Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Áminning til Guðs barna. I. Pét. 1: 17—19. Svo framarlega sem þjer á- kallið þann sem föður, er dæmir án manngreinarálits eftir verkum hvers eins, þá framgangið í ótta yðar út- legðartíma, því að þjer vitið, að þjer eruð eigi leystir ineð forgengilegum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar .... heldur með dýr- mætu blóði Krists, eins og lýtalauss og ófiekkaðs lambs. „Svo framarlega" — þannig byrjar textinn. Það er bending til sjálfsprófunar, og það er gott að byrja daginn með því, að prófa sjálfan sig. Heldur þú kæri vinur, að þú mundir standast það próf, sem þessi orð benda til? Getir þú það. og vitni andinn með þínum anda, að þú sért Guðs barn og knýi bann þig til að kalla „Abba, Faðir!“ þá áminnir orð- ið þig jafnframt um að fram- ganga í ótta, meðan á útlegð- inni stendur. Minnumst nú þess, hver það er, sem Drottinn sendir með þessa áminningu. Það er sá postulinn, sem sjálfur bugðist vera svo staðfastur og' öruggur, en komst að sorglegri raun um sitt eigið þrekleysi nóttina þá, er hann afneitaði Jesú þeg- ar Satan sældaði hann eins og hveili. (Lúk. 22: 31). Og minnumst svo þess, að vér erum hjer á jörðu aðeins sem gestir og útlendingar. Sértu ungur og þjer finnist sem þú munir eiga langt lif fyrir hönd- um, þá mundu það þó, að þú ert hjer aðeins sem vegfarandi. Og kraftinn til að framganga í ótta meðan útlegðin varir, á hann bendir postulinn með orðunum um blóði-drifna lamb- ið Guðs á Golgata. Vjer syngj- um: í þínum dauða, ó, Jesú, er mín lífgjöf og huggun trú. Já, lífgjöf og buggun, hjálp- ræði og styrkur til helgunar. Því að þegar jeg horfi á Jes- úm, þar sem liann hangir á krossinum, blóði drifinn og þyrni-krýndur, þá fer töfra- ljóminn af bikar syndarinnar og jeg sannfærisl um það, hve andstyggileg syndin er. Já, trúuðu vinir! „Þjer vitið, að þjer eruð endurleystir41. Ein- mitt sú vissa og umliugsunin um hið mikla gjald, sem greitt var fyrir endurlausnina, veitir yður djörfung og þrek til að berjast við Satan, bold og heim og vinna sigur. Því að þar sem krossinn gnæfir hátt, missir myrkrið allan mátt. A. Fibiger. Á. Jóh. Kom þú, sál kristin hjer, sem kross og raunir ber; set fyrir sjónir þjer Son Guðs, sem píndur er. Hindenburg Þýskalandsforseti. Eftir EINARD SKOV. Hindenburg ú banabeðinu i Ncudeck. Blómin á brjósti hans eru frá Wilhjálmi keisara. II. En stríðið var tapað. Úr öll- um áttum var þess krafist, að keisarinn segði af sjer. Þessi keisara-andúð smitaði einnig herinn. Hinn 8. nóvemher 1918 kallaði herstjórnin 15 yfirhers- höfðingja vesturvigstöðvanna saman á fund sinn í Spa, og lagði fyrir þá spurningu hvort herinn vildi ganga heim undir herópinu „Fyrir keisarann“. Mikill meiri hluti þessa lierfor- ingjaþings svaraði keisaraspurn ingunni með nei-i. Þetta var erf- itt augnablik fyrir Hindenburg. Hann var grár i andliti og með tár í augum. Og svo Ijet hann keisarann falla. Daginn eftir kom fréttin af flotauppreisninni í Iviel. Tveir menn komu gangandi upp í Villa Fraineuse fyrir utan Spa. Var keisaranum þar tilkynt, að Ilindenburg hermarskálkur og Groener hershöfðingi, eftirmað- ur Ludendorffs vildu tala við hann. Keisarinn var fölur og hafði ekki augun af Hinden- burg, en bann baðst undan að hafa orðið. Þá tók Gröener til máls og sagði, að herinn væri fús á að halda heim i Þýska- land í röð og reglu, en ekki undir forustu keisarans. Hin- denburg kinkaði kolli til að láta sjá, að rjett væri frá hermt. Keisarinn flúði til HoIIands Hvort það hafa verið ráð Hin- enburg vita menn ekki. Það eitt vita menn, að Ilindenburg tók á sig ábyrgðina af því tiltæki. Þetta var ægilegur viðburður i lífi þýzku hersböfðingjanna og jörðin riðaði undir fótum þeirra. En þá vann Ilindenburg mesta þrekvirki sitt, stærra en Svo stór synd engin er, að megi granda þjer, ef þú iðrandi sjer í trúnni Jesúm lijer. Ps. 47: 14, 18. sigurinn við Tannenberg, sem gerði hann að þjóðhetju Þýska- lands. Keisarinn og Ludendorff voru flúnir, en IJindenhurg stýrði hernum í röð og reglu heim til Þvskalands aftur og bjargaði með því þjóðinni frá upplausn, að því er sjeð verður. I bókinni „Æfin min“ skrifar hann um sálarkvalir liðsfor- ingjanna og hermannanna og bætir við: „En þá þóttist jeg mundu ljettu niörgum af þeim bestu lausnina á sálarstríði þeirra, með því að ganga þá leið, sem vilji keisara míns, ást mín til ættjarðarinnar og hersins og skyldurækni mín vísuðu mjer. Jeg stóð á minum varðstað". Keisarasinninn og junkarinn von Hindenberg, sem hafði al- ist upp við að álíta jafnaðar- mennina ættjarðaróvini, bauðst af einlægiii til að starfa fyrir hina nýju verkamannastjórn. Milligöngumaður hans í þeim samningum var Schleicher ofursti — sá sem myrtur var 30. júní 1934. En Versalafriðinn viður- kendi hann aldrei, þó hann vissi að andstaðan var vonlaus. „Helgríma“ Hindenburgs. Hún var tekin af myndhöggvaranum prófes- sor Tarack í Berlín.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.