Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 7
F Á L K I N N hann ætlaði að láta hann liafa úr sínum vasa, til að borga all- an dvalarkostnað við skólann. En á þeim peningum mátti Helgi ekki snerta, til að eyða í óþarfa. Því hann vissi að þennan vetnr fjelck hann ekki meiri peninga að heiman. Bráðum yrði harin þvi að neyð- ast til að hætta að fara svona mikið á skemtanir með litlu Marierlunni sinni. En hann gerði sjer i hugarlund, að þau gætu eins vel hist fyrir það og' lialdið áfram vináttu sinni. Það var nokkrum dögum seinna að Helgi fjekk ábyrgð- arbrjef með póstinum. Það var frá föður hans. Innan i brjefið voru lagðar átta hundruð krón- ur. Helgi lét peningana á sjer- stakan stað í veskinu, svo hann skyldi ekki eyða af þeim. En dagirin eftir ætlaði hann að f.æsa þá niður í ferðakistuna sína. Hann gat það ekki strax í kvöld, vegna þess að hann var að skemta sjer með Marí- erlunni sinni, í siðasta sinn nú um stundarsakir, því vasapen- ingar hans hrukku ekki lengur til. En nú skyldi hann skemta sjer vel. Fjæst fóru þau út að „spássjera“. Siðan fóru þau á „bíó“. Og þar á eftir fóru þau á „hótel“. — Þar dönsuðu þau og drukku óspart. Um tólfleytið fengu þau sjer bíl, og óku heim lil Helga. Þau fóru bæði upp í herbergið, og aflæstu. Þau voru bæði drukkin, en þó einkum hann. Litla Marierlan hafði sagt Helga að það þætti „fint“ að drekka, — svona i hófi. Og þá hafði hann undir eins gert það, þó liann liefði aldrei bragðað áfengi áður en hann kom til Reykjavílcur. Þau slöktu ljósið. — Nóttin leið, eins og allar aðrar nætur. En klukkan hálf fimm um morgu- inri fór litla Maríerlan að liuga til lieimferðar. Helgi vildi fylgja henni heim; en hún vildi það ómögulega. Og hún rjeði eins og altaf þegar Ilelgi átti hlut að máli. Hún fór ein heim. En Helgi lá kyr og svaf langt fram á dag, því sunnudagur fór i hönd; og hann var þreytt- ur og með höfuðverk. Um kvöldið fór liann svo að lesa undir skólann næsta dag. Þá þurfti liann að ná í einhverja hók ofan í ferðakistunni sinni. Komu honum þá peningarnir í hug, nú væri best að láta þá niður. Hann opnaði veskið og ætlaði að taka peningana, — en — hvað — var — þetta, þeir voru horfnir. Ekki höfðu þeir getað tínst úr veskinu, þvi það var nýtl og vandað með góðum lás. En alt í einu datl honum litla Maríelan í liug. Já —, ef- laust enginn annar —, en þetta er hræðilegt — var hún þá svona? — því miður — oft er flægð undir fögru skinni. Ilelgi greip hatt sinn, hljóp út og niður í bæ. Hann var rauður og þrút- inn af reiði — og sársauka. Og gælunafnið „litla Maríerla“ suð- aði sífelt fyrir eyrum lians. Helgi hljóp beina leið niður að „Hótel ísland“, og snaraðist þar inn. Það var eins og Helga grunaði, þar inni i veitingasaln- um sat litla Maríerlan; og ein- hver piltur hjá lienni. Þau sátu þar í makindum drukku og reyktu. Helgi varð enn reiðari, hann gætti ekki að sjer. Reið- in liafði náð öllum tökum á honum. Og nú gerði hann það óskynsamlegasta, sem lianri gat gert undir þessum kringum- stæðum. Hann hljóp að litlu Maríerlunni og hrópaði: „Þú ert bæði — hóra og — þjófur, komdu strax með pen- ingana mína?