Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 3
FÁLKINN 5 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Þó að lönd þau, sem einu náfni eru nefnd Norðurlönd, sjeu fimm ríki þá ber margt til, að þau hafi með sjer nánari samvinnu en ella tíðkast sjálfstæðra þjóða á milli. Og er þó sú ástæðan veigamest, að öll þessi lönd nema eitt byggja þjóðir af sama kynstofni. Kynstofn liins fimta lands er að uppruna fjar- skyldur, en eigi að síður eiga Finn- lendingar svo margt sameiginlegt með norrænum kynstofni, eftir langt menningarlegt samband við Svía og stjórnarfarslegt, að niargir ágæt- ustu menn Finnlands kjósa sjer sálufjelag með norrænu bræðra- þjóðunum. Þessar þjóðir sumar hafa boriit á banaspjótum og verið hver annari illir grannar. En hin innri rödd samúðar fjekk hljómgrunn meðal þeirra fyr en með hinum stærri þjóðum. Það er eftirbreytnisvert tii dæmis, hvernig Norðmenn og Sviar klufu hið vandasama og hættulega deilumál sitt 1905 — fullan skilnað þjóðanna. Og það er einnig til fyrir- myndar, hvernig Danir og íslend- ingar leystu úr hinni löngu misklíð sinni 1918. Aðeins ein þjóð norður- landa á enn eftir að fá leyst sín mál út á við. Og eflaust tekst lienni það, þegar hún stendur sameiginlega að þeim. Og nú standa þessar þjóðir út á við eins og bræður. Þær eru allar smáar, en þó sumar svo örsmáar, að með tugum þarf að margfalda íbúatölu hinnar smæstu svo að hún verði jöfn binni stærstu. Þrátt fyrir þennan innbyrðis mun ræða þjóð- irnar áhugamál sín saman á óhöllum meiði. Og þær samræður eiga ekki síst stað innan vjebanda fjelagsins ,.Norden“. Þessi fjelagsskapur kem- ur ekkert við stjórnmál. Æðsta boð- orð hans er að efla menningarleg kynni frændþjóðanna, bæði í riti og ræðu. Og viðkynningu — persónu- legri viðkynningu. Þeim sem aldrei hafa talast við verður það nota- drýgra að hittast og kynnast af sam- fundum, en að skrifast á, eða lesa hvor um annan. Þessvegna leggur ,,Norden“ svo mikla áherslu á, að koma saman til fundar fólki af hin- um ýmsu þjóðum Norðurlánda. Þess- vegna halda þeir námskeið fyrir ýms- ar stjettir þessara þjóða sameiginlega efna til kynnisfara skólabarna og kennara í frændlöndin. Hinum norræna fjelagsskap hefir orðið stórmikið ágengt. Fólk þekkir nú betur til frændfólks síns í hinu landinu en áður og því hlýnar þeg- ar það finnur af eigin reynd skyhl- leikann í háttum, orði og verki. En Frú Elín Bjarnadóttir Davíðs- son verður 85 ára í dag. Sigfús Elíasson rakari, Akur- Valgeir Magnússon Klapparstíg egri, verður hO ára 26. þ. m. ,‘js verður W ára 24. þ. m. ' EINKENNILEGT SAKAMÁL. Mánuðum saman hafa farið fram í Osló rjettarhöld yfir frú nokkurri. Ingebo.rg Köber að nafni. Er hún nhðill og faðir hennar, Ludvig Dahl bæjarfógeti í Frederikshald var kunnur fyrir bækur sínar um sálar- rannsóknir. Hann fórst vofeiflega í hittifyrra, druknaði á sundi á bað- stað skamt frá lieimili sínu. Nú hefir komið grunur upp um það, að frú Köber hafi ef til vill orðið völd að dauða föður síns, viljandi eða óvilj- andi. En efasamt er hvort nokkurn- tíma verður úr því skorið. Er ekki um annað mál meira talað i Noregi en þetta. Hjer á myndinni sjest á- kærandinn í málinu, P. Holm hæsta- rjettarlögmaður. Þjóðverjar hafa verið að gera upp reikninginn fyrir Olympíuvikurnar. Þeir hafa reiknað út, að þeir 150.000 útlendingar, sem komu til Berlínar, liafi að minsta kosti eytt 110 miljónum marka á veitinga- og gistihúsum. í skýrslunni segir og að margir brezkir ferðamenn hafi eytt 500 mörkum á dag. AF VÍGSTÖÐVUM SPANVERJA. Hjer á myndinni sjest spönsk hjúkrunarkona, sem var með liði uppreisnarmanna er þeir náðu borg- inni Irun, eftir harða baráttu. Kring- um hjúkrunarkonuna eru uppreisnar- liðsmenn. 30 MILJÓN FRÍMERKI Á DAG! í síðasta mánuði komu á markað- inn í Englandi ný frímerki með mynd Játvarðar VIII. Þau þykja að vísu ljót, en samt stóð fólk í röðum við öll pósthús fyrta daginn sem þau voru lil sölu. Er talið að 30.000.- 000 frimerki hafi verið seld fyrsta daginn. — ÁstraRa ætlar að gefa út svonefnd krýningarfrímerki af kon- unginum og sjest þar framan á and- lit hans en ekki á hlið, eins og á venjulegum frímerkjum. Ilefir kon- ungurinn sjálfur valið myndina. þessi lilýja á enn eftir að aukast með vaxandi samstarfi þjóðanna. Fjelögin þurfa enn að vaxa. Og nú liyggjasl jiau að minna á samstarf sitt, með þvi að nota tækið, sem best sam- einar þjóðirnar, útvarpið, til þess að tala saman á þriðjudaginn. Þá tala allar fændþjóðirnar saman. Og þá er vert að hlusta. GULLBÆR Á AFMÆLI. Myndin lijer að ofan er af ráðliús- inu í Johannesburg, sem er stærsti bær Suður-Afríku, með meira en 300.000 ibúum. Bærinn var stofnaður 20. september 1880 og er þannig ný- lega orðinn 50 ára. Hann myndaðist þegar gullnámurnar miklu fundust í Transvaal. í Norður Carolína i Bandaríkjun- um er einn af merkilegustu búgörðum lieimsins. Húsdýrin á þessu búi eru — moskito-flugur. Bóndinn verslar eingöngu við ýmsa vísindamenn, sem kaupa af honum flugurnar til þess að gera rannsóknir viðvíkjandi snni- hættu malaría-sýkinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.