Fálkinn - 11.01.1936, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N
3
Afmælisfagnaður Ármanns.
Hjer birtist mynd af sljúrn Glímufjelagsins Ármann. Efst: Jens Guð-
björnsson form. Siðan talið frú vinstri: Jón Guðmann Jónsson vara-
form., Kristinn Hallgrimsson gjaUlkeri, Rannveig Þorsteinsdóltir rii-
ari, Þórarinn Magnússon, Jóhann Jóhannesson og Ólafur Þorstensson
fjehirðir.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—H2 og 1—6.
Skrifstofa í Oslo:
A n t o n Schjöthsgade 1 4.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á inánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraþankar.
Fortunat Strowski heitir prófessor
einn í frönskum bókmentum við há-
skólann í París. í bók, sem hann
gaf út fyrir nokkrum árum og nefnir
„L’ Homme Moderne", gerir hann
að umtalsefni hugsunarhátt nútíma-
mannsins og viðhorf hans, og leit-
ítst jafnframt við að sýna fram á
livað það sje, sem einkum valdi
hinni miklu breytingu, sem orðið á
mannkyninu á síðustu áruni, einkum
jieirri sem lýsir sjer í ýmsum lista-
stefnum. Hjer á þessum stað er eigi
rúm til, að birta heila kafla úr þess
ari ágætu bók, en eigi að síður lang-
ar Fálkann til þess að gefa lesend-
ummi nokkur sýnishorn við og við,
og fer hjer á eftir eitt þeirra, sem
lekið er úr upphafi bókarinnar. En
sá kaflinn fjallar um „Ósamræmi
nútímans":
„Nútímakynslóðinni líður illa. Þeir
sem þetta er ljósast á eru liræddir
við framtíðina, og jafnvel þeim sem
lítilþægastir eru, finst nútímaástand-
ið vera misráðið. í þessu liggur mis-
ræmi það, sem Pascal kallaði „óró;‘
og taldi vera eðlilegt ástand hjá
manninum.
Á okkar dögum hefir þetta mis-
ræmi aukist mjög. í öllum löndum,
frá Þýskalandi til hinna auðgu
Bandaríkja Vesturlieims, er almenn-
ingi órótt. Hann skelfist hvað lít-
inn þokubakka sem dregur upp við
sjóndeildarhringinn og undir eins og
hann eygir liættu, gengur hann af
göflunum. Inn á við kvelst einstakl-
ingurinn af tilhugsuninni um eigin
örlög og óvissumeðvitundin verður
að meðvitund um allsherjar kreppu.
Þetta ástand hefði mannkynið get-
að sparað sjer, því að nútiminn hefir
fjarlægt eða minsta kosti brotið odd-
inn af gömlu, beinu orsökunum til
þeirrar óvissu sem ræður. í þjóðfje-
lagi, sem með meiri gaumgæfni og
röggsamlegar en áður berst gegn
óáran, lögleysum og glæpum, hefir
lekisl að draga úr þeim, þó ekki
hafi þeim verið hnekt að fullu.
Mennirnir eru eigi framar varnar-
laus fórnardýr liallærisáranna og
hræðast eigi hungursneyð á sama
hátt og fyrr. Þeir standa eigi óbrynj-
aðir gegn farsóttum og hallæri, og
flýja ekki land þessvegna. Líkam-
legar þjáningar eru orðnar Ijettari;
sjúklingurinn á slcurðarborðinu verð-
ur ekki var við hníf læknisins og
með deyfimeðulunum er jafnvel eytt
kvíða liins dauðadæmda fyrir högg-
stokknum".
Og andlegar kvalir eða ástæður
til þeirra, eru þó margar úr sög-
unni. Hirtingarvöndur trúbragðanna
og hræðslan við eilífan dauða og
eilifar kvalir, þjá ekki nútimamanr,-
inn. F.n samt líður honum illa.
Síðastliðinn þriðjudag hjelt Glímu
fjelagið Ármann hátíðlegt 30 ára
afmæli sitl i Iðnó, hófst það með
samsæti kl. 9 og sátu það á 4.
hundrað manns. Eftir að Jens Guð-
lijörnsson form. félagsins hafði sett
samsætið og minst Pjeturs heitins
Jónssonar, hlustuðu menn á út-
varpsræðu Helga Hjörvars um ís-
lenska glimu. Því næst söng karla-
kór nokkur lög. En þá var kominn
Páll ísólfsson, óbeðinn, með Lúðra-
sveit Reykjavíkur, sem ljek þar
nokkur lög og árnaði fjelaginu allra
heilla. Hlaut Lúðrasveitin mikið
þakklæti allra fyrir komuna. Því
næst fór fram glímusýning 8 Ár-
menninga, sem tókst prýðilega og
siðar sýndu 9 piltar úr Urvalsflokki
fjelagsins, fimleika undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar og tókst sú sýning
eigi síður en sú fyrri. Er livort-
tveggja gott sýnishorn um það hvar
Ármenningar standa i þessum tveim
íþróttagreinum. Eftir þetta söng
Marínó Kristinsson kvæði sem ort
hafði verið til fjelagsins.