“ Hún svaraði eklci, en gaf ein- um þjóninum merki að hringja á lögregluna. Þjónninn greip samstundis heyrnartól símans og valdi númerið. „Halló, þetta er Hótel ísland. Sendið hingar fljótt lögreglu- þjón, að taka vitlausann mann, sem er með rosta og svívirðing- ar við liáttvirta liótelgesti“. Helgi beið ekki boðanna, en hljóp út. Um leið og hann fór út úr dyrunum leit liann sem snöggvast á litlu Maríerluna; en þá brosti hún ofurlitið út í annað munnvikið, — til að storka honum. En Helgi taut- aði fyrir munni sjer: „Jeg er kallaður vitlaus, en liún hátt- virt. Svona er þá rjettlæti heims ins“. í þessu æði sein gripið hafði Helga, ætlaði hann að hlaupa ofan að sjó og drekkja sjer. Svo fanst honum hræði- legt að vera húinn að missa svona alla peningana, sem fað- ir lians hafði aflað með súrum sveita. En þó þyngst af öllu, að verða að hætta að læra; það mundu foreldrar hans al- drei fyrirgefa honum. — En nú vildi svo einkennilega til, að á þessari stuttu leið niður að sjó mætti Helgi Þóru, æskuvin- stúlku sinni. Hann ætlaði fyrst að strunsa framhjá henni, en hún fjekk hann til að stansa og tala við sig. Og eftir nokkurt þjark fjekk hún liarin heim með sjer. Þegar heim kom gekk hún á hann, hvað það væri sem að honum gengi. En hann sagði að ekkert gengi að sjer. En hún gekk því fastara að honum, að segja sjer alt. Því hún sagðist sjá mæta vel að eitthvað amaði að honum, og hann byggi yfir einhverju. Loks ljet IJelgi undan og sagði henni upp alla söguna. „Ó! Helgi, jeg get hjálpað þjer“, hrópaði hún frá sjer numin af fögnuði. „Jeg var svo heppin að vera búin að draga saman á undanförnum árum eitthvað álíka upphæð og þú hefir tapað. Jeg hefi smátt og smátt lagt inn í sparisjóðsbók. Því það er gott að hafa eitt- hvað að grípa til ef maður verður t. d. veikur ....“ „En hvað þú ert altaf fyrir- hyggjusöm", greip Helgi fram í. „Við skulum ekki tala um það; en nú ætla jeg að lána þjer þetta, sem jeg á í spari- sjóðnum, svo þú getir lialdið áfram að læra. — Svo getur þú borgað þetta einhverntíma þeg- ar þú ert orðinn ríkur kaup- maður“. „En viltu ekki gefa mjer þetta?“ Hún varð undrandi við þessa spurningu. Þetta var meira en lítil heimtufrekja. En samt svar aði hún: „Ef þú vilt það heldur, þá get jeg vel gefið þjer þetta“. „En viltu ekki gefa mjer meira?“ Nú varð Þóra alveg orðlaus af undrun yfir þessari dóna- legu frekju. En þrátt fyrir þetta varð hún, ekki reið, og svaraði með mestu hógværð. „Því er miður, að jeg á ekk- ert meira“. „Jú, víst áttu meira. En má jeg ekki eiga það líka?“ „Helgi“, sagði Þóra alvarlega og leit fast framan i hann. „Þú ert vanþakklátur. Get jeg gefið meira en aleigu mína?“ „Nei, nei“, sagði Helgi og greip báðar hendur hennar, „þú getur ekki gefið meira. En fyrst þú ert búin að gefa mjer alt sem þú átt, þá ertu búin að gefa mjer þig sjálfa? Er það ekki satt?