Fálkinn - 09.02.1935, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
Sunnudags hugleiðing.
Eftir Pjetur Sigurðsson.
Vinaval. 2.
„Til er ástvinur, sem er
tryggari en bróSir".
Árið 1905 ávarpaði keisari
Japans skólapilta á þessa leið:
„Sé vatni lielt í bikar, bolla,
skál, það breytir lögun i . ir
kringumstæðnm; á vinaten.gd
vjer töpum eða græðnm, því
til bins verra og betra — eftir
gæðum — af þeirra vali mótast
mannleg sál“.
„Þjer ungu vinir, vonir þessa
lands, í vinakjöri takið skyn tit
ráða, en forðist svipi, stormi’
og straumi háða, en stórum sál-
um tengist fast — til dáða þær
knýja fram með svipu sann-
leikans“. — Kvistir, bls. 45.
Æskan er framtíðarvon allra
þjóða, en á þvi v'eltur mikið,
að æskan „taki skyn til ráða“
í vinavali sínu, því eins og vatn-
ið fær lögun eftir ílátinu, sem
því er helt í, eins mótast skap
gerð æskumanns inikið eftir því
umhverfi, scm liann velur sjer,
ýmist til „liins verra og betra“.
Á því tapa menn eða græða.
Keisari Japans hvetur ungu
mennina til að forðast „svipi,
stormi’ og straumi liáða“ —
forðist þessar reikulu stefnu-
lausu sálir, sem eru eins og
gufan eða þokuský, er hrekst
fyrir livaða vindblæ sem er;
að forðast þá menn, sem eru
eins og svipir, sem eiga enga
festu, enga skýra mynd, ekkert
haldgott, sem hægt er að styðja
sig við, — en í stað þess eiga
ungu mennirnir, að „tengjast
stórum sáilum fast“, því þær
„knýja fram til dáða með svipu
sannleikans“.
Æskulýðurinn getur tengst
þessum „stóru sálum“ í „sam-
fjelagi“ við þá lifandi og dána,
í fjelagslífi, í bókmentum, í
æfisögum þeirra, í listaverkum
þeirra og afreksverkum. Marg-
ar stórar sálir hafa verið og
eru jafnan á vegum manna, en
einn er þó allra stærstur þar
— Kristur. Aldrei getur ungur
maður tengst hans göfugu og
„stóru sál“ of fast. Þeir sem
næst honum hafa komist, hafa
allir orðið dáðrikir menn. Hann
lyftir vinum sínum upp í reg-
inliæð andlegs víðsýnis, mann-
dóms og mikilleiks. Sá sem er í
för með Kristi, veit livert liann
stefnir. Takmarkið er fullkomn
un. „Verið fullkomnir, eins og
faðir yðar á himnum er full-
kominn". Það er nautn lians að
gera Guðs vilja, starfið er þjón-
usta, liugsunin fórnfýsi, liásæt-
ið krossinn, veldissproti hans
er hin „ægilega“ auðmýkt.
Hann er elskulega mannlegur
og guðdómlegur. Hann er sá
„ástvinur, sem er tryggari en
bróðir“. Hann umvefur vini
sina áslríki, umburðarlyndi og
Lif og heilsa. I.
Mjólk.
Eftir Dr. G. CLAESSEN.
Nú tala höfuðstaðarbúar ekki
um annað meir en mjólk. All-
ir blaðadálkar eru fullir af
mjólkurgreinum. Frá útvarp-
inu er þrumað úl til allra lilust-
enda um mjólk. Sveitafólkið,
sem framleiðir mjólkina lianda
okkur hjer á mölinni, stend-
ur víst líka á öndinni. Það
er margt orðið oftalað, og mis-
jafnlega hugsað, í þessu mjólk-
urstríði, þótt allir partar sjeu
vitanlega barðánægðir með sinn
málstað.
Eitt er raunalegt — sem sje
að blessaðar kýrnar vita ekki
að þær, og mjólkurdropinn úr
þeim, æsir svona lýð landsins.
Ef svo væri, mundi mikið baul-
að á básunum!
