Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á inánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: '20 aura millimctcr. Herberlsprent prentaði. Skraddaraþankar. „Þeini finsl alt hest sem fjærst cr“, (iamla sagan um manninn, sem fór yfir ána lil að sækja vatn, er ofl höfð á takteinum, til þess að sýna fram á óvirðinguna fvrir þvi sem næst er, um leið og hún er látin sýna, að hiaður leiti oft langt yfir skamt, og sjái ekki skóginn fyrir tórhuni trjám, eins og þar stendur. ()g það er víst og satt, að inönnum sjest oft yfir það nálæga. Þeim er alist hafa upp á sömu þúfunni sjest ofl yfir það, sem gesturinn sjer þeg- ar í stað. Krakki sem er blæstur í máli tekur ekki eftir því sjálfur og foreldrar venjast því og gleyma því, en gesturinn tekur eftir því. Afskekt- ar sveitir taká upp sina siði og rót- festa þá eða halda venjum, sem ganga úr gildi annarsstaðar. Þessi löngun til að sækjast eftir því aðfengna verður þvi ósjálfrátt lil þess að eyða sjerkennimum og að skapa líkindi. Og þegar menn velja það aðfengna af því að það sje betra en það sem fyrír var, þá er þetta gott. Framfarirnar byggjast á því. Það er eðlilegt að menn fari yfir ána til þess að sækja vatn, þegar jökul- vatn er í ánni, sem nienn fara yfir, en bergvatn fyrir handan. í öllum heilbrigðum mönnum býr útþrá. Hún er ein greinin af mörgum á þeim gilda stofni i mannlegu eðli, sem kallaður er forvitni. Forvitni i vtnjuleguslu merkingu, þykir ehginn mannkostur, en hún er það þó, þvi að hún er undirstaða allrar þekking- ar og mentunar. Sá verður altaf flón, sem aldrei langar til að vita neitt. En það ræður gildi forvitn- inn'ar fyrir manninn, hv.ort hann vill fræðast um það, sem honum er gagn að eða ekki. Það er gott að hafa forvitni á þvi sem fjærst er, en hitt er varhugavert. að temja sjer að álita það betra en hitt, sem nær er. Það veldur óánægju með eigin kjör og vanliirðu um það. sem manninum er nauðsynlegast að hlúa að. Hugsunarlaus venjan getur afvegaleitt. Menn þykjast sjá skarn þar sem gullið er fólgið, vegna þess að menn hafa það altaf fyrir augun- um. Menn gleyma mannkostum ná- ungans, af þvi að þeir hafa vanist þeim ár eftir ár, menn gieyma nátt- úriifegurðinni af bæjarhólnum, af því að þeir hafa liana fyrir augum dags daglega, alveg eins og menn fá leið á mat, sem þeir fá oft. En þegar þeir hafa verið án þessa um árabil. og sjá það aftur annaðhvort í liuga eða reynd, þá 'sannast það, að eng- inn veit hvað átl hefir fyr en misl hefir. Þá eru það orðin glitklæði, sem áður voru hversdagsföt. Fyrsta landsmót íslenskra skíðamanna í Hveradölum. Skiðaslökk. Sé það svo, að skíðaguðinn Ullur ráði nokkru um skíðamót og ham- ingju skíðafólks, þá má telja víst, að hann liafi vakað vel og dyggilega yfir velferð Landsmóts íslenskra skiðamanna, sem háð var i Hvera- dölum um síðustu helgi. Það mót fór fram með mikilli prýði og svo bjart er yfir öllum íninningum þess, að livergi bregður á skugga. Aðeins þetta: snjórinn hefði mátt vera dá- litið inýkri. Þetta fyrsta Landsmót islenskra skíðamanna, sem lialdið var dagana 13. og 14. þ. m.,var haldið að til- h.Iutun Skiðafjelags Reykjavikur, og þessi fjelög tóku þátti mótinu; Skíðafjelag Reykjavíkur. Skiðafjelag Siglufjarðar, Skíðafjelagið Siglfirðing- lír, Lingsom