Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Side 6

Fálkinn - 17.04.1937, Side 6
6 F Á L K I N N W NAUÐUNGARTRÚLOFUN þETTA liefði aldrei komið fyr- ir, ef hann Larsen kaup- maðnr hefði ekki tekið upp á þeim skolla, að bjóða portborg- arvin ‘á afmælisdaginn sinn. En Larsen tók upp flösku og þegar hún var tóm bað liann William Mortensen, óæðri búðarpiltinn sinn, að skreppa ofan í kjallara og sækja aðra. Margrete hauðst til að fara með honum, og svo gerðist það þarna niðri í dimm- um kjallaranum, að Margrete datl um haunasekk, svo að hánn varð að grípa í hana (W.illiam en ekki sekknrinn) svo hún dytti ekki alveg. Eflir á var lionum ekki fyllilega ljóst hvort hún iiefði kyst liann eða livort hann hefði kyst hana, í ógáti. En svo mikið var víst, að hann vissi ekki fyr en hann slóð þarna á kjallaragólfinu með stúlkuna í fanginu. Og þá sagði Margrete: „Svei og bjakk, Mortensen, ekki hjelt jeg að þjer væruð svona“, og þá vissi William að það hlaut að vera hann, sem liafði kvst liana. Margrete var ofurlöng og hlykkjótt stúlka, toginleit og með lítinn en einbeittan munn. Hún var lík móður sinni, sem var sannkölluð tindabykkja, en W.illiam var sannfærður um, að eftir tíu ár yrði hún þó orð- in enn líkari henni. Því fór i'jarri að honum geðjaðisl að Margrete. En liann var troðinn af ásl lil hennar Elly, vinnukon- unnar á lieimilinu, sem var lífs- glöð og hnellin og kringluleit. Svo var Margrete lika fjórum árum eldri en hann, og honum var ráðgáta hvernig i ósköpnn- um hann hefði farið að kyssa hana. „Hvernig hjelduð þjer að jeg væri ?“ spurði William, talsvert vandræðalegur. „Jeg hjelt að þjer væruð skikkanlegt ungmenni", sagði Margrete. „Piltvir, sem ekki gerði sjer leik að því að draga ungar stúlkur á tálar“. „Mjer dettur ekki í hug að draga stúlkur á tálar“, sagði William, og þá var það Mar- grete sem tvihendi skönkunum um hálsinn á honum. „Kva .... kva .... hvað er lim að vera?“ stamaði hann og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Þú þarft ekki að segja meira“, sagði Margrete og gældi við hann. „Mikil hepni, að við skyjdum verða samferða í kjall- arann. En nú verðum við að flýta okkur, annars gætu þau farið að halda sitt af hverju“. Hún dikaði á undan en Will- am trítlaði á eftir með flöskuna i hendi. Honum gat ekki bétur lundist en hjer liefði skeð eilt- livað óbætanlegt, sem ekki yrði aftur tekið. Við borðstofudyrnar sneri Margrete sjer að honum og greip um hálsinn á honum í annað sinn, fimlega eins og' grísk-rómverskur glímukappi. Og ekki vissi William hvernig það atvikaðist, en svo mikið er víst, að hurðin hrökk alt í einu upp á gátt og' þarna stóð hann lraman í öllu fólkinu með Mar- grete i fanginu. „Hvaða tilstand er nú þetta?“ baulaði Larsen kaupmaður. „Þarna standið þið og niðið livert utan í öðru framan í okk- ur öllum“. Margrete hvíaði en William sótroðnaði. Hanii var i leiðslu, en fann þó að hún tók í hend- ina á honum og dró hann eftir sjer inn í stofuna. „Ilurðin hrökk upp“, sagði hún. „Jú, jeg þóttisl nú geta sjeð það“, sagði Larsen kaupmaður. „Hvernig detlur yður í hug að að dirfast að vera svona nær- göngull við hana dóltur mina Mortensen ?“ William liorfði óttasleginn á góðmannlegt og portvínsljóm- andi andlitið á kaupmanninum. Svo leit hann hornauga til frú- arinnar. Hún var enn horn- halgdarlegri en hún átti að sjer að vera. Bak við hana stóð æðri búðarsveinninn, Luðviksen að nafni og hrosti illyrmislega en við hliðina á honum stóð Elly, föl og alvarleg. Svo heyrði hann í máltólinu á Margrete, eins og' i fjarska: „Þú skalt ekki setja þetla fyr- ir ])ig, pápi. Við William erum trúlofuð!“ „Það lilýtur að vera snögg- soðin trúlofun“, sagði kaupmað- urinn. „Jeg hjelt það væri hún Ellv, sem hann ....“ Frú Larsen ranghvohli til hans augnskeyti, svo að hann þagnaði jafnskjótlega eins og hlautri torfu hefði verið stung- ið ofan í kok á honum. Hann áttaði sig og ræskti sig og sagði svo ofur spakur: „Þarna sjerðu, heillin niín.. Við botnum ekki i slíku lengur, þú og jeg. Hvernig líst þjer á ráðahaginn, gæska?“ „Mortensen er mesti efnis- maður“, sagði frú Larsen há- tiðlega. „Og úr því að hann trúlofast ungri stúlku, þá hlýt- ur liann að vita, livaða ábyrgð hann tekst á hendur. Til ham- ingju, góða mín!