Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.03.1937, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 matvælaframleiðendum úr aluminium, en þetta var ná- skylt: matvælaframleiðsla í stórum stíl. Það er á öðrum sviðum, sem aluminium lireint og blandað — verðskuld- ar meiri atliygli: það er að ryðja sjer til rúms i vjelsmíði og mannvirkjum nútímans. Hingað til höfum við i vissum skilningi lifað á járnöldinni; það var stálið og kolin, sem settu svip- inn á hinar stórkostlegu tekn- isku framfarir 19. aldarinnar og byrjun þessarar aldar líka. En nú er liafin öld ljettu málm- anna, olíunnar og rafmagnsins. Að því er snertir vjelar, brú- arsmíðar o. s. frv. er ljettleiki aluminiums vitanlega mesti kostur þess. Hagnýtni nútím- ans beinist eigi livað síst að þvi, að draga sem mest úr þyngd vjelanna og samgöngutækj- anna: hraðinn á að vaxa en reksturskostnaðurinn að lækka. Þessvegna: burt með alla þyngd, sem lijá verður komist. Þegar maður yfirleitt gelur losnað við stálið og tekið í stað- inn aluminium, sem er jafn- sterkt en vegur aðeins þriðjung af stálinu, er það skiljanlegt að maður velur aluminium. í sam- göngutækjum öllum eru menn ])ví að taka upp aluminium í slað stáls, þetta á við bæði um járnbrautir, bifreiðar, lyftur skip og þó vitanlega einkum lJugvjelar, því að þar skiftir þyngdin mestu. Bandaríltin kaupa mest aluminium allra þjóða, til samgöngutækja, eða o5% af heimsframleiðslunni. Reksturskostnaðurin lækkar við að samgöngutækin ljettast. Til dæmis má nefna, að strætis- vagnafjelag eitt fór að nota al- uminium í vagna sína. Þeir vógu 5 tonn í stað 7% tonn áður og tóku 25 manns meira, með sömu þyngd og áður á full- Jilöðnum vagninum. Sparnaður- inn við þessi 2^2 tonn, sem vagninn Ijettist, var 7% eyrir á livern kilometra, sem hann ók. J^að er talið, að þetta spari um 30.000 krónur meðan vagninn endist. Ilvergi koma kostir þessa málms eins vel fram og i flug- vjelasmíðinni. Fyrstu flugvjel- arnar voru með trjegrind og silkiljerefl strengt á. Þannig vjelar er ekki liægt að smíða nema tiltölulega litlar og end- ingin er stutt. Hinar stóru flug- vjelar nútimans eru óhugsandi úr öðru efni en duraluminium. Junker smíðaði slíkar vjelar fyrstur manna, en nú eru þær smiðaðar um allan lieim. Jafn- vel hreyflarnir eru smiðaðir ur aluminiumblendingi. En á öðrum sviðum nær þessi málmur undraverðum árangri. M. a. vegna þess að harin er góður rafleiðari — ekki eins góður og kopar að vísu, en miklu ljettari. En geri maður tvo þræði sem leiða jafnvel, Frh. á bls. 7. Búningarnir, sem meðlimir efri inálstofunnar og kommgsættarinnar eiga að vera i við krýningu Georgs konungs VI., eru nú í smíðum. bað eru skikkjur, likar mötlum, úr hand- unnu flaueli og fara um 20 metrar af flaueli í hverja. En það sem eink- um hleypir verðinu fram er kraginn, sem er úr hermelínuskinnum, með röðum úr svörtum hermelinurófum, og fer fjökli raðanna eftir tign þess sem skrúðann ber. Hertogarnir hafa t. d. fjórar raðir. Verð hinna ein- faldari búninga er 4—5 þúsund kr. ------------------o---- Stjórnin í Austurríki hefir bannað mönnum að eiga brjefdúfur eða halda brjefdúfnakaþpflug. Undanþágur frá þessu má þó. veita „valinkunnum heiðursmönnum“. Bannið er fram komið af ótta við, að brjefdúfurnar muni verða notaðar til njósna. í bæ einum nálægt Skien dó fyrir skömmu gömul kona, eftir langa legu, og hafði hún beðið um, að Kristsmynd, sem hjekk yfir rúmi hennar, væri látin fylgja sjer i kist- una. Myndin var nokkuð stór og þeg- ar verið var að koma henni í kist- una varð hún fyrir nokkru hnjaski. Duttu þá út úr myndinni 4000 krón- ur í peningum. ----x---- ísalögin í Danmörku. Danir hafa í vetur upplifað meiri fimbulyetur en í mörg ár undanfar- in. Siglingar liafa tepst um sundin, jafnvel á aðalleiðunum, svo að eigi var hægt að halda uppi reglubundn- um ferðum, jafnvel ekki yfir Erma- sund, hvað þá yfir Stórabelti, þegar verst var. Og ýmsar af smáeyjunum voru í samgöngubanni við „umheim- inn“ svo dögum skifti. ísalögin í dönsku sundunum stafa af því að svo lítil selta er í sjónum, vegna allra fljótanna, sem renna i Eystrasalt. Hjer birtast nokkrar myndir af „ísöldinni“ dönsku. Efsta myndin er tekin á Eyrarsundi og sjást þar tvö skip frosin inni. A næstu myndinni sjest til vinstri ísbrjóturinn „Litli- björn“, sem hjelt opinni innsigling- unni til Svendborgar, en til hægri er , Stóribjörn“, sem er stærsti og sterk- asti ísbrjótur, sem Danir eiga. Loks er mynd af skipi, sem komið hefir í höfn alklakað, svo að reykháfurinn er það eina, sem sjórinn hefir vkki frosið á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.