Fálkinn - 09.02.1935, Side 12
12
F Á L K I N N
Njósnarar
Skáldsaga
eftir
William le Queux.
Villiers liefir pressað þá betur en jeg hjelt
hann gæti. Jæja, þegar þessi mánuður er
liðinn, skuluð þjer vera tilbúnar til að fara
til Róm.
Claudia glenti upp augun, forviða. — Til
Róm!? át hún eftir. Salmon hinn slungni,
þagði nokkrar sekúndur áður en hann
sagði nokkuð. Nú ætlaði hann að spila út
trompinu.
— Já, þjer verðið þar í nokkrar vikur, og
þaðan ætla jeg að senda yður lil París. Svo
komið þjer hingað aflur með erlenda
frægð, og komist að stóru leikhúsunum
hjerna. Hvernig finst yður þetta? Er það
ekki gott?
En stúlkan gat ekkert sagt — hún sat að
eins með spentar greipar, og vissi ekki, hvað
hún átti að segja.
Salmon var hreykinn yfir þessum álirif-
um, sem orð hans höfðu liaft á hina tilfinn-
inganæmu Suðurlandastúlku. Hann liló vin-
gjarnlega.
— Þjer sjáið, að við, sem eigum í því
stærra, getum gert eitthvað, þegar við för-
um af stað. Komið þjer liingað á morgun
um sama leyti og þá skal jeg gefa yður
samning við Salone Margherita með fjór-
um sinnum þvi kaupi sem þjer hafið nú.
Hann hafði slegið tromijinu á borðið og
Claudia fjekk svima við þessar frjettir. Sa-
lone Margherita var aðal-söngleikahúsið í
Róm. Og ferfaldað kaup!
Hvað ætli þau myndu nú segja Maudie,
Beppo gamli Og gamli Ferrari, sem hafði
sagt henni, að hún kæmist aldrei upp úr
meðallagi!
Hún stóð upp og rjetti fram höndina,
með augun full af tárum. — Jeg get ekki
þakkað yður eins og vert væri núna, sagði
hún, skjálfandi rödd. — Það er eins og alt
hringsnúist í liöfðinu á mjer — jeg get ekki
komið orðum að neinu.
Á morgun ætla jeg að segja yður hversu
þakklát jeg er, og jeg skal vera dugleg, til
að bregðast ekki þvi trausti, sem þjer hafið
á mjer.
Salmon klappaði vingjarnlega liönd henn-
ar. — Jeg er viss um, að þjer verðið góð
stúlka, og gerið mjer sóma. Verið þjer sæl-
ar á meðan.
Stúlkan fór í hálfgerðri leiðslu út um hlið-
ardyr og komst út á götuna. Hún gat enn
ekki skilið, að þetta væri satt. Salone Marg-
herita og ferfalt kaup! Hún hefði með á-
nægju sungið þar fyrir ekkert annað en
heiðurinn!
Hún náði í síma og liringdi til vinkonu
sinnar ungfrú Farrel, sem hjó með annari
leikhússtúlku í Camden Town.
— Jeg hef svo dásamlegar frjettir að
segja þjer, sagði liún. — Hittu mig hjá Lu-
igi eftir klukkutíma og borðaðu með mjer
hádegisverð. Jeg er svo spent, að jeg veit,
að jeg verð frá mjer ef jeg næ ekki í ein-
hvern til að segja frá því.
Maudie lofaði að koma. Hún komst líka
í spenningu við þessar fáorðu fréttir.
Claudia var komin í matsöluliúsið rúmum
hálftima á undan stallsystur sinni. Hún
fjekk hlek og penna hjá þjóninum og skrif-
aði hrjef, og setti það i póst. Það var til hr.
Cliarles Laidlaw, Eaton Place. Það var stutt-
orð frásögn af því, sem skeð liafði um morg-
uninn.
Það var rjett komið að hádegisverðar-
tíma þegar Levi lcom í skrifstofuna í Green
Street.
— Er húshóndinn við? spurði hann unga
manninn í fremri skrifstofunni.
— Já, og einn síns liðs, lir. Levi. Gerið
þjer svo vel að ganga inn.
Levi opnaði dyrnar og kinkaði kolli til
vinar síns .
— Þú hefir talað við rauðu stúlkuna, sem
svo er kölluð?
— Já, liún kom snemma. Jeg er búinn
að semja við liana. Hún er í sjöunda himni,
og veit í augnablikinu ekki hvort hún á að
ganga á höfði eða fótum. Og alveg að
springa af þakklátssemi.
— Það er óvenjulega falleg stúlka, finst
þjer ekki? spurði Levi.
— Jú, þar er jeg á sama máli. Mjer liefði
þótt gaman að gefa henni dálitið undir
fótinn, en hún virðist alls ekki vera neitt
fyrir það.
— Nei, eftir því, sem jeg hefi heyrt, er
hún dálítið hausstygg. Til skamms tíma
hefir hún aldrei sjest nema með kvenfólki.
— Þegar hún kemst i gott skap, er hún
fjandans lagleg, sagði Salmon hugsandi.
Og jeg er ekki viss um, frá fagmannsins
sjónarmiði, að hún verði svo slæm. Þegar
hún kemst í almennilega stöðu, ætti hún
að geta gengið í augun á fólki. Vel á minst,
hefirðu nokkuð heyrt hvernig gengur með
Laidlaw?
