Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Síða 6

Fálkinn - 11.11.1933, Síða 6
F Á L K I N N (> Arfleiðsluskráin. Saga eftir THOMAS ÖE. í stóra lestrarsalnum í há- skólabókasafninu, þessari menta- lind, sem bæði lærðir og leikn- ir geta ausið af, var livert ein- asta sæti skipað. Ungir stúdent- ar, piltar og stúlkur, og lærSir prófessorar lijer og hvar á stangli allir sátn steinþöglir og lesandi viS löngu borðin. Alt samtal, allur hávaði var lýst í bann. Við og við heyrðist skrjáfa í pappir þegar einliver fletti varlega við blaði og aðstoðar- mennirnir hvísluðu þegar þeir komu á tánum með bók, sem einhver hafði pantað skriflega. Skóhljóð þeirra hvarf i þykka gólfdúknum. Það livíldi lieims- fjarræn andakend ró yfir þess- ari samkundu. Alt í einu rauf sterk karx- mannsrödd kyrðina: „Er Bernt Vinge kandídat hjer?“ Lesendurnir hrukku við og litu upp. 1 andlitinu mátti lesa furðu og ergelsi yfir þessu ó- vænta ónæði.. Hár maður Jjóshærður á að giska 27—8 ára stóð upp og kinkaði kolli án þess að mæla orð. Hann flýtti sjer til aðstoð- armannsins er kallað hafði og hvislaði: „Jeg er Bernt Vinge. Hvað er að?“ „Komið þjer með mjer“, sagði aðstoðarmaðurinn lágt. Hann lokaði hljóðlaust flóka- kiæddri hurðinni og tók Vinge með sjer inn í hliðarstofuna. „Það var símboð til yðar frá Rung lækni“, sagði aðstoðar- maðurinn. „Hann hað um að skila til yðar að koma samstund- ú heim til frú Kjærstad það lægi á þvi“. „Jeg skal fara undir eins. Þakka vður fvrir og afsakið ó- næðið“ ‘ Vinge tók yfirliöfn sína frammi í anddyrinu, hljóp yfir þrjú þrep í einu niður stigann og þaut út á torgið fyrir fram- an bókasafnið. Hann náði i bif- reið og nefndi nafn á einkabú- stað á Ullern. Bifreiðin þaut af stað úl eftir Bygdö Allé, og stað- næmdist fyrir framan stórt liús úr tígulsteini, sem stóð í vel hirtum trjágarði. Rung læknir sat í stofunni og beið hans. „Frú Kjærstad l)að mig endi- lega að hringja til yðar, lir. Vinge og sagði mjer hvar jeg gæti fundið yður“, sagði lækn- irinn. „Vinnukonan hennar hringdi til min um tólfleytið og sagði að frúin hefði skyndi- lega orðið veik eftir að lnin hefði komið innan úr bæ i morgun. Jeg kom liingað fyrir tveimur tímum. IJún liefir feng- ið slag; öll hægri hliðin er mátt- laus. Við háttuðum hana ofan í rúm. Hún mókir eins og stend- ur. Jeg dældi i hana saltvatni og það verkar dálitla stund. En jeg get sagt yður að hún lifir ekki tiJ morguns. Hjartað er hilað og slær mjög veikt og ó- reglulega. Jeg Jjýst við, að þjer getið komið inn til hennar eftir hálftíma. Nú ætla jeg að skreppa til annars sjúklings en kem liráð- um aftur. Sælir á meðan, hr. Vinge“. Svo langt aftur sem Vinge mundi liafði hann kallað frú Kjærstad frænku. En eiginlega voru þau ekkert slcyld. Frú Betty Kjærstad, fædd Rode og frú Margit Vinge, fædd Nagel — móðir Bernt Vinge höfðu alist upp í sama skógar- lijeraðinu austan fjalls. Vinátta þeirra liafði lialdist alla leið frá barnæsku. Móðurfaðir Bernts var hjcraðslæknir í sveitinni og frú Kjærstad var einkadóttir