Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Queen Mary d heimleið úr ferðinni, sem hún vann „Bláa bandiö“ í. ur til Moskva, en nú langaði niig til að reyna „Hindenburg“ vestur yfir haf. Og þessvegna festi jeg mjer farmiða snemma í vor. Hvað kosta farmiðarnir með „Hindenburg“ frá Þýska- landi til New York? Þeir kosta 100 dollara, og er fæðið innifalið í þvi. Þetta var 7. ferð skipsins vestur og liöfðu 58 farþegar innritast. Fleiri gátu ekki fengið pláss þá, en síðan hefir skipinu ver- ið breytt þannig, að það getur tekið 75 farþega. Við áttum að leggja upp frá Frankfurt a. M. á miðnætti kvöldið 16. ágúst, en vegna þess að við áttum að flytja kvikmynd frá Olymps- leikjunum, sem þá var að ljúka, biðum við um klukkutíma. Klukkan rúmlega 1, aðfaranótt 17. ág. ljetum við svo í loft. Nóttin var talsvert dimm en við höfðum gaman af að sjá borgirnar, sem við flugum yfir ekki síst Köln. Var nú sveigt norður á bóginn, því að yfir Frakkland má ekki fljúga og komumst brátt á venjulega skipaleið í Ermasundi. En þeg- ar út á baf var komið var sveigt suður á bóginn og flogið til suð- vesturs með stefnu svo nærri norðvesturhorni Spánar, að þar mátti sjá i íand, og eins til Port- ugal. Þá var tekiu vestlægari stefna til Azoreyja, en flo'gið þaðan í boga suður með landi yfir Boston og New York og sveimað um stund þar vfir og yfir EIlis Island. Var það stór- kostlega tilkomumikil sjón að líta skýjakljúfaborgina úr loft- inu. Við fórum okkur hægt undir ferðalokin, því að heitt var í veðri og var beðið eftir að kvöldaði. Loftskipin vilja lielst ekki lenda í heitu veðri því að þá missa þau svo mikið af Ijetti- loftinu, sem beir þau uppi. — Og hvað voruð þið svo lengi á leiðinni? — Stundataflan er svona: Frá Frankfurt 17. ágúst kl. 1.29, framhjá Plymoth s. d. kl. 9.03, yfir Azoreyjum 18. ág., kl. 4.00, framhjá Halifax 19. ág., kl. 7 árd., yfir New York 19. kl. 13-14 MEÐ „HINDENBURG“ FRAM — OG „QUEEN MARY“ TIL BAKA Farþegar um borð i „Hindenburg" mcga ekki taka ijósmyndir, þegar þeir fljúga yfir land eða innan landhelgi. En úti í geymnum, þar sem hvergi sjer til lands er oft hægt að fá falleg efni i mynd. Lítið t. d. á myndina hjer að ofan, sem tekin er af skýjaflóka, sem skipið flýgur yfir. Hún er tekin skömmu áður en skipið kom i landsýn af austurströnd Ameríku við Cap Sable. ÞAÐ SEM EINKUM EINKENNIR VERKLEGA MENNING TUTTUG- USTU ALDARINNAR ER HINN SÍVAXANDI HRAÐI SAMGÖNGUTÆKJ- ANNA. FLUGVJELARNAR — HRÖÐUSTU SAMGÖNGUTÆKI NÚTÍM- ANS — ERU BARN ÞESSARAR ALDAR, EN ÞAÐ VÆRI RANGT AÐ ÆTLA, AÐ HIN ÖNNUR SAMGÖNGUTÆKI STÆÐU í STAÐ FYRIR ÞVl. ÞVERT Á MÓTI. JÁRNBRAUTIRNAR, BIFREIÐARNAR OG EIM- SKIPIN — ALT ÞETTA BÆTIR VIÐ HRAÐA SINN ÁR FRÁ ÁRI, OG LOFTSKIPIN FARA NÚ KRINGUM HNÖTTINN MEÐ PÓST OG FAR- ÞEGA OG HALDA UPPI REGLUBUNDNUM ÁÆTLUNARFERÐUM EINS OG EKKERT SJE UM AÐ VERA. — HJER VERÐUR SAGT FRÁ SÖGULEGU FERÐALAGI ÍSLENDINGS — HINS EINASTA SEM FÓR FERÐINA — MEÐ LOFTSKIPINU „HINDENBURG“ VESTUR OG EFT- IR VIKU VIÐSTÖÐU í NEW YORK AUSTUR YFIR HAF AFTUR MEÐ „QUEEN MARY“ í ÞEIRRI FERÐINNI, SEM SKIPIÐ VANN BLÁA BANDIÐ AF „NORMANDIE“. ÞESSI ÍSLENDINGUR VAR ÞÓRODDUR JÓNSSON HEILDSALI í REYKJAVÍK. Hjer í blaðinu var eigi alls fyrir löngu gerður samanburð- ur á farartækjum þeim, sem flutt liafa fólk ntill liins gamla og nýja heims — Evrópu og Ameríku — síðustu 120 árin, eða frá þeim tíma, sem eim- skipin komu til sögunnar. Fyrsta skipið sem talið er að hafi siglt á gufu yfir Atlantshaf var „Savannah“, sem í rauninni var seglskip, en hafði aðeins hjálp- arvjel. Fór það allmikið af leið- inni undir seglum og var tutt- ugu og fjóra daga á leiðinni, og má fullyrða, að það hefði aldrei komist yfir hafið á gufuvjelinni einni; til þess var hún altaf Ije- leg og þurftarfrek. En samt markar þessi ferð tímamót í Atlantshafssiglingum. En nú i sumar fór „Queen Mary“ frá Ambrose vitaskipinu við New York og til Cherbourg á 4 dög- um 6 tímum og 20 mínútum —- alls 3,129 sjómílna vegalengd, eða að meðaltali 30,57 kvart- mílur á klukkustund. Flugvjelar hafa ekki ennþá byrjað áætlunarferðir á þessari leið og það er því ekki rjett að gera samanburð á þeim og brað- asta skipi lieimsins. En þegar Lindbergh varð heimsfrægur maður fyrir það að fljúga milli New York og Parísar 20.—21. maí 1927 var hann 33Vk klukku- stund á leiðinni eða rúmlega þrisvar sinnum fljótari. Þetta var að vísu „sportsflug11 — vjel Lindberghs var svo hlaðin elds- neyti og olíu til ferðarinnar, að hann gat ekki haft mann með sjer — en bendir þó í áttina til þess sem koma skal. Svo und- arlegar eru framfarir tækninn- ar, að það væri óviturlegt að sverja fyrir, að þetta eða hitt gæti ekki orðið von bráðar. En það eru til hraðari áætl- unarferðir yfir Atlantshafið en ferðir „Queen Mary“. I nokkur ár hafa menn dáðst að ferða- lögum þýska loftskipsins „Graf Zeppelin“ og í vor kom nýtt loftfar til sögunnar frá sama fjelagi, stærra og hraðskreiðara en liið fyrra: „Hindenburg“. Það eru þessi tvö loftför, sem fært hafa mönnum heim sann- inn um, að það er hægt að smíða loftför, sem eru svo traust að hættulaust má þykja að ferð- ast með þeim. Og þau liafa náð tiltrú, þrátt fyrir öll þau stór- slys, sem fyr og síðar hafa hent loftför annara þjóða. ----— Mjer hafði leikið hugur á að prófa þetta samgöngutæki er jeg var á ferð í Þýskalandi, í sumar, segir Þóroddur Jóns- son í viðtali við Fálkann. Jeg hefi ferðast mikið í flugvjelum um Evrópu, meðal annars aust-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.