Fálkinn - 16.10.1937, Blaðsíða 11
F A L K I N N
11
Falleg belti úr sellófan.
Hjerna er skemtileg handavinna,
sein jeg ætla að kenna ykkur og á-
rangurinn verður sá, að þið eignist
fallegt belli, en hvort það reynist
haldgott að sama skapi skaí jeg ekki
ábyrjast. Efnið i beltið er sellófan,
sem nú er mikið farið að nota i um-
búðir og verður það að vera nokk-
uð þykkt. I>ið ráðið hvort þið haf-
ið það gagnsætt eða litað. Þið sker-
ið sellófanið i stykki, sem eru 10,2
sinnum 9 sentimetrar ( sjá mynd
1) og síðan brjótið þið stykkið sam-
an eins og mynd 2 sýnir og þar
næst eins og mynd 3 sýnir og er
það nú orðið ferfalt. En ekki er ait
búið enn, þvi að nú brjótið þið það
saman einu sinni enn, eins og sýnt
er á mynd 4, svo að nú er það orð-
ið áttfalt og ekki nema mjó ræma
á breiddina, en þið l'innið sjálfsagt
að þyktin er orðin talsverð og styrk-
leikinn líka.. Lítið nú á mynd 5,
sem sýnir að ræman hefir verið
lögð saman um mðjuna, og mynd f>
sýnir að endarnir hafa verið beygð-
ir inn. Nú er fyrsti liðurinn búinn
og nú búið þið til annan lið, alveg
eins og þann l'yrri.
Þegar tveir liðir eru búnir leggið
þið þá saman eins og sýnt er á
mynd 7 og eftir því sem liðunum
fjölgar lengist beltið i þá áttina sem
örvarnar á mynd 8 sýna, ef þið
hafið byrjað við A. Þegar beltið er
orðið mátulega langt á þann sem
ætlar að nota það er sett á það
sylgja, eins og sýnt er á mynd 9.
Festið sylgjuna vei við beltið og
notið lil þess nál og enda.
Fanga- og flaggleikur.
Þetla er skemtilegur útileikur og
þátttakendúrnir gela verið svo marg-
ir sem vera vill. Leikvellinum er
skift í tvo jafnstóra hluta, með því
að strengja snúru yfir hann þveran
eða marka linuna m'eð krítarstriki
en aftast í hvorum reit er sett upþ
flagg og kringum hvort flagg se\
steinar.
Þessir steinar eiga að tákna l'anga.
Nú á hvor flokkurinn um sig, að
reyna eftir megni að verja fangana
sína og réyna að ræna föngum and-
slöðuflokksins (einum í einu). Þeg-
ar leikmaður er kominn á völl and-
stæðinganna, er hann eltur alveg
eins og í venjulegum skollaleik. Og
ef cinliver nær að snerta hann þá
er hann orðinn fangi og verður nú
að standa kyr bak við flaggstöng ó-
vina sinna, og ekki taka neinn þátt
i leiknum fyrst um sinn. En takist
honum að komasl alla leið að slein-
unum án þess að hann sje snertur,
]>á tekur hann einn steininn og get-
ur þá gengið óáreittur til sinna
manna, því að enginn má snerta
hann á leiðinni. Svona er barist
um steinana þangað til annar flokk-
urinn hefir náð þeim öílum og sið-
an er barist um flöggin sjálf, en
flaggstengurn.ar mega ekki vera fast-
ar í jörðinni. Á sama hátt er bar-
ist um lifandi fangana. Takist manm
að komast ósnertur framhjá and-
slæðingunum og grípa í hendina á
fjelaga sínum, þá geta þeir labbað
li! sinna manna óáreittir, þvi að
enginn má snerta þá. ,
Ef margir þátttakendur eru í
leiknum verður leikvöllurinn að
vera nokkuð stór og þá er líka gotl.
að annar flokkurinn hafi bindi um
handlegginn til auðkennis, svo að
misgáningur verði ekki. Leikurinn
er úti ]>egar annar flokkurinn hefir
fengið bæði flöggin og alla stein-
ana 12.
