Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1935, Síða 15

Fálkinn - 09.02.1935, Síða 15
F Á L K I N N 15 GuIIbrúðkaup áttu 7. þ. m. hjónin Hjörtur Jónsson og Margrjet Sveinsdóttir á Reynimel. Skjaidarglíma Ármanns. Keppendiirnir talið frá vinstri sitjandi: Gunnar Salómonsson, Leó Sveinsson, Ágúst Kristjánsson, Georg Þorsteinsson, Karl Gíslason. Standandi: Stefán Bjarnason, Sigurður Norðdahl, Ingibjartur Bjarna- son, Gústaf A. Guðjónsson. margvíslegum hætti við matar- gerð. En það þykir kanske fróðlegt, að læknar hafa fund- ið upp á þvi að koma mjólk- inni inn í líkamann öðruvisi lieldur en sem mat eða drykk. Það eru nokkur ár síðan lækn- um hugkvæmdist að dæla mjólk eða mjólkurefnum undir hörundið, i lækningaskyni við ýmsa sjúkdóma. Hvað skeðui þá? Setjum svo, að jeg flói svo sem eina fingurhjörg af ný- mjólk og sprauli henni undir skinnið. Sjúklingurinn fær þá um 40 stiga liita og ýmislega vanlíðan, sem reyndar liður frá eftir 1 eða 2 sólarhringa. Það er einkennilegt, að svo holt og meinlaust efni sem mjólkin, skuli vera svona meinleg þeg- ar hún er sett inn i líkamann, aðra leið en um munninn. Þessi merkilegu áhrif stafa frá eggjahvítuefnum mjólkurinnar. En það væri of langt mál að fara nánara út í þessa sálma. Sveitafólk, sem hefir atvinnu af að framleiða mjólk, og selja hana burt af heimilinu, verður að gæta vel að sjer. Annað- livort er rjóminn fluttur burt, eða bændur farga sem mest þeir geta af nýmjólkinni. Hættan er augljós — að of lítið verði eftir af nýmjólk lianda heimilisfólkinu. Sveitasælan fer að fara út um þúfur, þegar fólkið drekkur undanrennu og notar smjörlíki sem viðbit. Það er betra að drekka kostgóða nýmjólk á mölinni en undan- renning i sveit. 4. febr. ’35. Baráttan við kvefið. Þegar bilakongurinn Henry Royce, sá sem hinir frægu Rolls-Royce biiar eru kendir við, dó i fyrra, fjellu 125.000 sterlingspund af eign- um háns í sjóð, sem varið skyldi til bess að berjast gegn sjúkdóm- um , en i arfleiðsluskránni hafði gamli maðurinn ekki tiltekið nán- ar hvaða sjúkdómar það væri, sern fjeð skyldi notað gegn. Nú hafa skiftaráðendurnir i búinu ákveðið, að af þessu fje skuli gerðir tveir sjóðir til þess að kosta kennara- embætti við háskólana i London og Manchester og skuli þessir tvei: kennarar starfa að rannsóknum á því, hvernig best verði barist gegn lcvefi og inflúensu, og halda fræð- andi fyrirlestra um það. Það þykir efalaust, að þessi ráð- stöfun sje fullkomlega í anda sir Henry Royce. Hann taldi ofkæling- arkvillana mannkynsplágu og sagði margsinnis að kvefsjúkdómarnir kostuðu heiminn miljónir í töpuð- um vinnudögum og að engir sjúk- dómar væru jafn hvimleiðir og kvefið og „dálitill höfuðverkur og hóstakjöltur“. Ofkælingin dregur máttinn úr jafnvel duglegustu verk- mönnum og gerir þá hættulega fyr- ir þá, sem með þeim starfa. Þessi enski miljónasjóður er ekki fyrsta vopnið, sem gefið liefir ver- ið til baráttunnar gegn kvefinu. Á síðasta mannsaldri liafa læknar, sjúkrahús og vísindastofnanir um allan heim vigbúist gegn kvefinu, en árangurinn hefir orðið litill. Allir vita að kvef og inflúensa eru Skjaldarglíma Ármanns, hin 23 í röðinni var háð i Iðnó föstudag- inn 1. febr. siðastliðin. Keppendur voru 9 allir frá glímufjelaginu Ár- mann. Iíept var um nýjan skjöld, sem Ármann hefir gefið og er það sá 5. í röðinni. Hinir 4 eru unnir þannig: Sigurjón Pjetursson vann 2 fyrstu, þann 3. vann Sigurður ákaflega útbreiddir sjúkdómar, sjer- staklega í löndum með köldu og rakamiklu loftslagi og að kvefið er meir smitandi en flestir aðrir sjúkdómar. En það hefir ekki tek- ist að greina úr með fullri vissu sóttkveikjur þær, sem kvefinu valda, og meðan svo er, hefir ekki verið liægt að berjast að gagni gegn sjúk- dómunum. Hinsvegar hefir náðst nokkur ár- angur í þvi að fyrirbyggja kvef hjá þeim, sem mestan vanda eiga til þess. Allir þekkja þessa veslinga, sem altaf fá hálfsmánaðar kvef. þegar veðraskifti verða. Síðustu 2 —3 