Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Krossgáta Nr. 254. Skýring. Lóðrjcl I. 1 tœki á utvarpsstöð. 2 græða óhóflega. 3 eiði. 4 synir. 5 stcfnu- leysi. (i þrá. 7 sjúkdómur. 8 trylla. 9 laun. 10 eldhúsáhaldið. 11 skapill. 12 borg á eyju í kyrrahafinu. 15 álögur. 21 upphaf. 23 úthald. 25 málmurinn. 26 kynleysingi. 28 ilmur. 29 til að hengja á. 31 á húsþökuín. 32 lenda á. 33 skynfærin. 34 hvítur maSur. 36 hraSi. 38 nú og fram til þessa tíma. 41 ógLitt. 43 ljóSiS. 45 starf. 47 lík. 48 svar. 50 hafið hug- fast. 52 óshólmi. 54 notliæfar til inanneldis. 55 ncma. 56 nóg. 57 bölv- anlega. 59 tal. 60 hjeSan. 02 vera í vafa um 63 á frakka. Skýring. Lúrjett. 1 fjallagróSur. 7 lánsæl. 13 ræktaS land. 15 mjólkurmatur. 16 eignarfor- uafn (þf. flt.). 17 moka. 18 þvo. 19 matjurt. 20 þefar. 22 fæSa. 23 áhersla. 24 blóm. 26 hugmynd um framtíSina. 27 þjóðhöfSingi í Etiópíu. 30 slceiS. 33 einkum. 35 spyrja. 37 hluti af út- lim (meS greini). 38 láta óáreitt. 39 bökunartæki. 40 bykkja. 41 óþægindi. 42 losni í sundur. 44 íslenslc lista- kona. 40 danskur erindreki. 47 ástand sem ekki er liægt aS lýsa. 49 skor- dýrsegg. 50 ógreinilegt. 51 skamm- stöfun rikis í U. S. A. 53 einkenni á búningi betlara. 56 mjög. 58 Balkani. 01 nema. 62 i>s. 64 borgun. 65 eldfjall óg meltingarfæri. 00 hljóSfæri. 07 bá bygging. 08 gengiS á. 69 koma í verk. Lausn á Krossgátu Nr. 253. Ráðning. Lóðrétt. 1 þvegnar. 2 raSa. 3 ögur. 4 sarga. 5 uns. 6 roka. 7 opin. 8 taS. 9 Ester. 10 skel. 11 eril. 12 náttúra. 15 regn- ið. 21 auk. 23 bóa. 25 mormóni. 26 stritla. 28 gjöra. 29 gárar. 31 ralli. 32 nafni. 33 blaka. 34 Efrat. 36 ikt. 38 aka. 41 hvílíkt. 43 iðgræn. 45 bar- bari. 47 súr. 48 las. 50 burtu. 52 altaf. 54 ósar. 55 mana. 56 orna. 57 flag. 59 arga. 60 Búar. 62 kal. 63 Ai i. Ráðning. Lárjett. 1 þröstur. 7 Ottesen. 13 vaga. 14 norpa. lti skrá. 17 eður. 18 skeið. 19 íeit. 20 garga. 22 agn. 23 lielt. '24 aum. 26 sór. 27 agg. 30 Korinta. 33 ber. 35 rjái. 37 raSar. 38 alfa. 39 örkunil. 40 fiskar. 41 hrat. 42 ólint. 44 Akab. 46 var. 47 sniðill. 49 ata. 50 Búi. 51 a:—a—a. 53 lómur. 56 orf. 58 slabb. 61 Isar. 62 kræla. 64 trúa. 65 Kant. 66 annar. 67 agar. 68 trauðla. 69 gihfari. NÝJASTI FORDVAGNINN. Nýju tegundirnar fyrir þetta ár, sem Ford-smiðjurnar hafa nú sent frá sjer útum allan heim, eru tals- vert frábrugðnar vagnagerðunum frá i fyrra. Myndin sýnir þá tegund Fordvagna þessa árs, sem einkuni er ætluS fjöldanum. Er það gerSin „V 8“ og liefir 60 HA hreyfil og er mjög ódýr i rekstri. Hreyfillinn er mjög breyttur frá i fyrra og un.búnaSur lians þá ekki síður eins og sjá má á myndinni. Af öðrum nýjum gerð- um, sem Ford hefir sent á markað- inn í ár má nefna „De Luxe“, sem er með 85 HA vjel og Lincoln Zephyr straumlinuvagn úr eintómu stáli, meS 110 Ha vjel, 12 cylindra. — Hjer á myndinni sjást þeir feðgarnir Henry og Edsel Ford með nýja V8- vagninn. Bráðum kennir út á forlag Mac- Millans í London æfisaga Rudyard Kiplings, eftir sjálfan hann og heitir „Something of myself. For my friends, known an unknown". Þetta er ekki stór bók, en segir þó allítar- lega frá æfi hans i Indlandi, Suður- Afríku, Englandi og Ameríku. Hann scgir þar frá hvernig ýmsar af bók- um hans hafi orðið til og hvað hon- um finst sjálfum mest vert um, af þvi sem hann hefir skrifað. Lýsir liann allitarlega Búastríðinu og kynn- um sínum af Cecil Rhodes. Frægasti hörundsflúrari i London, sem heitir Burchet, hefir nóg að gera um þessar mundir. Það hafa frani að þessu einkum verið sjómenn, sem liafa látið flúra myndir á handleggi sína og bringukoll, en nú er risinn faialdur meðal kvenna í London, lieirra af heldra taginu, og lýsir sjer í því, að þær láta flúra fangamark Georgs VI. — á lærið á sjer! Kon- ungshollustan, sem þetta lýsir verður flestum hulin nema á baðstöðunum á sumrin. Þá getur konungurinn lesiS fangamarkið sitt, ef hann vill. Nora sneri sjer að mjer: „Hefir þú nokk- urnlíma hagað þjer svona “ „Hver? Jeg?