Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN I A EGGJAMIÐUM ÞaS cr lilil verstöð norður við ís- haf. 1‘orpið stendur á vistlegum og notalegum stað, inst í þröngum firði, og eru há fjöll og brött á báðar hend- ur. Þar eru átta eða níu fiskkaup- menn. Allur veiðiskipaflotinn, sem fiski stundar á miðunum við „Egg- ina“, leitar þvi þangað, til þess að selja aflann. En oft eru ógæftir á þessttm slóðum, og þessvegna er oft þröngt í búi hjá fiskimönnunum, bæði þeim, sem heima eiga í sjálfri verstöðinni, og ekki síður hinum, sem komnir eru langt að. Á ári hverju „róa“ frá þessari verstöð 50— 00 bátar, og engin bkla-skrifli mega það vera, setn veiðar stunda við Egg- ina. Nei, — það verða að vera sterk- ar fleytur og vel búnar, sem stand- ast eiga sóknina þar, því að oftast er það grátt gaman, að sækja sjó á Eggjarmiðin.------------- Það er einhvern seinasta daginn i febrúarmánuði. Dimt er i lofti og kolgrá skýin þjóta á fleygi ferð tit suðuráttar. Vindurinn ýlir í báta- reiðmn og húsabustum, og uppi á fjallahnjúkunum þyrlast upp snjórinn og er til að sjá eins og þjett og drif- hvít þoka. Drifhrannirnar skella yf- fiskiskúturnar og sjórinn verður að íshúð á köðlum og reiða og þilfari. Það var norðan garður. Bátarnir liggja við örugg legufæri. Sumir liggja við inyggjur, en flestir eru úti á leg- unni og toga i festarnar. Þessi veð- urofsi iiafði nú staðið í rúmar tvær vikur. En þennan dag var hann með ygldara móti. Það voru litil mót á því, að veðrinu ætlaði að slota í bráðina. Það virtist öllu fremur fara síversnandi. En undir morgun næsta dag, „datt hann niður“. Það komu smáglufur i skýjaflókana, svo að hjer og þar grilti í bláan himin. Það dró mikið úr storminum, og um miðdegisbil mátti heita, að komið væri sæmilegt veður. Himininn var aftur orðinn heiður og blár, — aðeins sáust skýja- 'tætlur á stangli, út við sjóndeildar- baug. Vindstaðan hafði snúist frá norðri til austurs, og um kvöldið lofaði veðúrstofan hægviðri. Fóru menn nú liið óðasta að búa sig undir „róður“, út að Egg, til þess að hafa not af góða veðrinu, á meðan það hjeldist. Og þegar um þrjú leyt- ið um morguninn, mátti heyra að menn voru komnir á stjá við höfn- ina. Mótorskellir í sterkum vjelum og hvellar karlmannsraddir kváðu við úr öllum áttum og rufu morgun- kyrðina. Það er búið að leysa mótor- bátana, sem hundnir voru við bryggj- urnar. Þeir bruna út fjörðinn með fullri ferð, og sjórinn freyðir um hógana. En bátarnir, sem liggja úti á höfninni, verða seinni fyrir. Mótor- arnir mása og skella, þegar verið er að draga upp legufærin. En alt geng- ur þetta rösklega, og þeir sigla út fjörðinn, hver af öðrum. Nú eru þeir allir komnir af stað, nema einn. Það er „Hrönn“, — þrjá- tíu feta mótor-„kúttari“. Hún hefir sótt á Eggjarmiðin tólf vertíðar, og eigandinn hefir verið heppinn, bæði með bát og afla. En i þetta sinn hróflar „Hrönn“ sjer ekki. Vjela- maðurinn, sem kallaður er Lárus langi, bjástrar við vjelina, kófsveitt- ur, en kemur henni ekki í gang. Hún þráast við liann og vill honum í engu hlýða. Þó fer nú svo að lokum, eftir tveggja tima strit, að liún fer að hósta og þá er nú hafður hraðinn á, að draga upp legufærin. Þeim á „Hrönn“ hefir nú seinkað um röskar tvær klukkustundir, og nú er vjelin látin fara það sem hún kemst, og „Hrönn“ brunar út fjörðinn á fullri ferð. Húsin hverfa smám-saman, fyrir nes-' oddann, og eftir hálfrar stundar sigl- ingu, er „Hrönn" komin út á rúm- sjó. Veðrið er sæmilegt. Litils háttar kul, af norðaustri, ýfir hafflötinn. En undiraldan er þung og mikil, eftir óveðrið undanfarna daga, en þvi skeyta karlarnir ekki. Þeir eru því svo vanir, að þungur sje sjór á þessum slóðum. Formaðurinn, sem staðið hefir við stýrið í stýrisskýlinu, kallar nú til eins hásetanna, sem er frammi á þilfarinu: „Taktu við stýrinu ofurlitla stund, Óli minn, á meðan jeg fæ mjer kaffi- sopa“. Hann er orðinn sárgramur yfir töfinni. Frammi í „lúgarnum" ýlir i kaffi- katlinum, sem stendur á ofninum. Formaðurinn tekur fram rúgbrauð og smjörlíki, og skenkir sjer fulla könnu af sjóðandi heitu kaffi. Hinir karlarnir, sem sitja á bekkjunum um- hverfis borðkrilið, fara að dæmi hans, og síðan fara þeir að skegg- ræða um vjelina og veðrið. Formaðurinn segir, að ekki komi til mála, að vera að bjástra við þenn- an vjelaskratta lengur en þessa ver- tíð á enda. Hann ætlar að fá sjer nýja vjel á næsta ári. Það er sann- arlega engin vanþörf á því, — segir hann, — því að livergi er þörf á tækjum, sem óhætt er að treysta, ef það er ekki á þessum miðum. „Altaf má búast við óhöppum, — ekki síður þetta ár, en í fyrra. í fyrra mistum við sex menn á Egg- inni. Af einum bátnum skolaði út fjórum mönnum, af sex manna á- höfn.------Nei við þyrftum að eign- ast botnvörpunga. Það eru traustar fleytur ....“ Siðast, þegar þeim hafði gefið á sjó, höfðu tólf erlendir togarar ver- ið að veiðum á Eggjarmiðunum, alt umhverfis þá, — mokað upp fiskin- um og eyðilagt fyrir bátunum mikið af veiðarfærum. „Það endar með því, að við förum allir á sveitina", sagði Lárus langi, — „ef þessu heldur áfram“. „Já, það er deginum ljósara", tók formaðurinn undir. „En það sem við þörfnumst mesl af öllu, er það, að fá röggsama landhelgisgæslu. Land- helgisgæslan, sem við eigum við að búa nú, er iekki annað en kák og mest fólgin í blaðaskrifum, — og ekki reka þau togarana úr landhelgi .... En hvað er jeg annars að hugsa, — nú erum við búnir að sigla í tvo klukkutíma, og vesalingurinn hann Óli stendur altaf við stýrið. Hann er eflaust orðinn blár og bólginn af kulda. Heyrðu Markús, — farðu nú upp og taktu við stýrinu ofurlitla stund“. Markús var piltur rúmlega tvitug- ur. Hann fer í olíuföt og setur upp sjóhatt, fer siðan aftur í stýrisskýli og’ tekur við stýrinu af Óla, en Óli fer fram í lúgar. Þegar Markús er orðinn einn, hvarflar hugur hans heim. Einkum dvelst honum við skilnaðarstundina, — þegar hann kvaddi foreldra sína og unnustuna elskulegu. Það er nú senn mánuður, síðan hann fór að heiman. Hann liafði lofað þeim að koma bráðlega heim aftur .... Svo niðursokkinn er hann í hugsanir sín- ar, að hann stýrir bátnum á gler- dufl, sem verður fyrir skrúfunni og mölbrotnar. Hann tekur upp úrið sitt og lítur á það. „Jæja“, tautar liann fyrir munni sjer, „enn eigum við eftir tveggja tíma siglingu út á miðin“. Þrem stundum síðar, varð alt i uþpnámi heima í verstöðinni. Veður- stofan hafði' látið útvarpa aðvörun um það, að fárviðri væri í aðsígi, — eða öllu heldur væri að skella á. ()g nú voru allir bátarnir á sjó. Það var ægilegt til þess að hugsa. Og enga hjálp var liægt að