Fálkinn - 08.05.1937, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
jp Bstag=B .
I °-SKAR BBAATEN: í GÓÐUM FJELAGSSKAP I
jj^l || n | | n Q |||. ■■ ■■ ,| #
Hún leggur körfuna með
bögglunum af sjer í stólinn og
liendir sjalinu á rúmið. — Er
liann pabbi ykkar ekki kominn
enn? spyr hún. — Nú, svarið
þið krakkar!
En krakkarnir þrír hafa eng-
an tima til að svara, þau ryðj-
asl á körfuna og bögglana og
fara að rífa upp pokana.. -—
Iss, af hverju keyptirðu ekki
neitt gott, mamma, lijerna er
ekkert nema fnatur! — Jeg á
dálítið golt í skápnum, en það
geymum við þangað til í kvöld!
segir mamma. — Bara að liann
pabbi ykkar færi nú að koma!
— Nei, ]iað var ekki nema
sjálfsagt, að hann væri ekki
kominn. Það var ekki við því
að búast, að liann kæmi heim
á sæmilegum tíma, þó það væri
afmælisdágurinn hennar! Þo
liann hefði lofað því svo statt
og stöðugt í morgun! — Klukk-
an fjögur kem jeg, Fanny! sagði
hann. Og allsgáður eins og
prestur, kelli mín! Það hefir
aldrei komið fyrir, að jeg hafi
smakkað neitt þennaji dag!
Hún hafði ekki svarað, liún vildi
ekki koma honum í ilt skap. Og'
tvún vildi reyna að gleyma þvi
sem gerðist í fyrra og svo oft
áður. —
En vísl var þetta reglulega
skítmannlega gert af honum.
Hún sem hafði undirbúið alt
svo vel. Krakkarnir nýþvegnir
og snurfusaðir, maturinn lilbú-
inn á hverri stundu, borðið
skreytt með hvítum dúk og'
blómum, og eldurinn snarkaði í
ofninum. En honuni mundi líða
enn notalegar ]var sem hann
var------með fjelögunum.
- En í þetta skifti ætlaði
hún ekki að taka þessu þegj-
andi. 1 kvöld skyldi hann alla
<iaga vera heima hjá konu og
börnum. Það var ekki á hverj-
um degi, sem hún varð ferlug,
það skyldi hún láta hann vita!
Ileim skyldi hann, þó hún svo
yrði að gera svo lítið úr sjer að
sækja liann! Öllu má ofbjóða!
Nú verðið þið að vera þæg
og ekki snúa öllu á annan end-
ann meðan jeg skrepp úl! sagði
hún við börnin, og fór í falleg-
ustu káp.una og setti á sig hattt-
inn. Ekki skyldi hann geta sagt
að hún elti bann á röndum eins
og flökkukerling. Hann var svo
nákvæmur og viðkvæmur í því
íilliti, engum er alls varnað. Og
þegar hún dubbaði sig upp vissi
hún að hún þurfti ekki að líta
niður þó hún sæi fólk. Hún bar
árin vel, það hafði hann altaf
sagt. Og i dag bafði hún meira
að segja verið bjá hárgreiðslu-
konunni!
Iírakkarnir litu ekki einu
sinni upp þegar liún fór, hún
liafði stungið að þeim pappírs-
poka ofan úr hyllu og nú lágu
þau í brúgu á gólfinu og slóust
um innihaldið. — Klifrið þið
umfram alt ekki upp í glugg-
ann og i guðanna bænum snert-
ið þið ekki eldspíturnar! —
Jájá, mamma, við skulum gera
það, farðu bara! sögðu krakk-
arnir, það var rjett svo að þau
gátu talað, þau voru með full-
an gúlinn af sykurkúlum.
Hún strunsaði göturnar á
fieygiferð, staðnæmdist ekki á
liornunum í vafa um hvert hún
ætti að fara, nei, hún fór beina
leið, þangað til hún staðnæmd-
ist fyrir utan kaffihúsið með
stóru rúðunum. En hvað var nú
þetta, Iivað átti þetta að þýða?
