Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Qupperneq 5

Fálkinn - 11.11.1933, Qupperneq 5
F Á L K I N N nú er þolinraæðin þrotin, eigi sist í Þýskalandi, við hina beru misbrúkun páfadómsins á trú almennings á aflátssöluna. Hinn 31. október 1517 festir Lútlier hinar frægu 95 setningar sínar upp á kirkjuliurðina í Witten- berg. Þó að þær væri samdar á latinu og fyrst og fremst beint til lærðu mannana urðu þær einskonar heróp til allrar þjóð- arinnar og urðu í einu vettfangi kunnar eigi aðeins um Þýska- land heldúr um alla Evrópu. Þar er það staðhæft, að páfinn hafi eigi rétt til að gefa upp aðrar refsingar en þær, sem hann hafi sjálfur lagt á, þ. e. kirkju- bann og því um líkt; en þá refs- ingu sem mestu varðar: reiði Guðs yfir syndum mannanna, getur páfinn ekki gefið upp, og liún fæst aðeins afplánuð með iðrun og einlægri trú á náð Guðs fvrir tilverknað Jesú Krists. Syndafyrirgefningin er samvisk- unnar mál, en getur aldrei orð- ið liáð sjálfspyntingum eða pen- ingum. Þeir voru margir sem fanst þetta vera talað út úr sínu hjarta en aðrir reiddust af einni eða ann ari ástæðu og einkum þeir, sem mestu réðu. Og nú vaknaði kaþólska kirkjan sjálf, sem í fyrstu hafði látið „munkaraus- ið“ eins og vind um eyrun þjóta. í fyrstu var reynt að fara vel að Lúthcr og fá hann til að þegja með góðu — en þegar það ekki stoðaði kom bannfær- ing eftir bannfæring yfir Lúth- er, en það stoðaði lítt því að fjöldinn sneri ekki við honum bakinu að heldur. Árið 1521 lieldur Karl keisari hinn fræga rikisdag sinn í Wiorms og er Lúther hoðaður þangað. Hann fer til Worms þrátt fyrir að- varanir vina sinna og þó að alt skrautið og viðhöfnin kringum hina tvö hundruð höfðingja fái í fyrstu mjög á hann, J)á lýkur þó með þvi, að hann lieldur l'ast við stefnu sína og rökstyður liana. Og nú hefir hann hrotið allar hrýr milli sín og páfa- dómsins að baki sjcr. Friðrik vitri kjörfursti í Saxlandi skilur að líf Lúthers muni vera i hættu og lætur taka hann og flytja til Wartburg, þar sem hann dvelur nærri því ár undir dulnefninu „Georg junkari" og vinnur að ritstörfum þrátt fyrir sjúkdóma og sálarstríð. Á Warl- hurg semur hann eigi aðeins djörf ádeilurit gegn páfadóm- inum heldur semur hánn einnig „þýsku postilluna" og byrjar á þýðingu sinni af bibliunni af hebresku á þýsku. En 20. maí 1521 er hann lýstur í ríkisbann, 1). e. útlægur og rjettdræpur. Meðan þessu fer fram vex siðaskiftunum ásmegin um land alt. En draumóramenn, sem hyggja á verslega byltingu í sambandi við siðaskiftin reyna að ná völdum og lendir i blóð- uga baráttu og up'pþot verða víðs vegar. Það er hið svo nefnda Yndisþokkinn er dýrmætasta eign konunnar. Aallstaðar þar sem fólk kcmur saman þyk- ir mest tll þeirra kvenna koma, sem hafa þannig litarhátt að hann ber vott um heilbrigði og ljær andlitinu fegurð. Konur nútímans prýða þess- veuna litarhátt sinn með „Khasana Sunerb“-Rouge og fegra munninn með „Khasana Superb“-vara- stifti. „Khasana Superb“ breytir litblænum á sjálfu hörundinu í sam- ræmi við litarhátt hvers einstaklings. . þessvegna eru áhrif þess svo eðli- leg. Hinn ljetti og mjúki iitur „Khasana Superb“ helst allan daginn og þolir bæði hvassviðri vatn og kossa“. Notið Ivhasana Superb til þess að auka og viðhalda fegurð yðar. KHASANA SUPERB DR.M.ALBERSHEIM, FRANKFURTA.MVPARIS u.LONDON Aðalumboð fyrir ísland: H. Ólafsson & Bernhöft. bændastríð. Lútlier er íhaldssám- ur í stjórnmálum og hefir megn ustu óbeit á þessum uppþotum. Hann afræður því að fara frá Wartburg til þess að skerast í leikinu, þó að þetta sje honum slórhættusamt, og með hinum djörfu ræðum sínum tekst hon- um að eyða uppreisninni. Eftir jjetta dvelur hann oftast í Mr,itt- cnberg undir vernd kjörfurst- ans og nú kemst skipulag á siða- kiftastarfið í Saxlandi, undir stjórn Lúthers sjálfs. Það vakti mikla athygli þeg- r Lúther — strokumunkurinn sem ýmsir kölluðu hann kastar munkakuflinum og gift- ist fyrverandi nunnu, sem hjet Kalharina von Bora. Þótti þetta hin mesta ósvinna, því að kirkj- unnar menn áttu jafnan að lifa ókvæntir. Katarina von Bora er fyrsta prestskona sögunnar. Lúther og kona hans eignuð- usl (i hörn og lifðu fjögur þeirra föður sirin. Geta má þess, að karlleggur