Fálkinn - 08.05.1937, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
Fataefni,
nýkomin.—Úrval af fallegum og góðum efnum.
Klæðaverslun H. Andersen & Sðn.
GAMLA BÍÓ
„AVE MARir
Heimsfræg og gullfalleg söng-
mynd, meö hljómlist eftir Bach-
Gounod, Verdi o. fl.
Aðalhlut verkið leikur hinn
heimsfrægi söngvari
BENJAMINO GIGLI
. .Frægasti söngvari heimsins syng-
ur í Gamla Bíó! Kvikmyndinni eig-
um við að þakka, að þessi orð eru
sönn, því að ekki eru mikil likindi
til, að sá tími sé nálægur, að ís-
lendingar fái að’ héyra frægasta
söngvara heimsins i eigin persónu
í Beykjavík Þeir tímar koma varta
í tið nokkurs þess manns, sem mi
lifir.
En kvikmyndin er góð uppbót.
Hversu mikits færu ekki allar af-
skektar smáþjóðir á mis, án hennar
— af listnautn og fróðleik? Ekkert
hefir gert heiminn jafn „yfirsjáan-
lcgan" og kvikmyndin.
Benjamino Gigli hefir sjest hjer
og heyrst áður, í mynd sem sætti
dæmafáum viðtökum. Þessi nýja
mynd, sem Gamta Bíó sýnir, heitir
„Ave Maria" og er söngvarinn sjólf-
ur vitanlega þungamiðja þeirrar
myndar. Hún sýnir hann sem mein-
lausan og sakleysislegan tilfinninga-
mann, sem mist hefir unnustu sína.
Söngvarinn Tino Dossi, vitanlega
heimsfrægur maður sem ferðast borg
úr borg og syngur og töfrar og rak-
ar saman fje. Báðsmaður hans,
Amandeus Winkler, hefir ráðið hann
til að syngja i París, en ekki at-
liugað, að hann hefir ákveðið söng-
daginn á dánardegi unnustu söngvar-
ans, 5 árum síðar. Tino Dossi verður
hamslaus og neitar að syngja, en
lætur þó undan er hann fær að
vita, að hann verður að greiða stór-
fje fyrir sanmingsrof. Daginn eftir
fer hann i smókirkju til þess að verða
viðstaddur messu, sömu kirkjuna
stm María unnusta hans hefir ver-
ið grafin frá.
Þar ber fundum hans saman við
gleðidrósina Claudette, sem hefir
lagt snoru fyrir söngvarann og vilt
ná tangarhaldi á honum til þess að
hafaíaf honum fje. Hann verður ást-
fanginn af henni og hjá henni vakn-
ar einnig fö skvalau ást til söngv-
arans hjartagóða, og hún iðrast þess
að hún hefir Iogið til um ætt
sina og mannfjelagsstöðu. Hjer verð-
ur ekki rakið livernig só hnútur
leysist á endanum. En söguþráður-
inn gefur söngvaranum og Claudett i
(leikin af Kathe von Nagy) tilefni
til þess að veita áhorfendunum söng
og leik, sem þeir munu lengi minn-
ast. Meðal annars heyrir maður Gigli
syngja ljóð úr ,,La Traviata" bæði
einan og með söngkonunni Erna
Ekkjan Helga Björmdótliv,
Bragagötu 22, er XO ára í (lag.
Axel Clausen, kaupmaður frá
Sandi, varð 50 ára 30. f. m.
Sophie Stewart heitir ný Ieik-
kona sem farin er að leika í mynd-
um Alexanders Korda. M. a. leikur
hún Celiu í „As you like it“. Þessi
stúlka er ákaflega gefin fyrir stjórn-
mál. Bróðir liennar bauð sig fram
við siðustu kosnngar i Iínglandi og
þá gleymdi Sophie öllum kvikmynd-
um og ferðaðist um kjördæmi hans
og hjelt stundum tíu ræður á dag.
Og bróðirinn v'ar kosinn.
Berger en auk laganna úr Traviata
ber einkmn á ljóðaþráðum, spunnum
útúr . Ave Maria“ Gounods og ýms-
iim ,,thenium“ eftir Bach. Söngsveit
og hljómsveit ríkisóperunnar i Ber-
lin myndar umgerðina um hinn tign-
arlega söng Giglis og ennfremur
círengjasöngsveil dómkirkjunnar i
Berlin.
Og að öðru leyti er öll umgerð
myndarinnar hin veglegasta, eins og
vænta má. Eftir að kvikmyndafjelög-
unum hefir loks tekist að ná í Gigli,
er ekki sparað til þeirra mynda, sein
hann er miðdepill í. Þessi mynd er
ein þeirra fáu, sem enginn má láta
ósjeða sjer að skaðlausu..
jr
1 næsta blaðí
„FÁLKANSU
verður grein um Kristján konung
tíunda í tilefni af 25 ára ríkisstjórn-
arafmœli hans. Þar verðtir m. a.
sjerstaklega sagt frá konunginum
sem konungi íslands og því hver
breyting hefir orðið á ýmsum stjórn-
arháttum konungs við það, að Is-
land vur tekið í ríkja tölu árið 1913.
Ennfremur getið flestra helstu at-
iiða tir lifi konungs.
