Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 r Utvega: allskonar smávörur: verkfæri, hurðarhúna, skrár og lása, vjelar, gaboon, húsgagnaáklæði, húsgagnafjaðrir, pappírsvörur, veggfóður, vefnaðarvörur o. fl. Friðrik Bertelssen, Hafnarstræti 10—12 (Edinborg). Simi 2872. Frostið getur valdið ómetanlegu tjóni á bifreið yðar á einni nóttu. Tryggið yður gegn þessari hættu með því að nota D. S. frostlöginn. Fæst í Bensinsðla Garðars Gislasenar, nvemsge j MEÐ „HINDENBURG“ . Framh. af bls. 5. ing'um qg tölum, svo og um það livernig þessi ferð gekk. Heyrðuð þjer minst á það, að skipið mundi setja met í þessari ferð fyr en farið var að liða á ferðina? Já, það mátti heita að allir byggist við því, undir eins og haldið var af stað frá New York miðvikudag 26. ágúst kl. 13, að met mundi verða sett i þessari ferð. Veðurhorfurnar þótlu rnjög ákjósanlegar og allir töldu það víst, að ferðin mundi verða söguleg. Við fórum fram hjá Amhrose vitaskipi kl. 15.15 og var þá besta veður, sem hjelst alla leið, ofurlítill kaldi og mjög hægur sjór. Þrjá heilu sólar- hringana, sem við vorum i rúm- sjó fórum við 703, 713 og 712 sjómilur miðtalan er mesti hraði sem nokkurntíma hefir verið farinn af skipi í austur- leið yfir Atlanlshaf en annars má sjá hve veiðrið liefir verið jafngotl, af því hve hraðinn er jafn alla dag'ana. Til Cher- bourgli komum við aðfaranótt mánudags 31. ág. (enskur tími) kl. 2,35/ Það sem maður verður mesl var við um borð í „Queen Mary“ eru stærðarhlutföllin. Maður gleymir því eiginlega að maður sje um horð í skipi, held- ur er maður eiginlega öllu frem- tir um borð í borg, eða þó helsl í gífurlegu stórhýsi með sjö hæðum. Og maður gæti eins vel kallað sumar vistarverurn- ar þarna um horð listasöfn eins og mannahibýli, enda er skipið fljótandi sýning þess besta sem Bretar gela framleitt í listum og tækni. Hjer er ekki tækifæri til að minnast á listaverkin, bæði málverk, höggmyndir eða trjeskurð, sem blasa við aug- anu, jeg get aðeins min.st mynd- arinnar af „Maurelania“ er hún kemur til Rosyth, eftir Charles Pears, svo að maður nefni eitt- hvað. Og víðsvegar í skipinu eru bókasöfn minni og stærri, t. d. voru í safninu á aðalþil- fari 1500 bækur þegar skipið hóf ferðir alt úrvalsrit, og hefir mikið hætst við síðan. Þarna er fullkomin prentsmiðja og hlað kemur úl á hverjum degi og stundum aukablöð ef við þykir þurfa. Þarna er rak- arastofa (það kostar shilling að láta ralca sig en ekki nema \x/i sh. að láta ldippa sig), þarna er hárgreiðslustofa, þar sem kven- fólkið getur fengið „permanent“ fyrir 40 sh. þarna er stór lækn- ingastofa og eru viðtalstímar tvisvar á dag, en annars er læknirinn vitanlega allaf boð- inn og búinn ef eitthvað er að. Á C-þilfarinu er borðsalur- inn. Þar geta rúm 400 manns matast í einu og er þó bruðlað með plássið, eins og marka má af þvi, að salurinn nær yfir þvert skipið og er 118 feta breiður! Á sömu hæð er skrif- stofa „pursersins" yfirfjehirðis skipsins, ferðaskrifstofa og hanki. F-þiIfarið er neðst, en þarig- að venja ýmsir komur sinar oft á dag. Því að þar er fyrst og fremst sundhöllin, sú stærsta sem til er i nokkru skipi ver- aldar og afar skrautleg. Hún er opin frá kl. 7 á morgnana 'til 7% á kvöldin. Og fast þar við er fimleikasalurinn, sem er opn- aður klukkutíma fyr en suml- laugin og lokaður kl. 7 síðd. En 10—12 árd. er hann opinn fyrir kvenfólk eingöngu og kl. 2—3V2 fyrir börn. Þarna eru róðrarvjelar, lmefaleikaknettir, reiðvjelar o. fl. auk venjulegra fimleikaáhalda. Er þessi staður mikið sóttur ekki aðeins af unga fólkinu heldur gömlum körlum lika, sem liðka þar gigtveikan og stirðan líkamaim með hæg- um æfingum og fara svo í sund- laugina á eftir. En útiiþróttir geta menn iðkað upp á þilfari, ekki síst lennis. Það hefir viljað loða við skipin, þó stór sjeu, að þau laki mikið á sig í miklum sjó, og margir geta orðið illilega sjó- veikir á þeim. Slingrið .er öðru- visi á þeim en á smærri skip- unum — allar hreyfingar hæg- ari en meiri. 