litla og feita sýslumannsins, Rode. Börn læknisins og sýsln- niannsins voru næstu grannar i litla stöðvarþorpinu. Margit Nagel hafði gifst unga málfærslumanninum Vinge um tvítugt, einmitt sama daginn sem Betty Rode gifist Arna Kjærsted, rikasta piltinum i hjeraðinu. Hann var einkabarn miljónamæringsins Hans Kjær- stad skógeiganda, sem hjelt konunglegt l)rúðkanp fyrir son sinn. Já, það var nú meira brullaupið, lasm, hafði faðir Bernts sagt. Stóru stofurnar á Kjærstad hýstu þá tvö til þrjú hundruð gesti — innánsveitar- fólk, kaupstaðarfóllc og útlend- inga, jú, skiftavinir Kjærstad gamla voru þarna saman komn- ir, alla leið frá Sundswall, New- castle og London. Enginn hafði vitað annað eins brúðkaup þar bygðinni livorki fyr eða síðar. En tuttugu árum síðar voru hæði gömlu hjónin á Kjærstad og móðurforeldrar Bernts dán- ir, og mörgum árum áður, þeg- ar Bernt var um níu ára gam- all, var faðir hans orðinn liæsta- rjettarlögmaður. Þá fluttist fjöl- skyldan til Osló og þar liafði Bernt og systur hans tvær bernsku sína og æsku. Á stríðsárunum, þegar Bernt var átján ára og nýorðinn stúd- ent var það sem reiðarslagið skall yfir. Arne Iíjærstad skóg- areigandi og Vinge bæstarjettar- lögmaður höfðu farið til London í kaupsýsluerindum og Hans litli síðasta afsprengi Kjær- stadættarinnar, sem þá var fiint- ára hafði beðið um að lofa sjer að fara með, þangað lil faðir hans Ijet undan. Frú Kjærstad, sem var í licim- sókn hjá frú Vinge í Osló, hafði fengið símskeyti um, að maður hennar og sonur væri farnir ’ eimleiðis með eimskipinu „Trolltind" ásamt Vinge hæsta- ijettarlögmanni. En á leiðinni yfir Norðursjó hafði skipið vilst úr l'lotanum sem það sigldi í, í þoku. Það kom ekki til Bergen með hinum skipunum. Þegar vika var liðin þótti það fullvíst, að annaðhvort hefði „Trolltind“ orðið fyrir þýsku lundurskeyti eða rekist á dul'l. Það var eins og þessi sameig- inlegi harmur hnýtti vináttu- böndin enn fastar en áður milli vinkonanna tveggja. Frú Kjærstad undi sjer ekki að v'era alt árið uppi í sveil, har sem alt minti hana á hina horfnu. Hún ljet reisa sjer bú- stað við Osló og átti lieima þar meiri hlutann úr árinu. Fjárhagur Vings reyndist ekki eins góður og menn höfðu liald- ið. Þegar skuldirnar vorn greidd ar ótti frú Vinge ekki annað eftir en innbúið og heilan lilaða af hlutabrjefum, sem ekki gáfu neinn ágóða. Bernt vissi að Bettv frænka hjálpaði lienni. Og hún var rik, forrik og gaf af nægtum sínum, og þessvegna fanst frú Vinge engin auðmýkt í því að taka við gjöfum af henni. Bernt hafði tekið málfræði- próf, með latínu og gríslcu, sem aðalnámsgreinum. Og nú hafði hann haft ríra kennarastöðn í tvö ár. En hann setti sjer hærra markmið. Eftir nokkra mánuði mundi verða svo komið, að draumur hans um námsferð til útlanda yrði að veruleika. Hann ætlaði að verða tvö ár í þeirri ferð. Það var Betly frænka, sem hafði verið örlát rjett einu sinni. Rómahorg og Aþena kölluðu á hann úr fjarlægð og enn l'jær sá liann í þokukendum framtíð- ardraumum sjálfan sig