Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1937, Síða 13

Fálkinn - 08.05.1937, Síða 13
F Á L K I N N 13 Setjið þið saman! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 1. Bæjarnafn á austurlandi. 2. Ljótt hljóð. 3. liorg í Frakklandi. 4. Kvenheiti. 5. Mannsnafn. (i. Konungsnafn. 7. Skiki. 8. Gamalt fjall. 9. Mannsnafn. 10. Fen. 11. -------n, segja prestarnir. 12. Fásjeður hlutur. 13. Konungur í Egyptó. 14. —------e, skuld. 11. 12. 13. 14. a—<a at—diý —agn—am—ar- •e—en—fer—fj—fi ÓS- IV i—í—j að—lán s—m us—n a n n—o —rar—ras—rou—tet. ar— inn g—ó Samstöfurnar eru alls 29 og á að setja þær saman í 14 orð i samræmi við það, sem orðin eiga að tákna. Þannig að fremstu stafirnir í orð- unum taldir ofan frá og niður og upp, myndi nöfn tveggja íslenskra vatnsfalla. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. Best er að auglýsa í Fálkanum SVÍAR SLÁST VIÐ DANI. í Forum í Kaupmannahöfn fór ný- lega fram landssamkepni í hnefa- leik milli Svia og Dana. Hjer á mynd- inni sjást lið beggja landanna: Sviar að ofan en Danir að neðan. Macaulay spurði: „Og' hver var það þá, sem drap liaua?“ „Jeg veit það ekki. Cxil vildi ekki segja mjer það“. „Hefir bróðir yðar hitt hann oft?“ „Jeg veit ekki hvað oft. Hann sagðist bara hafa hitt hann“. „Og var minst nokkuð á hm — þennan mann — Nunheim?“ „Nei, það hefir Nick lika spurt mig um. Hann sagði mjer ekki annað“. Jeg mætti augnaráði Noru og gaf lienni bendingu. Hún slóð upp og sagði: Við skul- um fara inn í hina stofuna, Dorothjg og lofa þeim að gera livað þeir nú halda, að þeir sjeu að gera“. Dorothy fór út nauðug, en samt fór hún með Noru. Macaulay sagði: „Hún er orðin lagleg“. Iíann ræksti sig. „Jeg vona, að konan þín —“ „Minstu ekki á það. Nora sjer um sig. Þú ællaðir að fara að segja mjer frá samtali þínu við Wynand“. „Hann hringdi rjett eftir að lögreglan var farin og sagðist hafa sjeð auglýsinguna i „Times“ og langaði til að fá að vila hvað jeg vildi sjer. Jeg sagði honum, að þig lang- aði lítið til að l'ara að sletta þjer fram í hans mál og liefðir sagt, að þú kæmir ekki nærri þeim, án þess að þú talaðir fyrst um þetta við hann, og þá kom okkur saman um, að hittast í kvöld. Svo spurði liann mig hvort jeg hefði liitt Mimi, og jeg sagðist hafa liitl hana nokkrum sinnum eftir að liún kom aft- ur frá Evrópu, og að jeg hefði lika sjeð dótt- ur hans. Og þá sagi hann orðrjett: „Ef kon- an mín skyldi hiðja um peninga, þá láttu liana hafa eins og hún vill, nema það keyri úr hófi“. „Það munaði ekki um það“, sagði jeg. Macaulay kinkaði kolli. „Það sagði jeg líka við sjálfan mig. Jeg spurði hann livers- vegna, en hann sagðist liafa lesið svo mikið í morgunblöðunum, að hann væri sannfærð- ur um, að liún væri i klónum á Rosewater, en ekki samsek honum, og' að hann liefði ástæðu til að lialda, að liún væri „velviljuð“ honum þ. e. Wynand sjálfum. Jeg fór að skilja hvert hann var að fara, og sagði lionum, að hún væri búin að aflienda lög- reglunni hnífinn og úrkeðjubútinn. Og reyndu nú að gela, livað hann sagði við því?