Ræður fluttu Hermann Jónasson
forsætisráðherra fyrir minni fjelags-
ins, Jens Guðbjörnsson, Hallgrímur
Benediktsson (er færði fjelaginu að
gjöf fánaskjöld úr silfri frá nokkr-
um stofnendum), Helgi Hjörvar,
Kristinn Pjetursson, Lárus .1. Rist,
Sigurjón Pjetursson, síra Helgi
Hjálmarsson og Benedikt Waage
frseti í. S. í. Færði hann fjelaginu
að gjöf fagurlega útskorna vegg-
hillu frá íþróttasambandi íslands
er gjört hafði Rikarður Jónsson.
Einnig afhenti hann Jens Guðbjörs-
syni silfurpening fyrir mikið og
gott 10 ára starf í þágu fjelagsins.
Á Iiessum degi átti fyrsti formaður
fjelagsins, Guðm. Guðmundsson frá
Eyrarbakka 00 ára afmæli. Mælti
formaður fjelagsins ,1. G. fyrir minni
hans og færði syni hans að gjöf
handa honum Ármanns fánann á
áletraðri fánastöng, að honum und-
anteknum voru i samsætinu formenn
fjelagsins i 29 ár. F'jöldi heilla-
skeyta bárust fjelaginu þar á meðal
frá forsætisráðherra, rektor Menta-
skólans, Knattspyrnufjel. Rvíkur,
íþróttafjel. Rvíkur og fl. Eftir að
borð voru tekin upp var dans stiginn
fram til kl. 4 og er óhætt að full-
yrða að viðstaddir muni lengi minn-
ast þessa prýðilega afmælisfaðnaðar.
Frúin: Ef þú hefir eitthvert
augnablik aflögu, góði, langar inig
til að minnast á ýmislegt smávegis
við þig, sem við þurfum til heimil-
isins.
Hann: Hvað er það?
Hún: — Jæja, til að byrja með
þá þurfum við nýjan kjól.
Hafið þið heyrt ?
að i Indianola við Mississippi
fæddist nýlega stúlka, sem heitir
Carrie Elisabeth Bianca, og á bæði
mömmu, ömmu, langömmu, langa-
langömmu og langalangalangömmu
á lífi. Mamman er 19 ára, amman
40, langamman 59, langalangamman
74 og langalangalangamman 99 ára.
----------------x-----
uð enskur maður, sem heitir
James Hosie og misti sjónina i
heimsstyrjöldinni, rakst nýlega á
steinstólpa i skraddarabúð og varð
alsjáandi á söinu stundu. En eng-
inn læknir hafði getað hjálpað hon-
um.
að nærskyrta spámannsins Mú-
hamds, sem er ein af dýrmætustu
helgileifum Múhameðstrúarmanna,
var seld nýlega hollensku fjelagi
fyrir fimm miljón gyllini. Var all-
ur kóraninn skrifaður á skyrtuna.
að átta hundruð prestar vestur i
Bándaríkjunum hafa gerst seljarar
fyrir stórt ameríkanskt verslunar-
hús. Þeir bjóða söfnuðunum vörur
óg skruma af þeim við kirkjuna.
Tveir af hundraði af andvirði því
sem selst renna í kirkjusjóðinn.
----------------x——-
að prófessor Rodomsky við
Moskvaháskólann segir, að ef fólk
fáist til að drekka súra mjólk að
staðaldri þá geti það hæglega orðið
150 ára. Byggir hann þetta á rann-
sóknum sínum í Kákasus. Þar hefir
líann hitt fyrir marga 150 ára öld-
unga, sem allir lifðu að mestu Ieyti
á súrmjólk.
að stjórnin í Egyptalandi hefir
ákveðið að friða pýramídana.
Framvegis mega engir ferðamenn
ganga upp á pýramídana og þvi
siður pára nafnið sitt á þá. Verða
nöfn sem þegar eru á pýramídun-
iim afmáð.
----x-----
að i sumum hjeruðum Ástraliu
hafa bændur vanir kýrnar sinar á,
að vikja úr vegi þegar þær mæta
hifreið — og meira að segja víkja
ti! rjettrar hliðar. Gæti Búnaðar-
fjelagið lijerna ekki komið upp
samskonar kenslu hjerna?
---x-----
að málaflutningsmaður einn i
Stokkhólmi fjekk stúlkuna sina til
að taka upp „drengjakoll“. Svo
slitnaði upp úr trúlofuninni og
krafðist stúlkan þá 10.000 króna
skaðabóta fyrir hárið, sem hún
hafði mist.
---x-----
að hæsti maður lieimsins er
nærri því heilum meter hærri en
Jóhann að norðan, eða rúmir þrír
metrar, tvítugur að aldri og vegur
220 kíló. Var það austurriskur pró-
fessor sem „uppgötvaði" þennan
risa austur í Persíu. Risinn var eins
og önnur börn þangað til hann
varð átta ára, en fór síðan að vaxa
svo gífurlega, að nú rekur hann sig
allstaðar uppundir.
að í „Normandie" er rúm fyrir
2170 farþega og 1387 manna áhöfn.
Þaraf starfa 292 við vjelina, 30 við
raflagnir skipsins og 7 við loft-
skeytastöðina. Skipið er talið 79.280
smálestir að stærð.
---x-----
að eldhúsið i „Normandie“ —
slærsta skipi heimsins, er 220 feta
langt og 119 fet á breidd. Þar eru
72 matsveinar og 76 hjálparkokkar,
en 628 þjónar bera farþegunum
matinn. Ennfremur eru þar 12 bak-
arar, átta slátarar og þrír menn
sem ekki gera annað en búa til ís-
rjóma.