Lúthers dó út 1759 með Martin Gottloh Lúther, lög- l'ræðingi í Dresden. Lúther er þannig lýst í al- kunnri æfisögu: í Wittenberg, þar sem þúsundir manna leit- uðu hans og spurðu hann ráða var hann vinsæll ræðumafeur og óþreytandi i umhyggju fyrir söfnuðinum. einlægur og alúð- legur vinur, sem kom sjer að 'ifnaði vel við alla, spriklandi af fjöri og kátínu. Hann kunni ekki að hræðast. Honum var ljúft að berjast og andstæðingar lians voru eigi aðeius menskir menn heldur og vítisvöldin. Og Jjegar óvissan kom upp í honum þá lifði hann bitrar kvalastund- ir og hann kvartaði oft undan sálarstríði. Auk þess átti hann við líkamlegar þjáningar að slríða, blóðþrýsting, blóðsótt og steinsótt. En samt lijelt hann ó- skertu vinnuþreki. Alt sem hann ljel frá sjer fara af ritum var isvikið hvort lieldur það voru .æður, samningar eða játning- ar. Þessvegna varð hann þjóð- !;gasli rithöfundur Þjóðverja. Þó maður þessi ætti í stríði við allan heiminn og ofl við sjálfan sig lika, þó að hann ofl lyfti risatökum og ætti persónu- leg skifti við bæði Guð og djöf- ulinu var heimilislif hans frið- samt og ástúðlegt. Börnin voru i hans augum æðsta blessunin og tryggasta band kærfeikans. Hann liafði mjög gaman af liljóð- færaslætti og stundaði hann sjálf ur heima hjá sjer. Á siðari árum urðu lífskjör- lians sæmileg og hafði j)á mikla risnu við vini sína og fátækl- inga. Stóð hús hans þeim opið. En páfadóminn hataði hann til æfiloka. Jafnvel í sjúkdóms- köstunum mátti sjá þetta. Þar um má nefna sem ótvírættmerki heitið á riti því sem hann ljet frá sjer fara árið áður en hann dó: „Páfastóllinn stofnaður af djöflinum". Ýmsum kann að virðast lieitið ósmekklegt, en þess er að gæta, að andstæðingar Lúthers notuðu líka sterk orð. Þegar Lúther var setur í hann i W,orms 1521 var svo komist að orði í hrjef- inu: „hver sem hlevpir inn í hús sitt eða liýsir Lúther, hýsir djöfulinn dulbúinn sem manns- mynd i munkakufli". Lúther var bændaættar og sjálfur líkastur gildum stór- bónda í útliti og framgöngu. Hann var enginn friðarins mað- ur. Hann var geðríkur og oft vanstiltur. Árið 1537 var Lúther staddur í Schmalkalden og varð alvar- iega veikur. Honum hatnaði að vísu nokkuð aftur, en þó hafði hann tekið sjúkdóm þann sem dró hann til dauða. Hinn ö. jan- úar 1542 gerði hann arfleiðslu- skrá síua. Árið 154(5 varð Iiann mjög veikur á ný og nóttina eftir hafði hann áköf kvalaköst og þuldi þá liátt ritningarstaði. Hann andaðist 18. febrúar 184(5 klukkan 3 að morgni. Filippus MelanJvton lijelt lík- ræðuna vfir honum: „Doktor Lúther hefir leitt í ljós liina sönnu og hreinu kristilegu trú, sem hefir verið afskræmd og i myrkri. Hann hefir sýnt livað hið sanna afturhvarf er og livað það er sem er viss og sönn lmgg- un samvisku þeirri, sem skelfist af ótta við reiði Guðs. Hann hef- ir skýrt kenningar Páls postula, sem segir, að maður réttlætist elvlci nema af trúnni. Hann lief- ir afmáð hjá oss myndadýrkun og áköllun mynda og afguða úr tré og steini. En hann hefir liins vegar aldrei þreyst á að kenna oss að setja alt vort traust á Krist, sem er vor eini meðal- ingari, guðs sou, sem situr við ’ ægri hönd föðursins og biður fyrir oss. Hann liefir með sí- feldri alúð skýrt fvrir okkur, hvaða sönn og góð verk þókn- ist Guði. Þessvegna skulu öll sönn og fróm hjörtu aldrei liætta að þakka Guði um alla cilífð fyrir þær velgerðir sem liann hefir gert kirkju sinni, með því að fá lienni þennan trygga þjón“. Bandaríkin hafa eignast fasista- flokk, sem kallar sig' „khakískvrí- urnar". Heitir foringi þeirra Arthur Smith og er frá Fíladelfiu. Ætlluðu fasistar þessir að fara í krfu- göngu lil Washington 12. október og gera Roosevelt forseta að ein- valdsherra Bandaríkjanna. Um eiii miljón manna kvað hafa innritað sig i þessa kröfugörigu. ----x------ I Mohenjo Doro, skamt frá Bam- hay var verið að grafa upp forn- rústir og fundust þar skálar og krukkur með svokölluðum nnuniu- hveiti, sem hefir legið þarna i rúst- unum í riærfelt 5000 ár. Hveitinu var sáð til reynslu á tilraunastöð húnaðarskólans í Umedpurs og gaf bestu uppskeru. Hveiti þetta þekkist ekki fyr en nú, er talið ákaflega næringarmikið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.