Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Þegar skurnið brotnar. Sjerhver framfor sem orðið hefir hjá mannkyninu hefir jafnan haft skemdir í för með sjer. Jurfin getur sprottið hægt og rólega, en maður- inn verður jafnán að skemma eitt- hvað á þroskabraut sinni. Mannkynið er vaxandi lífvera, eins og eikin. Hún byrjar sem fræ, verður granur teinungur og loks hart trje. Mannkynið vex af einu þroska- stígi á annað. Fyrst fjölskyldan, svo kynkvislin, svo þjóðin og þarnæst mannkynið. Og við hverja stigbreyt- ingu verður barátta, æsingur og ein- hver verður píslarvóttur fyrir mál- ið! Kvíslarnar runnu ekki saman í þjóð fyr en eftir langa baráttu og ófrið. Og það virðist að þjóðirnar geti ekki sameinast í heimsriki og lát- ið sjer skiljast að þær eru allir eitt. 1 staðinn temja þær sjer liernað og þjóðernishroka og drepa hver aðra og skammast eins og unt er. Æðsta hlutverk mannanna er það að vinna saman. En þessi samvinn i virðist ekki geta fengist nema með morðum í stórúm stíl. Vegurinn til allsherjar bræðralags liggur um al- heimshatur. Forspil þúsund ára rík- isins er stríð og orðrómur um stríð. Enginn veit hvers vegna. Sálfræðiieg skýring á síðustu styrj- öld var sú, að heimurinn er orðinn of litill í gömlu fötin sín. Við lifum i heimi sem skipaður er þjóðum, en þjóðir eru öfugmæli við tímann sem við iifum á. Þær tilheyra liðinni tíð. Við erum vaxnir upp úr þjóða- hugtakinú. En við höfum ekki enn fundið tákn þeirrar nýju hugsjón- ar, sem við eigum að iklæðast. Þó að það verði ekki sannað, hvernig þjóðirnar hafa mist tilveru- rjett sinn, þá má þó skýra það þannig: 1. Þjóð er ekki lengur landfræði- ':eg eining. Það eru engin náttúrle-' mörk yfir meginland Norður-Amer- íku, milli Bandarikjanna og Ganada, nje milli Póllands, Rússlands og Þýskalands. 2. Þjóðin er ekki ættfræðileg ein- ing framar, t. d. Bandarikin. En Bretar og aðalstofn Bandaríkjanna eru í rauninni sama þjóð. 3. Málið er ekki heldur það sama. T. d. í Sviss. Eða minnumst hins forna Auslurríkis—Ungverjalands. 4. Hver þjóð hefir mismunandi, trúarbrögð. Ólafur Ó. Lárusson, hjeraðs- læknir í Vestmannaeyjum, verð- ur 50 ára í dag. Frú Ágústa Jónsdóttir, Lækjarg. 10, Harfnarfirði, verður 50 ára 3. þ. m. Eiríkur Torfasoh fgrrv. hrepp- stjóri frá Bakkakoti í J.eiru, varð 75 ára í gær. 5. Þjóðin er síst af öllu efnaleg heild. Þetta hefir smámsaman gengið upp fyrir flestum stjórnmálamönn- um. En þjóða-erfðin er enn þránd- ur í götu fullkominni samvinnu. Þjóðernissinnið er átrúnaður. Það er til vegna ]}ess að við trúum á það. Við trúum á það vegna þe'ss að feður okkar gerðu það og við höf- um ekki lært aðra trú, sem er betri. Undirstaða þessarar trúar er erfð- arkenning og hugsjónavöntun. Heimseiningin er hugsjónin mikla sem getur frelsað heiminn frá hern- áðarbölinu, hugsjónin um mannkyn- ið fremur en þjóðernið; en samt er ekki til í heiminum eitt einasta blað sem jeg þekki, og hefir nokkra útbreiðslu, seni vinnur af áhuga að ])essari hugsjón. Öll eru þau i þjón- ustú hins blinda nationalisma, og sá maður sem vinnur fyrir hann er