Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1938, Síða 14

Fálkinn - 29.01.1938, Síða 14
14 F Á L K 1 N N Cpþyrighf P. ). B. Box 6 Copenhog* óskemtileg sjúkra- vitjun. Þú verOur cið gæta betur að jjjer, Vertu bléss! Jeg kem aftur Hvr.rt í heit . . . . nœsl, lasm! eftir viku. Sagðirðu: eftir viku, Ferd’nand? Verður jðrðin eyðimörk? Á jarðfræðingafundi, sem haldinu var i London í haust var uppblástur jarðarinnar sjerstaklega til umræðu eyðing yfirborðsins af völdum vatns og vinda og hita og kulda. Þetta mál er jarðfræðingunum inik- ið áhyggjuefni, hví að uppblástur- inn hefir stórum aukist þar sem rnannkynið hefir numið ný lönd og saina sagan, sem gerðist hjer á landi við eyðingu skóganna endur- tekur sig nú m. a. í Bandarikjunum og Canada, Afríku, Kína, Indlandi. Ástralíu og Rússlandi. Áreiðanlegar tölur um þessar skemdir eru aðeins til hvað Am- eríkii snertir. Þar hefir landssvæði, fjórum sinnum stærra en ísland orð- ið að moldarflagi, en var áður grasi vaxið vállendi. Á álíka stóru svæði hafa þrír l'jórðu landsins orðið að flagi. Og uppblástur er byrjaður og hefir þegar gert miklar skemdir á um 3.000.000 ferkílóinetra svæði landi sem svarar til tveim þriðjung- um Evrópu -— Rússlands. f Banda- ríkjunum er náttúruöflunum ekki kent eingöngu um þetta heldur hveifirækíuninni. Menn hafa ræktað hveiti á söiini landsvæðunum ár eftir ár, án þess að bera nægilega á þau, og afleiðingin hefir orðið sú, að landið er orðið ófrjótt. Úr þessum lærðu liveitilöndum kemur mest af hinu alræmda mistri í Bandaríkjun- um. Canadamenn liafa nú fyrirskip- að að sá jafnan grasfræi i hveiti- ekrúrnar annaðhvort ár, til þess að afstýra því að þær tærist um of. Þessi megrun jarðvegsins lýsir sjer alstaðar á sama hátt. Landið fer smátl og smátl að gefa minna af sjer og hættir að loða sainan og vdrður loks að smádufti, sem vindur og væta ber á burt, þangað til klapp- irnar standa berar eftir. Bandarikja- menn þykjast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að eftir fimtán ár verði þrir fjórðuhlutar allra akra í ríkj- unum orðnir ófrjóir nema gripið verði þegar til varnarráðstafana. í Afríku hafa menn veitt því at- hygli lengi, að eyðimörldn Sahara færist nálægt einn kilómetra til suð- austurs á hverju ári. Er nú farið að bera á sandfoki í ensku nýlendunni Uganda. Til þess að verjast upp- blæstri ætla Englendingar nú að gróðursetja 16 miljard trjáplöntur í norðanverðu Uganda, þannig að þau myndi 100 mílna langt og mílu breitt varnarbelti, sem stöðvað geti „ferða- Ieg“ eyðimerkurinnar suðaustur á bóginn. Skógurinn þykir eina ein- Jjwiasi majítax Oshamr [0 -ÉjóÁú&uA. Látið þær vernda auguu; þær breyta nótt i dag'. Góð birta vekur starfsgleðina, en til þess eru góðar ljóskúlur nauðsynleg'ar: Osrani D-ljós- kúlur. !><*/»• ulmnvn-ljjósteúliir eru tryyf/intf fyrir títilli straumeyðslu. hlíta ráðið til þessa, og ættu íslend- ingar að festa sjer það i minni. Það eru ekki aðeins bændur, jarð- fræðingar og landbúnaðarráðherrar. scm veita þessum athugunum eftir- tekt. Fornfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að fjöldi fornra menningarbóla hafi lagst í eyði á þennan hátt í fornöld. Til clæmis hefir Arabía somu söguna að segja og Þjórsárdalur segir i minni stil. Arabía hefir einu sinni verið grasi gróið land, og sama er að segja um Sahara. Á fyrnefndum jarðfræðingafundi var ákveðið að koma á fót stofnun til að safna skýrslum um uppblástur og finna ráð við honum. Óbrigoul- asta ráðið við uppblástri akurlenda er það talið, að auka notkun áburð- ar og hafa sáðskifti eins og Canada menn gera. Er talið líklegt, að bæði í Bandaríkjunum og Canada muni stjórnarvöldin taka að sjer að útvega bændum ódýran ábúrð. í Englandi er farið að bera á uppblæstri og veittu stjórnarvöldih 37 mijjónir króna á síðasta ári til áburðarkaupa handa bændum á uppblásturssvæð- unum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.