senda sjó- mönnunum. Enginn þeirra hafði út- varpstæki, og björgunarskúta var engin til á þessum slóðum, þegar þetta gerðist. „ Karlmennirnir voru þöglir og þung- ir á brúnir, yngra kvenfólkið var föll og fálátt, en gömlu konurnar hjeldu svuntuhornunum upp að aug- um sjer, kjökrandi og andvarpandi, og þær ljetu í ljós, það sem alt hitt fólkið hugsaði: óttann um það, að enn myndi bætast við ekknahópinn í þorpinu þennan dag. Bátarnir, á Eggjamiðunum, eru sem óðast að draga línurnar og eru sumir langt komnir. En þeir .i „Hrönn“ eru seinastir fyrir, eins og við var að búast. Þeir eru þó farnir að draga línuna líka, en þeir virðast ætla að verða óheppnir með aflann þennan dag .... Bátarnir leggja af stað heimleiðis hver af öðrum, og loks er „Hrönn“ ein eftir á Egg- inni. Þeir eiga eftir að draga tæp- an þriðjung af linunni, — og nú er þorskur svo að segja á hverjum öngli .... Bátverjar eru svo önnum kafnir, að þeir taka ekki eftir því, að nú hefir snögglega syrt í lofti. Og alt í einu, og öllum á óvart, skellur yfir þó fyrsta stormkviðan. Þeim verður hverft við og sjá nú allir, hvað er að gerast. „Hann er að búa sig undir að gera norðanstorm i dag, piltar. Herðið þið ykkur, að draga línu- stúfinn". Karlarnir stritast við, alt livað af tekur, og eru kófsveitir, þó að kuldinn sje napur. Þeir vita hvað það er að vera á Eggjarmiðunum i norðanfárviðri. Þeir vita hve litlar eru líkurnar til þess, að ná landi lif- andi, á slíku bátkríli, nema eitthvert sjerstakt lán komi til. Nú kemur önnur stormhviða, enn- þá snarpari en sú fyrri, og ægileg holskefla eltir uppi bátinn, hellir sjer yfir hann svo að nærri liggur, að hún færi hann alveg í kaf. Þegar skútunni skýtur upp aftur og hún er búin að hrista af sjer haflöðrið. vantar Ivo mennina. Hinir skipverj- arnir sjá höfði skjóta upp, nokkra faðma fró bátnum. Þeir heyra eitt óp. Höfuðið hverfur og sjest ekki aftur. „Lokið lestinni tryggilega. piltar, og skerið á línuna!" skipar formaðurinn. Skipuninni er hlýit samstundis, og nú hefst ægileg bar- átta um líf og dauða, við hin tryltu náttúruöfl. Oft höfðu hraustir dreng- ii' orðið eftir úti ó Eggjamiðunuin og enn höfðu nú tveir menn orðið þar eftir. Þeir voru nú þrir eftir á bátnum, af fimm manna áhöfn. Mundi þeim verða hlíft? Það var á- kaflega hæpið. Það var alveg til- gangslaust, að reyna að gera nokkra tilraun til að brjótast á móti þessu ofsaveðri, sem nú var skollið á, og hauga-sjó. Skásta úrræðið myndi verða það að hleypa beint undan, ef takast mætti, að nó lendingu í hlje við Dranganes. Stormurinn virtist fara sívaxandi. Holskeflurnar æddu á eftir bátnum, himinháar, og skullu yfir hann, hver af annari. Veiðar- færum og öllu, sem lauslegt hafði verið á þilfarinu, var fyrir löngu skolað út. Stormurinn hamaðist og hvæsti, eins og tryltur djöfull, í rám og reiða, og öldurnar virtust þá og þegar myndu liða bátiún í sundur, ögn fyrir ögn. Vjelamaðurinn hefir verið niðri í vjelarúminu, en kemur nú upp og sætir lagi, að komast fram í lúkar. En þegar hann er nýbúinn að ganga frá hurðunum, skellur brotsjór aftan á bátinn, og keyrir hann í kaf. Þeg- ar hátnum skýtur upp aftur, er stýrisskýlið horfið og með því for- maðurinn líka. Vjelarúmið er fult af sjó og vjelin stöðvuð. Þarna hafði hurð skollið nærri hæhnn