ svaraði konungur nn og bagræddi sjer á koddunum, „það er engin leið. Einu sinnj og aðeins einu sinni í þessi fjörutíu rikisstjórnarár mín hefi jeg orðið svo veikur að jeg gat ekki haft ferlivist. Og þá vann jeg guði það heit, að jeg skyldi aldrei ræna mann eða konu birtu sólarinnar eða lofti guðs, því jeg þekti hve þung hegning ]iað múndi vera. Hvernig gæti jeg rofið það heit. Væri það ekki annað en stýfa af delanum hönd eða föt þá skvldi jeg ekki tvínóna við það. En það er ekki hægt fyrir Englendingunum síð- an þeir fóru að ráða. Einhver þegna minna — hann skotraði augunum lil fræðslumálastjór- ans „gæti liaft það til að skrifa enska undirkonungimim það, og þá gæti farið svo, að hælt yrði að berja bumbur fyrir mjer þegar jeg kem til Simla“. Hann skrúfaði munnstykkið af silfurbúnu vatnspípunni sinni, setti annað á úr rafi og rjetti mjer svo pípuna. „Og það er ekki einasta að hann borgar ekki skatt“, bjelt hann áfram, „heldur neitar þessi útlending- ur líka að vinna þegnskyldu- vinnuna í veginum, og æsir þjóð mína til sömu landráða. En bann cr prýðis timburfleytiiy,- armaður þegar hann vill það við hafa. Enginn af þegnum mínum er jafn fimur og djarf- ur við að greiða úr timburflek- um í ánni þegar hún stíflast". „En hann tilbiður annarlega guði“, sagði forsætisráðherrann alvarlega. „Það varðar mig ekkert um“, sagði konungur, senx var eins umburðarlyndur í trúmálum og sjálfur Akbar. „Allir mega verða sælir í trú sinni og' eldur- inn eða móðir Jörð tekur við okkur öllum að lokum. Það er uppreisnarhugurinn í honum sem mjér gremst“. „Konungurinn hel'ir her manns“, skaut jeg inn í. „Hef- ir konungurinn ekki lálið brenna kofann ofan af mann- skepnunni og skilið hann eftir alstrípaðan í næturdögginni?“ ,.Nei, kofi er kofi og þar á maðurinn skjól. En einu sinni sendi jeg herinn á hann, þegar jeg var orðinn alveg gáttaður á honum Hann mölvaði liaus- inn á þremur þeirra með spítu en hinir tveir lögðu á flótta. Og það var ómögulegt að hleypa skoti úr byssunum“. Jeg hafði sjeð vopn fótgöngu- liðsins. Þriðjungur vopnanna var gömul fuglabyssa, fram- hlaðningur og ryðgaðar holur þar sem hvellhettutakkinn átti að vera, þriðjungurinn var lása- byssa reyrð sam an með vir og með ormjetnu skafti og þriðj- ungurinn tinnubyssa, sem tinn- una vantaði í. „En maður verður að muna“, sagði konungur og seildist til flöskunar, „að hann er ágætis fleytingamaður og bráðskemti- legur. Hvað á jeg að gera við hann, Sahib?“ Þetta var eftirtektarvert. Þess- ir fjallabúar voru gungur, sem datl ekki fremur í bug að neita að borga konungi skatt en að færa guðunum fórnir. Þetta lilaut að vera hugaður maður. „Ef konungurinn leyfir“, sagði jeg, ætla jeg ekki að flytja tjöld mín hjeðan í'jt en eftir þrjá daga en fara og skoða mann- inn. Mildi konungsins er goð- umlík, og uppreisn er eigi minni

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.