Fálkinn - 30.10.1937, Síða 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Pinsen og Skúli Skúlason.
Framkvirmdaslj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræli 3, Reykjavík. Sínii 2210.
Dpin virka daga kl. 10—12 og 1—B.
Skrifstofa í Oslo:
A n t o n Schj öthsgadc 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
tskrit'tarverð er kr. 1.50 á mánuði:
rr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent.
Skraddaraþankar.
„Þeim finsl alt best, sem fjærst
er“, stendur í kvæðinu. Það er að
sumu leyli sama tilhneigingin, og
kemur fram í hug piltsins, sem alt-
af var að lnigsa um, hvað væri „bak
við fjöliin háu“. Það er úthugurinn,
Jöngunin til þess að hleypa heim-
draganum, sem er á bak við þetln
og það er síst lastvert, þó að fólk
iangi, ekki síst meðan það er ungt að
s.já og kynnast því, sem er fyrir
handan sjóndeildarhring þess
En þegar þessu fylgir sú skoðun,
að alt hljóti að vera verst sem næst
er, þá er komið út á villigötur. Það
eru sumir svo gerðir. að þeir leit-
ast jafnan við að níða það sem næst
er, en slá því gullhamra, sem þeir
elcki þekkja nema af snöggri yíir-
sýn eða má ske alls ekki. Þessi and-
hælisháttur er því miður nokkuð
aimennur og frumrót lians er að
jafnaði að finna í þvi, að þeir sem
svona hugsa hafa ekki gerl sjer far
um að skilja umliverfi sitt nje meta
það. Stundum er rótina að rekja
ti) óánægju með sin eigin kjör, ósk
um breytingar á umhverfi, scm
byggist á trúnni á því, að alt sje
betra en umhverfið — það sje svo
ilt, að ómögulegt sje að nokkuð
verra sje til.
En „sá segir mest af Ólafi kon-
ungi sem hvorki hefir heyrt liann
nje sjeð“. Mönnum er svó gjarnt
til að gylla það, fyrir hugarsjónum
sínum, sem þeir kunna ekki deili
á. Þetta er gamall i mannkyninu,
eins og þjóðtrú og þjóðsögur bera
vott um. Sauðfjeð lijá útilegumönn
um er altaf látið vera vænna en hjá
bygðarmönnum og útilegumennirnir
miklu stcrkari en aðrir menn. Huldu-
konurnar vorti fríðari og belur
klæddar en menskar konur, að mað-
ur nú ekki minnist á kongssyni og
kongsdætur æfintýranna, sem jafn-
an voru sveipuð dýrðarljóina. í
þessu iýsir sjer leit mannanna eftir
ftgurra umhverfi en hinu hvers-
dagslega sem jieir þekkja, þrá eftir
fegurð og fullkomnun. Og þetta
væri gott, ef ekki fylgdi þvi óá-
nægja með daglega lífið.
Trúin á álfa og æfintýri er horf-
iu en trúin á fegurri lönd en heima-
landið og sveitina sína er enn rík.
Hvcr maður hefir gott af a'ð inigsa
sjer fegurð og trú á fuilkomnun og
betri tima, en hann -er illa farinn
ef liann byggir þá trú á því, að all
sem honum er næst, sje ófullkomnara
en alt annað. Maður sem heldur að
ættjörð iians sje verri en önnur
lönd og sveitin hans verri en aðrar
sveitir verður aidrei „langlifur í
landinu“.
Frú vinstri: Steingrimur Jónsson, Ilaraldur Guðmundsson og Pjetur
Halldórsson.
Sogsstöðin tekur til starfa.
Siðastliðinn nránudag laust eftir
liádegi var straumi frá hinni nýju
rafstöð við Ljósafoss hleypt til
Reykjavíkur um skiptistöðina við
Elliðaárnar. Þar með er Sogsstöðin
tekin til þeirra starfa sinna a'ð fiytja
orku, Ijós og yl' h;\nd,a íbúum
Reykjavíkur, en siðan handa íbú-
um annara nálægra hjeraða, er
væntanlega munu fá rafmagn frá
Sogsvirkjuninni á sinum tíma.
Enginn gat orðið ]>ess var, er
straumnum var hleypt i rafmagns-
Ieiðslur bæjarins. Svo beisla'ður og
bundinn er hinn mikli kraftur foss-
ins og taminn að vilja mannanna.
Siraumnum var hleypt til bæjarins
með nokkrum handtökum i skipti-
stöðinni við Elliðaárnar, og þar fór
fram sú athöfn, er Sogsstöðin var
tekin til notkunar.
í tilefni af þessum merkilega vi'ð-
burði i sögu bæjarins hafði bæjar-
stjórn Reykjavíkur boðið nokkrum
mönnum að mæta á stöðinni við
Elliðár. Voru þar samankomnir borg-
arstjóri og bæjarfulltrúar Reykja-
vikur, alþingismenn ýmsir, atvinnu
málaráðherra, nokkurir fulltrúar er-
lendra ríkja, verkfræðingar, er unn-
ið höfðu að virkjuninni, bæði inn-
lendir og erlendir o. fl.
