Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1936, Side 12

Fálkinn - 17.10.1936, Side 12
12 F Á L K I N N DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. og svo sagði jeg honum, að hann ætti að liringja á skrifstofuna sína. Hann kom aftur frá símanum með hrukku í enninu: „Wynand er kominn aftur og heimtar að jeg hitti sig“. Jeg sneri mjer við með staupin sem jeg var að enda við að hella i: „Já, já, matur- inn getur . . . . “ „Láttu hann lhða“, sagði hann og tók ann- að glasið. „Er Wynand altaf jafn hrenglaður?“ „Það er ekkert gaman“, sagði Macaulay alvarlegur, „þú munt liafa heyrt, að hann var á geðveikrahæli nærri því heilt ár, 1929. „Nei“. Hann kinkaði kolli. Hann settist, Ijet glas- ið silt sitt á borð við hliðina á stólnum og iiallaði sjer svo fram til mín. „Hvað hefir Mimi fyrir stafni, Charles?“ „Mimi? Nú, konan lians — fyrverandi Jeg hefi elcki hugmynd um það. Þvi skyldi hún endilega þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni?“ „Því er hún vönust“, sagði hann þurlega, og svo kom ofurhægt: „Jeg hjelt að þú vissir það“. Það var þá það. Jeg sagði: „Heyrðu Mac, jeg hefi ekki sint leynirannsóknum í undan- farin sex ár, ekki síðan 1927“. Ilann einblíndi á mig. „Jeg get svarið það“, sagði jeg, „ári eftir að jeg giftist dó faðir konunnar minnar og ljet henni eftir sögunarmyllu, spormjóa járnbraut og ýmislegt annað dót, svo að jeg fór af rannsóknarskrifstofunni til þess að geta haft eftirlit með þessu. Undir öllum kringumstæðum gæti jeg ekki hugsað mjer að starfa fyrir Mimi Wynand eða Jorgenson eða hvað hún heitir — hún hefir aldrei þol- að mig og jeg ekki liana“. „Jæja, jeg liafði ekki hugmynd um að þú . . . .“ Macaulay þagnaði í miðri setningu og tók glasið sitt. Þegar liann liafði tekið það af. vörunum sagði hann: Jeg var hara að hugsa. Fyrir þremur dögum, á þriðjudaginn var hringir Mimi til mín, lil þess að komast að hvar Wynand sje. Og svo hringir Dorothy í gær og segir, að þú hafir ráðlagt sjer að gera það, og .... þessvegna hjelt jeg, að þú værir njósnari ennþá og fór að hrjóta heil- ann um, hvað um væri að vera“. „Sögðu þær þjer ekki hvað þær vildu?“ „Auðvitað. Þær vildu bara hitta liann upp á gamlan kunningsskap. Það var ekki nema sjálfsögð skýring“. „Þið málaflutningsmennirnir eruð tor- tryggið fólk“, sagði jeg, „hver veil nema það liafi líka verið erindið — og svo pen- ingarnir. En hvað á þetta tilstand að þýða. Fer hann huldu höfði?“ Macaulay ypti öxlum: „Þú veisl eins mikið um þetta og jeg. Jeg hefi ekki sjeð liann síðan i október“. Hann saup á aftur. „Hvað verður þú lengi í borginni?“ „Þangað til fram yfir nýjár“, sagði jeg og fór í símann til þess að biðja gistihúsið að senda mjer upp matinn. III. Um kvöldið fórum við Nora á frumsýn- ingu á „Honeymoon“ í Litla Leikhúsinu og svo í samkvæmi lijá einliverju fólki, sem hjet Freeman eða Fielding eða eitthvað svo- leiðis. Jeg var hálf þunnur þegar hún vakti mig morguninn eftir. Hún rjetti mjer morg- unhlaðið og kaffibolla og sagði: „LesLu þetta!“ Jeg las eina eða tvær setningar með mestu þolinmæði, lagði svo blaðið frá mjer og fjekk mjer gúlsopa af kaffi. „Grin er grín“. sagði jeg, „en í augnahlikinu vildi jeg hafa skifti á öllum viðtölum, sem hirt hafa verið við O’Brien lmrgarstjóra og einum góðum wliisk „Það er alls ekki það, hjálfinn þinn“. Hún Ijenti með fingrinum á blaðið: „Þarna!“ EINKARITARI FRÆGS HUGVITSMANNS MYRTUR A HEIMILI SÍNU. JL'LIA WOLF FUNDIN MYRT, SKOTIN FJÖLDA MÖRGUM SKAMMBYSSUSKOTUM. LÖGREGLAN LFJTAR AÐ HÚSBÓNDA HENNAR, CLYDE WYN- AND HUGVITSMANNI. Julia Wulf, 32. úra að aldri, einkaritari hins kunna hugvitsmanns Clyde Miller Wynand, fanst síðdegis í gær myrt ú heimili sínu í ðll East 44. götu. Hafði verið skotið ú hana mörgum skotum. Það var frú Christine Jörgensen, frúskilin kona hugvitsmannsins, sem gerði þessa hræðilegu upy- götvun. Ilafði hún gert sjer ferð til Jiilíu Wolf til þess að hafa upp ú heimilisfangi fyrverandi manns sins. Frú Jorgenson, sem múnudaginn kom til borgar- innar eftir (> úra dvöl í Evrópu, sagði lögreglunni, að hún hefði lieyrt lúgar stunur er hún lxringdi ú dyr hjú stúlkunni. Kallaði hún j>ú ú lyftudreng- inn Mcrvin Holly, sem núði i ’Walther Meany, um- sjónarmann hússins. Þegar þau komu inn í íbúð- ina, fnndu þau ungfrú Wol/ liggjandi ú