Mjer befir oftar en einu sinni,
þessa dagana, komið í bug ein
spurning, með sjálfum mjer:
Mundi ekki ýmsum af þeim,
sem hæst tala og mest skrifa
verða svarafátt, ef þessari mein-
leysislegu spurningu væri varp-
að fram fyrir þá: Hvað er
mjólk? Það gæti verið gaman
að rifja upp livað mjólkin
geymir í sjer, og hversvegna
er sóttst eftir henni til mann-
eldis.
Enginn eðlismunur er á
mjólk ýmsra spendýra. Brjóst-
ið og júgrið hefir hvorttveggja
í sjer kirtla. Þeir gefa frá sjer
mjólkina, sem kemur úr geir-
vörtunni eða spenanum.
Brjóstamjólkin og kúamjólkin
er mest notuð til manneldis,
en reyndar segja vísindamenn-
irnir, að ösnumjólk sje líkust
konumjólkinni. En það hefir
ekki praktiska þýðingu, því
asnar í þeim skilningi eru ekki
á hverju strái!
Náttúran er ekki sein á sjer
að koma mjólk í brjóstin. Það
er algengt, að mjólk komi í
brjóst lijá nýfæddum börnum,
jafnt piltum sem stúlkum. Sú
mjólk er kölluð „gjörningur”,
og hverfur eftir nokkra daga.
En þegar konan verður ófrísk
þrútna brjóstin, og allt er búið
undir að hún geti lagt barnið
sitt á brjóst, þegar þar að
samúð, hann skilur þá auð-
veldlega og í návist háns og
undir tilsögn hans „brenna
hjörtu“ allra þeirra, er tengj-
ast honum, af heilögum vona-
eldi. Iiann opnar skilning þeirra
á lífinu, hjörtu þeirra fyrir
Guði og breytir nótt vonleysis-
ins í bjartan dag trúar og vona.
Æskulýður íslands! í Kristi
sjálfum eigið þjer yðar sann-
asta og hollasta vin. „Tengist“
honum „fast“, en forðist „svipi,
stormi’ og straumi háða“.
kemur. Það er margsannað, að
brjóstamjólkin er nngbörnum
lang-hollust, þótt vitanlega geti
pelabörnum reitt vel af, ef þau
fá óskemda og rjett meðfarna
kúámjólk. En það er miklu
vandameira mál, að fóstra upp
barn á pela, heldur en að bafa
það á brjósti.
Hvað er nú það sem gerir
mjólkina svo ómissandi handa
hvítvoðungunum? Því er fljót-
svarað: Mjólkin geymir í sjer
öll þau efni, sem ungbarnið
þarf til þess að dafna, og liefir
að því leyti yfirburði yfir all-
an annan mat eða drykk.
Þá er að atlniga liver þessi
efni eru. Það þykir kannske
sumum kynlegt, að það efni
sem mest er af í mjólkinni er
vatn. í einum lítra (1 þúsund
grönnn) af mjólk eru nálægt
því 900 grömm valn. Það er
nauðsynlegt fyrir kroppinn
að fá í sig nóg af því, vegna
þess að um % af líkamanum
er ekki annað en vatn. En það
er þó vitanlega vegna föstu
efnanna í mjólkinni, sem sóst
er eftir lienni til manneldis, og
þá er að segja frá þeim.
Það vita allir livernig mjólk
er á litinn. Hún er þó ekki
livít vegna þess að hún liafi í
sjer neitt litarefni, heldur af
]>ví að í mjólkinni sveimar ó-
tölulegur grúi af ofursmáum
fitukornum, sem gerir hana
ógagnsæja og hvíta. Það er að
sínu leyti eins og þegar vatn
er látið buna í glas og loftból-
urnar gera vatnið livítt. Gæði
mjólkurinnar eru venjulega
miðuð við fituna, enda eru
settar reglur um live sölumjólk
skuli vera fiturik.
Áður fyr var notað einfalt
ráð til að skilja fituna (rjóm-
ann) frá undanrennunni. Ný-
mjólkin var látin standa i
trogum. Fituagnirnar leita þá
upp, vegna þess hve þær eru
ljettar í sjer, og svo má fleyta
rjómann frá. Nú eru notaðar
skilvindur í þessu skyni.
1 nýmjólk er líka ostefni eða
eggjahvítuefni, sem hægt er að
ná úr mjólkinni með hleypi.
