Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.11.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Ýmsir leikir — inni við. Nú er veðrið að verða misjafnt og ekki alt af hægt að leika sjer úti. Og þá er gott að hafa eitthvað til að leika sjer að inni við og hressa sig upp á milli þess að verið er að lesa lexíurnar. Hjerna eru nokkrir leikir, sem jeg ætla að segja þjer frá. Þekkið þið fjaðrasoppinn? Það ei leikfang, sem að vísu er einkum notað úti við, en það er hægt að æfa sig á fjaðrasopp innj líka, og æfa sig undiru sumarið, að sinu leyti eins og fólk iðkar borðtennis, þegar ekki er hægl að leika tennis úli. Ef þú áft útbúnað fyrir borð- tennis, en frá honum hefi jeg sagt ykkur áður, þarf ekki annað en að fá sjer fjaðursopp i stað tennis- boltans. En þó að þú eigir ekki borðtennis er það liægru vandi að búa sjer lil útbúnað fyrir fjaður- soppsleikinn. Þú sagar brettið út úr krossviði eða þunnri fjöl. í stað nets á miðj- una getur þú notað seglgarn sem þú festir milli tveggja smástólpa er standa á klossa. Og ef ])ig vant- ar fjaðursoppinn þá getur þú búið hann til úr stórum korktappa og fest helming af fjöður í annan end- ann. Þú átt ekki að siá boltann milli brettanna heldur hitta hann þegar hann hoppar upp á borðinu. Þetta leikfang getur hver dug- legur drengur búið sjer til sjálfur úr dálítilli trjeplötu og þremur listum, sem festir eru eins og brún- ir á þrjá vegu á plötunni, eins og myndin sýnir. Svo eru reknir 6-— 10 naglar i plötuna og látnir standa upp úr henni. Við hvern nagla er svo skrifuð tala, 50, 25, 20, 15, 10, 5 og svo nokkur núll. Hringina má skera út úr þykkum pappa og líka má nota gardinuhringi. Hver þátttakandi mú kasta tíu sinnum og sá sem fær flest stig hefir unnið leikin'n. Þegar þú lætur tindátana þína berjast þá spillir það ekki til að gera sjer virki til að dubba upp vígstöðvarnar. Kliptu dálítið op í hulstrið af eldspítnaöskju neðan til, svo að það verði eins og dyr. Taktu svo öskjuna og boraðu svolitið gat á hana að ofan og dragðu mislitan seglgarnsspotta gegnum það og hnýttu hnút á að innanverðu. Svo límir þú eldspýtustokkinn á pappa- spjald. Þetta verður helst að vera stór eldspýtustokkur, sem tekur á- líka mikið og heilt búnt. Nú þarftu tvö stór tvinnakefli og tvö lítil. Þú limir þau stóru á spjallið, sitt hvoru megin við eld- spýtustokkinn og svo límir þú litlu keflin ofan á þau stóru. Svo býr þú til tvö flögg úr pappir og setur þau á stöng ofan á efri keflin og þá eru turnarnir búnir. Svo málar þú 'glugga, til að skjóta út um, á virkið og yfir dyrnar stærri glugga. Ög svo litar þú alt virkið eins og þjer sýnist — Pappaspjaldið skaltu hafa grænt. Þú opnar virkið fyrir vinunum með því að toga i snúr- una, en þegar þú ýtir öskjunni niður lokast virkið. Þú leggur Ivö pappastykki saman og teiknar mynd af skanunbyssu og klippir hana. Það sem er með skástrykum á myndinni. er þriðja pappastykkið, sem þú notar í hlaup ið. Þú límir svo stykkin 'sainan með límpappir. Svo l'estir þú gúmmi- band Iremst í hlaupið og lætur það liggja tvöfalt aftur úr hlaupinu. Af myndinni getur þú sjeð hvernig þessu er hagað. Fyrir kúlur notar þú krihglótta pappahnoðra eða hrjefkúlur. Svona byssu má líka smíða úr trje og það er vilanlega miklu betra. Til þess að sýna þetta bragð liarftu að liafa tvo biýanta og einn pening. Þú lætur fyrst peningin tolla ofan á öðrum blýantinum. Rinso leysir úr þvottaerf iðinu Erfitt nudd á þvottabrettinu, sem bæði skemmir hendur og þvott, er óþarft nú. Rinso þvær þvottinn meðan þjer sofið. Það sem þjer þurfið að gera, er að leggja þvottinn í bleyti í Rinso-upplaustn næturlangt, og skola hann og hengja til þsrris næsta morgun. Þvotturinn er búinn án erfiðis og tímaeyðslu. Rinso gerir hvítan dúk skjallhvítan og mislitur þvottur verður sem nýr. Fatnaðurinn endist einnig lengur Reinið Rinso einu sinni og þjer munuð altaf n >ta það. Rins® VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM M-R 7 8-33 IC R. S. HDDSON LIMITED, I.IVF.RPOOU KNOl.ASD Svo spyrðu kunningjann, hvorl hann geti látið peninginn sitja á hinum blýaiitinum, án þess að koma við peninginn. Þetta er ofur einfalt. Þú setur lausa blýantinn ofan á þeninginn, þrýstir svo báð- um blýöntunum að peningnum og snýrð honumi við t— og þá er pen- ingurinn kominn á hinn blýanlinn' Tóta frænka. Hjeri sem var orðinn góður kunn- ingi ljónsins, konungs dýranna. gerðist einu sinni svo djarfur að spyrja, hvort það væri satt, sem hann hefði heyrt sagt, að ljónið yrði altaf hrætt þesar það heyrði hana gala. — Já það er alveg satt, svaraði ljónið, það er algengt með okkur miklu dýrin, að við höfum ein- hverskonar veikleika. Þú hefir kanske heyrt um fílinn, að hann verður lafhræddur þegar hann heyrir svín snörla. Er það satt? sagði hjerinn. Nú skil jeg hversvegna við hjer- arnir erum svo hræddir við hund- ana. Prófessor i landmælingum sá eitl sinn, að einn af lærisveinum hans var að reykja sígarettu i kenslu- stund, þó harðbannað væri að reykja. — Hverskonar pensill er þetta, og hvað gerið þjer við hann? spurði prófessorinn. Jeg bý til ský með honum, svaraði stúdentinn og ljet sjer hvergi bregða. Elsa. — Það er ekki hægt að trúa nema helmingnum af þvi sem hann Pjetur segir. Inga. — Já bara að maður vissi hvor helmingurinn það er, sem maður á að trúa. Faðirinn (sem setur upp alvöru- svip og kallar á strák sinn): — Segðu mjer. Hans, þegar ])ú sjerð lítinn strák, sem ekki gerir annað en að hlaupa út á götuhorn, gægjast fyrir það og hlaupa svo til baka á næsta götuhorn, og svo koll af kolli, hvað heldurðu að verði úr þeim dreng þegar hann er orðinn stór? Lögregluþjónn! svaraði snáð- inn, án þess að hugsa sig iim svo mikið sem andartak. Soluverðlaun fyrir 44. blað. Verðlaunin hlutu: Otti Sæmnnds- son og Ingigerffur Haflgrimsdóttir 5 krónur hvert, og eiga þau að vitja verðlaunanna á afgreiðslu blaðsins. Hverjir hljóta næstu verðlaun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.