Önnur grein verður í sama blaði
um Elísabetu Englandsdrotningu. Nti,
sjálfa krýningarvikuna, mun marga
fýsa að kynnast lífi þessa mesta
kvenskörungs, sem setið hefir ti
valdastóli enska heimsveldisins. .4
dögum hennar efldist England meira
en nokkurntíma fyr eða siðar. Sjáif
var Elísabet einkennieg mjög í háitt-
um sinum og segir greinin frá því,
jafnframt því að tíðarandanum á
liennar dögum er lýst itarlega.
Myndir fylgja greininni.
Söguna í næsta blaði hefir Annie
Vivantie skrifað og heitir htin „Feg-
urðarsamkepnin". Annie Vivantie er
kunnasta skáldkona ítala, að undan-
iekinni Grazia Deledda, og hafa vin-
sældir hennar og frægð farið hrað-
vaxandi um heim allan á síðustu ár-
um.
Ef rtim leyfir verður ennfremur
sagl frá svifflugstilraunum hjer i
fíeykjavík og viðgangi svifflugsins
annarsstaðar. Erlendis er svifflug-
ið orðið mjög iðkuð íþrótt og þykir
nti ómissandi undirstöðuatviði fyr’r
þá, sem ætla sjer að verða flugmenn.
Auk þessa verður að vanda margs-
konar efni titlent og innlent, fjöldi
mynda, getraun og krossgáta.
Nýja BfÓ.
Það þarf ekki að kynna íslenskum
kvikmyndagestum Louis Trenker.
Þeir muna myndirnar „Björg í báli“
og ,,Uppreisnarmaðurinn“ — hinar
sjerstæðu og stórfenglegu myndir,
þar sem saman fór hrikalegt éfni og
hrikalegt umhverfi, í aðdáanlegu sam
ræmi, sem gerði áhrifin svo veiga-
mikil að þau gleymdust ekki. Trenk-
er varð heimsfrægur af þeim mynd-
um og eðilegt að þær varðveiti nafn
hans vel, þar sem hann sjálfur bæði
semur myndirnar, stjórnar töku
þeirra og leikur aðalhlutverkið í
þeim. Það gera víst fáir nema hann
og hin mikla andstæða hans: Charlie
Chaplin.
í nýjustu mynd sinni hefir Trenker
farið fram úr hinum fyrri ágælis-
verkum sínum og skapað verk, sem
vandfýsnustu kvikmyndadómara brest
ur orð til að lofa. „Glataði sonur-
inn“ er að efni til nútíma endurtekn-
ing á gömlu sögunni um soninn, sem
yfirgaf föður og móður og fór út í
lönd og sóaði fje sínu í gjálífi og
kom lieim aftur blásnauður. Þar er
------ NÝJA BÍÓ. -------------
Týndi sonurinn.
(Naar Solen vender).
Stórfengleg kvikmynd tekin i
Tyrolaölpum og í skýjakljúfa-
hverfinu í New York.
Höfundur: j
Leikstjóri: LOUIS TRENKER
Aðalleikari: I
Mótleikari hans:
MABIA ANDEBGAST.
Sýnd bráðlega.
sagan um ungan gyðing á Krists dög-
um, austur i Gyðingalandi, én hjer
er sonurinn ungur Tyrolbúi, seni
yfirgefur gnípufjöllin í heimaliögun-
um rog fer lil New York fullur af
vonum um gull og gróða. Myndin
segir frá hvernig honum vegnar þar
og hvernig honum reynast skiftin.
Það verður*ekki rakið hjer, en hitt
verður að nefna, hve háleitur og
l'agur óður lil náttúrunnar og þeirr-
ar fegurðar. sem ekki er fengin með
manna höndum, felst í þessari tign-
arlegu og óviðjafnanlegu mynd. Það
er ekki síst þessi hliðin, sem gefur
myndinni ómetanlegt gildi og gerir
hana ógleymanlega, þó margt fleiru
megi nefna. Myndatakan sjálf er
stórkostleg — nærri því ótrúleg.
Þeir sem þekkja bækur Trenkers
minnast þess, að hafa sjeð þar snild-
arlegri ljósmyndir en þeir eiga að
venjast. En hjer er ljósmyndunin
með þeim fágætuni, að flestir munu
vcrða forviða.
Það var þessi mynd um skógar-
mannssoninn frá Tyrol, sem fór til
Ameríku til að leita sjer fjár og
frama, er fjekk fyrstu verðlaun síð-
asl hjá hinum kunna kvikmynda-
„dómstóli“ í Feneyjum. Fyrir þann
dómstól komu (i() kvikmyndir, sem
áður höfðu verið valdar úr mörg-
um hundruðum. Og dómur ánnara
fór í sömu átt, bæði hvað snerti
efni myndarinnar, umhverfi og leik.
Vitanlega er sagan á öðrum þræði
ástarsaga. Stúlkan sem ann, situr
heima, bíður og þráir — eins og
Solveig í „Pjetri Gaut". Þetta hlut-
verk, sem er hið stærsta í myndinni,
að frátöldu hlut'verki Trankers, er
k-ikið af Maria Andergast, sem ekki
mun vera kunn hjer á landi. En
það munu margir þrá að sjá hana
aftur, eftir að hafa sjeð hana sem
Barbl i „Týnda syninum". — Hljóm-
leikarnir í myndinni eru samboðnir
öðru. Þeir eru eftir Giuseppe Becce.
Það hlýtur að vera skritin mann-
eskja, sem ekki töfrast af „Týnda
syninum“. Hann verður sýndur i
NÝJA BÍÓ á næstunni.
----x----