1 þessari ferð var aldrei vont veður, svo að mað- ur komst ekki 4 kynni við sjó- veikina. Við höfðum i staðinn þann ávinning að lifa skeniti- lega daga með þessu mesta skipi veraldar í þeirri ferðinni sem hingað til hefir verið fljótust farin milli g'arnla og nýja heims- ins. Og þegar jeg steig fæti á land í Cherbourg hafði jeg ver- ið tæpan hálfan mánuð á burlu úr Evrópu og staðið við helm- ing'inn af þeim tíma i New York. Svo að mjer fanst jeg geta lirós- að happi. Ferðin hafði öll verið eins og eitt ótrúlegt æfintýri. Og um borð i „Queen Mary“ er svo margt að sjá, að maður lief- ir i rauninni alveg nóg að gera þessa fjóra daga á leiðinni, við að skoða og skoða — altaf eitt- hvað nýtt og verður þó ekki búinn. Á sama liátt og „Hindenburg“ er fullkomnasta loftfar heimsins, er „Queen Mary“ tvímælalaust fullkomn- asta skip lieimsins, Þessi fljót- andi horg hafsins, sem mesta siglingaþjóð veraldar hefir gert að þjóðarmetnaði að gera sem best úr garði, svo að hún geti með rjettu borið nafnið „drotn- ing hafanna“. SMÁVEGIS UM „QUEEN MARY“. SkipiS er smíðað hjá Jolin Brown & Go. á Clydebank i Skotlandi. Það hljóp af stokkunum 26. sept. 1934 og var skýrt af Englandsdrotningu. Voru þar með henni Georg heitinn kon- ungur og prinsinn af Wales. 5. mars í vor var skipið fullsmiðað, en eftir tilraunaferðir margar lagði það í fyrstu ferð sína vestur 27. maí i vor. „Queen Mary“ er 80.773 smálestir brúttó. Lengdin er 1.020 fet, lengd i vatnsborði 1.004 fet, breiddin 118 fet, hæðin frá kili á yfirþilfar 135 fet, fró á reykháfsbrún 180 fet og frá kili í siglutopp 234 fet. — 8000 til- raunir með likan í tilrauna-„tank“ voru gerðar áður en lögun skipsins var endanlega ákveðin, en líkönin, sem voru 22 sigldu um 1000 sjómílur fram og aftur í „tankinum". Skipið hefir um 2000 glugga. Gler- ið í skipinu er yfir 2500 ferfet. Það hefir fjórar skrúfur og rekur sjerstök vjelasamstæða hverja skrúfu. í túr- bínunum eru alls 257.000 blöð og eru þau gerð úr handunnu stáli. Vjela- samstæðurnar eru fjórar. Skrúfurnar vega 35 tonn liver. Svo mikið raf- magn geta vjelar skipsins framleitt, að það mundi nægja handa 150.000 íbúa borg. í skipinu eru 30.000 raf- lampar og rafleiðslur eru 34.000 enska mílur. 500.000 stykki af líni, 200.000 stykki af leirvöru, postulini og glösum eru í skipinu. Loftskipið „Hindenburg" er 245 metrar á lengd eða þriðjungi lengri en Aðalstræti í Reykjavik. Til sam- anburðar má nefna, að „Graf Zeppe- lin“ er aðeins 8Va metra styttra, enda er „Hindenburg" i flestra með vitund aðeins örlitlu stærra. En í rauninni er „Hindenburg" tvöfald- ur við „Greifans" að stærð. Þvermál „Greifans“ er 3014 metri, en „Hind- enburgs“ 41,2 metrar. Af þessum aukna gildleika leiðir, að rúnnnál „Hindenburgs“ er um tvöfalt meira en hins skipsins, eða 200.000 rúm- metrar, en rúmmál „Greifans“ ekki nema 105.000 rúmmetrar. Til saman- burðar má nefna að rúmmál eina loftskipsins, sem norðurlandaþjóð hefir eignast, skipsins „Norge“ er Amundsen fór með yfir norðurskaut- ið, var ekki nema 19.000 rúmmetrar. „Graf Zep“ er knúður áfram með fimm Maybach-bensinmótorum og hefir hver 550 hestöfl, eða alls 2750 hestöfl. — „Hindenburg" hefir aðeins fjóra • hreyfla, Daimler-Bens-diesel- hreyfla og er hver 110 hestöfl. Alls 4400 liestöfl. Þessir hreyflar brenna hráolíu, sem er miklu ódýrari en bensín og ekki nærri eins eldfim. Meðalliraði „Graf Zep“ er 117 km. á klukkustund en „Hindenburgs" 125 km. Með tíu tonna flutningi getur „Graf Zep“ farið 10.000 km. án þess að bæta við sig eldsneyti, en „Hind- enburg" kemst 14.000 km. með 19 tonna flutning, án þess að bæta við sig eldsneyti. Lögreglan í London auglýsti um daginn eftir 20 stúlkum, sem vildu ganga í lögregluliðið. En engin gaf sig fram, þó atvinnuleysi sje mjög mikið meðal kvenna þar í borginni Blaðið „Daily Express“ spurðist nú fyrir meðal kvenlesenda sinna, liver ástæðan til þessa gæti verið og fjekk það svar — að einkennisbún- ingur lögregluliðsins væri svo ljót- ur! Engin stúlka vildi sýna sig í honum eins og liann er! Væri ekki ráð fyrir brezku lögregluna að senda mann eða menn til Reykja- vikur til þess að skoða „úniformin“ lijer og síðan láta gera eftir þeim búninga fyrir breska lögregluliðið. ----x----- Shirley Temple, sem er á áttunda árinu veiddi nýlega fyrsta laxinn sinn. Það var við Vancouver og lax- inn var ellefu pund. — En laxinn sem jeg misti, sagði hún á eftir eins og þaulvanur laxakarl, — var miklu stærri! ----x----- Bærinn Sitlingbourne i Kent á Englandi er áreiðanlega rólegasti bær í heimi. Það eru 26 ór síðan lög- reglan hefir haft eitt einasta mál til meðferðar. Öll þessi ár hefir þar ckki sjest ölvaður maður á almanna- færi og ekkert afbrot verið þar framið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.