vjelamannsins. Hann finnur, að bátinn rekur nú stjórnlaust, fyr- ir vindi og sjó, og hann skilur hvað gerst hefir uppi. En hann er rólegur. Hann er við þvi búinn að deyja í dag, og það skelfir hann ekki. Hann óttast ekki d’auðann. Alt i einu verður honum hverfl við. Honum heyrist hann heyra and- ardrátt. Hann svipast um, og í einu fletinu sjer liann mann, liggjandi í hnipri. Þetta er Markús, og er reyrð- ur við fletið. Lárusi þykir vænt um þetta. Hann er þá ekki einn, eins og hann hafði ætlað. Hann þrífur i öxlina á Markúsi og ætlar að reyna að lífga liann við, en i sömu svifuiu kastast báturinn snögglega á aðra hliðina. Vjielamaðurinn hendist á bak aftur, missir jafnvægið, liöfuðið slæst við borðkantinn og maður- inn rotast. Þegár Lárus raknaði úr rolinu, lá hann í lllýju rúmi og við hliðina á honum ló Markús fjelagi hans, í værum svcfni. Lárus verkjaði í höf- uðið. Hann strýkur um það annari hendinni og finnur, að það er reifað Jiykkum umbúðum. Hann fer að reyna að koma skipulagi á hugsan- irnar, en það er eins og heilinn neiti að starfa. En það eitt skynjar hann þó, að þeim fjelögum hefir verið bjargað á einhvern undursam- legan hátt. Hann sofnar aftur, og þegar hann vaknar að nýju, leið honum mun betur og gat hann nú gert sjer grein fyrir því, sem gerst hafði úti á mið- unum. Litlu síðar kom kona inn i lier- bergið lil þeirra fjelaga. Varð Lárusi fyrst fyrir að spyrja hana, hvermg þeim hefði verið bjargað. Var lionum nú sagt, að skútuna hefði rekið upp undir Dranganes, og hefðu menn i landi komið auga á hana og farið út að henni í mótorbát. Sjógangur hafði þar ekki verið mejri en það, að þeim tókst slysalaust, að komast um horð í „Hrönn1, sem þá hafði verið orðin all illa til reika. I lúgarnum höfðu þeir fundið Markús reyrðan við eitt fletið og vjelamanninn skorð- aðan ó milli bekkjar og borðfótar, — báða meðvitundarlausa. Höfðu þeir nú flutt þá fjelaga yfir í sinu eigin bát og síðan siglt til lands, með „Hrönn“ í eftirdragi. Þegar Markús raknaði úr rotinu og var búin að átta sig, sagði h'ann sína sögu. Hún var ekki margbrotin • Honum hafði fallið allur ketill í eld, þegar fjelögum hans tveimur, skol- aði út. Hann hafði klöngrast ,frammi‘ og búið þar um sig, því að ekki hafði lionúm komið annað til hugar, en að þeir væri allir dauðadæmdir á „Hrönn“. Tveir bátar týndust alveg í þessu veðri, og sextán menn fórust. Th. Á. ísl. eftir norskri frásögn. í þorpinu Muglavit i Rúmeníu býr bóndi, Pétrache Lupu að nafni, sem segir að guð hafi vitrast sjer og gef- ið sjer mátt til þess að gera krafla- ver. Hefir fólk þyrpst til hans í all sumar til þess að fá lækingu meína. sinna og fjöldi fólks hefir farið frá honum heilbrigður, svo að þorp- ið Muglavit er nú orðið einskonar Lourdes. Hefir almenningúr þá trú Lupu sje sannheilagur maður og trúir á hann. Ekkert vill hann taka fyrir lækningar sinar, en ef einhver neyðir hann til að taka við þóknun, þá gefur hann hana jafnharðan til fátækra. — Nýlega var sonur þessa bónda skírður i viðurvist þúsunda af áhangendum Lupu, Grísk-kaþólsk- ur prestur skírði, en konungurinn var skírnarvottur. Var hann þó ekki viðstaddur en ljet háttsettan hers- höfðingja mætá i sinn stað og gaf 15.000 lei (um 450 kr.) til uppeldis barnsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.