Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1936, Side 4

Fálkinn - 11.01.1936, Side 4
P Á L K 1 N N Konungs- ríkið Grikkland. Mynditi er tekin þegar Kondylis jorsætisráðherra er að lesa upp heillaávarp sitt til Ge'orgs konnngs, er hann kom aftur til Aþenu. Sjást beir fremst á myndinni. Nokkrum dögum síðar tieyddi konungur Kön dylis --- manninn sem hafði komið honum til valda — til að segja af sjér. Afkomendur h'innar frægustu forn- þjóðár heimsirís, Grikkja, hafa kveð- jð hálfgerða öfugmælavísu nýlega. Nú hafa þjóðirnar verið að reka kon- unga sína úr landi síðuslu 20 árin og setja kórónurnar á forngripasöfn og almennirígur var farinn að venjast þeirrí t’ilhugsun, að þessir forgyltu erfðahöfðingjar tríundu hverfa al- gerlega úr sögunni á næsta manns- aldrí. Endurkast kommúnistastefn- unnar lýstí sjer í því, að „mennirnir frá lýðnum“ hófust til einræðisvalds, en ekki var þetta vatn á millu koii- unganna. Þeir virtúst vera að ganga úr tísku éins og kvenkjóll fra i fyrra Grikkir voru einna fremstir í af- nárríi köríungdómsins, því að þeir ljetu sjer ekki nægja að afnema konungdæmið' einu sinni. Þeir gerðu það tvisvar. Og þrisvar sinnum hafa þeir rekið konuríg i útlegð á síðustu 18 árum. Kónstantin varð að hrökl- ast frá þeiin tvisvar og Georg son- ur háns einu sinnil Og nú hafa þeir tekið hárírí í satt aftur. Verður hann rekinn í aniiað sinn, eins og faðir harís? Margt er ólíklegra. Þvi að þetta forna lýðveldi, sem er aðeins litlu stærra en ísland en lelur sextugsfaldan íbúfjölda þess, er ekki við eiría fjölina felt í stjórn- málum' Balkánríkin hafa löngum verið talin „órólegasta hornið á Ev- rópu“ óg þar hefir Grikkland ekki verið barnanna best, þá rúma öld, sem liðin er siðan það losnaði und- an Tyrkjanum 1882. Það voru stór- veldin, sem björguðu Grikkjum úr klóm Tyrkja. Það ár var Capo d’Istras gérður forseti í Grikklandi, en hárín var myrtur þremur árum síðar. Varð nú Grikkland konungs- ríki og Otto prins af Bájérn gérður að konungi. En ekki samdi honum við landslýðinn. Þau 30 ár sem’hann átti að heita konungur gekk ekki á öðru en látlausum stjórnarskiftun:, flokkadr'áttum og uppreisnum en fjárhagur ríkisins var í hiríum ínestá voða. Ötto konungur var sett- ur af 1862, en þá kvaddur til ríkis Vilhélrn Danaprins, sonur Krístjáns IX. í stórum dráttum farnaðist land- inu vet undir hinni löngu ríkisstjórn hans. Þó beið það herfilegan ósig- ur fyrir Tyrkjum undir aldamótin og réis sá ófriður útaf eyjunni Krít, en þar hafði Venizelos hafið bar- Georg II. Grikkjakonungur. áttu sína fyrir sjálfstæði eyjarinnar eða sameiningu við Grikkland. Vene- zelos komst nú valda í Grikklandi og þegar liann var orðirín mestur áhrifamaður þar í landi, 1912, hafði hann komið á bandalagi við Búlgara, Serba og Montenegrina gegn Tyrkj- um og urðu Grikkir þar sigursælir og eins í síðari ófriðnum, sem þeir og Serbar áttu í við Búlgara útaf skiftingu landvinninganna eftir fyrri Balkaríófriðinn. Óx Grikkland úr 56 upp í 200 þúsund ferkílómetra í þessum styrjöldum báðum. En í lok þessara sigurvinninga var Georg konungur myrtur, 5. mars 1913, eftir rúmlega 40 ára stjórn, tregaður af allri þjóðinni. Konstantín sonur lians tók þá ríki. Var hann þá i miklu afhaldi hjá þjóðinni, því að hann liafði unmð marga sigra og stóra í Balkanstyrj- öldunum 1912—13 og rekið af sjer það slyðruorð er hann fjekk í fyrri ófriði við Tyrkjann fyrir aldamótin. En skamt var þess að biða áð slett- ist upp á vinskapinn milli hans og Venizelosar. Eftir rúmt ár hófst heimsstyrjöldin og vildi Konstantín, sem var mágur Þýskalandskeisara og hlyntur Þjóðverjum, sitja lijá. En Venizelos þóttist sjá fyrir úrslit styrjaldarinnar og vildi veita sam- herjunum og fá laun fyrir. Beið hann lægra hlut og varð að segja af sjer en Gunaris varð forsætisráð- herra. Við næstu kosningar fjekk Venizelos sigur og varð ráðherra sumarið 1915 og vildi enn hlynna að bandamönnum en fjekk því ekki ráðið og fór frá á ný. Gekk nú i stöðugu þrefi milli Konstantíns og Venizelos og hvert ráðuneytið rak annað uns bandamenn höfðu svo mikið bolmagn í landinu, að um- boðsmaður þeirra, Jonnar, neyddi Konstantín konung til að hverfa úr landi, og fela næstelsta syni sínum, Alexander, stjórnina. Þetta gerðist 12. júni 1917. Alexander var vin- veittur bandamönnum og gerði