Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Myndin til vinstri gæti verið af gömln málverki eftir hollenzkan meistara■ En hnn er tekin af atriði í þýskri kvik- mynd, sem gerist í Flandern ú 16. öld. Galatha-brúin er einn víðfrægasti stað- ur í Konstantínópel eða Istambul, sem nú heitir, því að hún er aðal skemtigöngustaður eða „strik“ borgar- búa. Þar er altaf fjölment, bæði dag og nótt og stundum svo þjettskipað, að varla verður þverfótað fyrir fólki. Þessvegna kemur enginn svo til Istam bul, að hann leggi ekki Galathabrúna undir fót.'Hjer til hægri sjest þessi merkilega, fagra og breiða brú. En hvað kemur til, að þar sjest ekki nema einn dáti? Hvar er alt fólkið, sem vani er að fylla fjölförnustu gönguslóð borgarinnar? Ráðningin er þessi: Mustafa Kemal fyrirskipaði nýlega, að taka skyldi verulega áreiðanlegt mann- tal í Istambul, því að það hafði víst ekki verið gert öldum saman, ef það hefir þá verið gerl nokkurntíma. Og allir skyldu vera lieima, ákveðinn hluta úr degi. Hjer að neðan er flokkur dansmeyja og söngvari frá Suður-Ameríku. Ferð- ast hann um Bandaríkin og skemtir fólki með argentínskum dönsum■ Níundi nóvember eða næsti virkur dagur þar á eftir, er mikill hátíðisdag- ur í London. Þá er borgarstjórinn — Lord Mayor - settur inn í embætti sitt og það gengur e.kki þegjandi og hljóða- laust. Borgarstjórinn verður að aka í gullvagni sínum um götur borgarinnar i nokkra klukkutima, til þess að lofa fálkinu að sjá sig; á undan honum fer riddaralið, kallarar og fótgöngulið og i förinni eru ennfremur sýningarvagn- ar frá öllum nýlendum Breta, er sýna helstu afurðir sinar. Er þessi halarófa um 20 minútur að fara fram hjá áliorf- andanum. Myndin hjer að ofan sýnir einn sýningarvagninn og á honum er m. a. bráðlifandi belja og stúlka að strokka rjóma. Borgarstjórinn gegnir starfinu aðeins eitt ár og aðalverk hans er að sitja veislur, svo að maga- veikum mönnum er ekki hent að gegna embættinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.