Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Litla Maríuerlan. Saga eftir Armann Kr. Einarsson Esjan klauf öldurnar ljettiega, og livítfyssaridi boði braut fyrir stafni. Hún var að koma úr hringferð, og átti nú skamt ó- farið til Reykjavikur. Þetta var að kvöldlagi seirit í seþtember- mánuði. Það var búið að kveikja öll ljós á skipinu; og þau kösluðu daufri birtu yfir þilfarið. En i skugga út við borðstokkinn sat ung stúlka, og studdi liönd undir kinn, og borfði dreymandi augum eilt- bvað út í bláinn. í þessum svif- um kom ungur maður undan þiljum, skimaði í kring um sig á þilfarinu, og kom liarin þá auga á ungu stúlkuna, sem sal lit við borðstokkiun. Hann gekk hljóðlega til bennar, og lagði böndina á öxl bennar. Hún hafði ekki orðið lians vör, svo hún hrökk í kút. „Nei! Það ert þú Helgi! en livað þú ljest mjer bregða“, sagði unga stúlkan og brosti dauflega. Ungi maðurinn settist við Iiliðina á stúlkunni og svaraðÞ „O, þú befir ekki nema gotl af því að venjast við, áður en strákarnir i Revkjavík fara að laumast að þjer, kitla þig og jafnvel kyssa“. „Rull og vitleysa. — En ertu ekki farin að blakka til að sjá Reykjavík. Sjáðu alla ljósa- dýrðina, sem blasir við okkur. í þessu mikla ljósbafi hlýtur að vera margt fallegt og merki- legt að sjá. Jeg er viss um að það liefur ekki verið meiri birta sem ljómaði umbverfis fjárliirðana í Betlehem nóttina iielgu. En samt iief jeg beyrt margt ljótt og viðbjóðslegt úr Reykjavíkurlífinu — úr allri jjessari miklu ljósadýrð. Og þú skalt vara þig, Ilelgi, að lenda ekki í neinu misjöfnu, þegar þú ert kominn til Reykjavíkur". „Þú ert alltaf að bugsa um Jiessar hættur. En svo lnigsa jeg að jeg falli ekki frekur fyrir freistingunum en þú“, sagði ungi maðurinn og bló. ,,.Tú, það er ég nú næstum viss um, en við skulum ekkert vera að karjia um jiað. En við skulum samt alltaf gæta okkar og hafa vaðið fyrir neðan okk- ur“. „Þú ert altaf svo kvíðafull, og ert si og æ að tönglast á að við skulum gæta okkar, eins og við sjeum einliver óvita börn — ]iað er blægilegt — að minsta kosti er jeg ekkcrt barn lengur, þó þú sjert það ef til vill, en samt bugsaði jeg að þú værir orðin fullorðin stúlka — reglu- leg kona“, og ungi maðurinn smeygði bandleggnum hægt og varlega aftur fvrir bakið á urigu stúlkunni, og tók laust yfir um mitti bennar. „Hvað á þetta að þýða “ sagði liún heldur snögt, en sat þó kyr. „Jeg sá að þig vantaði stól- bak, til að geta liallað þjer aft- ur á bak“, sagði hann gietn- ingslega, og' horfði á rauðar og mjúkar varir liennar sem ofur- lítið bærðust — en liann þorði það ekki. Þessi ungi piltur og stúlka voru bæði einliversstaðar vest- án af fjörðum. Þau áttu bæði heima í sama þorpinu, og voru þessvegna gömul leiksystkin og kunningjar. Pilturinn heitir Ilelgi, og er 21. árs gamall, liár og grannur, kvikur og skjótur i hreyfingum, og ljós yfilitum. En stúlkan er einu ári yngri og lieitir Þóra. Hún er í meðal- lagi liá, og þreklega vaxin, hár- ið og augnabrýr eru dökkvar. Hún er liæg i framkomu og oftast sem alvöruþungi livíli vfir benni, en þó getur bún