“ „Það gefst jeg upp við“. „Hann hummaði og ha-aði nokkra stund ekki mikið samt, og svo spurði hann — eins eðlilega og hægt var að hugsa sjer: „Þjer meinið hnífinn og keðjuna, sem fylgdi úrinu, sem jeg fjekk Júlíu, til að koma því í viðgerð “ Jeg liló: „Og hvað sagðir þú við þvi?“ „Hvað átti jeg að segja. Það var eins og mjer væri gefið utanundir. Áður en jeg gat látið mjer detta nokkuð í hug til að svara, sagði liann: „Það gerir ekkerl til, við getum talað nánar um það i kvöld“. Jeg spurði hann hvar og hvenær við ættum að hittast, og hann sagðist skyldu síma til mín seinna, hann vissi ekki ennþá hvenær hann hefði tíma. Svo afrjeðum við, að hann skyldi hringja heim til mín klukkan tíu. En nú var eins og hann yrði alt i einu önnum kafinn, þó að honum liefði ekki legið neitt á liingað til, og liafði nú ekki tíma til að svara neinu af því, sem jeg spurði hann um. Hann hringdi af og þá hringdi jeg lil þín. Held- urðu ennþá, að liann sje saklaus?" „Jeg er ekki eins öruggur og jeg var“, sagði jeg hægt. „Hvað viss ert þú um, að heyra frá honum klukkan tíu?“ Macaulay ypti öxlum: „Það veist þú eins vel og jeg“. „Ennþá mundi jeg ekki ónáða lögregluna ef jeg væri í þínum sporum, fyr en við höf- um náð í manninn og getum afhent hann. Þessi litla saga verður ekki beinlínis til þess að tendra ást lögreglunnar á þjer, og jafnvel þó að hún stingi þjer ekki inn undir eins, þá máttu eiga það vist, að luin gerir þjer hel- vítið heitt, ef Wynand gabbar okkur i kvöld“. „Það veit jeg ofur vel, en jeg vildi gjarn- an ljetta þessari byrði af mjer“. „Fáeinir tímar lengur eða skemur gera hvorki til nje frá“, sagði jeg. „Mintist annar- hvor ykkar á það, að hann hefði svikist um, að koma á tilsettum tima á Hotel Plaza?“ „Nei. Jeg fjekk ekki einu sinni tækifæri til að spyrja hann umþað. Jæja, ef þú segir að jeg eigi að bíða, þá bíð jeg, en —“ „Við skulum að minsta kosti biða þangað til hann hringir til þín í kvöld — ef hann þá gerir það — og þá getum við ákveðið, hvort við höfum lögregluna með okkur“. „Þú treystir þvi ekki að haniv simi?“ „Jeg er ekki sjerlega viss um það“, sagði jeg. „Hann efndi ekki orð sin seinast, og það lítur svo út, sem hann sneiði hjá þjer síðan hann heyrði, að Mimi liefði fengið lögreglunni festarbútinn og hnífinn. Jeg mundi mundi vera mjög efunarsamur, ef jeg væri í þínum sporum, en nú sjáum við til. Það er best að jeg komi heim lil þín um klukkan níu er það ekki?“ „Komdu og borðaðu með mjer miðdegis- verð“. „Það get jeg ekki, en jeg skal koma eins snennna og mjer er mögulegt ef ske kynni að liann hringdi fyrir timann. Við verðum að liafa snör handtök. Hvai áttu lieima “ Macaulay gaf mjer heimilisfang sitt í Scarstale og slóð upp. „Viltu lieilsa frúnni frá mjer og þakka ifyrir. En, biddu við, jeg vona að þú hafir ekki misskilið það, sem jeg sagði um Harrison Quinn i nótt. Jeg meinti ekki annað en það, sem jeg sagði, að mjer hefðu gefist illa þau ráð, sem hann gaf mjer um hlutabrjefamarkaðinn. Það var alls ekki tilgangur minn að fara að drótta því, að — þú skilur — eða að það geti ekki vel verið, að liann liafi grætt pen- inga fyrir aðra skiftavini sína“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.