standa- kjólklæddan á kennarastólnum það var doktorsritgerðin lians sem um var að ræða — fyrri andmælandinn, kennari hans í latínu sat fyrir neðan og horfði hughreystandi til hans. Bernt vaknaði af framtíðar- draumum sinum. Hálftíminn var liðinn og stofustúlka kom inn og sagði honum að frúin væri dálítið skárri og langaði iil að tala við hann þegar í stað. Hann gekk inn i stóra og skrautlega svefnherbergið. Hann staðnæmdist í dyrunum, grip- inn skelfingu. Það voru dauða- mörk á andliti Betty frænku. Það var hvítt eins og koddinn sem hún lá á. „Komdu sæll, Benni litli, nú er jeg ekki á marga fiska, góði minn“. Hún talaði lágl og með erfið- ismunum. Orðin komu upp í rykkjum og með löngu millibili. „Sestu hjerna við vinstri hlið- ina á mjer og lofðu mjer að halda í höndina á þjer — jeg get ekki notið liægri handarinn- ar lengur — í dag sje jeg þig víst i siðasta sinn, Benni minn mjer þykir vænst um að kalla |)ig sama nafninu sem þú bjóst til á þig sjálfur þegar þú varst lítill þá vorum við öll gæfusöm — en gæfan stendur sjaldnast lengi — hún er brot- liætt vara, Benni litli en nú má jeg ekki gleyma að þakka þjer alt sem þú hefir verið mjer. Og á morgun er jeg dáinn, drengurinn minn“. „Nei — nei, góða frænka, þetta er ekki svo alvarlegt". Tárin reyndu að brjótast fram. Hann fann að hún þrýsti veikt höndina á honUm. „Jú, drengurinn minn, svona er það — og jeg vildi þó gjarn- an lifa nokkur ár enn — mjer finnst jeg hafa svo mikið að lifa fyrir — en þetta verður nú svo að vera“. Bernl þagði. „Það var dálítið sem mig Iangaði til að segja þjer, dreng- urinn minn jeg var hjá Staf- feldt hæstarjettarlögmanni i dag — hann skrifaði arfleiðslu- skrána fyrir mig — það var á síðustu stundu — jeg hafði svo einkennilegt hugboð um að því lægi á — það var i nótt sem jeg afrjeð að gera það. Nú verður þú ríkur maður, Benni litli — og þú átt það skil- ið — en það þarf sterk bein til að þola góða daga og verða ríkur alt einu —- gleymdu því ekki — flest okkar þola með- lætið ver en mótlætið — mað- ur sjer það svo oft. Það var eitt enn — þarna á borðinu liggur brjef til þín — jeg skrifaði það í morgun - hafðu það með þjer J)egar J)ú ferð bíddu með að lesa það Jiangað til ])ú ert orðinn einn jeg ótti svo erfitt með að seílja þjer ])að munníega. Það er dólítið sem jeg ællaði að biðja ])ig um, Benni litli hugsaðu vel um það — gerðu mjer það til geðs ef þú getur það mundi gleðja mig meira en ])ú getur trúað. Nú verð jeg að kveðja þig, drengurinn minn jeg er svo ])reytt jeg get ekki talað lengur jeg vona að mamma þín komi bráðum — jeg hefi sent lienni orð lifðn heill drengurinn minn“. Betty frænka hrosti og lokaði augunum. Bernt læddist út. Ilann mætti móður sinni i dyr- unum. Frú Vinge kom lieim undir morgun. Þá var alt um garð gengið. Bernt las brjef Betty frænku tvisvar, þrisvar sinnum áður en það rann að fullu upp fyrir hon- um, að hún bað hann i fullri alvöru að giftast stúlku, norsk- sænskri stúlku sem hann hafði

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.