Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N ----- GAMLA BlÓ ---------- Jeg syng um ást. Óperetta eftir Erich Korngold tekin af Paramount undir stjórn Alexandcr Hall. ASalhlutverkin leika hinn heimsfraegi pólski söngvari JAN KIEPURA og GLADYS SWARTHOUT, .. ameríkönsk leikkona, sem nú kemur í fyrsta sinn fram í stóru hlutverki. Pessi nýja Kiepura-mynd, sein GAMLA BÍÓ sýnir um þessar mund- ir stendur síst að baki þeim söng'- myndum, sem áður hafa verið sýnd- ar lijer með þessum ágæta söngvara. Hún er gerð af Paramount undir stjórn Alexanders Hall, en hljómleik- arnir er samdir af Ericli Korngold. í þessari mynd leikur Jan Kie- pura aðalhlulverkið, ungan ítalskan sjómann, sem heitir Antonion. Faðir hans hefir haft ágæta söngrödd og horfið á burt frá konu sinni og syni til þess að ganga í þjónustu listar- innar, en frægðabraut hans varð skammvinn. Móður Antonio langar því lítið til, að sonur hennar, sem erft hefir röddina frá föður sínum, leggi sönglistina fyrir sig. En svo ber við að hann, ásamt vini sínum Tom- asso, híustar á söngleikarahóp sýna óperu eftir Verdi, og er aðalhlut- verkið leikið af söngvara, sem þykist meiri en hann er. Meðferð hans á hlutverkinn er þannig, að þeir Anton- io og Tomasso koma öllu leikliúsinu i uppnám. Nú víkur sögunni til ungs tón- skálds, sem er nýbúinn að fullgera fyrsta söngleik sinn, með efni úr lcikritinu „Romeo og Julía“. Kven- hlutverkið á ung stúlka, Maria að nafni að leika. En það vantar mann í lilutverk Romeo. Þá ber svo vio, að stúlkan heyrir Antonio syngja. Og verður hún svo hrifin af rödd hans, að hún vill fyrir hvern mun fá hann til að taka að sjer lilutverk- ið. En sá er gallinn á, að nú er Antonio tekinn fastur — fyrir upp- þotið, sem liann hefir gert á leik- sýningunni, sem áður er getið um. Það tekst þó að losa hann úr fang- elsinu. Og nú hefst nýr þátttur, sem segir frá samstarfi þeirra Maríu og Antonio, ástum þeirra og viðburð- ríkum frægðarferli. íslenskir kvikmyndagestir þekkja svo vel Jan Kiepura, að óþarfi er að lýsa honum. En mótleikari hans, Maria, er ung stúlka, sem ekki hefir sjest hjer áður í kvikmynd, Gladys Swarthout að nafni. Útlend blöð láta sjer tíðræddara um hana en nokkra söng- og leikkonu, sem fram hefir komið í kvikmynd lengi. Þykir alt fara saman hjá henni: afburða góð- ur leikur, mikil söngrödd og frábær söngtækni. Og þessi mynd hefir eigi Norræni dagurinn. Á þriðjudaginn kemur efna nor- rænu fjelögin í Danmörku, Finn- landi, íslandi, Noregi og Svíþjóð til sameiginlegs „norræns dags“ til þess að minna á tilveru sína og til- gang. Svo er útvarpinu fyrir að þakka, að hægt er að láta dagskrá þessa minningardags heyrast í öll- um þeim löndum, sem hlut eiga að Próf. H. Shetelig. máli. Útvarpsöldurnar bera mál þeirra, sem erindi flytja þennan dag, land úr landi. Svo er tilætlast, að „dagurinn" hefjist með því, að klukkunum í Uppsaladómkirkju verði hringt, en að því loknu flytur erkibiskup Svía, Stefán Jóh. Stefánsson, fornmðnr Norræna fjelagsins. Eidem, stutta ræðu, ávarp kirkjunn- ar til allra norðurlandaþjóðanna. Um miðjan daginn verður útvarp frá skólanum, söngur, upplestur og hljómleikar. Taka íslendingar þátt í því á þann hátt, að lítill flokkur barna syngur, en fræðslumálastjór- inn flytur sfutta ræðu. Um kvöldið tala konungar norður- landa og forseti Finnlands í útvarp- ið. Verður það i fyrsta sinni, sem þeir lieyrast allir í útvarp saman. Þá verða einnig flutt ýms erindi í útvarpið, á þann hátt, að hvert land um sig leggur til stuttan dagskrár- kafla. Hjer í Reykjavík tala þeir Stefán Jóh. Stefánsson liæstarjettar- málaflutningsmaður, sem er forseti Norræna fjelagsins hjer, Guðlaugur hvað síst þótt sanna, hve meistara- lega yfirburði liún sýnir. Af öðrum leikendum má nefna Benny Baker, sem leikur Tomasso, vin Antonios, og Alan Mowbray, er