hanu Venizelos að forsætisráðherra með nær ótakmörkuðu valdi. Rjeðust nú Grikkir á Búlgara og Venizelos ljet herlög gildi i landinu og hugðist ganga milli bols og liöfuðs á and- stæðingum sinum og vísaði þeim i útlegð og ríkti yfirleitt með hinni mestu harðneskju. Hann mætti af Grikkja hálfu á friðarfundinum i Versailles og undirritaði samning- ana þar og sjersamninga við Búlg- ara fyrir hönd þjöðar sinnar, en jafnframt sendi hann her manns til Litlu-Asíu til þess að taka Smyrna og fleiri borgir þar. Fengu Grikkir þessar borgir með sjersamningum við 4’yrkland, sem gerðir voru í Sévres 10. ágúst 1920. Veldi Grikkja var ríú orðið mikið og höfðu þeir sæmilega þjarmað að Tyrkjanum. Þetta mátti einkum þakka Venizelos. En hann var orð- inn óvinsæll af stjórn sipni heiina fyrir. Hann neyddist til að ganga til kosninga haustið 1925 og beið þar herfilegan ósigur. Hvarf hann þá úr landi og þóttist móðgaður, enda gat hann að nokkru leyti sagt, að heimsins laun væri vanþakklæti. En skömmu fyrir þessar kosningar dó konungurinn, Alexander. Hafði api bitið hann og blóðeitrun hlaupið i sárið. Nú voru hiríir fornu fylgis- ménn Konstantins komnir til valda undir forustu þeirra Rhallis, Gun- aris og Kalogeropulos ög kvöddu þeir hinn gamla konung sinn heim. Hinn 19. des. 1920 tók Konstantín ríki í Grikklandi í annað sinn. En yfirráðin í Litlu-Asíu urðu Grikkjum erfið. Það kostaði of fjár að halda þar her og Mustafa Kemal varð æ erfiðari viðfangs. Frakkar og Bretar höfðu stutt Grikki í Litlu- Asíumálunum, en eftir að Konstantin óvinur þeirra var kominnn til valda á ný, en Venizelos farinn úr landi, vildu Frakkar ekki lengur styrkja Grikki. Lauk yfirráðum þeirra i Litlu-Asíu með algerum ósigri. Samningarnir við Tyrki voru endur- skoðaðir og Tyrkir fengu Smyrna á ný. Var Konstantín kent um þessar ófarir og hann hrakinn úr landi og dó i útlegð skömrnu siðar. Og nú var hinn löglegi ríkisarfi Grikk- lands, Georg, kvaddur til að stjórna ríkinu, í september 1922. Ilíkti liann þangað til í mars 1924, að bylting var gerð í Aþenu og ríkið gert að lýðveldi. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti eru Grikkir býsna liverf- lyndir í stjórnmálum. Innanlands berjast illvígir flokkar og auk þess þykjast stórveldin hafa mikilla hags- muna að gæta. Og Grikkir hafa átt óbilgjarnan mann og síkvikandi óróasegg framarlega í stjórnmála- fylkingunni þar sem er Venizelos — gamli maðurinn frá Krít, sem alt- af hefir skotið upp aftur — eftir alla sína ósigra. Síðasi ósigurinn var i fyrravor, er harín reyndi að koma á byltipgu i Grikklandi og það er smánarlegasti ósigurinn sem hann hefir nokkurn- tíma beðið. Eftir það varð hann landflótta og var dæmdur rjettdræp- ur ef hann kærírí inrí fyrir landa- mæri Grikklands. Sennilega á liann sjer ekki uppreisnarvon framar, en þó hefir hann orðið til þess að valda fyrstu stjórnarskiftunum í Grikk- landi, eftir að landið varð konungs- ríki á nyjan leik ríúna í síðastliðnum nóvembér. Þegar Georg konungur kom heim sem konungur á ný ljet hann það verða sitt fyrsta verk að náða alla pólitíska sakamenn, sem dómur hafði fallið á, þar á meðal Venize- los. En Kondylis forsætisráðherra neitaði algert að undirskrifa þessa náðun Venizelosar og varð að segja af sjer, þegar konungur sat fastur við sinn keip. Kondylis hefir fund- ist Venizelos vera búinrí að gera nægilegan óskunda þó að honum væri ekki hleypt inn i landið á ný- Verður Georg konungur annar að hröklast úr konungsstóli i annað sinn eins og faðir hans? Svp mikið er vist, að það hafa þegar orðið rammar deilur um hann, útaf náð- uninni. Og í Grikklandi eru fljót að gerast tíðindi, sem velt geta kon- ungi úr sessi. Það er nóg efni til slíks innanlands. Hinsvegar er að- staðan út á við stórum betri en hún var þegar hiríar fyrri kongaveltur gerðust. Georg konungur er nú 45 ára að aldri. Hann kvæntist Elísabetu dótt- ur Ferdinands Rúmenakonungs árið 1921 og bjuggu þau saman nokkur ár í barnlausu hjónabandi en slitu sam- vistum. En Helena systir hans gift- ist Carol Rúmenakonungi og það hjónaband fór einnig út um þúfur, svo sem frægt er orðið. Verði sam- komulagið ekki betra í stjórnmálum milli Iandanna en máganna varð í hjúskaparmálunum má búast við öllu illu i sambúð Grikkja og Rúmena.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.