Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.05.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 v •: ST. BERNHARDSKLAUSTRIÐ i Alpafjöllum, seni, er frægasta sælu- hús þar um slóðir inniluktist ný- lega af snjóflóði. Myndin sýnir munka frá klaustrinu og hunda þeirra. FRANSISCA GAAL, ungverska leikkonan liefir nú verið ráðin til Hollyvv'ood eins og svo margar Evrópuieikkonur á undan henni. Hjer sjest hún í fyrstu mynd- inni, er hún ljek í vestra og heitir „Thc Bucaneer“. HOLLENSK HÁTÍÐ. í iilefni af fæðingu Beatrix prins- essu i Hollandi hafa öll hörn l'engið að jeta nægju sína af hátíðabrauðinu hollenska, seni er sykraðar tvibökur. INDVEItJAR í LONDON. lndverskir stúdentar í London liöfðu nýlega kröfugöngu á Trafalgar Square og kröfðust sjálfstæðis handa tndverjum. í fylkingunni báru þeir stórar myndir af Gandhi. GUSTAP SVÍAKONUNGUR iðkar enn tennisíþróttina, þó hann sje nú um áttrætt. Myndin er tekin af honiun í París nýlega, ásamt besta tenniskennara Svía, Karl Schröder, er konungur var á leið til sinnar ár- legu vetrardvalar i Cannes. BRÚÐKAUPSKLÆÐl ÚR CELLOFAN. Amerísk hjú sýna hjer á myndinni hvernig brúðhjón framtiðarinnar líti út er þau koma úr kirkjunni. Þau eru í fötum úr cellofan. Á sýningu frá Palestínu, sem hald- in er i London, sjest meðal annars þessi hluti úr vatnsleiðslu, sem Píla- tus ljet gera árið 30, til þess að lciða vatn úr Hebronslindum til Jerusalem. enska skautadisin, vann heimsmeist- aratignina i listhlaupi á skautum i Slockholm nýlega og sigraði meistara síðasta árs, Cecille Colledge, sem iíka er ensk. MEGAN TAYLOR, VATNSLEIÐSLA PlLATUSAR. FRÆGUR LÖGREGLUSTJÓRI. Myndin lijcr að ofan er af lög- reglustjóranum í Wien, dr. Micliaei Skubl, sem er talinn einn af fræg- iistu glæpamálafræðingum Evrópu. Hefir nýlega verið á ferðalagi um norðúrlönd og haldið fyrirlestra. SENDIHEIIRAR HJÁ HITLER. Skömmu eftir að Hitler hafði „end- urbætt“ þýsku stjórnina og Iátið Schuchnigg Austurríkiskanslara falla sjer til fóta, hjelt hann boð mikið fyrir erlenda sendiherra í Berlín ásaint frúm þeirra; einnig voru i boðinu allir meðlimir þýsku alrikis- stjórnarinnar og æðstu menn hers og flota. Hjer á myndinni sjást frá vinstri: Hitler að tala við sendiherra Brasilíu, Moniz de Aragao, dr. Meis- sner forsætisráðherra, von Búlow- Schwante, austurriski sendiherrann Tauschitz, Göring marskálkur, Bibb- entrop utanríkisráðlierra og loks lengst til hægri Henderson sendi- herra Breta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.