Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. láta það blekkja þig. Mimi liatar karlmenn — okkur alla — af öllu hjarta“. Hún var hætt að gráta. Hun hnyklaði brúnirnar og sagði: „Jeg botna ekkert í þessu. Hatar þú hana?“ „Yenjulega ekki“. „En núna?“ „Jeg lield ekki. Hún er heimsk og hún þykist viss um að hún sje afar greind, og það er vitanlega skrambi ergilegt, en jeg held samt að jeg hati liana ekki núna“. „Það geri jeg“, sagði Dorothy. „Já, þú sagðir mjer það í vikunni sem leið. Annars var það nokkuð sem jeg ætlaði að spyrja þig um: Þektir þú, eða liefir þú nokkurntíma sjeð þennan Arthur Nunlieim, sem við vorum að tala um á leynikránni í nótt?“ Hún leit hvast á mig: „Nú ert þú að reyna að skifta um umtalsefni". „Nei, mig langar bara lil að vita þetta. Hvað segirðu um það?“ „Jeg hefi hvorki þekt liann eða sjeð hann“. „Það var minst á hann í blöðunum“, sagði jeg við hana. „Það var hann sem sagði lögreglunni, að Morelli þekti Júliu W,olf“. „Jeg man ekki eftir að jeg hafi heyrt hans getið“, sagði hún, „jeg hefi aldrei heyrt nafnið fyr en í nótt“. Jeg lýsti honum fyrir henni: „Hefirðu nokkurntima sjeð hann?“ „Nei“. „Þektirðu nokkuð af fólkinu, sem við hitt- um lijá Studsy í nólt?“ „Nei —. Jeg get svarið þjer það, Nick, að jeg mundi segja þjer það, ef jeg vissi nokk- nð, sem gæti konnð þjer að gagni“. „Og sama þó það kæmi einhverjum að ógagni ?“ „Já“, sagði hún samstundis, og svo: „Hvað meinarðu ?“ „Þú veist vel hvað jeg meina“. Hún tók höndum fyrir andlitið og rödd hennar heyrðist varla: „Jeg er hrædd, Nick — jeg —“ Ilún kipti að sjer höndunum því að drep- ið var á dyrnar. „Kom inn‘„ sagði jeg. Andy opnaði dyrnar en ekki meira en svo, að liann rjett gat rekið hausinn inn um gætt- ina. Ilann reyndi að láta sem hann væri ekki forvitinn, þegar hann sagði: „Fulltrúann langár til að tala örfá orð við yður“. „Jeg skal koma“, sagði jeg. Hann opnaði liurðina betur. „Hann bíður eftir yður“. Hann deplaði íbyggilega til mín augunum, en munnvikin lireyfðust mikið meira en augun og svipurinn varð afar skrit- inn. „Jeg skal koma til þín aftur“, sagði jeg við Dorothy og fór með honum. Hann lokaði dyrunum eftir mjer og bar munninn fast upp að eyranu á mjer: „Dreng urinn stóð á hleri við skráargatið“, hvíslaði hann. „Gilbert?" „Jú, ætli ekki það. Honum tókst að laum- ast frá þegar hann sá mig koma, en jeg sá nóg samt“. „Hann slapp vel við það“, sagði jeg, en hvernig gengur ykkur með frú Jorgensen?“ Hann bjó til stórt 0 úr þykku vörunum og frísaði eins og hestur: Ja, það er nú meiri kvenmaðurinn“. XXV. Við fórum inn í svefnliex’bergið til Mimi. Hún sat í hægindastól við gluggann og var einstaklega ánægjuleg á svipinn. Hún brosti glaðlega til mín og sagði: „Sál mín er livít eins og snjórinn. Jeg hefi meðgengið alt“. Guild stóð við borðið og þurkaði sjer í framan með vasaklút. Það voru enn svita- dropar á gagnaugunum á honum, og and- litið var gamallegt og þreytulegt. Hnífurinn og festin og vasaklúturinn sem verið hafði utan um það lá á borðinu. „Búið?“ spurði jeg. „Svei mjer ef jeg veit það“, sagði hann. Hann sneri sjer að Mimi. „Álítið þjer að við sjeum búin?“ Mimi hló. „Jeg get ekki hugsað mjer að það sje neitt fleira“. „Gott“, sagði Guild hægt, eins og honum væri það á móti skapi, „ef svo er þá held jeg, að jeg verði að tala ofurlítið við mr. Charles, ef þjer viljið afsaka okkur í nokkrar mínút- ur“. Hann braut vasaklút sinn vandlega saman og stakk honum í vasann. „Þið getið talað saman hjerna“. Hún stóð upp úr stólnum. „Jeg ætla að fara inn og lala við frú Charles, þangað til þið eruð bún- ir“. Hún klappaði xnjer gletnislega á kinxx- ina nxeð einum fingurgóminum, um leið og liúix gekk hjá. „Nú máttu ekki láta þá segja ljótt um mig, Nick“. Andy lauk upp dyrunum fyrir henni, lokaði aftur á eftir henni og gerði aftur O með munriinum og frísaði. Jeg lagðist upp í rúxxxið. „Jæja“, sagði jeg, „livað er ixú?