Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.10.1936, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N YNftSW U/ftNftyftNIR Frímerkjasafnarinn. Jeg efast ekki um, að margir af ykkur unglingunum safni frímerkjum. Það er góð regla, sem bœði venur ykkur á hirðusemi, kennir ykkur dá- lítið í landafræði og getur orðið tals- verð tekjulind ef rjett er að farið. Jeg geri ráð fyrir, að þið safnið í frímerkjaalbúm öllum þeim tegund- Frime rk jas pjaldskrá. um, sem þið eignist. En nú fer ekki hjá því, að! þið eigið mörg eintök af sömu tegundum og hvar geymið þið þá þau merkin, sem umfram eru? Þau geta líka verið mikils virði,’ svo að ekki dugir að láta þau lenda í óhirðu. Þið verðið að geyma þau þannig, að þið getið jafnan fundið hvaða merki sein þið viljið, og nú ætla jeg að kenna ykkur ráð til þess. Þið búið ykkur til frímerkjaspjald- skrá. Fáið ykkur aflangan vindla- kassa og kaupið mikið af umslögum, sem falla vel ofan í kassann og eru álíka breið og hann. Á umslögin skrif ið þið áframhaldandi töluröð, frá 1 og áfram. Og í umslagið leggið þið svo frímerkin, þannig að merki frá sama landi sjeu í sama umslaginu. Á bliðina á kassanum setjið þið tvær látúnsþynnur, sem hægt er að festa venjulega vasabók í. Og í þessa bók skrifið þið löndin eftir stafrófsröð og númerið, sem hvert land hefir fengið á sínu umslagi. Á þennan hátt er altaf auðvelt að finna hvert land, ef að þið þurfið á frímerki þaðan að halda. Frimerkjaskápur. Nú ætla jeg að sýna ykkur aðra aðferð til þess að geyma frimerkin ykkar. Það er skápur, sem gerður er úr venjulegum vindlakassa, en fyr- ir skúffur notið þið eldspitustokka, sem þið límið saman. Til þess að hægra sje að draga skúffurnar út setjið þið í þær splittnagla, sem not- aðir eru til þess að loka umslögum, og framan á hverri skúffu er seðill, sem skrifað er á nafn landsins, sein frímerkin eru frá, sem í skúffunni eru. Skápinn getur maður haft stór- an eða lítinn eftir því sem niaður vill — því stærri sem hann er því fleiri verða eldspitnastokkarnir. Þið eigið aldrei að taka frímerkin úr skúffunum með fingrunum, því að þau velkjast við það, heldur eigið þið að nota löng, eins og þið sjáið á myndinni (pinsettu). NÝLEGA ÚTKOMIN FRÍMERKI. 1. Holland liefir í tilefni af afmæli háskólans í Utrecht gefið út tvö ný frímerki. Merkin eru bæði þrihyrnd og gildin eru 6 c. (rauðbrún) og 12% c. (blá). Þetta síðarnefnda merki er ineð mynd af Gijsbert Voe- tius (1) sem var fyrsti rektor guð- fræðideildar háskólans, þegar há- skólinn var stofnaður. Hitt merkið er með mynd af Pallas Aþenu, vís- dómsgyðjunni grisku. 2. Þýskaland liefir i tilefni af Olyinpsleikjunum í sumar gefið út flokk frímerkja. Eru átta mismun- andi gildi í flokknum og er hvert gildi með mynd af einhverri þeirra iþróttagreina, sem kept var um á leikjunum. Á merkjunum er auka- gildi, prentuð með smærri stöfum. Borga menn þá upphæð aukreitis og rann hún til Olympssjóðsins þýska. Gildin eru þessi: 3 + 2 pf. (oliven) með mynd af fimleikamanni að æfa sig í rekk. 4 + 3 pf. (blá) með mynd af manni, sem er að stinga sjer til sunds. (> + 4 pf. (græn) með mynd af knattspyrnumanni (2). 8 + 4 pf. rauðgul) með mynd af spjótkastara. 12 + 6 (rauð) með mynd af boð- hlaupara (3). 15 + 10 pf. (fjólubrún) með mynd af skylmingamanni. 25 + 15 pf. (ultmarinblá) með mynd af kappræðurum. 40 + 35 pf. (fjólublá) með mynd af reiðmanni sem hleypir yfir torfæru. 3. FLUGMERKI. Svíar gerðu hjá sjer nýjan flugvöll i sumar í (Bromma). og í tilefni af því gáfu þeir út nýtt flugfrímerki (5) með hreinbláum lit. Frímerki þetta er aðeins prentað i 500.000 eintökum og er það lítið upp- lag tiltölulega, svo að merkið verður dýrt með tímanum. Það gildir 50 aura. Eritrea (ítalska nýlendan í Afríku, rjett hjá Abessiníu) hefir gefið út falleg merki, sem líka er blátt. Það gildir eina líru. (8). Ungverjar hafa gefið út flokk frí- merkja með tíu mismunandi gild- um. Þau eru með mjögeinkennilegri gerð og birtist hjer mynd af einu þeirra (7) sem gildir 36 filler. Sýnir það flugvjel fljúga yfir gamaldags póstvagn. Gildin í flokkinum eru þessi: 10 filler (gulgræn), 20 f. (rauð) 36 f. (sepia), 40 f. (blá), 52 f. (rauð- gul), 60 f. (fjólublá), 80 f. (grá- græn, 1 pengö (græn), 2 pengö (brún- rauð) og 5 pengö (blá). Lichtenstein, litla furstadæmið lief- ir gefið út tvö ný merki. Á báðum merkjunuin er mynd af loftskipi, sem á öðru merkinu (6) flýgur yfir borg, en á hinni yfir gróðursæla akra. Nýlega útkomin frimerki. Gildin er 1 franki (rosakarmin) og 2 frankar (blá). Libia, italska nýlendan í Afriku, þar sem Balbo er landstjóri hefir i tilefni af nýlendusýningunni í Tri- polis gefið út tvö ný frímerki og sjest hjer annað þeirra (9). Tóta frænka. Trgggur hefir sætt grimmilegri meOfertt saklaus, og sjer mi viö j)vi, aö slíkt komi ekki fgrir aftur. 1 Rómaborg hefir upp á síðkastið orðið varl við það, að i hverjum kvenskóm, sem seldir voru úr á- kveðinni verksmiðju, fundust ástar- brjef, stunduin jafnvel smá vísur til „þeirrar yndislegu stúlku, sem ber þessa litlu skó“. Nú kom það oft fyrir, að skórnir lentu hjá giftuin konum, og eiginmennirnir urðu afar- reðir yfir þessu og kvörtuðu yfir þvi við rjetta hlutaðeigendur. Málið var rannsakað og kom þá í ljós, að vald- ur að þessu var 16 ára strákur. Hann var undireins rekinn úr verksmiðj- unni, en bókaforleggjari einn hefir nú tekið liann að sjer og ætlar að gera úr stráknum stórt skáld. Pilt- urinn er bláfátækur, en kvað vera framúrskarandi efnilegt skáld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.