Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNCS/Vtf U/KNbURHIR Svolítið um stjörnufræði. Við búum okkur til stjörnukíki. Langar ykkur til að vita hvaS stjörnufræði erV Það er lýsingin á stjörnuhimninuin, og þið farið mik- ils góðs á mis ef þið fræðist aldrei um það, sem maður sjer á heiðum liimni á kvöldin — allar stjörnurnar og stjörnumerkin, himinhnettina, sem eru 'margfalt stærri en jörðin, sumir hverjir þó að þeir sýnist ekki nema eins og tituprjónshaus, þegar við sjá- um þá glitra úr órafjarlægð. Stjörnurnar eru hver annari líkar til að sjá, nema að því leyti að þær lýsa mismunandi skært, og svo er lit- blærinn á sumum þeirra dálítið sjer- kennilegur. Til þess að geta betur áttað sig á stjörnunum og þekt þær. skipar maður þeim niður í svonefnd sljörnumerki, hóp af stjörnum, þar sein hver liefir ákveðna afstöðu til ann'arar svo að úr verður einskonar mynd. Þessi stjörnumerki eru sjáan- leg með berum. augum. En hafi mað- pr stjörnukíki þá sjer maður margfalt fleiri stjörnur og þó ykkur þyki það kannske skrílið, þá getið þið búið ykkur til kíki sjálf. Það er nefni- lega ekki svo mikið undir þvi komið, :tð kíkirinn stækki mikið, lieldur liitt að maður geti beint auganu að á- kveðnu marki og að kíkirinn varni óviðkomandi ljósáhrifum að komast að auganu. Og nú skulum við búa þennan kíki til. Þið kaupið hjá bóksalanum tvö rör úr pappa, mism'unandi víð, svo að minna rörið geti fallið innan í það stærra. Mynd 1 sýnir lausa rörið og mynd 2 bæði rörin, eftir að þau hafa verið sett saman. Svo er að ná i tvö sjóngler (stælckunargler) mátu- lega stór til þess að falla inn í end- ana á rörunum. Mynd 2B sýnir þver- skurð af rörunum með báðum glerj- ununi. Það er hægt að nota svonefnd „lugtargler", sem fást hjá reiðhjóla- smiðum í svona kíkira, en ef þau eru ekki mátulega stór við rörin sem þið hafið fengið, þá er best að kaupa algeng stækkunargler, sem fást i öll- um stærðum, og taka þau úr umgerð- unum. Glerinu er fest í rörin með þvi að lima papparæmur sina livoru meg- ir. við þau og sýnir mynd 3 hvernig þessu er hagað. Og svo er kíkirinn búinn. Best er að mála rörið að inn- an með svörtum lit. en ekki gljáandi. Kinrok er t. d. gott. Eins og þið sjáið á myndinni að neðan til hægri er gotl að búa til einfaldan trjefót undir kíkirinn. Þið stiliið kikirinn með þvi að draga innra rörið fram eða aftur þangað ti.l myndin sem þið sjáið i honum er skýr. Neðst á myndinni sjáið þið tvö stjörnumerki, sem þið getið sjeð með berum augum. Stjörnuhópurinn i efsta horninu heitir Cassiopeja, en sá að neðan til vinstri Karlsvagninn, sem þið líkast til þekkið. Milli þess- ara tveggja stjörnumerkja er stór og skær stjarna, sem heitir Norðurstjarn- an eða Pólstjarnan. Það er oftast nær auðvelt að finna liana á norðurhvel- inu, en annars má nota Karlsvagn- inn sem leiðbeinanda. Stjörnurnar tvær í halalausa endanum á Karls- vagninum miða nefnilega beint á Pólstjörnuna; ef maður liugsar sjer linu dregna gegnum þessar tvær stjörnur lendir hún á Pólstjörnunni. eins og myndin sýnir. Ef maður mæl- ir fjórfalda lengdina milli endastjarn- anna í Karlsvagninum hittir endi lín- unnar beint á Pólstjörnuna. Þið skul- uð reyna þetta einhverntima þegar heiðskirt er. •Ox CASSIOPEIA • •'** DRAC o '■ •« •' ’» U R.SA • M l N O R \ POLARI5 *• • '*v '• # ''V URSA-MAJOR • • Fjögur stjönmmerki.. Ef þið htið nú á sama stað á himninum i stjörnukíki — liann þarf ekki að stækka mikið — kemur alt í einu lieill hópur af nýjum stjörnum fram. Þá sjer maður að Karlsvagn- inn er alls ekki sjálfstætt stjörnu- merki heldur aðeins nokkur liluti af miklu stærra stjörnumerki, sem heit- ir Stóri björninn (Ursa major) og maður sjer að Pólstjarnan (Polaris) er hluti úr öðru stjörnumerki, sem heitir IAtli björninn (Ursa minor). Langa stjörnumerkið til vinstri heitir Drekinn (Draco), en að ofan sjest Cassiopeja eins og á fyrri myndinni. Dýramynclir i stjörnufræðinni. Dýranöfn stjörnumerkjanna eru sett af stjörnufræðingum fornaldar- innar, sem þóttust geta lesið myndir ákveðinna dýra út úr merkjunum. Og Það er líka hægt að sjá ofurlítil lík- indi með sumum þeirra, ef viljinn er með. Hjerna á myndinni eru teiknaðar þrjár myndir utan um merkin: Drekinn, Litli björninn með Pólstjörnunni og Stóri björn með Karlsvagnirium. Á myndunum standa latnesku heitin á dýrunum. Sólkerfið. Kringum sólina, það er að segja þá sól.sem við þekkjum, snýst jörðin, sem við lifum á, og átta aðrar plá- netur. Iljer á myndinni er sýnd braut þessara jarðstjarna kringum sólina. Nöfn stjarrianna standa á latínu á myndinni og „Terra“ er jörðin. Allar plánetur ganga kring- um sólina í þá átt, sem örfarnar sýna, litlu punktarnir við sumar stjörnurnar eiga að sýna tunglin. Jörðin hefir ekki nema eitt tungl, eins og þið vilið, en ýmsar aðrar pláneturnar hafa fleiri; Mars hefir 2, Jupiter 9, Uranus 4 og Neptunus 1, eins og jörðin. Saturnus fer fram úr öllum hinum því að hann hefir 10 tungl og auk þess breiðan hring, sem er samsettur úr óteljandi smátungl- um. Auk þessara 9 pláneta eru mörg þúsund smástirni milli Mars og Jupiter. Stjörnufræðingarnir halda, að þessi smástirni sjeu leifar af stórri plánetu, sem éinhverntíma hafi sprungið í mola. Tóta frænka. JAULINN Af GAINSBOROUGH, sem ekki er fullra 14 ára, verður yngsti þátttakandinn, sem aðstoðar við krýningu Georgs VI. i vor. Hjer sjest þessi ungi aðalsmaður, í bún- ingi frá 1840. í RÚMENÍU ei það gamall siður, að prestar blessa vatnið í ánum í byrjun livers árs. í Búkarest kastaði Carol konungur sjálfur krossmarki í ána Dimbovitza og á myndinni sjást bændur taka upp krossinn og kyssa hann. BING CROSBY, hinn frægi útvarps- og kvikmynda- söngvari er hæstlaunaðastur af öll- um karlmönnum, sem í kvikmyndum leika. Síðastliðið ár gl-eiddi hann skatt af 1.250.000 dollara tekjum. Hjer er hann með einn reiðhestinn sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.