“ Studsy kom til okkar og dró á eflir sjer stöl. „Þelta er nú andlitssnyrting í lagi, ja, það má nú segja?“ sagði hann og kinkaði kolli til Morelli. Yið rýmdum til fyrir hon- um og hann seltist. Hann glotti ánægjulega lil drykkjar Noru og Noru sjálfrar. „Svona drvkki fáið ])ið varla betri í fínni veitinga- sölum i Park Avenue? — Og hjerna kostar hann ekki nema fjóra dollara“. Hros Noru var veikt, en það var þó bros. Hún steig á tána á mjer undir borðinu. Jcg spurði Morelli: „Þektuð þjer Júlítt Wolf frá Cleveland?“ Hann gaut hornauga til Studsý, sem sat og hallaði sjer aftur á bak i stólnum og horfði yfir salinn til þess að sjá hvernig peningarnir gengu. „Hún kallaði sig Rhodu Stewart þá?“ Hann Ieit á Dorothy. Jeg sagði: „Þjer getið vel spýtt því út úr vðiir, þetla er dóttir Wynands“. Studsy hætti að góna út í salinn og sneri sjer mjög stimamjúkur að Dorothv: „Að hugsa sjer, eruð þjer það? Hvernig liður pabba?“ „Jeg hefi alls ekki sjeð liann síðan jeg var krakki“, svaraði hún. Morelli vætti annan endann á sigarettu og stakk honum inn á milli bólginna varanna. „Jeg er ættaður frá Cleveland“. Hann kveikti á eldspítu. „Hún kallaði sig Rhodu Stewart aðeins stutta stund annars lijet hún Nancy Kane“. Hann leit aftur á Doro- thy. „Faðir yðar veit um það“. „Þekkið þjer föður minn?“ „Við Iiöfum talað saman einu sinni“. „Um hvað?“ spurði jeg. „um hana“. Eldspitan hans var brunin alveg að fingrunum. Hann fleygði henni, kveikti á annari og kveikti í sigarettunni. Hann hleypti brúnum svo að ennið varð eins og net al' hrukkum, og leit á mig. „Er það þorandi?“ „Tvímælalaust. Hjer er enginn, sem ekki má heyra það eins og það var“. „Agætt. Hann var, skal jeg segja ykkur, afbrýðissamari en sjálfur skrattinn . Jeg liefði verið vel lil með að lúberja hann, en luin hannaði mjer það. Það leiddi af sjálfu sjer. Hann var vasabókin hennar“. „Hvað er langt siðan?“ „Sex til.átta mánuðir". „Hafið (ijer sjeð hann siðan hún var drep- in?“ Hann hristi höfuðið. „Jeg hefi ekki sjeð hann nema tvisvar alls og þetta skiftið, sem jeg var að segja ykkur frá, var það siðasta4. ‘ „Ærði hún peninga út úr’honum “ „Hún sagði nei, en jeg held já“. „Hversvegna?“ „Vegna þess að hún var útundir sig. Ein- liversstaðar fjekk hún peningana. Einu sinni bráðlá mjer á 5.000 dollurum“. Hann smelti með fingrunum. „í beinhörðum peningum, skiljið þjer beinhörðum peningum!“ Jeg afrjeð að spyrja hann ekki hvorl hann hefði borgað þá aftur. „Hann hefir kanske gefið henni pening- ana?“ „Já, víst — kanske!“ „Hafið þjer sagt lögreglunni frá þessu?“ spurði jeg. Hann hló stutt og fyrirlitléga. „Þeir hjeldu að þeir gætu kreyst þetta út úr mjer. Spyrj- ið þjer þá um hvað þeir haldi nú. Þjer eruð maður, sem óhætt er að treysta og þess- vegna hugsa jeg mig ekki um . . . .“ Hann hætti í hálfnaðri setningu og tók sígarettuna út úr sjer. „Heyrðu, þarna hlerari litli“,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.