Þessi breyting verður lika í
maganum. Ungar mæður eru
slundum áhyggjufullar út af
því, að ystingur komi upp, ef
eitthvað af mjólk spýtist upp
úr maga ungbarnsins. En þetta
er óþörf áhyggja. Það er eðli-
legt, að mjólkin hlaupi í drafla
þegar liún kemur ofan í mag-
ann. Það er ostefnið sem
hleypur saman. Hitt er annað
mál, að draflinn úr brjósta-
mjólkinni er miklu fíngerðari,
og þvi auðmeltari í ungbarn-
maganum, lieldur en þegar
barnið fær pela. Þetta er eitt
af því, sem gerir brjóstamjólk-
ina hollari og auðmeltari en
kúamjólkina.
Ostefnið i mjólkinni kemur
lílca fram við annað tækifæri
— þegar mjólkin er flóuð. Þá
sest skán eða börkur ofan á.
Fyrst eftir burð eru ostefn-
in mikil og annars eðlis, en
þegar líður frá burði. Það sjest
m. a. á því, að broddurinn frá
nýbærunni hleypur í kökk,
þegar liann er soðinn; það eru
ábrislir, sem mörgum þykir
herramannsmatur. Það sem
gerist þegar broddurinn er
soðinn, er hliðstætt því sem á
sjer stað, þegar egg er soðið.
Þá storknar eggjahvítan, mis-
jafnlega mikið eftir því hvort
eggið er harð- eða linsoðið. En
mjög fljótt eflir burð breytist
]>etta, og mjólkin hleypur þá
ekki saman, þó hún sje flóuð,
nema að lítilsháttar skán sest
ofan á liana. — I osti er bæði
eggjabvítuefni og fita.
Mjólkin hefir í sjer sykur-
efni, sem nefnist mjólkursykur,
en auk þess steinefni eða sölt.
Hið merkasta þeirra er kalk-
salt, og kemur það sjer vel
fyrir ungbarnið, þar sem svo
mikið brjósk í líkama þess
þarf að beingerast. Fnllorðnir
þurfa lika kalk, bæði í beinin
og blóðið.
Enn eru ótalin fjörefnin eða
vitamínin. Brjóstamjólkin lief-
ir i sjer öll fjörefni, sem ung-
barnið þarf til þess að dafna.
En fjörefnin fara forgörðum
þegar mjólkin er soðin. Það
hefir stundum komið fyrir, að
ungbörn hafa fengið skyrbjúg
vegna þess að mæðurnar hafa
þrautsoðið pelamjólkina, af
ótta við sóttkveykjur. Við
pastörs-hitun spillast fjörefnin,
en liún á að vera trygging gegn
sóttnæmi. Því er lialdið fram,
að „stassanisering“ spilli síður
fjörefnunum. Æskilegt væri, að
fjörefnai)rófun yrði gerð á sölu-
mjólk lijer á landi. Vafalaust
er hollust lireinlega meðfarin
mjólk úr heilbriðgum kúm, í
góðu fjósi, án þess að „kúnstir“
sjeu gerðar við hana.
Mjólk vill súrna, vegna þess
að gerlar úr loftinu komast í
liana. Þá breytist mjólkursyk-
urinn í mjólkursýru. Mjólk er
yfirleitt erfilt að geyma ó-
skemda. Hún tekur auðveld-
lega í sig sóttkveykjur, sem
dafna vel í henni. Hættan staf-
ar frekar frá fólkinu, sem með
liana fer, heldur en frá skepn-
unum. A. m. k. er það svo
hjer á landi. Þrifnaður og aftur
])rifnaður, er það sem þarf við
mjólkurílátin, mjaltirnar og
geymslu mjólkurinnar. Mjólk-
ina þarf að geyma á svölum
stað. Mjólkurvinsla og mjólk-
urmeðferð byggist á vísinda-
legri þekking. Stjórnmála-
mennirnir, úr hvaða flokki sem
er, mega ekki halda að þeir
geti ráðið viðunandi fram úr
mjóllcurmálinu, án þess að hafa
sjer við lilið lækna með vís-
indalegri sjerþekkingu á þessu
sviði lieilsufræðinnar, og svo
góð ráð dýralæknanna.
Mjólk er noluð með mjög