stekkur. rr, Skátafjelagið Einherjar á fsafirði, Ármann í Reykjavik og Knattspyrnu- fjelag Reykjávíkur — eða alls (i fjelög. Við keppni á mótinu kom það greinilega í ljós, að Norðlendingar og Vestfirðingar standa Reykvíking- um framar í skíðaíþróttinni — en liins ber að gæta, að veikindi af völdum inflúensunnar drógu allveru- lega úr þátttöku reykvísku skiða- mannanna á mótinu. Og svo hitt, að Reykvikingar hafa í all'a staði verri aðstöðu og hafa skeniur iðkað þessa íþrótt heldur en t. d. Siglfirðingar, sem hlutskarpastir urðu á þessu þingi. Enda rnunu þeir af öllum vera viðurkendir bestu skíðamenn lands- ins. Fyrri dag mótsins, laugardaginn 13. mars, var keppt i 18 km. skíða- göngu, er hófst frá Skíðaskálanum í Hveradölum kl. 1 eftir liádegi. Við, sem þá vorum stödd við Skíða- skálann, inunum seint gleyma þess- ari stóru hvítu veröld, sem glóði og sindraði fyrir sjónum maiina, eins og heill heimur af skínandi perlum. Svo fagurt var veðrið. Stundvíslega, er kappgangan skyldi hefjast, lagði fyrsli skíðagarpurihn af stað — og síðan hver þátttakand- inn af öðrum með 30 sekúndna miili- bili út í sólskinið, snjóinn og óviss- una — þvi ekki vissu þeir hvert hún lá þessi 18 km. leið, sem þeim var ætlað að ganga. Hjeðan og aftur hing- að var takmarkið, — en'hvar þeim væri inörkuð leið yfir hjarnbr.eið- una var þeim hulin, eins og leiðir allra manna að öllum settum tak- mörkum. Brautin var mæld og mörkuð — og það var þeim nóg. í kappgöngunni tóku þátt 34 menn og vegalengdina gekk á skemstum tima Jón Þorsteinsson, úr Sldðafje- lagi Siglufjarðar. og lauk hann göng- unni á 1 klst. 18 mín. 26 sek. — en heimsmet í 18 km. göngu er I klst. 11 min. 21 sek. Annar fljótasti var Magnús Kristjánsson frá ísafirði, á 1 klst. 18 mjn. 47 sek. og þriðji mað- urinn varð Björn ólafsson, úr Skíða- fjelagi Siglufjarðar, á 1 klst. 19 mín. 32 sek. Tínii allra þátttakendanna var þannig (nöfn fjelaganna stytt): Jón Þorsteinsson (S.fjarð.) 1.18.26 Magnús Kristjánsson (ísf.) 1.18.47 Björn Ólafsson (S.fjarð.) 1.19.32 Ketill Ólafsson (S.firð.) 1.19.35 Max Welken (S. R.) 1.21.01 Jón Stefánsson (S.fjarð.) 1.21.18 Guðm. Hallgrímsson (ísf.) 1.22.54 Sigurg. Þórarinss. (S.firð.) 1.23.06 Sigurður Jónsson (ísf.) 1.23.47 Guðl. Gottskálkss. (S.firð. 1.24.08 Siefán Þórarinss. (S.fjarð.) 1.24.19 Þork. Benónýsson (S.fj.) 1.24.40 Óskar Sveinsson (S.firð.) 1.24.48 Tryggvi Einarsson (S. R.) 1.26.15 Kvert Þorkelsson (S.fjarð.) 1.26.34 Tryggvi Þorsteinss. (ísf.) 1.27.43 Halldór Magnússon (ísf.) 1.28.20 Helgi Sveinsson (S.firð.) 1.28.24 Alfreð Jónsson (S.firð.) 1.28.30 Bolli Gunnarsson (ísf.) 1.30.23 Halldór Þorsteinss. (Árm.) 1.32.44 Daniel Sigmundsson (ísf.) 1.33.07 Gunnar Hannesson (S. R.) 1.34.19 Ólafur Þorsteinss. (Árm.) 1.35.49 Sveinn Ólafsson (Árm.) 1.36.00 Gimnar Böðvarsson (Árm.) 1.38.52 Jóh. SöJvason ‘S.firð.) 1.41.06 íngi Pálsson (S. IL) 1.41.42 Stefán Stefánsson (Árm.) 1.42.14 Kristj. Kristóferss. (Árm.) 1.45.00 Finnur Kristjánss. (Árni.) 1.48.50 Jón Þórðarson (Árm.) 1.49.03 Gunnar Þorsteinss. (Árm.) 1.50.05 Jóh. Kolbeinsson (S. R.) 1.54.26 Frh ú bls. Vt. L. H. Miiller afhendir Skiðafj. Siglufjarðar Thulebikarinn. Jón þorsteinsson, göngumeistari úr Skíðafjel. Siglufj.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.