öfgamaður, sem særir okkur með fruntasskap sínuin. Og samt er þetla kannske vegur- inn. Orð Walters Paters eru Jíklega sönn: Leiðin til þess fullkomna ligg- ur um fjölda: andstyggilegra sveita. Frank Crane. ALDARAFMÆLI BRAUÐGERÐARMANNA á íslandi var haldið hátíðlegt á laugardaginn var. í tilefni af þvi var öllum brauðsölubúðum lokað kl. I en kl. 2 var safnast saman í kirkjugarðinum og lagðir sveigar á’ leiði Dan. Tönnies Bernhöfts og Johan Ernst Heilmann eru voru fyrstu brauðgerðarmenn hjer á landi. Sveigana lögðu þeir G. Hers- ir og Stcfán Sandholt, en fyrir hönd ættingja hinna tveggja landnema i brauðgerðariðnini þakkaði Daníel Bernhöft bakarameistari Heillaóskum var veitt viðtaka en þær bárusl margar og víðsvegar að, bæði blóm og símskeyti. En um kvöldið kl. (>% hófst samsæti á Hótel Borg, í Gylta Salnuni. Var salúrinn fánum skreyttur og svo einkennum Bakarasveinafjelagsins og Bakarameistarafjelagsins. Báru geslir merki, sem gert haföi verið í tilefni af afmælinu, silfurnælu. En heiðúrsgestir allir fengu að gjöf skrautdisk, sem gerður hafði verið vegna afmælisins og svo eintak af hátiðarritinu, sem kom út þennan dag og áður hefir verið sagt frá hjer í blaðinu. Stefán Sandholt bauð gesti velkomna og rak nú hver rjetturinn annan en ræðuhöld hóf- ust ekki fyr en í lok máltíðar. Tal- aði Björn hirðbakari Björnsson þá fyrstur og mælti fyrir minni heið- ursgesta en næstur Gúðbrandur Jóns son fyrir minni annara gesta. Næst- ur talaði Haraldur Guðmundsson atvinnumála’ráðherra fyrir minni brauðgerðarstjettarinnar en þá Fr. le Ságe de Fontenay sendiherra, sem flutti kveðju danskra brauð- gerðarmáhnafélagsins en hjelt svo ræðu fyrir minni íslands. Mælti hann á islensku. Loks mælti G. Hersir lyrir minni kvenna, en Stefán Sandholt sleit borðhaldinu með stuttri ræðu. Síðan var dans stiginn fram undir morgun. Á Akureyri hefir löngum verið blómlegt sönglíf. Menn muna frá fornu fari söngfjelagið Heklu, sem rjeðst í utanför fyrst allra islenskra söngfjelaga, til Noregs árið 1906. Lífið og sálin i ])ví fjelagi var Magn- ús Einarsson organisti. Það mun meðfram hafa verið fyrir áeggjan hans, að karlakórinn Geysir var stofnaður 1922 og hjell hann fyrstu hljómléika sína 1. desember s. á. undir stjórn Ingimundar Árna- sonar, sem stjórnar flokknum enn í dag af frábærri elju og smekkvísi. Hefir Geysir haldið fjölda hljóm- leika á Akureyri og ennfremur á Siglufirði, Húsavik, Seyðisfirði og ýmsum fleiri stöðum norðanlands. Árið 1930 söng flokkurinn í Reykja- vík og á Þingvöllum, á 1. söngmóti Karlakórssambandsins og varð eink- or vinsælt af þeim, sem á hlýddu. Haustið 1932 rjest Geysir í að sýna sjónleikinn „Alt Heidelberg“. Er það víst að aldrei hefir betri söngur verið í leikriti hjer á landi endá var leikurinn sýndur 12 sinn- um á Akureýri við fádæma aðsókn. Yfir 40 starfandi meðlimir eru r,ú í fjelaginu. Á söngmótinu í Reykjavík í sumar hafði Geysir fjölda fallegra laga á söngskrá sinni og vakti athygli fyrir smekklega meðferð þeirra. KARLAKÓRINN GEYSIIt Á AKUREYRI.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.