Hurðin var aflæst og enginn
kom til dyra þó hún berði!
Ónei, þeir skyldu nú ekki leika
á hana, hún sá ljós bak við
vinduljöldin, heyrði margar
raddir og að glösum var klingt.
—- Það er fult hús í kvöld, hugs-
aði hún. Þessvegna vilja þeir
ekki opna! En ef þeir halda að
þeir geti lokað mig úti þá skjátl
ast þeim. Jeg fer bakdyrameg-
in! Jeg hefi farið þá leiðina fyr.
Gætlu nú að þjer Andrjes! Nú
kem jeg!
Hún þreifaði sig áfram gegn-
um koldimt portið að bakdyr-
unum, þar brann eitt Ijós á
veggnum, hún staðnæmdist við
liurð; Trondsen veitingamaður.
Privat, stóð þarna á skilti úr
fægð-u látúni. — Jú, ætli ekki
það! Privat! Ójú, hún vissi hve
„privat“ þessi inngangur var,
þegar einhver kom eins og þjóf-
ur og ætlaði að fá sjer glas eftir
iokunartíma! —
Hún barði ekki að dyrum,
hún gekk beint inn í ganginn
og að stóru vængjahurðunum,
sem vissu að veitingasalnum.
Þar nam hún staðar og snýtti
sjer og lagaði á sjer hárið. Bara
að hann Andrjes yrði nú ekki
svo reiður, að kvöldið færi í
hundana! En hún ætlaði að tala
blítt við hann og ná honum
með sjer með góðu. Og þá
mundi hann koma og verða
góður drengur. Hann hlaut þó
að muna, hvða dagur var í dag!
Það er best jeg flýti mjer áður
en hann sullar of miklu í sig!
— En hvað í ósköpunum var
nú þelta, hafði henni skjátlast?
Nei, hún >'ar í stóra salnum
með steinflísagólfinu og ölaug-
lýsingunum á veggjunum og
disknum með messings-tappa-
vjelinni á öðrum endanum. En
bvað var orðið af öllum litlu
borðunum og kollustólunum, og
livað var orðið af öllum karl-
mönnunum i skitnu vinnuföt-
unum, sem voru vanir að sitja
þarna á kvöldin? Núna stóð
þarna aðeins eilt einasla borð,
langt borð á miðju gólfi. með
hvítum dúk og blómum og' kert-
um og glösum og diskum og
skeiðiun og göflum úr púra
silfri! Og mennirnir sem sátu
þarna voru í svörtum fötum
með livítar slaufur, og kven-
fólk i silkikjólum og stássi. —
Nú er jeg alveg hissa, hugsaði
hún. Það er best jeg hypji mig
út aftur, svo að ekki verði tek-
ið eftir mjer!
En hún varð nú samt of sein
i vöfum, þeir böfðu komið auga
á liana þarna við borðið, einn
þeirra spralt upp og kom vagg-
andi til hennar það var
hann Trondsen sjálfur, nú þekti
hún hann, þó hún hefði aldrei
sjeð hann svona uppdubbaðan
áður. Hún ætlaði að skjótast
út, en bann var kominn áður
en liana varði, hann stakk nef-
inu alveg upp i andlitið áhenni,
og það lagði af bonum væmna
og sykraða lykt. — Hvað eruð
þjer að vilja hingað? spurði
hann. Hann leit á kápuna og
andlitið, skrambi lögulegur kven
maður, virkjamikil og föngu-
leg, en verkamannskona var
hún, hann þekti tegundina,
hann var ekki fæddur í gær!
— Svarið þjer! sagði hann. Er-
uð þjer að leita að einhverjum?