“ Hún klappaði dóttur sinni á kinnina. „Jeg liefði nú fremur kosið, að hún Magga hefði fengið mann, sem hefði verið svolitið rosknari“, sagði kaupmaðurinn. En úr því að þeim þykir vænt hvoru um annað þá gerir minst til um aldurinn. Jæja, eigum við þá ekki að hella í glösin og óska þeim nýtrúlofuðu til ham- ingju?“ TV/fEÐAN Margrete hjekk um hálsinn á móður sinni leit William eins og sneyptur krakki á Elly. Það var kominn roði i kinnarnar á henni aftur, — full mikill, fanst honum. Hún góndi heint framundan sjer eins og lienni kæmi þessi trúlofun ekki lifandi baun við. William vissi að það var skylda hans að skýra henni frá, að þetta væri altsaman misskilningur og' flan, og að hann hefði aldrei látið sjer til hugar koma að tiúlofast henni Margrete, en hann gat ekki komið upp úr sjer einu orði, hvemig sem hann ræskti sig. Það var eins og tung- an hefði verið límd við góminn á lionum og liann vissi ekkert af sjer fyr en hann stóð þarna eins og Kínverji með glas í hendi og var að skála við fólkið i óðaönn. „Skál, og til hamingju", sagði Larsen kaupmaður. „Þjer eruð duglegur verslunarþjónn, Mort- ensen, og þegar maður er passa- samur verslunarþjónn verður maður að jafnaði góður eigin- maður líka. Segir þú ekki sama gæskan ?“ „Jú, það er líklega eitthvað til í þvi“, sagði frú Larsen gætilega. „Til hamingju Morten- sen. Jeg vona að þjer farið vel með hana Möggu. Hún er bæði vel að sjer til munns og handa og svo er hún falleg stúlka“. Og frú Larsen sendi William augnskeyti, sem lýsti dýpsta vafa á þvi að hann kynni að meta þessa perlu af kvenmanni, sem hún hafði sjálf alið npp og tamið eftir öllum kúnstarinnar reglum. — Loks var kvöldið á enda. Lar- sen kaupmanni þótti dálítið gott í staupinu, en þegar hann fór aðeins að finna á sjer, var frú Larsen altaf vön að segja að nú væri best að fara að hátta. William fór upp á kvistinn; þeir bjuggu þar saman æðri húðarsveinninn og hann Lúð- víksen fleygði sjer i rúmið og kveikti í sigarettu. „Jæja, þú beist á öngulinn í dag, Mortensen", sagði hann Svona getur það farið þegar kvenfólkið er of áleitið. Stúlkur um þrítugt eiga að lesa þessa sögu eftir ERIK HASSIN og láta sjer víti Margrele að varnaði verða. ertandi. „Jeg sje að jeg hefði átt að aðvara þig í tíma“. „Aðvara mig?“ spurði Will- iam. „Já, aðvara þig. Jeg get sagt þjer út i æsar, hvernig þessi trú- lofun kom undir. Þegar þið lcomuð ofan i kjallarann þá hrasaði hún nm poka og lá við að delta. Og hún datt utanum hálsinn á þjei’. Og áður en þú gast komið upp nokkru orði þá voruð þið trúlofuð. Og eftir á ljek hún síðai’i þáttinn af mik- illi fimi og hrinti upp hurðinni með löppinni — til þess að op- inbera trúlofunina. Og nú ert þú eins og' rotta í gildru“. „Hversvegna heldnrðn að það hafi gerst með þessu móti?“ spurði William. „Af því að hún hefir reynl sama bragðið á mjer“, sagði Lúðvíksen. „En jeg bað hana að hælla þessum tiktúrum því að jeg væri ekki fæddur í gær. Hún er ein af þessum hrókar- sjúklingum, seih umfram alt verður að hafa karlmann, jafn- vel þó hún yrði að veiða hann í vað. En jeg þakkaði fyrir mig. Það væri annað mál, ef gamli maðurinn ætti eitthvað til“. „Verslnnin er mikils virði", sagði William. Hann var eins og mús undir fjalarketti, en vildi umfram alt ekki láta Lúð- viksen sjá hvernig sjer væri inn- anbrjósts. „Ójá, en þjer verður nú lítil anægja að henni“, sagði Lúð- viksen. „Þvi að það verður nú hann sonur lians, sem er á verslunarskólanum, sem tekur við versluninni, það máttu bölva þjer upp á. Og það sem til er i peningum — ætli það fari ekki í porthorgarvín handa Larsen- Margi’ete fær ekki meira en svona tvö þúsund krónur, í mesta lagi. Nei, komdu þjer undan meðan timi er til, dreng- ur minn — karlinn og kerlingin hugsa ekki um annað, en að ná i einhvern til að sjá fyrir henni“. William beit á jaxlinn. Þó liann væri orðinn tuttugu og þriggja ára lá honum við að skæla eins og krakka. Hann var ekki í vafa um að Lúðvíksen fór með rjett mál. Það hafði verið leikið svívirðilega á liann. Hann skyldi segja Margrete að fara til fjandans, undir eins á morgun. Og síðan ætlaði hann að segja upp vistinni og skýra Elly frá hvernig í öllu lá. „Nei, ef hún hefði ált dálítið

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.