“ Guild ræskti sig. „Ilún sagði okkur hverxx- ig hún lxefði fundið þennaix keðjustubb lijerna og hnífinn á gólfinu, stúlkan liefir líklega slitið keðjuna þegar húxx var í svift- ingunum við Wynand. Hún sagði okkur líka ástæðuna til, að liúxx hefði leynt þessu þang- að til núna. Okkar á milli sagt, þá er lítið á þessu að græða, ef maður vill lita rólega og hleypidónxalaust á nxálið, en það getur vel verið, að xxxaður eigi eftir að líta þannig á þetta mál. Sannast að segja: jeg get aldrei botnað í þessari manneskju — svei mjer ef jeg get það“. „Aðalatriðið“, sagði jeg, „er það, að mað- ur láti hana dasast. Þegar þjer standið hana að lygi, þá viðurkennir hún það, og lætur vður svo fá aðra lygi í staðinn, og þegar maður flettir ofan af lienni líka þá viður kennir hún það og keniur með nýja, og svo koll af kolli. Flestu fólki — jafnvel kven- fólki — felst hugur þegar það er staðið að þriðju eða f jórðu lyginni, og flýr þá á náðir sannleikans eða það steinþegir, en Mimi er ekki svoleiðis. Hún veður bara elginn áfram að maður verður að vera mjög gætinn, ann- ars veit maður ekki af sjer fyr en maður er farinn að trúa henni. Ekki af því að það sje svo sennilegt sem hún segir, heldur blátt áfram af því að maður verður slituppgef- inn af að tortryggja hana“. Guild sagði „hmm — það gelur verið“. Hann stakk einum fingri undir flibhann, og það leit út fyrir að honum liði bölvanlega. „Heyrið þjer mjer, lxaldið þjer að hún liafi drepið stúlkuna?“ Jeg tók eftir að Andy starði á mig eins og naut á nývirki, svo að augun tútnuðu. Jeg settist upp í rúminu og fæturnir ofan á gólfi. „Jeg vildi óska, að jeg vissi það. Þetta hjerna með festina lítur vel úl, eins og tilbúið spor, en . . Við getum að minsta kosti koniist að livort liann á svona keðju, jafnvel lika hvort liann á liana ennþá. Ef hún nxan eins vel eftir þessari festi og hún lætur, þá get jeg ekki betur sjeð en henni liefði verið vandalaust að fá gullsmið til að gera eftirlikingu af henni, og allir geta keypt sjer hníf og látið grafa á hann livaða fanga- mark, sem þeim dettur í hug. En það er ó- sennilegt að hún hafi gerst svo djörf. Ef hún hefir búið þetta spor til sjálf, er sennilegra að hún liefði haft rjettu keðjuna — máske hefir hún haft hana árunx saman — en alt þetta verðið þið að grafa upp sjálfir, piltar“. „Við gerunx okkar besta“, sagði Guild þol- inmóður. „Svo að þjer haldið að það hafi verið hún sem gerði það?“ „Þjer meinið — framdi morðið?“ Jeg hristi höfuðið. „Svo langt er jeg ekki konx- inn. Hvað er um Nunheim? Komu kúlurnar heim við byssuna?“ „Það gerðu þær — áreiðanlega úr sömu byssunni, sem stúlkan var drepin með — allar fimm“. „Hafði hann fengið finxm skot?“ „Það hafði hann — og á svo stuttu svæði að fötin hans liöfðu sviðnað“. „Jeg sá stelpuna hans, þá stóru rauð- lxærðu, á leyniknæpu i nótt. Hún segir að þjer og jeg höfunx drepið hann, af þvi að liann vissi of mikið“. Hann sagði: „Hmm — hvaða leyniknæpa var það? Jeg gæti ef til vill haft gaman af að spjalla við hana“.' „Pigiron-klúbburinn hans Studsy Burke“, sagði jeg og gaf honuni heimilisfangið „Mor- elli lieldur sig líka þar. Hann sagði mjer að Júlía Wolf liefði heitið Naucjr Kane rjettu nafni, og að hún eigi friðil, sem situr í fang- elsinu i Ohio, Face Peddler lieitir hann“. Guild sagði já við mig þannig, að mjer gat dottið í hug, að liann vissi þegar um Pepp- ler og alt sem vitað væri unx fortíð Júlíu. „Og hvað hafið þjer grætt fleira á förinni?“ „Einn af vinum mínunx, blaðritari sem heitir Larry Crowley, sá Jorgenson koma út úr veðlánarabúð á 6. Avenue nálægt 40. götu siðdegis í gær“. „Já“. „Þjer vii’ðist ekki vera ginkeyptur fvrir frjettum mínum. Jeg — er —“ Mimi opnaði dyrnar og kom inn nxeð glös, whistky og sódavaín á bakka. „Mjer datt i hug að þið munduð hafa lyst á þessu“, sagði hún glaðlega. Við þökkuðum fyrir. Hún setti bakkann á boðið og sagði: „Jeg ætla ekki að trufla ykkur“, og horfði á okk- ur með broshýru unxburðarlyndi, senx kon- um þykir svo gaman að sýna karlmönnum er sitja saman, og lor svo út. „Þjer ætluðuð að fara að segja eitthvað“, sagði Guild. „Jeg ætlaði aðeins að segja ykkur það, að ef hið haldið ekki, að jeg segi ykkur alt sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.