Athöfnin fór þannig fram, að fyrst
flutti Steingrímur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sogsvirkjunarinnar
ræðu, þar sem hiann gerði stuttlegu
grein fyrir gangi verksins frá byrj-
un, hverjir teki'ð hefði a'ð sjer ein-
slaka hluta verksins, og sjeð um
framkvæmd þeirra, hvaðan vjelar
og annar útbúnaður væri keyptur
o. s. frv. Að lokinni ræðu hans var
straumnum hleypt á bæjarkerfið.
Því næst talaði Haraldur Guðmunds-
son atvinnumálaráðherra þar sem
hann fagnaði hinum miklu framför-
íslensk kona í heimsókn
eftir 15 ára dvöl i Kína.
í vikunni, sem leið,
kom hingað heim tií
íslands frú Oddný Er-
lendsdóttir frá Breiða-
bólstöðum á Álftanesi,
en hún er gift kín-
verskum prófessor i
uppeldiS- og sálarfræ'ði,
Sen að nafni, og hefir
verið búsett í Kina i
15 ár. Er hún nú hing-
að komin til ársdvalar
ásamti ýveimur börn-
um þeirra hjóna, 13
og 9 ára að aldri.
Heimili þeirra lijóna
er á lítilli eyju, sem
heitir Amoy og er
skamt undan ströndu
Fu-Kien-fylkis í Suð-
austur-Kína, gegnt eyj-
unni Formosa er Jap-
anir eiga.
Mánuði áður en fru-
in lagði af af stað, var
fólk tekið að flýja frá
eynni vegna ófriðarins
milli Japana og Ki'n-
verja. Á eynni er sam-
nefnd höfuðborg me'ð
um 200000 ibúum, en
utan við borgina er
háskóli, er maður frú
Oddnýjar starfar við, og er heimili
þeirra í háskólahverfinu. Viku eftir
að frúin lagði af stað gerðu Japan-
ii loflárás á Amoy úr 8 flugvjelum
með aðstoð þriggja herskipa. Enda
þótt varnarvirki væru beggja megin
vi'ð liáskólann býst frúin við þvi,
að háskólahverfið og þar me'ð heim-
ili hennar sje nú i rústum, en mað-
ur hennar er nú staddur í Slianghai.
Frá Amoy lagði frúin af slað
Sen-fjölskgldan.
þann 21. ágúst með skipi til Ilong-
Kong. Þaðan fór liún með japönsku
farþegaskipi þann 30. ágúst áleiðis
til London og kom þangað þann 3.
október. Þa'ðan fór hún með Selfossi
til Reykjavíkur.
Frúin lætur mjög vel ,yfir dvöt
sinni í Kína, hvort sem litið er til
lands eða þjóðar. En þrátt fyrir það
kveðst hún hafa haft ötrúlegá sterka
heimþrá til íslands.
um, er Sogsvirkjunin markaði i
sögu Reykjavikurbæjar og landsins
i heild og óskaði Reykjavíkurbæ til
hamingju með þann þjón, sem hann
hei'ði nú fengið. En afköst lians
svöruðu sem næst til þess, að hverjir
þrír bæjarbúar hefðu nú yfir einu
hestafli að rá'ða, er þeir gætu látið
vinna fyrir sig sleitulaust daga og
nætur. Þá tók til máls borgarstjóri
Reykjavíkur, Pjetur Halldórsson, og
rakti sögu Sogsvirkjunarinnar i stór-
um dráttum og mintist nokkurra
manna, sem mestan þátt höfðu átl
i jiví a'ð hrinda verkinu áleiðis.
Lýsti hann því, að verkið hefði ver-
ið framkvæml i fullri samvinnu milli
bæjarstjórnar og rikisstjórnar.
Færði hann þakkir fyrir hönd bæj-
arins öllum þeim, er að verkinu
hefðu unnið og kva'ð öllum koma
saman um ]iað, að það væri mætavel
af hendi leyst og í samræmi vi'ð
fylstu kröfur nútímatækni. Bæði
borgarstjóri og ráðherra bentu a
]iað, að mannvirki þetta væri fram-
kvæmt með samvinnu allra Nor'ður-
landaþjóðanna, Norðmanna, Dana,
Svía og íslendinga, með því að all-
ar þjóðirnar liefðu unnið á einn
eða annan hátt að framkvæmd þess.
Reykjavíkurbær hefir nú leitt til
lykta fyrslu virkjun Sogsins, og er
það tvimælalaust mesta mannvirki,
sem unnið hefir verið á þessu landi.
og mtin koma ölnum og óbornum að
gagni, skapa þægindi margvísleg,
auka mögulcikana til hvers konar
i'ðju og bæta þar með lifsskilyrði
fjölda manna. Fyrsti árangurinn
sjest ]iegar í stórum lægra rafmagns-
verði i Reykjavik en áður var.
Um lýsingu á Sogsvirkjuninni, vís-
ast hjer til ýtarlegrar greinar með
myndum frá virkjuninni, er birtisl
hjer í blaðinu þann 1C. þessa mán-
aðar.
Frú Guðrún Bjarnadóttir, Vest-
urg. 33, varð 70 ára 24. þ. m.
Grímur Ólafsson bakari, Rán-
arg. 11, verður 75 ára 3f. þ. m.