Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.10.1936, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FJARSÝNISMYNDIRNAIÍ. Frá fjarsýnis-útvarpsstöðinni í Ai- exandra Palace í London er nú út- varpað myndum að staðaldri. Hjer sjest fjarsýnismyndavjelin fyrir ut- an stöðina. REIÐHJÓL MEÐ LOFTSKRÚFU. Á reiðhjólasýningu í París nýlega vakti þetta reiðhjól mikla eftirtekt. Pað er stigið eins og venjulegt reið- hjól, en aflið færist á loftskrúfu sem togar hjólið áfram, en ekki á hjólin. PRADADIIIPOK SIAMSKONUNGUR, sem sagði af sjer og settist að í Eng- landi liefir mjög gaman af flugi. Hjer sjest hann vera að koma út úr flugvjel á Heston-flugvellinum við London. I MADRID starfa konur stjórnmálamannanna mikið að hjúkrun srerðrá hermanna. Hjer á myndinni sjest frú Quiroga vera að lesa liátt fyrir særðan og blindaðan hermann. í GRAASTEN í SUÐURJÓTLANDI liefir hin gamla höll verið skinnuð tipp og er nú orðin sumarbústaður Friðriks krónprins og Ingrid krón- prinsessu. Sjest dagstofa þeirra hjón- anna hjer á myndinni. Graasten er smábær með 2000 íbúum og er fræg- ur staður fyrir eplategund þá, scm þar var ræktuð í hallargarðinum og liefir breiðst mjög út vegna gæða sinna. Epli þessi ganga undir nafn- inu „Gravensteinere“ þvi að meðan Pjóðverjar hjeldu Suður-Jótlandi hjet bærinn Gravenstein. NAUTA-ÖTIN Á SPÁNI hafa ekki lagst niður þrátt fyrir borgarastyrjöldina, en margir fræg- ustu nautabanarnir liafa samt verið kvaddir undir vopn, og liafa gengið hraustlega frani. Hjer er verið að gera nautabana að kapteini i stjórn- arhernum. LEBRUN FRAKKLANDSFORSETI er inikill barnavinur. í sumarleyfi sínu á Vizillehöll safnaði hann að sjer öllum barnabörnum sínum og hjer á myndinni sjest hann með það yngsta. GASGRÍMUR Á HESTA. Það þykir ekki nóg að verja menn- ina gegn eiturgasi heldur er líka farið að gera gasgrímur fyrir hesta, eins og þessi mynd frá Austurriki sýnir. Aumingja hestarnir! NÝTT FORSETAEFNI. Meðal flokkanna er bjóða fram forseta við næstu kosningar í U. S. A. er „Þjóðarsamband fjelagslegs rjettlætis". Forsetaefni þess er William Lemke senator frá Norður- Dakota og sjest hann hjer vera að flytja ræðu í Cleveland. VATNASKÍÐI eru ný áhöld, sem komist hafa mjög i tisku á erlendum baðstöðum í sumar. Þau eru lík flugvjela-flot- lioltum i laginu og maður rær sjer áfrnm á þeim með tvíblaða ári. MARY ASTOR hin frrega kvikmyndadís, sjest hjer á niyndinni ásamt 4. ára dóttur sinni, sem Marylyn heitir. Er frúin i máln- ferlu’m við fráskilinn mann sinn út- af telpunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.