— Það er í fullum gangi. Hann fer með
hana á matsöluhús, sýknt og heilagt. Fer
mjög varlega með hana, fylgir henni altaf
heim á kvöldin og afhendir hana föður
hennar.
— Það má búast við, að hann giftist
henni, þegar hann er húinn að hugsa sig
nægilega um, sagði Salmon.
— Það virðist alment álitið, að það sje
tilgangur hans. Hann er alls ekki líkur
venjulegum nautnasegg. Hann er göfug-
lyndur, listhneigður og hangir litið i siðun-
um. Afi lians giftist líka leikhússtjörnu.
Salmon brosti. — Leikliúsin eru dálítið
annað en sönghallirnar, er það ekki?
Nú, en ástin getur farið langt með suma.
Hann stóð upp og seildist eftir hattinum
sínum. — Við skulum fara niður í klúhb-
inn og fá okkur hressingu. Þau geta kyst
hvort annað i næði þegar þau koma í „Borg-
ina eilífu“. Annars held jeg, að jeg hafi lok-
ið góðu dagsverki í dag.
IV. KAPÍTULI.
— Þjer eruð óvanalega snemma á fótum,
hr. Charles. Sir Francis er farinn fyrir hálf-
tíma. Jeg átti að segja yður, að hann borði
ekki heima i kvöld.
— Þakka yður fyrir, Pritchard. Jeg verð
heldur ekki heima.
Sá, sem talaði var Charles Laidlaw, lag-
legur og fyrirmannlegur maður, tuttugu og
sjö ára gamall. Pritchard, sem var gamall
maður með mikið úlfgrátt hár var hryti hjá
Sir Francis Laidlaw. Ilann liafði komið í
þjónustu húsbónda síns, er hann reisti hú
fyrir þrjátíu árum, og var í miklu afhaldi
hjá hinni fámennnu íjölskyldu.
Sir Francis Laidlaw hafði verið ekkju-
maður meir en tuttugu ár. Hann átti tvær
dætur, Emilíu og Evu, sem háðar voru ó-
giftar, og einn son. Hann var háttsettur
emhættismaður í Utanrikisráðuneytinu
Charles var ritari í sendisveitinni í Róm og
var nú heima i leyfi sínu.
Laidlaw-ættin var gömul, því hróðir Sir
Francis, greifinn af Densleigh, var sjöundi
greifinn. Þeir frændur höfðu annars ekkert
skarað sjerstaklega fram úr, heldur voru
rjett meðalmenn, sem stóðu sómasamlega
í stöðu sinni, án þess að nokkuð sjerlega
hæri á þeim. Enginn þeirra hafði verið
framúrskarandi stjórnmálamaður eða hers-
höfðingi. En framúrskarandi virðingar-
verðir menn, engu að síður.
Einu sinni liafði þó komið babb í bátinn,
og var það sjötti greifinn, afi Cliarles, sem
varð þess valdandi. Þessi maður, sem fjekk
titilinn áður en hann varð myndugur, sýndi
óvenjulegar tilhneigingar til að verða full-
orðinn. Hann afhenti eigurnar umhoðs-
mönnum og lögfræðingum til umráða, og
kom sjaldan i lávarðadeildina, heldur spil-
aði hann fjárhættuspil og veðjaði á hesta,
þannig, að öllum ofbauð. Virðingarverðu
skyldmennin lians hristu höfuð sín yfir
honum, og liörmuðu það, að titillinn skyldi
ekki lieldur hafa gengið til næstelsta hróð-
urins, sem hafði á sjer öll liin virðingar-
verðu æltareinkenni og var sannur Laid-
law, en ráðsvinnur og varkár í öllu fram-
ferði sinu.
Þessi sjervitri aðalsmaður setti kórónuna
á verkið með því að velja sjer konuefni úr
leikhúsaheiminum, enda þótt hann hefði
getað fengið dætur helstu lávarða landsins.
Vinir hans fórnuðu upp höndum í skelf-
ingu, og fóru að hugsa um, hvaðan hann
eiginlega hefði þessa eiginleika sína. Á
þessum tíma voru aðalsmenn enn ekki
farnir að giftast leikkonum, svo teljandi
væri.
Unga greifafrúin var ekki einasta dygðug
kona, lieldur líka mjög töfrandi.
Og sá tími kom, að hún sigraði fordóma
ættingjanna og komst í uppáhald lijá þeim
sem áður höfðu amast við henni. Hún eign-
aðist fjögur börn með manni sínum, sem
öll líktust hinum virðingarverðu forfeðrum
sínum en alls ekki dutlungafulla föðurnum
nje móðurinni frá leikliúsinu.
Sir Francis, yngsti sonurinn, var ekta
Laidlaw, skemtilegur og góður í sjer, en
varkár og nákvæmur og hafði ekki í sjer
eina einustu upprunalega hugmynd, sem
kæmi í bága við almennar siðareglur. Hann
var eins og sniðinn eftir ættarfyrirmynd-
inni, vandvirkur og eins og fólk flest. Hann
kvæntist konu, sem var honum samboðin
að öllu leyti, og naut heimilisfriðar og á-
nægju til dauðadags. Stúlkurnar tvær,
Emilía og Eva voru laglegar, hlátt áfram og
heiðarlegar ungar stúlkur, vel birgar af al-
mennri greind en vantaði alveg að vera
fjörugar eða skemtilegar.
Charles líktist eigi all-lítið sjötta greifan-