stundum verið kát og gaman- söm. Ilelgi ætlar að fara að læra í Revkjavík. Hann ætlar á verzlunarskólann. Faðir lians, vestur á fjörðum, er að vísu lílt efnum búinn, en bann ætlar að leggja liart á sig, og koma syni sínum í gegnum verzlunarskól- ann, vegna þess að námið er ekki langl og það getur verið allálitleg slaða að vera kaup- maður. En öðru máli er að gegna með Þóru, hún ætlar í vist til fræriku sinnar í Revkja- vik. Hún fekk snennna að reyna alvöru lífsins, því 14 ára misti bún föður sinn í sjóinn; og síðan hefir hún orðið að sjá fyrir sjer sjálf. Esjan liafði nú rent sjer að bafnarbakkanum. Landfestar voru bundiiar, og það var búið að koma landgöngubrúnum fyrir; og fólkið tók að streyma í land. Fólk bafði brúgast sam- an niður við böfn; allir voru að laka á móti ættingjum sín- um og vinum og bjóða þá vel- komna. En enginn tók á móti Helga og Þóru nje bauð þau velkomin. Þau fylgdust að í land og upp í bæinn. Eflir nokkra leit fundu þau Iiúsið, sem Þóra átti að vera. Nú fundu þau fyrst hvað þau voru eilthvað einmanaleg og ókunn- ug hjer. Þeim fanst þau vera búiri að missa all sem þeim var kærast, skyldmenni sin og kunningja og átthagana sína. Aldrei höfðu þau hugsað að það væri svona að vera þar sem maður þekkir ekkerl og engan, það var eina bótin að þau þektust. Og ósjálfrátl var eins og þau færðust nær livort öðru. Og þeim fanst hvoru um sig eins og einbver rödd livísl- aði í insla afkima sálarinnar: mitt í ókunnugleikanum þekk- ist þið; það er nóg, takið hönd- um saman alt til æliloka, þá verðið þið aldrei einstæðingar. Þau skynjuðu bæði þessa rödd sálarinnar, svo þau urðu liálf- feimin. Þau flýttu sjer að kveðjast með þjettu handtaki og með tárin i augunum. Þóra fór inn i húsið, en Helgi niður götuna, hann ætlaði nið- ur á •„Hotel Heklu“, þvi þar ætlaði hann að dvelja þangað til liann væri búirin að fá sjer leigt herbergi. Næstu dag'a voru þau Helgi og Þóra oftast saman. Þau höfðu margt að skoða i höfuðborg- inni. Og þeim fanst niikið lil um margt, sem þau sáu. Óneit- anlega var Reykjavík fallegur, já, dásamlegur staður, ekki að náttúrufegurð, heldur að feg- urð sem mannshugvit og hend- ur liafa skapað. Einu sinni stakk Helgi upp á því, að þau þyrftu endilega að lyfta sjer upp, og fara sam- an á dansskemtun bjerna i sjálfri böfuðborginni. En Þóra virtist ekkert brifin af þessari uppástungu, en gaf Helga ])ó ekkert út á það. — Næsta laugardagskvöld var dans- skemtun í „Iðnó“, og þá bauð Helgi Þóru með sjer. En hún afþakkaði boðið, og sagðist ekki eiga nógu „fín föt“ til að fara á dansleik lijer i Reykjavík. En Ilelgi sagði að hún liefði víst nógu góð föt. En Þóra sat við siiin keip og fór livergi. En IJelgi sat líka fast við sinn keip og fór einn á dansleikinn. En á dansleiknum skeði bið dásamlega; bann kvnlisl ljóm- andi skemtilegri og yndislegri stúlku. Hún hjet María. Hún var í meðallagi há og frekar grannvaxin. Hún var i rauðum, dragsíðum, ermalausum og þunnum silkikjól, sem féll vel að líkamanum. Hún var nett í andliti, hárið og augabrýr dökkvar, andlitið mjólkurhvítt og varirnar