Fálkinn - 16.10.1937, Síða 2
2
F Á L K I N N
-------- GAMLA BÍÓ -------------
„Þú ert mjer alt“.
(Du bist mein Gliick).
Stórfengleg og fögur þýsk söng-
mynd.
Aðalhutverkið leikur frægasli
söngvari heimsins
BENJAMINO
G I G L I
Aðalhlutverkið í mynd þeirri sem
nú er sýnd á Gamla Bió- er leikið
af hinum heimsfræga söngvara
Benjamino Gigli, sem er talinn fræg-
astur allra tenorsöngvara, sem nú
eru uppi. Er þetta þriðja kvik-
myndin, sem Gigli leikur í, og kent-
ur öllum sarnan um ]jað að þetta
sje langbesta mynd hans. Auk hans
leika og aðrir nafnkunnir söngvarar
og söngkonur i myndinni, svo að
lijer er óvenjulega gott tækifæri fyr-
ir sönglistarvini og aðra til þess að
verða góðrar skemtunar og ánægju
aðnjótandi, ekki síst þar sent efni
myndarinnar er líka injög skemtilegt.
En leikurinn fer fram i Genua og
Miinchen. Hinn frægi tenórsöngvari
Mario Montif Gigli) var fyrst múr-
ari, en italski söngkennarinn Carlo
Scarpa, veitir athygli hinum ágætu
liæfileikum Montis og tekur hann
á heimili sitt til kenslu. Það verðui'
Jionum lió örlagaríkt, þvi að Bianca,
hin unga og fríða kona hans, verður
ástfangin af Monti og hann af lienni,
og fara svo leikar, að Scarpa rekur
Monti burtu, en einn góðan veðurdag
Ukur Bianca sig upp og skilur við
mann sinn, en fer til Montis. Þau
gifta sig og eru hin hamingjusöm-
ustu, en það skortir þó á hamingju
hennar, að dóttir hennar verður
eftir hjá föður sínum, en hún unni
h.enni mikið,.
Eftir nokkurn tíma frjetti hún,
að dóttir sin væri dáin og tók sjer
l'erð á hendur til Miinc.hen, en þar
hafði Scarpa sest að, til þess að
komast eftir þvi, hvar dóttir hennar
væri greftruð. Scarpa segir henni
]iá, að dótfir þeirra sje lifandi, og
hann hafi gefið hana hjónum nokkr-
um, en |)íið fæst hann með engu
móti til að segja, hvar lnin sje nið-
urkomin og verður Bianca að halda
heim við svo búið, þótt henni þyki
íeði súrt i brpti. En ])á tekur Monti
til sinna ráða og fer til Múnc.hen
sjálfur til þess að komast fyrir þa'ð,
livar stúlkan sje niður komin. Kemst
hnnn þár í ýms ævintýri, en svo
fer, að honum tekst að finna hana
og færa hana móður hennar, og
verður þar heldur fagnafundur.
Leikfjelag Reykjavikur:
„Þorlúkur þreytti“
Skopleikur i 3 þáttum í
staðfærslu
hr. Emils Thoroddsen.
Aðallilutverk leikið af
hr. Haraldi Á. Sigurðssyni
Sýning í kvöld (föstudag) kl. 8.
Næsta sýning verður sunnudac,-
inn 17. þ. m.
PROTOS
GEISLAOFN
SNOTUR OG STERKUR
RAFMAGNSOFN
Ýmsar stærðir:
500, 750, 1000 watt o.s.frv.
SIEMENS
Guðmundur Böðvarsson, stór-
kaupm., varð 75 ára 12. þ. m.
Magnás Jónsson, lyfjafræðingur
Freyjug. 10, varð 65 ára 12. j>. m.
í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS
L'irtist grein um Flensborgarskólann
i Hafnarfirði, hið veglega nýja skóla-
hús, scm vígt var þann 10. þ. m.,
og um stofnunina sjálfa. Er þar ná
risið upp eitt af veglégustu skóla-
húsiim landsins á fegursta stað i
Firðinum.
Þá verður einnig fróðleg grein
am tónskáldið frœga Franz Liszl.
