Fálkinn - 17.03.1934, Síða 8
8
F A L K I N N
Á Cuba er enn mikil úkyrð éftir bylt-
inguna í haust og eiga yfirvöldin fult
í fangi með að verjast óeirðaseggjun-
um, sem altaf eru að stinga upp höfði.
Safna þeir að sjer altskonar æfintýra-
lýð, sem þeir lofa gulíi og grænum
skógum undir eins og þeir hafi komið
stjórninni frá völdum. En allar þess-
ar nýju byltingatilraÚnir hafa verið
kveðnar niður jafnóðum með mestu
harðneskju, enda er stjórnih á verði
og hefir jafnan á takteinum vopnað
herlið og „brynjaðar bifreiðar“ eins
og þá, sem sjest hjer á myndihni. Er
það gamall vörubíll, sem smíðað hef-
ir verið á hvolfþak úr jdrnþlötum, til
þess að verja hann skothríð fjand-
mannanna.
í Kaliforníu er verið að smiða eiha af
stærstu vatnsvirkjunarstöðvum heims-
ins og sýnir myndin hjer að heðan
vjelina, sem steinsteypan er hrærð i.
Eigi fylgir það sögunni hve. stór hún
sje, en stærðina má marka af saman-
burði við bifreiðarnar, sem standa hjá
henni.
Leikendurnir í hinum frægu píslar-
sögu- sjó) nléikum í Oberammergau i
Bayern stunda margir hverjir trje-
skurð, enda kveður mikið að þeirri
iðn viða í Suður-Þýskalandi. Á mynd-
inni hjer að neðan sjást þrír af leik-
endunum, sem eiga að leika i píslar-
leikjunum í sumar, við vinnu á trje-
skurðarstofunni. Eru það Willi Bier-
Hng (Jóhannes), Anni Rutz (María) og
Klara Meyr (Magdalena), sem hafa
vinnustofu í sameiningu og græða of
fjár á iðninni. Því allir sem koma til
Oberammergau að sjá þau, kaupa
muni eftir þau til þess að hafa iil
minja um komu sína.
Þessi mynd er tekin i spilabankanum
í Monte Carlo skömmu eftir nýárið,
þegar bankinn setti í umferð á ný
spilapeninga úr gulli, í slað spilapen-
inga úr ódýrum málmi, sem notaðir
hafa verið síðan á ófriðarárunum.
Iiefir bankinn sjerstaka myntsláttu og
af því að hann átti gnægð af ómótuðu
gulli setti hann það í umferð, vitandi
það, að þetta mundi draga- fólk að
bankanum.
i