Hnetnr sniðuga stráksins.
Hjerna kemur sniðugi strákurinn
al'tur með nýja reikningsþraut.
Hann hefir einhvern veginn komist
yfir poka með hnetum og ætlar að
skifta þeim á milli fjelaga sinna
]>riggja. Sá elsti af þeim á að fá eina
hnot og fjórða hlutann af afgang-
inum svo á sá næsti að fá eina
hnol og fjórða hlutann af afgang-
inum og á sama hátt á sá yngsti að
fá eina hnot og fjórða hlutann af
afganginum. En gjafarinn sjálfur er
svo hæverskur, að hann ætlar sjer
að lokum eina hnot og fjórða hlut-
ann af afganginum.
Skiljið þið? Það kemur á daginn,
að sá elsti og yngsti hafa fengið til
samans nákvæmlega 10(1 linetum
meira en sá næstelsti og gjafarinn
sjálfur gelið þið níj reiknað út
hve margar hnetur voru eftir i pok-
anum eftir að skift var?
HÁÐNING: Það hafa alls verið
1021 hnot i pokanum. Elsti dreng-
urinn hefir fcngið 256, sá næsti 192
og sá yngsti 144, en sniðugi dreng-
urinn sjálfur fjekk 108 við skiftin.
Þannig urðu 321 hneta eftir í pok-
anulm, eða með öðrum orðum, að
hæverski gefandinn fjekk alls 429
hnetur í sinn eigin hlut.
Ef þið ráðið þessa reikningsþraul
á tíu minútum þá eruð þið dugleg.
x-
>
Þegar þið hafið athugað þessar
tvær teikningar vel, ]>á verður ykk-
ur sjálfsagt ofur Ijóst, að hjereftir
haldið þið altaf bókinni eins og
drengurinn á mynd 2 gerir, ef ]>ið
viljið forðast að ljósið endurvarpist
beint í augun á ykkur.
Tóla frænka.
Barna-
bækur,
sem öll börn þnrfa að lesa:
Litlir flóttamenn
Róbinson Krúsóe
Sesselja síðstakkur
Röskur drengur
Heiða I. og II.
Karl litli
Kátir krakkar
Dýraljóðin
Bernskan I. og II.
Dýrin tala
Má jeg detta?
Áfram
Skeljar I.—IV.
Seytján æfintýri
Þrjátíu æfintýri
Berðu mig upp til skýja
Bæknrnar fásf hjá bóksölum
um land alt.
ALFONS FYRRUM SPÁNARKON-
UNGUIt
sjest hjer á myndinni kyssa sonar-
dóttur sina Maria del Pilar, sem að-
eins er ársgömul. Myndin er tekin i
kirkju í Lausanne eftir að brúð-
kaup prinsessu Marie Dolores af
Bourbon-Orleans, frænku Alfons og
pólska prinsins August Czartoryski
hafði farið fram.
Sigga og Öli hafa fengið kanínur
og fylgjast vel með því, sem gerist i
l'úrinu þeirra. Einu sinni kom göm-
ul frænka i heimsókn í liúsið og
lyrsta spurning barnanna til lienn-
ar er þessi: Frænka, áttu nokk-
urt harn?
Nei, svarar frænkan.
Og eignast aldrei barn?
— Nei, það er vist um það.
Oli hnippir i Siggu og hvíslar:
Þá er hún áreiðanlega karldýr.
Maðurinn minn var sá fyrsti,
sem fjekk orðið i veislunni.
Og um hvað talaði hann.
Hann bað um korktrekkjara.
Jeg sagði lionum að hann mætli
l.yssa mig einn koss á hvora kinn.
Og livað gerði hann?
— Hann fór þann gullna meðalveg.