Sagan í nœsta blaði heitir Loia
eftir Arthur Vaughan. Af þeirri sögu
má m. a. læra það, að tala varlega
um þann, sem maður þekkir ekki.
Auk þess birtast ýmsur aðrar
greinar til fráðleiks og skemtunar
að vanda.
Frú Þórey Sigurðardóttir, IJað-
arstíg 8, varð 75 ára þ. 9. þ. m.
ROBERT TAYLOR,
sem sjest hjer á myndinni er einn
hinna vinsælustu af yngri kvikmynda-
leikurum vestan hafs. Ilann er fyrir
skömmu kominii til Englands til
þess að leika þar' í kvikmynd og
sjest hjer um borð i skipinu „Ber-
engaria".
Hvað á þetta að þýða, þjónil?
Jeg bað um tólf ostrur og hjer eru
ekki nerna ellefu.
Það var með vilja gert. Jcg
hjelt að þið vilduð síður vera
Jirettán við borðið.
------- NÝJA BlÓ. ------------
Fósturdóttir
vitavarðarins.
(Captain January).
Fögur og bráðskemtileg amerisk
kvikmynd frá Fox. Aðalhlutverk-
ið leikur undrabarnið
SHIRLEY TEMPLE
ásamt skopleikurunum frægu
GUY KIBBEE og
SLIM SUMMERVILLE
Innan skamms verður sýnd bráð-
skemtileg, ný Shirley Temple mynd
i Nýja Bíó, og þarf svo sem ekki
að sökum að spyrja, að þangað kom-
isl færri en vilja til þess að sja
Sbirley litlu. Efnið í myndinni er i
sluttu máli þetta: Janúar uppgjafa
skipstjóri er vitavörður. Svo ber við
í óveðri einu, að skip fórst nálægl
vitanum og komst enginnii af skips-
höfninni lifs af nema lítil telpa
(ieikin af ShirleyTemple), sem vita-
verðinum tókst að bjarga. Sömu-
leiðis tókst honum að ná i koffort
eitt og vildi svo til, að í því voru
föt og munir, sem móðir litlu stúlk-
unnar hafði átt. Þar á meðal var i
myndaalbúmi heimilisfang eitt, sem
benti til þess, hverra inanna litla
stúlkan var. En með þvi að Janúar
gamli var litt skrifandi og vildi
einnig gjarnan hafa telpuna hjá sjer.
])á hirti hann ekki um að skrifa ætt-
ingjum hennar. ílentist svo telpan
hjá vitaverðinum, og gekk hann
henni bæði í föðurstað og móðui
og unni henni mikið. Drífur nú
margt á dagana í vitanum. Tclpan
lærir ýmsa hætti al' sjómönnum,
syngur og leikur sjer, æfir sig í því
að spýta langt og svo framvegis.
En einn góðan veðurdag ber kenslu-
konuna ::ð garði, en hún var býsna
ströng og afskiptasöm og heimtaði
að telpan færi í skóla. Janúar gamli
fór nú ásamt öðrum fjelaga sínuni
að búa hana undir inntökuprófið,
og gerist margt spaugilegt í sam-
bandi við það, því að sjálfir voru
karlarnir heldur fákunnandi. Hún
stenst ])ó prófið. En nú fær Janúar
gamli slæmar frjettir. Það á að
breyta vitanum hans í rafmagnsvita,
og við ])að á hann að missa stöðuna.
Hann tekur nú það ráð að skrifa
ættingjum telpunnar og var móður-
bróðir hennar ræðismaður í Mar-
okkó og áhrifamikill maður. Kemur
hann nú til hjálþár, því ofan á alt
annað hafði kérislukonan ætlað ð
svipta Janúar gamla öllum rjetti sín-
um yfir telpunni. Sigla þau nú burt
með frænda hennar —- og Janúar
gamli þarf engar áhyggjur að hafa
af stöðumissinum.
O ■*«*• O 'Hk O «U*-0 O ■**•• O ■***■ O •’%*■ O •'O*' o -"III.
: DrRkkið Egils-öl
irO-IU^O-VrO-'IV'O-'W <V0'*'0'HH#«