svefnher- bergisgólfinu með fjögur súr ú brjóstinu eftir skot úr 32-kal. skammbgssu, og úður en lœknir og lög- regla komu ú staðinn var stúlkan önduð, og hafði ekki fengið meðvitundina úður. Ilerbert Macaulay, múlaflutningsmaður Wyn- ands, tjúði lögreglnnni, að liann hefði ekki sjeð Wynand siðan í október. Hann skýrði frú því, að Wynand hefði hringt til sín i síma í gær og mælt sjer mót við hann en ekki komið. Kvaðst uann alls ófróður um dvalarstað skjólstæðings sms. Macaulay skýrði ennfremur frú þvi, að Júlia Wolf hefði verið starfcmdi hjú Wynand síðuslu útta úrin. Sagðist múlaflutningsmaðurinn ekkert þekkja til ætttmenna eða ústœðna hinnar myrtu stúlku, og að hann gœti yfirleitt ekki gefið neinar upplýsingar, er lögreglunni gœtu að haldi komið við rannsókn múlsins. Um sjúlfsmorð getur ekki verið að ræða, að því er .... Niðurlagið var venjulegt orðaglamur, sem rannsóknarlögreglan er vön að þylja vfir frjettasnötunum. „Hver heldur þú að hafi drepið hana?“ spurði Nora þegar jeg lagði frá mjer blaðið. „Wvnand? Mjer kæmi það ekki á óvart. IJann er bandvitlaus“. Þektir þú hana?“ „Já. Hvernig líst þjer á að við fáum okk- ur dropa, eitthvað lil að liressa okkur á?“ „Hvernig var hún?“ „Ekki svo afleit“, sagði jeg, „hún leit ekki illa út, og hausinn á henni var i lagi og ekki var hún hrædd við að nauða á, enda veitti lienni ekki af hvorutveggju, úr því að hún varð að lifa saman við þennan dóna“. „Lifðu þau saman?“ „Já. Heyrðu, nú vil jeg fá í staupinu. Það gerðu þau að minsta kosti, þegar jeg þekli þau“. „Ilversvegna færðu þjer ekki bita fyrst? Yar hún ástfangin af honum eða var þetta bara verslun?“ „Það hefi jeg ekki liugmynd um. Það er alt of snemt að borða morgunmat“. Þegar Nora opnaði liurðina og var að fara út, kom hundtikin inn og setti framlapp- irnar upp á rúmstokkin og hausinn í andlit- ið á mjer. .Teg klappaði lienni og reyndi að muna eitthvað, sem Wynand hafði sagt mjer einhverntíma, eitlhvað um kvenfólk og hunda. Það var ekki heinlínis skáldlegt; jeg gat ómögulega munað, hvað það var, en mjer fanst nauðsyn á að muna það. Nora kom með tvö glös og nýja spurn- ingu: „Hvernig er hann?“ „Hár yfir þrjár álnir og einhver grannasti maðurinn, sem jeg liefi nokkurn- tíma sjeð. Hann lilýtur að vera kominn um fimtugt og liann var nærri þvi livítur fvrir liærum, þegar jeg kyntist honum. Að jafn- aði veitir honum ekki af að láta klippa sig, hann er með úfið yfirskegg og nagar á sjer neglurnar". Jeg ýtti frá mjer tikinni til þess að ná í löggina mína. „Þetta er stórfróðlegt. Hvað hafði þú saman við hann að sælda?“ „Það var einhver drellir, sem vann hjá honum, sem sakaði hann um að hafa stol- ið einhverri hugmynd eða uppgötvun frá sjer. Hann lijet Rosewater. Hann reyndi að mýkja Wynand með þvi að lióta að skjóta hann, sprengja húsið hans í loft upp, stela börnunum hans, skera konuna hans á iiáls og hver veit hvað meira, ef liann ljeti ekki undan. Við náðum aldrei í þennan þorpara, líkast til hefir hann orðið hræddur. Svo mikið er víst, að hann hætti hótununum, og það skeði aldrei neitt“. Nora liætti að drekka og spurði: „Hafði Wynand þá stolið nokkru frá manninum?“ „Þei, þei“, sagði jeg, „nú eru jólih komin: reyndu nú að hugsa hlýlega til meðbræðra þinna í mannfjelaginu". IV. Síðdegis þennan sama dag gekk jeg skemtigöngu með Astu, útskýrði fyrir ýms- um, að hún væri þefhundur en ekki blend- ingur af írskum og skotskum terrier, leit inn til Jim til þess að fá mjer nokkur glös, rakst á Larry Crowley og dró hann með mjer heim á Hotel Normandie. Nora var önnum kafin við að hella cocktailum á glös fyrir „Quinn-ana“, Margot Innes, mann sem jeg hevrði ekki nafnið á, og Dorotliy Wvn- and. Dorothy sagðist endilega þurfa að tala við mig, svo að við dróum cocktailana okkar inn í svefnherhergið. Hún liafði engan formála að erindinu: „Ileldurðu að það hafi verið hann pabbi, sem drap hana, Nick?“ „Nei“, sagði jeg, „því skyldi jeg halda það?“ „Jú, af því að lögreglan .... Heyrðu, hún var lijákonan hans, var það ekki?“ Jeg kinkaði kolli. „Að minsta kosti var það svo, þegar jeg þekti þau“. Ilún góndi ofan i glasið sitl og sagði: „Hann var faðir minn, en jeg hafði altaf andúð á honum, og eins hefi jeg á^ henni mömmu“. Svo leit hún á mig: „Mjer er lika

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.