árin hafa læknar gert tilraunir til að bólusetja þetta fólk og ár- angurinn hefir orðið góður. Marg- ir þeirra, sem áður fengu kvef hvað lítið sem út af bar, hafa losnað við þessa plágu með bólu- setningunni. Smáveofs um Liszt. Heimskunnur píanóleikari, pró- fessor Fredric Lamond hefir nýlegi sagt frá ýmsu skrítnu um snilling- Thorarensen og þann 4. Lárus Saló- monsson. Að þessu sinni vann Agúst Kristjánsson skjöldinn með öllum vinningum og hlaut hann einnig 1. verðlaun fyrir fegurðar- glímu, 2. var Georg Þorsteinsson og hlaut hann önnur fegurðarverð- laun. 3. verðlaun fyrir fegurðai- glimu hlaut Leo Sveinsson. inn Franz Liszt, sem um eitt skeið var kennari hans. Á sama tíma voru í kenslu hjá honum ýmsir merkir tónsnillingar, svo sem Rosenthal, Emil Sauer, Eugene d’Alhert og Felix Weingartner. Liszt var orðinn gamall þá og far- ið að hrörna, og orðinn gráhærð- ur. Hann var niunkur og gekk jafn- an i ábótakufli. Þegar kvenfólk var viðstatt hafði hann það til að gera ýmsar illkvitnislegar athugasemdit’ en meðal lærisveina sinna var hann ljúfmenskan sjálf. Hann hafði þekt Beethoven — meistarinn sjálfur hafði kyst hann þegar hann var 11 ára, en Liszt talaði altaf meira um Chopin. Strangur kennari var hann eiginlega ekki en lagði mikla á- herzlu á, að rjettri hrynjandi væri fylgt. Hann var farinn að verða máttlaus í höndunum en spilaði eigi að síður ágætlega. Dóttir hans, Cozima Liszt, sem giftist Richard Wagner var mjög lik honum i út- liti. Lamond var hjá Liszt síðasta árið sein hann lifði, í Weimar og Róm cg telur hann það ár unaðslegasta tímahil æfi sinnar. Liszt tók aldrei Frú Lindberp var ein af þeim nær 300 vitnum, sem stefnt var til að mæta í rjett- inum í Flemington út af rjettar- höldunum yfir Bruno Richard Hauptmann, Þjóðverjanum, sem var handtekinn og grunaður um að hafa rænt barni Lindbergshjón- anna. Meðal annara vitna voru Lind- hergh sjálfur og dr. Condor sá sem var milligöngumaður milli Lind- bergs og ránsmannsins og afhenti honum lausnargjaldið fyrir barmð, 50 þúsund dollara. Fullyrðir hann að það hafi verið Ilauptmann, sem tók á móti peningunum. Gamull maður, sem sá bil koma í nágrenni við hús Lindbergs og stiga i bíln- um, fullyrðir líka að Hauptmann hafi verið i þessum bíl. Þá var og meðal vitnanna barnfóstran, Betty Gow, sem eitt sinn var grunuð um hlutdeild i barnshvarfinu. Var hún sótt til Skotlands til að bera vitni. Hefir eigi verið um meira talað undanfarið en þessi rjettarhöld. Sjerstaka athygli hefir framferði Reilly málaflutningsmanns', verj- anda Hauptmanns vakið. Hann not- ar ekta amerikanskar skrumaðferð- ir til þess að vekja samúð með að Hauptmann sje saklaus, en að heimilisfólkið hjá Lindberg, sje sekt um barnsránið. — Hjer að ofan er mynd af frú Anne Lindberg. grænan eyri í kenslukaup, og þó að hann fengi miljónir króna fyrir hljómleika sína, þá ljet hann ekk- ert eftir sig. Hann gaf alt sem hönd á festi. Eftir að Liszt dó fór Lamond viða, en fór ekki að halda hljóm- leika fyr en tíu árum seinna. Dvald- ist hann þau árin í Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi. í Rúss- landi kyntist hann Anton Rubin- stein og telur hann vera ágætasta píanósnilling, sein hann hafi heyrl. Fingurnir á honum voru keilumynd aðir, mjög gildir efst en örmjóir fremst og í leik hans var bæði und- ursamleg tilfinning og óhemju orka. Rubinstein var vanur að segja, að þegar hann væri í Þýskalandi fynd- ist honum hann vera Rússi, en Þjóð- verji þegar hann væri i Rússlandi. En fæddur var hann í Rúineníu. Bofors-verksmiðjurnar sænsku hafa nýlega smíðað nýja gerð af fallbyssum, sem vekja mikla athygli og eru einkum gerðar til þess að skjóta á flugvjelar og loftskip. Þær draga 7% kílómeter og skjóta 135 skotum á minútu, en hlaup- viddinn er 40 mm. Þessi nýja fall- byssa er ljett i vöfunum, er á fjór- hjóluðum vagni og dregin af bil, sem fer 00 km. á klukkutima á sæmilegum vegi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.