leikur hinn gamla söngvara Forcin- elli, þann sem Kiepura gerir upp- þotið hjá. Erling Eidem, erkibiskup Svía. Rósinkrans ritari fjelagsins og Har- aldur Guðmundsson mentamálaráð- herra. í hinni íslensku deild Norræna fjelagsins eru nú um 450 manns og er það meira, að tiltölu við fólks- fjölda, en er i nokkurri annari deild fjelagsins. En eigi að siður ætti enn að fjölga að mún í þessari deild. Engum er eins mikil þörf á hinu ágæta starfi fjelagsins eins og smá- smáþjóðinni. Og í Norræna fjelaginu er ísland jafnhátt sett og hinar stærri frændþjóðir vorar. Það er ósk- andi, að þessi kynningardagur verði til þess, að auka þátttöku íslendinga í starfi Norræna fjelagsins að mikl- um nnin. í tilefni af deginum hefir hinn góðfrægi vísindamaður próf. Hákon Shetelig frá Bergen tekist á héridur ferð hingað. Flytur hann erindi á fundinum, sem Nórræna fjelagið heldur hjer, á þriðjudaginn. SWAMI YOGANANDA lieitir þessi indverski meinlætamað- ur eða fakír, sem. nýlega er komin tii London til þess að kenna fólki hvernig það á að fara að þvi að eld- ast ekki. Sjálfsagt vilja margir læra þá ment. „Amma jazzins" er hún oft kölluð amerikanska söngkonan Sophie Tuc- ker. Hún er nú orðin 52 ára, en eigi að síður þykir hún syngja jazzlögin sín svo vel, að hún hafði miljón krónur i tekjur fyri síðasta ár. Það eru víst fáar söngkonur, sein geta hrósað sjer af því að hafa aðrar eins tekjur þegar þær eru komnar yfir fimfugt. ------ NÝJA BÍÓ. ------------- Gleym mér ei. ítölsk söngmynd tekin undir stjórn A. Genia af Itali-Film. Að- allilutverkið leikur frægasti nú- lifandi söngvari heimsins BENJAMINO G 1(0,1, og er þetta fyrsta kvikmyndin, sem hann leikur í. Myndin hefir hlotið þau ummæli, að engin söngmynd í heimi taki henni fram. Sýnd um helgina. Síðan Caruso dó þykir enginn söngvari honum líkur nema Benja- mino Gigli. Hann liefir síðan Caruso leið verið talinn mesti söngvari heimsins, og stærstu söngleikhallir veraldar keppast um að að fá hann til þess að syngja. En í kvikmyndum kemur hann eigi fram nema ör- sjaldan. NÝJA BIO hefir nýlega fengið mynd með þessum fræga söngvara í aðalhlutverkinu. Hann leikur þar — vitanlega — söngvara, og efnið sem myndin segir frá er bæði mik- ig og viðburðaríkt. Skal það ekki rakið hjer, en liinsvegar sagt ofur litið frá manninum. Hann er fæddur árið 1890 í itölsk- um smábæ. Rjeðsl hann upprunalega í lyfjabúð, en löngun hans til þess að læra að syngja varð ekki kæfð. Hann var efnalaus, en tókst að ná í 60 líra styrk á mánuði og á því fleytti hann sjer gegnum námið. auk þess sem hann söng opinberlega fyrir peninga þó það væri bannað nemendum. Sem söngvari hjelt hann fyrstu liljómleika sina haustið 1910 og fjórum árum síðar söng hann fyrsta sinni söngleik. En árið 1920 söng hann i fyrsta sinn á Metro- politan-óperunni i New York og þá hófst frægðarferill hans. Svo mikils virði þótti rþdd hans þá orðið að hann fjekk 10.000 lírur fyrir kvöldið. Og nú eru honum borgaðar 20.0000 krónur fyrir hverja hljómleika sem liann heldur. En þegar liðin voru 25 ár frá því, að hann hjelt fyrstu hljómleika sína, ljet hann loks til leiðast að leika í kvikmynd, og er það mynd sú, sem Nýja Bio sýnir núna um lielgina. Er hún ítölsk, en leikendur hennar eru ýmsra þjóða. það1 þótti svo mikið metnaðarmál, að fá Gigli til að leika í kvikmynd, að sagt er að Mussolini sjálfur hafi orðið að beita sjer fyrir því, enda hefir myndin orðið til þess, að vekja lieimsathygli á ítalskri kvikmynda- list. Hið einstæða tækifæri, sein hjer gefsl lil þess að hlusta á mesta söngvara heimsins, ættu allir söng- elskir menn að nota sjer. Og það má gera ráð fyrir, að margir þeir sem sjá þessa mynd muni koma aftur og aftur til að hlusta á hana. Söng- ur Gigli er með þeim ágætum, að hann hlýtur að heilla og töfra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.