hárauðar. Og Helga fanst þetta svo ljóöiandi fall- egir og skýrir litir, að hann hafði aldrei þvilíkt áður sjeð. En þessa stundina var hann ekkert að hugsa um hvernig þessi fegurð væri fengin. Helgi dansaði við laar aðrar en Maríu, Hún dansaði líka sjerlega vel. Hún var svo undarlega liðug í öllum líkamanum, að það var eins og hún væri öll á lijörum. Ilelgi drógst ósjálf- rátl að henni. Honum leið eitl- hvað svo notalega, þegar hanri liafði hana í faðminum. Hún var svo liðug og sveigjanleg að hans hreyfing var liennar hreyfing; og bann fann svo vel líkamshila hennar i gegnúin þunt silkið. Nóttin leið fljótt í sælukendum draumi. Og þegar dansleikurinn var úli, þá fylgdi Helgi henni heim. Þau höfðu verið í fjörugum samræðum alla nóttina, og altaf var hún sí-brosandi; og Helga fanst hann ekki liefði getað þekl liana betur, þó að þau befðu alla tíð verið samaii. Hún Iiafði verið búin að segja Helga frá því bvað það væri dásam- lega skemtilegt að vera á „ho- telum“. Og þegar Helgi kvaddi hana við dyrnar beima hjá henni, þá bauð liann lienni nieð sjer á „holel“ næsla kvöld, og þáði hún það með þökkum. Þau hittust svo næsta kvöld og fóru inn á „Hotel ísland“. Þar spjölluðu þau saman í næði, og drukku vín og reyktu eígarell- ur. Reykurinn liðaðist upp i loftið í Ijósbláum rákum og blandaðist saman yfir böfðum þeirra. — Meðal annars sagði Helgi við hana: „Fyrst þú heitir María, þá vil jeg endilega kalla þig Maríerlu, því það er svo líkt nafninu þinu, aðeins ósköp lítið lengra, og svo minnir ])ú mig svo mik- ið á þennan fallega, síkvika og fjöruga fugl“. „En livað þú ert altaf skemti- legur og fyndinn, Helgi. Og ])ú skalt bara kalla mig Marí- erlu, ])að er svo fyndið“, og' bún bló framan í Helga. Seinl um kvöldið fylgdi Iiann Marí- erlunni lieim. Og við dyrnar, lieima hjá lienni; kysti liann Iiana fyrsta kossinn, — eigi að eins einn koss lieldur marga. Þau hjeldu nú áfram upptekn- um hætti og skemtu sjer saman á hverju kvöldi. Helga fanst hann hafa himin- inn böndum tekið; svo ánægð- ur var hann með litlu Marí- erluria sina, eins og liann kall- aði hana, þegar þau voru tvö ein og enginn heyrði til þeirra. Og hún hafði ekkert á móti þvi, þó hann lalaði þannig. Helgi var nú alveg viss um, svona með sjálfum sjer, — að litla Maríerlan yrði konan sín. Mvnd Þóru var næstum máð úr liuga hans. Og nú orðið forðaðist hann að hitta liana. Eri slundum skutu orð hennar upp í hug lians: „Varaðu þig IJelgi, að lenda ekki í neinu misjöfnu, þegar þú ert kominu til Reykjavík ur“. En hann vísaði öllum við- vörunar-orðum Þóru á burt úr huga sínum. Hanri hafði and- stvgð á þeim. Og nú orðið fanst lioinim Þóra vera Ijót og leið- inleg, að minsla kosti í saman- burði við litlu Maríerluna. En eitt var það sem farið var að valda Helga áhyggjum; og ])að var það að pyngja bans léttisl nokkuð ört, siðan hann kyntist litln Maríerlunni. Hann liafði haft dálitla vasapeninga, i ferðakostnað og önnur nauð- synleg útgjöld. En svo ællaði faðir hans að’ senda bonum innan skannns peningana, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.