“ Þóra roðnaði og leit undan, en sagði ekkert. Helgi tók liana í faðminn og kysti hana og sagði: „Þóra — jeg elska þig. Þú ert svo góð, hreiri og saklaus, — eins og engill. Þú átt besta eig- inleika mannshjartans, og það er hjálpfýsina, við þá sem eitt- hvað eiga bágt. Jeg hefi breytt þannig, að jeg átli alls ekki skilið af þjer, að þú hjálpaðir mjer. En samt gerðir þú það; þú áttir nógu stórt hjarta. Og jeg vil reyna að gjalda þjer, þína takmarkalausu fórnfýsi; og gefa þjer það eina seip jeg á, og það er sjálfan mig. En í rauninni er jeg ekki þess verð- ugur að eiga þig, vegna þess skugga sem fallið hefir á mig. En þú átt nógu stórt hjarta til að fyrirgefa mjer. Og við skul- um reyna að gleyma þessum undangengna atburði; mjer finst það hafa verið ljótur draumur“. „Já“, svaraði Þóra i ein- hverri leiðslu og svo lágt að varla heyrðist. Og svo kystust þau löngum kossi, og öðrum og þriðja. Þetta voru fyrstu ást- arkossarnir hennar; og fyrstu kossarnir sem Helgi var kystur af hreinum hug og fölskva- lausri trygð. — Helgi og Þóra voru trú- lofuð. Nokkur ár eru liðin. Helgi er orðinn vel metinn og allefn- aður kaupmaður i æskuþorp- inu sinu, vestur á fjörðum. Þóra er kaupmannsfrúin. Sam- búð þeirra er góð. Þau lifa saman hamingjusömu lífi, í ást og einlægni. Það má með sanni segja um Þóru „að sá sem gef- ur, gefst þúsund-falt aftur“. — Á vorin þegar fuglarnir eru komnir og fylla loftið með sin- um unaðslega söng, þá er það ein tegund þeirra sem Helga kaupmanni er bölvanlega illa við. — Það eru maríerlurnar. Þessir fallegu, síkviku og fjör- ugu fuglar. En það er nafnið, sem altaf minnir hann á hana. Alec B. Francis, kvikmyndaleik- ari, sem ýmsir muna úr kvikmynda- húsunum og leikið hefir í mörg hundruð myndum, er nýlega dá- inn, 64 ára að aldri. Þegar Francis fór að leika hafði hann árum sam- an verið munkur í ítölsku klaustri, og þótti það tíðindum sgeta, að munkur gerðist kvikmyndaleikari. ----x---- Innfæddir menn i Tibet og Nepal tvúa því, að Mont Everest sje alt- af að hækka, og nú virðist svo sem vísindin ætli að staðfesta þetta. Jarðfræðingar, sem nýlega hafa mælt Mount Everest fullyrða sem sje, að tindurinn sje 9100 metrar á hæð, eða nær 300 metrum hærr.i en hann hefir mælst áður. Skýstrokkur sem nýlega fór yfir Mexico lyfti bónda einum, Creston að nafni og tók hann með sjer marga kilómetra. Hann fanst aftur, lifandi að visu, en allur brotinn og hrákaður. Þeir sem á horfðu full- yrða að skýstrokkurinn hafi lyft manninum meira en 200 metra í loft upp. ----x---- Rúmenar eru ákaflega hreyknir af fyrverandi konungi sínum, Mic- hael af Alba Júlia. Hefir hann þó ekki sje nema tólf ára gamall samið leikrit og eru aðal- persónurnar tveir keisarar, nefni- lega Balduin af Orleans og Friðrik af Brabant. Einnig hefur krónprins- inn leikið leikrit i konungshöllinni, með aðstoð kunningja sinna. ----x---- John D. Rockefeller, sem eigi alls fyrir löngu átt 95 ára afmæli silt í rúminu, er nú kominn á fætur aftur. Segir hann í viðtali við blaða- menn að hann efist ekki um, að liann verði hundrað ára. ----x---- Af engum aldinum er flutt eins mikið til Englands og af appelsín- um. Samkvæmt hagskýrslum land- búnaðarráðuneytisins enska borðar hver Englendingur að jafnaði 40 kg. af appelsinum á. ári. ----X—:--

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.