Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 0 berja niður stríðsflota andstæð- ingsins með öllum hugsanleg- um vopnum, eyðileggja versl- unarflota hans með kafbátum og tundurduflum, ráðast á hafn- arborgir hans og verja strand- lengjuna. Þetta mun vera hið hræðilega hlutverk herskip- ahna i næsta ófriði, sem allir friðelskandi menn óska að al- drei komi. Iljer skal þó enn drepið á nokkur önnur hlutverk stríðs- flotans, sem lionum er falið að leysa af hendi á friðartímum eða þó a. m. k. svo lengi sem þjóðirnar lialda áfram að hafa stóran herskipaflola. Mætti lijer fyrst nefna upp- eldi og mentun sjóliða yfirleitt. Allar þær mörgu þúsundir ungra ihanna, sem árlega sigla á herskipum föðurlands síns, annaðhvort af frjálsum vilja eða vegna herskyldu, fá þar — ef í augnablikinu ekki er litið á hermannlegt uppeldi — hinn besta hugsanlega undirbúning undir væntaniegt lífsstarf sem hásetar, stýrimenn, skipstjórar, verkfræðingar o. fl. Ennfremur fá þeir með utanlandsferðum herskipanna viðtæka þekkingu á mörgum þjóðuni og löndum heimsins, þeir kynnast jafnöldr- um sinum og hugsunarhætti þeirra í flotaliði annara þjóða, þeir læra góða framkomu, tungumál og þjálfun vilja og iíkama. Það er ekki af tilviljun að flestir skipstjórar og foringj- ar á hinum heimskunnu risafar- þegaskipum hafa áður verið foringjar í sjóhernum. Með þessu er bent á annað friðsamlegt hlutverk herskipa og áhafna þeirra: að koma op- inberlfiga fram sem fulltrúar ríkis síns í öðrum löndum. Er hjer skemst að minnast her- skipa þeirra, sem komu hingað á Alþingishátíðina eða liinna rnörgu opinberu heimsókna sem stjórn okkar og annara þjóða Japansko beitiskipið „Ashigara“ i Kieler-skurði. fá árlega af herskipum vin- þjóða sinna. Þó að það sje skrit- ið er það samt satt: hin örgustu ljón ófriðartíma eru dúfur á friðarárum, sem færa vinar- kveðjur og óskir um gagn- kvæman skilning! Æskilegt væri að herskip ættu aldrei að leika nein önnur hlutverk en friðar- heimsóknir, en þá mættu þau Jeggja niður fallbyssurnar allar nema þær, sem notaðar eru til viðhafnarskota. Að lokum má geta þess að herskip eru oft notuð í vísinda- lega leiðangra eða þeim til að- stoðar. Varla mun nokkur flota- stjórn láta slíkt tækifæri sleppa úr hendi sjer, að veita opinber- um leiðöngrum eða rannsókn- arferðum aðstoð og um leið skipsáhöfnunum möguleika til þess að sýna dugnað og dreng- skap. Um allan heim er árlega var- ið miljónum og miljörðum lil þess að byggja eða endurbæta herskipastól þjóðanna. Það er og verður aldrei hægl að nota nema lítinn hluta lians til frið- samlegra starfa þeirra sem að ofan greinir. Öll hin skipin liggja í höfnunum og fallbyssu- kjaftar þeirra bíða eftir ófriði. Ófriðarhættunni verður sann- arlega ekki afstýrt meðan þjóð- irnar, nauðugar viljugar, halda áfram takmarkalausum víg- búnaði á sjó. H. Þ. VARNIR KÍNA. Myndin er af kínverska hershöfð- ingjanum Sun Yuan-Ling, sem stjórn- ar vörn kínverska hersins á víg- stöðvunum við Yangtsekiang. Sé'ébach. skiphcrru þýska skólaskipsins ,,Schlesten“, teócur á móti borgarstjóru enskii hafnarborgar- innar Torquag, á meðitn skátaskipið liggur þar i höfn- inrii. Menn sem lifa. Joseph Haydn. Engin jjjóð heimsins hei'ir lagt jafn mikið til hljómlistarinnar eins og Austurríkismenn. Wien er óðalsetur tónlistarinnar, háborg hennar og vígi og þangað söfnuð- usl eigi aðeins landsins eigin hljóm- listarmenn, heldur fengu erlendir menn þar einnig griðland. Wien varð gróðrarstöð hljómlistarinnar i Evrópu. í þorpinu ltohrau nálægt Wien bjó einu sinni fátæklingur með tólf barna hóp, sem liann vann fyr- ir með því að smiða vagnhjól. Al- drei mundi vera minst á þennan vagnhjólasmið nú, ef ekki stæði svo á, að eitt af börnum hans varð heimsfrægur tónsnillingur. Þetta barn hjet Franz Joseph Haydn og fæddist 31. mars fyrir 208 árum. Það bar snemma á því, að Josepli væri hneigður fyrir söng og liljóð- færaslátt. Og eini vegur fátækra manna barna til þess að fullnægja löngun sinni í þá átt, var að reyna að komast inn í barnasöngflokkana við einhverja kirkjuna. Josepli Haydn fór líka þá leiðina og gerðist söngdrengur við Stefánskirkjuna frægu í Wien. Þarna fjekk hann að læra ým: undirstöðuatriði sönglistar og hljómlistar og þólti námfús dreng- ur. Honum fór svo vel fram, að hann gat eftir nokkurn tíma farið að kenna öðrum söng og hijóðfæra- slátt. Á því lifði hann næstu árin. En jafnframt kenslunni lærði hann sjálfur eins og hann gat og samdi tónsmiðar í hjáverkunum. Hann fann mjög til þess, að hann kynni ekki nógu mikið til þess að verða tónskáld, vanþekkingin var honum þrándur í götu, því að vitanlega var ]íað takmarkað, sem hann hafði lært sem kórdrengur í Stefánskirkj- unni. Vitanlega var fjöldi hljóm- listarkennara i Wien, en það kostaði fje að fá fræðslu slikra manna, og það fje átti Haydn ekki. ítalska tón- skáldið . Niccolo Porpora var þá einna frægastur allra hljómlistar- kennara í borginni og viðkunnur af óperum, sem hann hafði samið. Hafði hann verið fenginn til Wien tit að stjórna hljómlista'rskólanum þar. Haydn fór til hans og tókst eftir miklar fortölur að fá hann til að veita sjer lítilsháttar kenslu, gegn þvi að hann ljeki undir fyrir hann og gerðist vikaþjónn hans. Framaðist Haydn svo vel í þess- ari stöðu að farið var að veita hon um eftirtekt. Hann varð forstjóri einkahljómsveitar Morzins greifa 27 ára gamall og samdi þá fyrstu hljómkviðu sína fyrir orkestur. En árið 1761 gekk hann í þjónustu Esterhazy hertoga, sem tónskáld og Frh. á bls. 8.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.