Fálkinn - 01.09.1934, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
SJÓFERÐASÖGUR
heitir nýútkomin bók eftir Svein-
björn Egilson ritstjóra. Þeim sem
lesið hafa endurminningar Svein-
bjarnar mun leika hugur á að' ná í
Jjessa nýju bók hans sem fyrst og
munu Jieir ekki verða fyrir von
brigSum. Því aS ]jó aS frásögnin sje
meS nokkuð öðru móti á þessari
nýju bók hans en þeirri fyrri, J)á
einkennir hana þó sama glettnin,
Iipurðin i frásögn, hugkvæmnin og
eftirtektargáfan og svo fjörið og
fyndnin, sem er Sveinbirni svo sam-
gróið, að ])ar á hann l'áa eða enga
lika. Bækur Sveinbjarnar eiga ekki
ósennilega eftir að verða það síðari
tíma, sem HeljarslóSarorusta og
Þórðar saga tíeirmundarsonar tírön-
dals frænda hans hafa verið ís-
lenzkum bókavinum á þessari öld.
Væntanlega gefst tækifæri til að gefa
lesendum Fálkans við tækifæri sýn-
ishorn af þessari nýju bók Svein-
bjarnar Egilson.
Alll með islenskum skfpum1 «f»
Þvotturinn er miklu
auðveldari með Rin-
so. DustiS Rinso úl
í bala eða þvotta-
pott, bætið heitu
vatni á, hrærið i
þangað til mjúkt
löður myndast. Sið-
an er þvotturinn lát-
inn ofan i þetta
hreinsandi löður og látið liggja í bleyti i
nokkra tima — eða yfir nóttina ef til vill.
Itinso þvælir burt óhreinindin og blettina, svo
að eigi þarf annað en skola þvottinn og
þurka hann á eftir.
Hvitt tau verður hvílara, þvottheldir litir
bjartari — með Rinso. Og það sparar líka
fötin yðar, vegna þess að þegar Rinso er
notað þá er óþarfi að nudda þvottinn fast tii
]>ess að ná föstum óhreinindum.
Rinso
. - o «19-161 a
Q.S.HUDSON LIMITED. LIVERPOOL. ENGLAND.
SÖNKLEIKHÚSIÐ í BAYREUTH.
Tónskáldið Richard Wagner var
eigi aðeins einn mesti músiksniil-
ingur sem lifað hefir, heldur var
hann einnig með framsýnustu mönn
um hvað snertir útbúnað leikhúsa
og er leikhús íians í Bayeruth sönn-
un þessa. Er það gert af svo mikilii
framsýni og þekkingu, að þó ]>að
sje nii orðið (52 ára gamalt er ]>að
enn talið með fullkoniitustu söng-
leikhúsum heimsins.
Sjálft leiksviðið er afarstórt, svo
að vagnarnir sem ieiktjöldunum er
ekið á fram á sinn stað, virðast
smákrili þó þeir sjeu býsna stórir.
Það virðist jafnvel fara lilið fyrir
klettinum fræga, sem notaður er i
einni sýningu „Rínargullsins“ og þó
er hann eitl hið mesta ferlíki, sem
notað er á Ieiksviði. ÞaS var Wag-
ner sjálfur, sem gerði frumteikning-
una að ]>essu leiksviði. Og bak við
l>að er stórt útsköt handa söng-
flokkunum, sem rúmar m. a. hið
risavaxna kór, sem notað er í
„Meistarasöngvunum“. Valkyrjuklett-
arnir, sem notaðir eru í eina sýn-
inguna úr söngleikjum Wagners,
eru tiu metra háir og tuttugu metr
ar á breidd.
Þegar komið er 55 ]>rep niður
undir gólfflöt hússins kenmr máður
niður í kjallara, með heilli flækju
af ljósleiðslum, símum og köSlum
og skógi af staurum og stokkum.
Þarna sjást og undirstöður hússins,
sem grafnar eru langt í jörð niður
og „brunnur Wagners“. Það liggja
dælislöngur um alt húsið og er
vatnsveitan um það svo fullkomin,
að fullyrt er að húsið geti ekki
brunnið. Ef hitinn kemst einhvers-
staðar í húsinu upp í 45 stig þá
taka dælurnar sjálfkrafa til starfa
og veita vatni um alt húsið. Til
frekari öryggis eru útgöngudyr við
fimtu hverja stólröð í áhorfenda-
salnum.
Bak við leiksviðið er sjerstök út-
bygging; þar eru trjesmíðastofur og
málarastofur leikhússins, og þar er
járnsmiðja. Öll gögn til leikjanna,
þar á meðal vopnin, sem mikið er
notað af í Wagnersleikjum, eru
smíðuð þarna. Leikhúsið hefir sjer-
staka rafstöð, sem jafnan er til taks,
ef rafveita bæjarins skyldi bila.
Rafljósaleiðslum leiklnissins er kom
ið fyrir með einstakri hugkvæmni
Ef á liggur getur einn maður ann-
ast um þær allar og kveikt og slökt
á þeim 8000 ljósum, sem eru í hús-
inu, en slökkvararnir eru 144 alls.
Þarna er hjá Ijósameistaranum ein-
kennilegt áhald til þess að framleiða
þokumyndir á sviðinu og ótal mörg
önnur áhöld, sem vinna hin ótrú-
legustu verk til þess að gera leik-
sýningarnar sem eðlilegastar.
Síðustu hátíðaleikirnir fóru fram
i Bayruth dagana 5.—7. og 9. ágúst.
Eru jafnan fengnir hinir ágætustu
söngvarar til þess að syngja aðal-
hlutverkin og þykir það mikill heið-
ur að vera kvaddur til að syngja í
i Bayeruth. Hjer á myndinni sjest
söngleikhúsið.
O"Hir O •'llwO-'Uir• •■'nir O• —hi» O■•'Uir O'‘'Uk- Oo■'Oh-Oo■‘'Of OoO•'’*► O•■•••• 0**%r0•-•••* 0»,OrO‘^fc 0-%»0<0»'0-|llB"0‘wÍM'0-*%^
•----- DREKKIÐ EBILS-ÚL &==?-’ |
*
O "tln'o O •'iliw O "U.- O •Mli.- O ■■•*,.• O "II..• O I
o *** o •*%.• o-'nu.- o •oo'O
■BQBI
n
B
n
Til
Akureyrar og víðar.
■
■
a
■
■
n
H
■
B
B
A11 a mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga og
laugardaga kl. 8 f. h. — Rúmbestu og traust-
ustu langferðabifreiðar lándsins, stjórnað af
landsfrægum bifreiðastjórum.
Afgreiðsluna i Reykjavík annast Bifreiðastöð
íslands, sími 1540.
Bifreiðastoð Aknrepar. simi 9.
Ath. Áframlialdandi fastar ferðir frá Akureyri
um Yaglaskóg, Goðafoss til Mývatns-
B sveitar. Húsavíkur oe Kónaskers.
FRÚ CURIE LÁTIN.
Eðlisfræðingurinn frú Marie Curie.
sem ásamt manni sínum, próf.
Pierre Curie varð fyrst lil að fram-
leiða radium, dó fyrir nokkru á
sj'úkrahúsinu Sancellemoz í Haut-
Savoy, 67 ára gömul. Frú Curie
hefir lengi verið talin frægasta vis-
indakona heimsins. Eftir að mað-
ur hennar dó fyrir mörgum árum,
hjelt hún áfram störfum hans og
gerði margar nýjar uppgötvanir í
efnafræði og eðlisfræði. Hjer á
myndinni sjest frú Curie í rann-
sóknarstofu sinni.