Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Þaö skaðar ekki að vita það. Kostnaður allra þjóða af heimsstyrjöldinni jafngildir þvi að 480.000 dollarar liefðu verið greiddir til hennar dagLega frá Krists fæðingu- Glæpir allskonar kosta Banda ríki Ameríku 15.000.000.000 doll ara á ári. Við fjórðu hverja handtöku liaifði áfengi verið með í spilinu. Fyrsta bifreiðasýning í lieimi var haldin í Madison Square Gardens í New York í nóvem- her árið 1900. Japanar eru sem óðast að fjölga kúnum til þess að fram- leiða ull. Úr ostaefni mjólkur- innar framleiða þeir ull, sem stendur lítið að baki ull af sauðfje. Einkaleyfaskrifstofa Banda- ríkjanna er nú rúmlega hundr- að ára. En áður en hún var stofnuð fengu menn einkaleyf- isvernd með stjórnarráðsbrjef- uni. Á þessum 100 árum hafa yfir 2.000.000 einkaleyfi verið veitt í U. S. A. Gela má þess, að samkvæmt lögum frá 1930 er hægt að taka einkalejdi á nýj- um jurtategundum! Sjálfvirkir talsímar, sem eru að kalla má nýir í heiminum, fengu einka- leyfisvernd 1892. einkaleyfi á gaddavír var tekið 1874, á sjálf- spilandi píanóum 1889 og á gúmmihringjum á vagna 1844. Nálægt 950.000.000 biblíur og nýja-lestamenti hafa verið gef- in út samtals síðan prentlistin kom tif sögunnar. Lyfturnar í Bandaríkjunum fara um 250.000.000 enskar mil- ur upp og niður á hverjum virk- um degi. Þegar maðurinn hefir andað að sjer eins og hann getur er hann 2—6% ljettari en vatn, en ef hann liefir andað frá sjer er hann 1 -7% þyngri. Það er því úndir andardrættinum komið hvort hann sekkur eða flýtur. Þurt timbur er 20—50% ljettara en vatn, steinolia 20% Ijettari, sjór 2—4% þyngri en vatn og kork 80% ljettara. Mjólk hefir sömu þyngd og sjór, en ís er 10% ljettari en fljótandi vatn og vínandi 20% ljettari. Gull er þyngst alJra málma. Einn Jítir af gulli vegur 17,2 kg.díter af blýi vegur 11,4 kg., liter af silfri 10,3 kg., líter af messing eða látúni 8,3—8,7 kg., Jíter af stáli og smiðajárni 7,8 kg:, en af steypujárni 7,2 kg., liter af vatni vegur 2,6 kg. og af aluminium 2,7 kg. Einn fjórði af salti og % af snjó íramleiðir 21 stiga kulda. Vz nf þyntri brennisteinssýru og ÞEKKIRÐU LANDIÐ? 3. HVAÐA STAÐUR ER ÞETTA? Þar hafa aldrei heiðnir menn búiö. Staður nr. 3. Nafn: Heimili: Póststöð: iiilláií:: FRA MALAGA. Myndin er frá Malaga, sem þjóð- ernissinnar náðu nýlega á sitt vald, undir forustu Liano hershöfðingja. Borgin var í björtu báli þegar her- inn náði henni og eftir að hann var kominn inn i borgina, hófst þar hið ægilegasta blóðbað. Sumar fregnir segja að 4—5 þúsund manns hafi beðið bana af völdum þjóðernissinna, eftir að borgin var tekin, en senni- lega er það ofhermt. Fall Malaga er merkilegasti viðburður borgarstyrj- aldarinnar spönsku núna i margar vikur og bætir aðstöðu þjóðernis- sinna að miklum mun. V2 af snjó framleiðir 35 stiga kulda. Vs af saltpjetri, Vz af salmiak og Vs af vatni framleiðir 24 stiga kulda og % af ldor- calcium og % af snjó framleiða 42 stiga kulda. ísinn er manngengur þegar liann er orðinn 4 sentimetra þykkur, hann lteldur uppi ríð- andi manni 9 sentimetra þyklc- ur en bifreið getur ekið um liann þegar liann er orðinn 13 senti- metrar á þykt. Ártalið lijá Gyðingum er núna 5697 og gamlárdagurinn er 5. september. Þegar gamlalesta- mentið var ritað töldu þeir ár- ið byrja 13. mars með mánuð- inum nisan. Gyðingar skifta ár- in'u í tólf mánuði, sem ýmist hafa 29 eða 30 daga, en þegar hlaupár er bæta þeir við einum mánuði. Páskarnir standa fjóra daga og bera upp á sömu daga og hjá okkur og eins hvítasunn- an. Lýðveldið Andorra í Pyrenea- fjöllum er fámennasta ríki i Evrópu og eru íbúarnir aðeins 5000, en að stærð er það 452 ferkm. Lichtenstein, furstadæm- ið, hefir 12.000 íbúa en er ekki nema 159 ferkílómetrar, en höf- uðborgin lieitir Vaduz og hefir 1700 íbúa. San Marino-lýðveld- ið hefir 13.000 íbúa og er 61 ferkm. Monaco er minst allra þessara ríkja, aðeins 21 fer- kílómetrar, en þó fjölmennasl, því að það hefir 25.000 íbúa. Ef ísland væri jafn þjettbýlt mundu vera lijer 125 miljónir manna. í Evrópu eru nú þrettán kon- ungsriki og er eitt þeirra Ung- verjaland konungslaust, en tvö undir sama konungi. Elst að völdum er Vilhelmina Hollands- drotning, sem hefir ríkt í 47 ár, eða siðan hún var 10 ára en elstur að aldri er Victor Eman- uel Ítalíukonungur, sem er 6s ára og næst elstur Kristján kon- ungur tíúndi, sem er ári yngri. Yngsti konungur í álfunni er Pjetur II. Jugoslavakonungur, sem er á 14. árinu, en í Síam er annar tveimur árurn yngri: Ananda Mahidol. Bank of England er stærsti banki i heimi. Þjóðbókasafnið í París er stærsta bókasafn í heimi. Operuhúsið í París er slærsta leikhús i heimi og nær yfir meira en einn hektara. Stærsti háskóli í heimi er í Kairo, með 310 kennurum og yfir tíu þúsund stúdentum. Stærsta minnismerki lieimsins úr bronse er af Pjetri mikla í Leningrad og vegur 1100 tonn. Stærsta liöll í heimi er Escorial við Madrid. Maður þarf fjóra daga til að ganga gegnum öll herbergi i liöll þessari, enda er leiðin um 200 kílómetrar. Höll- in er 240 metra löng og 190 metra breið. zr bEsta auglýsingablaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.