Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ ---------- Við lifum i dag. Efnisrík og áhrifamikil tal- mynd í 11 þáttum, tekin af Metro- Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: JOAN CRAWFORD og GARY COOPER. Myndin verður sýnd bráðlega. EGILS FILSNEIÍ BJÓR MALTÖL HVlTÖL. SIRIDS SÓDAVATN GOSDRYKKIR, 9 íegundir. . SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ i tryggja gæðin. ■ ] H.f. Ölgerðin i Egill Skallagrimsson s Sími 1290. Reykjavík. Fálkinn er besta heimilisblaðið. Hljóm- og SÓLARGEISLINN. Umkomulaus atvinnuleysingi stend ur á einni brúnni í Wien, i þann veginn að fyrirfara sjer. Honum hafa brugðist allar vonir og finst betra að binda enda á æfi sína en þjást áfram. Hann skrifar á miða nafn sitt og orðsendingu um, að eigi skuli leitað að sjer, þvi æfi sinni sje lokið. En í sama bili heyr- ir hann óp neðan úr ánni. Ung stúlka hefir fleygt sjer í hana, af sömu ástæðum og hann. Hann gleymir sinum eigin hugsunum en tekst að bjarga stúlkunni. Lögreglan borgar honum 50 shillinga í björg- unarlaun og hann lofar að greiða götu stúlkunnar. Og sóiin skín fram úr skýjum er þau koma aftur út af stöðinni, á samleiðinni út í lífið. Þau hafa þegar orðið hrifin hvort af öðru og fyllast nýrri von um það, að lífið sje vert þess að lifað sje. En erfið er þeim brautin. Þau hyrja með að kaupa sjer sápustöng, skera hana i búta, sem þau vefja i silfurpappír og selja bóngóðu fólki fyrir utan Stefánskirjuna i Wien, en Anna — svo heitir stúlkan —■ spilar á greiðu til að draga fólkið að. Þau selja litla loftbelgi og Hans leikur negra, sem almenningur fær að kasta klútakúlum á sjer lil gam- ans, en einhver þorparinn hefir lát- ið stein í eina kúlu og hittir Hans r NfKOMIB FiLLEOT og FJÖLBREVTT ÚRVAL. LÁRUS G. LÚÐVtGSSON SKÓVERSLUN talmyndir. í höfuðið svo hann missir meðvit- undina — og starfann. — Meðan Hans er veikur fær Anna þann starfa að sýna fólki áhrif nýs þvotta lyfs í búð einni og fær það dável borgað, en Hans fær er hann hress- ist atvinnu við að bera auglýsinga- spjöld um göturnar. Þau eignast 200 shillinga og setja það sem tryggingu fyrir stöðu, er Hans er lofað sem dyraverði í stórhýsi. En hann er svikinn um stöðuna og missir pen- ingana. Myndin segir áfram með trúverð- ugum dæmum sögu þeirra, sem eru að berjast fyrir lífinu úti í stór- borgunum. Og þessi saga bæði hríf- ur og gagntekur. Áhorfandinn finn- ur að það er sönn saga. En sögu myndarinnar lýkur með sigri þess- ara umkomuleysingja; ást þeirra liefir gert þau sterk. — Aðalhlul- verkin tvö leika Annabeila og Gustav Frölich prýðilega vel. Myndin verð- sýnd bráðlega á Nýja Díó. „VIÐ LIFUM í DAG —“ Mynd þessi gerist á stríðsárunum og bregður upp ýmsum myndum úr ófriðnum, sjerstaklega af lifinu um borð í tundurspillunum og af lofthernaðinum. Hún segir frú ungrí slúlku enskri, af hefðarættum, Diönu að nafni, sem missir föður sinn í stríðinu og leigir vegna fjárhags- örðugleika út ættaróðal sitt ríkum ungum Ameríkumanni, Bogard að nafni. Um sama leyti sem faðir hennar deyr, eru Ronnie bróðir hennar og Claude æskuvinur henn- ar, sem hún hefir verið heitin lengi kvaddir í stríðið sem foringjar á tundurspiili. Og nú takast ástir með Diönu og Bogard Ameríkumanni. En þegar Ameríkumenn fara í strið- ið rjett á eftir er Bogard kvaddur í flugherinn og rjett á eftir frjettist, að hann sje fallin. Diana er þá orð- in hjúkrunarkona á vígstöðvunum og í sorgum sínum leitar hún til Claude fornkunningja síns á ný. En Bogard er eklci dauður og þegar þau hittast aftur ákveður hún, að snúa baki við honum og sjálfur heldur hann að Claude eigi ríkari ílök í henni en hann sjálfur. Claude er ekki efnilegur eiginmaður, drykk- feldur nókkuð og slarkfenginn, en mesta hreystimenni svo að Bogard fær virðingu fyrir honum og vill draga sig i hlje fyrir honum og hverfa úr sögunni. Þegar herstjórnin auglýsir eftir flugmanni til að skjóta niður herskip eitt, býðst Bo- gard til þess, því að hann telur enda von til að hann komist lífs af úr þeirri för. En hinsvegar hafa þeir Ronnie og Claude komist að þeirri niðurstöðu, að framtið Diönu sje betur borgið hjá Bogard en Claude og fara þvi á tundurspilii sínum og eyða skipinu, svo að Bo- gard sleppi. En sjálfir koma þeii aldrei aftur úr þeirri för. Myndin er tekin af Metro-Goldwyn ------ NÝJABÍO ------------ „Sonnenstrahl“ (Sólargeislinn). Hrífandi kvikmynd um ást tveggja umkomuleysingja, sem bjargar þeim frá lortímingu og gefur þeim dug til að halda áfram baráttunni fyrir lífinu. Tekin af Paul Fejos. Aðalhlut- verk: ANNABELLA og GUSTAV FRÖLICH. Lærdómsrík og falleg mynd. Sýn d bráðlega. Ný bók: Vjelritunarskóli efir Elís Ó. Guðmundsson, vjelritunarkennara í Yerslunarskóla ísands. Bók þessi er fjölrituð, og eru kend í henni undirstöðuatriði vjelritunar (blindskrift) og sýnd mörg sýnishorn af frágangi brjefa o. þ. h. Nauðsynleg bók íyrir hvern þann er vill komast vel niður í vjelritun, bæði byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Send með póstkröfu hvert á land sem er. Verð kr. 4,00. Fæst hjá: Ig'HtltlEN Itríkmwsliin - Síini 2720 Mayer undir stjórn Howard Hawks og er prýðilega leikin. En stærstu hlutverkin Diönu og Rogard leika Joan Crawford og Gary Cooper og samleikur þeirra prýðilega góður. Kunningjana Ronnie og Claude leika Frank Tone og Robert Young. Mynd- in verður sýnd á Gamla Bíó á næst- unni. Fátækur pólskur húsmaður, sem átti sex börn fyrir, fann nýlega barn nýfætt, úti á víðavangi. Tók hann það heim með sjer og fanst konu hans fátt til um, að fá viðbót við barnahópinn. í festi um háls barns- ins var happdrættismiði í pólska happdrættinu — það eina sem móðir barnsins hafði átt. Hafði hún fyrirfarið sjer eftir að hún hafði borið barnið út. Seðillinn hlaut i næsta drætti 7000 króna vinning, sem bóndinn fjekk og greiddist hon- um þannig ríflegt meðlag með barn- inu. K. Bruun. Þetta nafn tryggir yður góð og ódýr gleraugu. Munið: Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.