Það var orðið hljótt við borðlð,
glamraði ekkerl í glösum og
diskum, heit og rjóð andlit
horfðu forvitin á þöglu konuna
við dyrnar. Jeg er að leita að
manninum mínum! sagði Fannv
liún talaði lágt, það mátti ekki
lieyra það fólkið. Jeg hjelt
að hann væri hjerna! sagði hún.
En mjer hefir skjáltast, þjer
afsakið, jeg skal ekki trufla,
lofið mjer úl!
— Hjerna? Átti maðurinn yð-
ar að vera hjerna? — Það var
eitthvað ljólt, sem brá fvrir i
augum Trondsens, en það bvarf
undir eins aftur, hann lagði
hendina alúðlega á öxlina á
Fanny og kinkaði kolli. Við
verðum að reyna að finna liann
fyrir yður! sagði liann. — Nei,
bíðið þjer við, þjer skiljið víst
að þjer fáið ekki að fara undir
eins og þjer hafið rekið nefið
ið inn úr gættinni! Herrar
mínir, á nokkur ykkar þessa
konu hjerna? sagði hann og
brosti kampakátur til rauðu
andlitanna við borðið. Þið verð-
ið að koma lijerna og athuga
hana betur, bún er víst dálítið
óframfærin, jeg fæ bana ekki
til að koma í birtuná. — Menn-
irnir við borðið stóðu upp, þeir
voru beitir og rjóðir eftir allan
feita matinn, þeir umkringdu
þau tvö úli við dyrnar og gláptu.
— Er það nokkur af þessum
beiðursmönnum hjerna? spurði
Trondsen. — Verið þjer ekki
hræddar, segið ])jer bara eins
og er. Þessi langa hengilmæna
hjerna er Mortensen lorstjóri í
Samvinnufjelaginu, hann scgisl
vera piparsveinn, en jeg gæti
best trúað að bann ljúgi því, jeg'
hefi lengi liaft h'ann gnmaðan
um að eiga konu einhverslaðar
í laumi. — Þessi feita billjard-
kúla er Larsen lögreglupjónn,
liann telst til yfirvaldanna jg er
hirðumaður og hefir kellu sína
með sjer, svo varla er það liann.
Og þessi snyrtilegi hrokkin-
liærði maður er Venásen rakari,
liann er líka með konuna, lnin
situr þarna, svo jeg vil ekki-
seg'ja meira í bili! En takið þjer
þann sem yður list, kona góð,
bjerna standa þeir kringum yð-
ur í röð, allra besta úrvai, lakið
þjer utan um hálsinn á þeim
sem er maðurinn yðar og látið
smella vel í, við hinir getum
snúið okkur undan þangað til
það versta er afslaðið!
Fanny stóð þarna og hvítn-
aði af blygðun og reiði, hana
klæjaði svo skrítilega í aðra
liendina, liana langaði til að
láta hana smella á einhverju
votu og feitu og dauninum sem
lagði að vitum hennar.En hún
hafði reiðsl svo oft áður, hún
liafði lært að halda sjer í skefj-
um, þar hafði hún fengið góðan
skóla. —- Já, jeg er að leita að
manninum mínum, sagði hún
lágt og horfði beinl i augun á
Trondsen. Og jeg sje að bann
er hjer ekki nájia. En svo mikið
veit jeg, að hann hefir setið
hjerna á knæpunni yðar kvöld
eftir kvöld meðan jeg og börn-
in biðu bans lieima! Og svo
mikið veit jeg að hann hefir
skilið lijer eftir marga krón-
una, sem jeg og börnin míii
höfðu meiri þörf fyrir en þjer.
Þessvegna kom jeg hingað til
að gá að honum, því að jeg
hjelt að jeg liefði rjett til þess!
En nú skal jeg ekki ónáða sam-
kvæmið lengur, þokið þjer bara
úr vegi fyrir mjer, jeg vil kom-
ast út!
Þeir litu hvor á annan, allir
hálffullu og samkvæmisklæddu
karlmennirnir, þeir yptu öxl-
um, voru í hálfgerðum vand-
ræðum i augnablikinu. Og rjett