Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1935, Side 10

Fálkinn - 09.02.1935, Side 10
10 F Á L K I N N S k r í t I u r. — Þetta er ekki útvarpsskírteini, heldur skírteini um að mega hafa hund. —- Já, en við höfðum skifti á hundinum olckar og útvarpstœkinu. Þegar maður vill sjá hvernig nýju fötin fara, og hefir ekki nema lit- inn spegil til að skoða sig í. — Þegar miðstöðin er ekki í lagi. — Nei, líttu á þessa þarna -- svona er hún eftir svelti-megrun- inal — Þú hefir ekki aðeins marið hjarta mitt og gereyðilagt líf mitt — heldur hefir þú líka gert kvöldið ónýtt fyrir mjer. — Er þjer alvara að ætla að kaupa skíði. Það finst mjer óþarfi, annað eins og þú átt af skóm. — Hvað vantar þig eiginlega? Viltu fá heilan skóg? Nr. 318. Adamson hefir lesið um uítisujelar. Óli háseti hefir siglt til Jaffa og bregður sjer til Jerúsalem og seg- ist endilega þurfa að skoða þá frægu borg. Þegar hann keinur þangaS fær hann sjer leiSsögu- mann og segir: — Nú verðurSu að sýna mjer hvar hann Davíð keypti ölið. Einu sinni var prestur, sem þótti skrambi gott i staupinu. En honuni fanst ekki viðeigandi að láta það vitnast, að hann tæki sjer neðan i þvi. Og einu sinni kom gamalkunn- ingi hans til hans og gaf honunt það ráð að hafa flöskuna undir koddanum og biðja bústýruna um rakvatn þegar hann langaði til að fá sjer toddy. Presturinn varð feginn og þakk- aði kunningjanum fyrir gott ráð. Skömmu siðar kemur kunninginn aftur og spyr ráðskonuna hvernig presti líði: „Jeg veit ekki“, segir ráðskonan. „Hann rakar sig frá morgni tii kvölds“. Persneskt máltæki segir svo: Þeg- ar þú ferð í strið þá lestu bæn. Þegar þú ferð til sjós þá lestu tvær hænir. Þegar þú giftir þig þá lestu þrjár. Bóndinn: — Þessi hitamælir er óbrúklegur, jeg verð að fá honum skift. Kaupmaðurinn: — Hvað er að honum? Bóndinn: — í dag sýnir hann þetta og á morgun hitt; maður get- ur ekki treyst honum frá degi ti! dags. * í bæ einum höfðu þrír Gyðinga- kaupmenn verslanir sínar hlið við hlið í sama húsinu og versluðu allii með karlmannafatnað. Einn daginn setur kaupmaðurinn í efstu búðinni auglýsingu í gluggann sinn: „25% afsláttur i dag!“ Kaupmaðurinn í neðstu búðinni sjer þetta og er ekki seinn til að setja auglýsingu í sinn glugga: „50% afsláttur i dag“. Loks uppgötvar kaupmaður- inn sem á milli þeirra var, aug- lýsingarnar hjá nágranna sínum og iíst ekki á blikuna. Þá dettur lionum snjallræði i hug. Hann set- ur upp stóra auglýsingu hjá sjer: „Gengið inn um miðdyrnar“. Frú Olsen kemur másandi og blásandi inn i ávaxtaverslunina og segir: — Drengurinn minn var hjerna inni áðan og keypti 2 lcíló af eplum, en þegar jeg viktaði þau þegar hann kom með þau voru það ekki nema 1% kíló. — Viktið þjer strákinn, svaraði kaupmaðurinn. Kennari einn er að segja börnun- um frá guði í trúarbragðakenslu- stund — segir að hann sje alstað- ar — á himni og á jörðu — í stuttu máli alstaðar. Lítill strákur stendur upp og spyr: — Er hann þá líka í hænsna- húsinu okkar? — Já, svarar kennarinn. — Mikið lýgurðu, segir strákur. — Við eigum ekkert hænsnahús. Hreppstjórinn: — Er hann pabbi þinn heima, Pjetur lilli? Pjelur (5 ára): —Iíva heiturðu? Hreppstjórinn: -— Þjer má vera sama um það. Pjetur: — Nei, mjer er ekki sama um það, því að ef þú ert hrepp- stjórinn þá átti jeg að segja, að hann pabbi væri i kaupstaðum, en ef þú ert neðan úr dal þá átti jeg að segja, að hann hefði farið upp í heiði til að flá hreindýrið, sem hann skaut i gærkvöldi. — Kennari! sagði Hans litli, — hún systir mín hefir fengið skarlats- sótt. — Taktu undir eins satnan dótið þitt og farðu heim, drengur, sagði kennarinn. — Og komdu ekki aftur fyr en hún er orðin frísk og húið er að sótthreinsa hjá þjer. Þegar Hans var farinn sagði Matli litli: — Kennari! Hún systir hans Hans er í Ameríku. Óli kemur í skólann grútskítugur um hendurnar og kenslukonan lyft- ir upp hægri hendinni á honum og segir: — Skammastu þín ekki að koma svona skítugur í skólann. Nú verð jeg að setja þig i skammar- krókinn. — Æ, nei, gerðu það ekki. — Jeg skal lofa þjer að sleppa, ef þú getur sýut mjer nokkra hönd i belcknum, sem er eins skítug og þessi. Óli rjetti frain vinstri hendina. — Hjer er hún, sagði hann. Og hann slapp.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.